Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1997, Page 34
42
MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1997
Afmæli
Ole Lindquist
Ole Lindquist, sagnfræðingur,
kennari og leiösögumaður, Reyni-
mel 47, Reykjavík, varð fimmtugur í
gær.
Starfsferill
Ole er fæddur á Borgundarhólmi,
einkabam foreldra sinna, en árið
1950 flutti fjölskyldan til Jótlands
^ þar sem hún átti rætur sínar. Ole
bjó í Esbjerg til 1965; í Þýskalandi
frá 1965 til 1971; frá 1971 til 1973 í
Reykjavík; frá 1973 til 1995 á Akur-
eyri en síðan þá hefur hann verið
búsettur í Vesturbænum í Reykja-
vík.
Frá og með 1979 hefur Ole dvalið
langdvölum víðs vegar um Norður-
Evrópu. Hann er danskur ríkisborg-
ari.
Móðurafi Ole, Peter Thomas
Thomasson, f. 1886, d. 1962, búsettur
í Árósum, var myndskeri, stein-
höggvari og stúkkatör. Eins og iðn-
sveinar þess tíma sem ætluðu að
taka meistarapróf urðu að gera,
starfaöi hann lengi (1906-1912) viðs
vegar um Evrópu, aðallega i þýsku-
mælandi löndum. Árið 1915 öðlaðist
hann meistararéttindi en vann til
dauðadags sem einyrki. Hann skar
út og seldi mikið af húsgögnum úr
eik og mahoní og vann líka við end-
urgerð gamalla kirkjumuna á Jót-
landi fyrir danska Þjóðminjasafnið.
Hann var líka meistari við smíði
Kastaníu-brúarinnar (úr graníti) í
Óðinsvéum. Hann var sérlega fróð-
ur um menningarsögu Evrópu og
varði Ole flestum sínum fríum hjá
honum og hefur hann frá honum
vbæði lifsviðhorf og áhuga á menn-
ingarsögu.
Eftir gagnfræðapróf
frá Boldesagier-skóla í
Esbjerg árið 1964 stund-
aði Ole m.a. nám á
fyrsta ári við Kennara-
skólann í Hjorring á
Norður-Jótlandi 1965-66
en hélt þá þaðan til
Þýskalands og tók inn-
tökupróf við Martin-
Luther-Universitat
Halle-Wittenberg. Þar
stundaði hann nám til
meistaraprófs í sögu
(Diplom-Historiker,
1970) og í heimspeki (Diplom-
Philosoph, 1971).
Haustið 1973 réðst Ole til Mennta-
skólans á Akureyri og kenndi hann
mannkynssögu og heimspeki tíma-
bilið 1973-79 við nýstofnaða félags-
fræðideild skólans. Á árunum
1980-87 kenndi Ole eingöngu mann-
kynssögu og þá fyrst og fremst við
öldungadeild MA.
Skólaárið 1979-80 nam Ole nor-
ræna fomleifafræði og sögusafn-
fræði við Háskólann í Björgvin og á
sumrin 1980-86 starfaði hann við
fomleifarannsóknir víðs vegar um
Noreg, síðustu árin sem stjómandi
(með víkingaöld sem sérsvið).
Milli áranna 1987 og 1995 stund-
aði Ole sagnfræðirannsóknir á
mörgum stöðum í Norðvestur-Evr-
ópu. Á árinu 1995 varði hann dokt-
orsritgerð sína „Hvalir í efticihags-
og menningarlífi norrænna útvegs-
bænda 900-1900“ („Whales, dolphins
and porpoises in the economy and
culture of peasant fishermen in
Norway, Orkney, Shetland, Faeroe
Islands and Iceland, ca
900-1099 AD and Norse
Greenland, ca 1000-1500
AD; 3. bindi, 1300 bls.,
1994) við Háskólann í St.
Andrews, Skotlandi. I
framhaldi af því var Ole
þar veitt heiðursstaða
(Honorary Fellowship, þ.e.
sem Honorary Fellow) við
St. John’s House Centre
for Advanced Historical
Studies. Hann heldur
rannsóknum sínum áfram
með aðsetur í Vesturbæn-
um.
Ole er vísindalegur ráðgjafi og op-
inber áheyrnarfulltrúi (Accredited
Observer) fyrir Alþjóðahafrann-
sóknastofnunina (International Oce-
an Institute; tengd háskólunum í
Valletta, Malta; Halifax, Nova
Scotia, og i Honolulu, Hawaii) í Al-
þjóðahvalveiðiráðinu. Sem slíkur
hefur hann sótt ársfundi þess frá og
með 1983 og mun einnig taka þátt í
49. ársfundi ráðsins í Mónakó í
október. Greinargerðir Ole frá árs-
fundunum hafa birst í Ocean Year-
book hjá Chicago University Press.
Fræði- og ráðgjafarstörfin hafa
leitt til þess að Ole hefur haldið
fjölda gestafyrirlestra við ýmsa há-
skóla í Norður-Evrópu.
Tímabilið 1989-90 stóð Ole fyrir
frumkönnun á möguleikum á hvala-
skoðun hér við land og gerði fyrstur
allra tillögur þar að lútandi og í maí
1990 var skýrslunni dreift innan-
lands og utan.
í september 1996 hóf Ole þriggja
ára nám í íslensku fyrir erlenda
stúdenta við Háskóla íslands (til
B.Ph.Isl.-prófs) tO að styrkja vald
sitt á íslenskri tungu, sérstaklega
hvað ritfæmi varðar, auk þess að
auka þekkingu sína i íslenskum
fræðum. Sl. voru lauk Ole einnig
vetrarlöngu kvöld- og helgarnámi
við Leiðsöguskóla íslands sem leið-
sögumaður ferðamanna. í sumar
hefur hann starfað við leiðsögn
ferðamanna á þýsku, ensku,
dönsku/skandinavísku og hyggst
halda því áfram, sumar sem vetur,
samhliða íslenskunáminu og fræði-
störfunum.
Fjölskylda
Árið 1970 kvæntist Ole Hólmfriði
Guðmundsdóttur Bárðarsonar, f.
1944, sérkennara og núna skóla-
stjóra grunnskóla Skútustaðahrepps
í Reykjahlíð. Þau kynntust á náms-
árum sínum i Halle an der Saale en
skildu árið 1984.
Einkabam Ole er Margrét Ingi-
björg Lindquist, f. 8.6. 1974, á Akur-
eyri. Hún er nemandi á öðru ári á
textílbraut Myndlista- og handíða-
skóla íslands. Hún er danskur ríkis-
borgari en búsett í Kópavogi.
Margrét á hálfbróður, Óttar Guð-
jónsson Samúelssonar, f. 21.6. 1967,
hagfræðing, búsettan í London.
Foreldrar Ole vom þau Carl Jo-
han Lindquist, f. 1918, d. 1978, og
Jenny Ruth Lindquist, fædd Thoa-
sen, f. 1919, d. 1985. Carl Johan var
yfirbryti hjá DFDS (Sameinaða
gufuskipafélaginu) frá 1950 til
dauðadags og sigldi með skipum fé-
lagsins til Bretlands, Norður- og
Suður-Ameríku og Miðjarðarhafs-
landa. Jenny Ruth var lengst af
Ole Lindquist.
Sigurður Valgarð Jónsson
Sigurður Valgarð Jónsson (Siggi
Valli) hljóðfæraleikari, Reynimel
66, Reykjavik, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Siggi Valli fæddist á Húsavík og
ólst þar upp til átta ára aldurs en
fluttist síðan til Akureyrar og ólst
mpp þar.
Snemma sýndi Siggi Valli mikinn
áhuga á tónlist og spilaði jafnt á
harmoniku sem trommur með
mörgum þekktum hljómsveitum á
Akureyri. Einnig kenndi hann á
hljóðfæri með spilamennskunni og
vann í Gefjun eins og flestir Akur-
eyringar í þá daga.
Siggi Valli flutti með fjölskyldu
sína til Reykjavíkur árið 1965 og
hætti þá að mestu að spila opinber-
lega að undaskildu starfi með
Lúðrasveit Hafnarfjarðar um tíma.
Hann starfaði til sjós sem mat-
sveinn á hinum ýmsu skipum þar
til hin síöustu ár er hann vann hjá
Gúmmísteypu Þ. Lárussonar.
Siggi Valli fæst nú við áhugamál
sín svo sem tónlist, hagleikssmíð á
skipamódelum og kvikmyndaleik
þar sem þegar er komin myndin
Siggi Valli trommari og væntaleg er
á haustdögum myndin Siggi Valli á
mótorhjóli.
Fjölskylda
Siggi Valli kvæntist árið 1949
Maríu Sigfríði Sigurðardóttur, f.
3.11. 1931, d. 19.7. 1994, húsmóður.
Foreldrar hennar voru Sigurður F.
Jónsson prentari og Hulda Ingi-
marsdóttir, húsmóðir frá Akureyri.
Þau eru bæði látin.
Börn Sigga og Maríu eru: Harald-
ur Páll, f. 22.12.1949, þjónn í Reykja-
vík; Hulda, f. 30.9. 1952,
læknaritari í Reykjavík,
og er hennar maki Jón
Friðjónsson, málarameist-
ari og vélstjóri; Inga Rut,
f. 22.2. 1958, kennari í
Kópavogi, og er hennar
maki Böðvar Bjarki Pét-
ursson kvikmyndagerðar-
maður. Þau eiga dæturnar
Ragnhildi og Katrínu; Ólöf
Helga, f. 23.8.1967, förðun-
arfræðingur í Borgamesi,
hennar maki er Guðjón
Kristjánsson atvinnurek-
andi. Þau eiga dæturnar
Hugrúnu Huldu, Eddu Fanneyju og
Maríu Esther.
Faðir Sigga Valla var óþekktur en
móðir hans var Ólöf Valdimarsdótt-
ir vinnukona sem lést úr berklum
árið 1929 á Kristneshæli og er því
lítið um hana vitað. Siggi Valli var
því hálfgerður sveitar-
ómagi við fæðingu. En
fyrir tilstilli hjónanna
Jóns Flóventsstonar og
Guðnýjar Helgadóttur
frá Húsavík, sem tóku
hann í fóstur, komst
hann til vits og ára.
Siggi ólst þar upp til átta
ára aldurs í góðum upp-
eldissystkinahópi þeirra
Fannýjar, f. 1906, Krist-
jáns, f. 1908, Helgu, f.
1910, Sigríðar Pálínu, f.
1913, og Georgs, f. 1917,
sem öll era nú látin.
Flutti hann þá til Akureyrar ásamt
stjúpsystur sinni, Sigríði Pálínu
Jónsdóttur, og manni hennar, Har-
aldi Sigurgeirssyni og ólst síðan
upp hjá þeim.
Siguröur Valgarð
Jónsson.
► staögreiöslu-
og greiöslukortaafsláttur oWt mil/i hirryns
og stighœkkandi
Smáauglýsingar
birtingarafsláttur
550 5000
Ul hamingju með afmælið 25. ágúst
85 ára
Ingveldur R. Bjamadóttir, Kleppsvegi 4, Reykjavík. Kristján A. Kristjánsson, Langagerði 70, Reykjavík.
80 ára
Guðný Sigfríður Jónsdóttir, Furugerði 1, Reykjavík. Sigríður Stefánsdóttir, Kópavogsbraut 83, Kópavogi. Sigríður Sigurðardóttir, Háteigi 2d, Reykjanesbæ. Jón V. Bjarnason, Valþjófsstað 2, Fljótsdalshreppi.
75 ára
Jón Kr. Bjarnason, Hamrahlíð 37, Reykjavík. Vigdís Finnbogadóttir, Litlu-Eyri, Vesturbyggð.
70 ára
Bent Bjami Jörgensson, Háaleitisbraut 89, Reykjavík. Aðalheiður Gunnarsdóttir, Höfðabrekku 15, Húsavík. Sigriðiu- Theódóra Jónsdóttir, Hraunbæ 86, Reykjavík.
65 ára
Bjami Th. Rögnvaldsson, fyrrv. prestur á Prestsbakka, fræðimaður, fyrrv. skólastjóri, fræslustjóri og kennari, Safanjýri 42, Reykjavík.
60 ára
Ragna Hjaltadóttir, Esjugi'und 33, Kjalameshreppi.
50 ára
Rúnar Jóhannsson, Faxastíg 18, Vestmannaeyjum. íris Gréta Valberg, Víðivangi 7, Hafnarfirði. Rúna Björg Jónsdóttir, Stóragerði 14, Hvolsvelli. Jón Guðmundsson, Asparfelli 12, Reykjavík. Örn Gmndfjörð, Ástúni 2, Kópavogi. Sigríður Ragnarsdóttir, Brú 2, Jökuldalshreppi. Guðrún Sigurðardóttir, Lundum 1, Borgarbyggð.
40 ára
Þorsteinn V. Baldvinsson, Vallargötu 16, Reykjanesbæ. Guðmundur Einarsson, Álfhólsvegi 18, Kópavogi. Ólöf Guðrún Hafsteinsdóttir, Sólvallagötu 29, Reykjavík. Nikolína Theodóra Snorradóttir, Vesturgötu 129, Akranesi. Aðalbjörg Kolfinna Örlygsdóttir, Tjamarlundi 19d, Akureyri. Hrafhhildur Fríða Gunnarsdóttir, Spítalavegi 19, Akureyri. Anna Lea Bjömsdóttir, Gónhóli 6, Reykjanesbæ. Andrés Viðarsson, Ránarbraut 7a, Vík í Mýrdal. Guðlaug Kristinsdóttir, Fannafold 111, Reykjavik.