Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Page 12
12 MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997 Spurningin Hefur þú séð geimverur? Þórður Daníel Þóröarsson nemi: Já, í Kringlunni. Sigurjón Kristjánsson nemi: Já, Þórður er geimvera. Hafþór Hlynur, sjálfstæður at- vinnurekandi: Nei, ekki nema í bíó en ég trúi hins vegar á þær. Linda Ósk Sigurjónsdóttir: Nei, ég hef aldrei séð geimverur. Daníel Örn Jóhannesson nemi: Nei, ég hef aldrei séð geimverur en ég trúi á þær. Fríður Hulda Hafsteinsdóttir nemi: Nei, aldrei séð en ég trúi á þær. Þær eru grænar og með augu sem standa út úr höfðinu. Lesendur Hrútleiðinleg- ur Blossi Atriöi úr kvikmyndinni Blossa. - „Einhverra hluta vegna hefur gleymst aö skrifa handrit fyrir myndina," segir m.a. í bréfinu. Friðrik skrifar: Ég brá mér í kvikmyndahús í gær og það er tilefni þess að ég sendi lín- ur til blaðsins. Vegna umtalsins sem kvikmyndin Blossi hefur hlotið og einnig vegna einhverrar tilhneig- ingar í manni til að sjá allar íslensk- ar kvikmyndir, fór ég og barði sjón- arspilið augum. í stuttu máli sagt er þetta, að minu mati, einhver sú verst gerða og jafnframt leiðinlegasta kvik- mynd sem nokkurn tíma hefur ver- ið varpað á tjald hér á landi. Dreg ég þó heldur úr. Ég viðurkenni þó að myndin „Nei er ekkert svar“ var í álíka gæðaflokki. Einhverra hluta vegna hefur gleymst að skrifa handrit fyrir myndina og ráða leikara í hana. Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að leik- arar væru fólk sem gæti talað og jafnvel leikið, þótt það þyrfti ekki endilega að vera útskrifað úr leik- listarskóla. - Það er reyndar verð- ugt umhugsunarefni hvers vegna menntaðir leikarar fá sjaldan að spreyta sig hin síðari ár í myndum sem þessari? - En nóg um það. í myndinni er einn fyrrverandi íþróttamaður, sem getur varla stam- að út úr sér setningu án þess að mann verki í hlustirnar, eitt „beib“ og einn fyrrverandi söngvari, sem á að vísu sæmilega takta en ekki nægi- lega góða til að henda milljónatugum í verkefnið. - Tæknivinnslan er þol- anleg. En hvaða máli skiptir það þeg- ar þar er ekkert annað aö finna? í heildina er þama mynd sem gæti hugsanlega sómt sér væri hún klippt niður í fimm mínútur fyrir stuttmyndakeppni í framhaldsskóla. Mín tillaga er þessi: Annars veg- ar að banna Júlíusi Kemp að gera kvikmyndir, hann er búinn að sýna og sanna rækilega að honum er það ekki gefið. Hins vegar að fleyta ein- hverju af þeim peningum sem ann- ars hefðu farið í framtíðarvitleysur hans og álíka hæfileikalausra töffara í minni einingar (t.d. 5 til 10 milljónir i einu) til ungra og efhi- legra. Ekki bara ungra kvikmynda- gerðarmanna. Gaman væri til dæmis að sjá kvikmynd í fullri lengd eftir snill- ingana á Akureyri sem puðrað hafa út óborganlegum, heilsteyptum stuttmyndum og sýnt í Háskólabíói og þar sem handritið, leikurinn og allt annað sem myndunum viðkem- ur gengur upp. - í staðinn fyrir að brotlenda á fyrstu mínútu. Pólitík gyðinga í Palestínu S.R. Haraldsdóttir skrifar: Pólitíkin hjá gyðingum í Palest- ínu er að losna fyrir fullt og allt við alla Palestínu-Araba í landinu, sem þeir tóku með valdi og blóðsúthell- ingum frá Aröbum eftir 1000 ára bú- setu þeirra. Fyrr munu þeir ekki hætta. Þetta ætti öllum að vera ljóst. Slíkur fas- ismi sem þarna er um að ræða er argasta drepkýli jarðarinnar. Og einn góöan veðurdag mun það springa. Þá upphefst þriðja heims- styrjöldin eða Harmageddon. Þegar að því kemur munu allar Arabaþjóðir vera tilbúnar að berj- ast og gera út af við gyðingana þarna. Spádómar í Biblíunni nefna gyðinga í Palestínu „glæpaland" og „lýðinn“ sem Drottinn er eilíflega reiður (Malaki 1:3-5). Það er ekki til neitt ísrael í Palestínu, þeir eru ekki hinn út- valdi. Guðs ísraels eru allir guð- hræddir menn um gjörvalla jörðina. Alveg sama hvaða þjóð eða trúflokki þeir tilheyra. „Guð fer ekki í manngreinarálit, heldur er honum þóknanlegur í hverri þjóð ...“ (Postulasagan: 10:35 og Orðs- kviðirnir 11:6). - Friður í Mið-Aust- urlöndum er draumur sem mun ekki rætast fyrr en eftir þriðju heimsstyijöld. Þetta eru spádómar Biblíunnar og Nostradamusar. Ráðherrar sæki tölvunámskeið Helgi Magnússon skrifar: Ég hlýddi á viðtal við utanríkis- ráðherra í morgunútvarpi RÚV sl. fimmtudagsmorgun. Fréttamaður- inn Jóhanna Margrét Einarsdóttir hringdi beint á Sheraton-hótelið í Santiago í Chile þar sem ráðherr- ann var staddur. Ráðherrann og fjölmenn viðskiptanefnd frá íslandi ásamt jazztríói héðan hafði verið á ferðalagi um nokkur ríki Suður- Ameríku til aö afla viðskiptasam- banda og auka samstarf þjóðanna þar syðra við ísland. Þegar á leið samtalið varð mér á að spyrja sjálfan mig: Við hvem er ráðherrann að tala? Við íslensku þjóðina væntanlega. - Hann lagði m.a. til að þama syðra væri þörf á sendiráði fyrir ísland. Já, hvað er dlSiKIM þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 550 5000 milli kl. 14 og 16 Já, er ekki tölvuþekkingin nauösyn ráöherrum jafnt og mönnum í viöskipta- lífinu? nauðsynlegra en að ísland stofni sendiráð í Suður-Ameríku? íslensk- ir ráðamenn lifa víst ekki á tölvu- öld. Vita þeir ekki (þ.ám. utanríkis- ráðherra) að flest viðskipti fara fram gegnum tölvusamskipti i dag? Það er ekki þörf á neinum sendiráð- um í Suður-Ameríku né annars staöar óravegu frá íslandi. Það er rétt sem Þorvaldur Gylfa- son prófessor segir í nýlegri grein sinni: Þess sjást engin merki að stjórnmálamennirnir hyggist hætta að raða sjálfum sér og hverjir öðr- um í stöður og leggja undir sig fyr- irtæki sem hafa hingað til fengið að lúta forystu kunnáttumanna. Ég legg til að ráðherrar, núver- andi og þeir í framtíðinni, sæki tölvunámskeið til að komast eilítið inn í nútímann. Það gengur ekki að ráðherrar tali einhverja fornaldar- tungu við þjóðina gegnum ríkisfjöl- miðlana. DV A-flokkarnir: Samvinna eöa sameinining? Örn skrifar: í umræðunni um samvinnu eða sameiningu A-flokkanna hefur al- menningi ekki verið gerö nægi- lega góð grein fyrir stöðu mála. Við vitum t.d. ekki hvort flokk- amir leggja meiri áherslu á. í DV nýlega er haft eftir Össuri Skarp- héðinssyni að hann vilji frekar sameiningu en samvinnu, og ætti hann glöggt til að þekkja, búinn að vera í báöum A-flokkunum. Geta fjölmiðlar ekki gert skoðana- könnum hjá flokksmönnum A- flokkanna hvort ofar sé á óskalist- anum; samvinna eða sameining? Olíuleit fremur en gullleit Karl Einarsson hringdi: Ekki hefur gæfan orðið okkur hliðholl í gullleitinni hér á landi. Samt er von að úr rætist eftir að niðurstöður úr sýnatöku berst er- lendis frá. En ég spyr: Hversu nauðsynlegra væri ekki að hefjast handa um að fullkanna meint olíusvæði fyrir Norðausturlandi, en þar hafa sannanlega fundist setlög sem vísindamenn fullyrða að undir kunni að leynast olía? Auðvitað á ríkisstjórnin að hafa frumkvæði að fúllnaðarrannsókn- um á því hvort þama er vinnan- leg olía. Færeyjar og Grænland þurfa ekki endilega að verða fyrri til að finna vinnanlega olíu. Einskis nýtur samningur við Rússa Haukur skrifar: Hinn tvíhliöa samningur Rúss- lands og Islands um samstarf og samskipti á sjávarútvegssviöinu er einskis virði að því er varðar veiðar okkar íslendinga í rúss- neskri veiðilögsögu og gagn- kvæmt. Veiöiheimildir eru ekki í sjónmálinu, því þær eru ein- göngu orðaðar með loðnu emb- ættismannamálfari. Svo sem: „sem síðar kann að verða samið um...“, „samkvæmt ákvörðun rússneskra stjórnvalda hverju sinni“ og „eftir því sem þörf kref- ur“ o.s.frv., o.s.frv. - Samningur þessi hefur því nánast enga þýð- ingu fyrir okkur íslendinga, svo mjög sem gumað er af honum vegna þekkingarskorts. Slúðrið eitt einskis virði Bjami Valdimarsson skrifar: Lögreglan kaupir staðfest. Ef hún keypti bara upplýsingar færi helftin af þjóðinni í gæsluvarð- hald. Launin fyrir upplýsingam- ar eru fyrst og fremst að fá að halda eigin vímuefnum. Er það lægsta greiðsla. Ekki þarf að veita fé af fjárlögum í þess háttar viðskipti, því yfrið nóg fellur til af upptækum varningi. Útilokað er að stunda viðskipti við bófa, án þess að verða einn af þeim sjálfur! í næstu kosningum verð- ur þjóðin að velja sér leiðtoga sem binda enda á þennan skrípa- leik og fleira grátt gaman. Götunarfárið viðbjóðslega Kjartan hringdi: Það lýsir þessari þjóð best að forráðamenn unglinga, og jafnvel fullorðið fólk, þótt í yngri kantin- um sé, skuli leyfa sér að eyði- leggja líkamshluta sína með göt- um og stungum hér og þar; i eyru, munn, varir og tungu! Ves- alings unglingarnir sem mynd- imar birtast af sýnast eins og hver önnur úrhök mannskepn- tmnar á víðavangi, illa hirt, feim- in og ómannblendin. Þetta er eitt það viðbjóðslegasta sem duniö hefur yfir þjóðina og hefur hún þó ekki úr háum söðli að detta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.