Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Side 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997
Fréttir
Afskriftir banka og lánasjóöa á átta árum:
62 milljarðar lagðir til hliðar
- þar af eru 44,6 milljaröar þegar tapaöir
Opinberir fjárfestingalánasjóðir
og viðskiptabankamir hafa tapað og
sett á afskriftareikninga sína 62,2
milljarða króna á síðustu átta árum.
Þar af hafa þegar tapast varanlega
44,6 milljarðar.
Samkvæmt þessu hafa þessar
stofnanir tapað eða gert ráð fyrir að
tapa 777 milljónum króna að jafnaði
á hverju ári. Hlutur viðskiptaban-
kanna, með greiðslur á afskrifta-
reikninga, er 35,9 milljarðar og sjóð-
anna 26,3 milljarðar. Á átta árum
hafa bankarnir tapað endanlega 26,4
milljörðum og sjóðimir 18,2 millj-
örðum. Allar tölur eru á verðlagi
ársins 1996.
Heildargreiðslur vegna vafa-
samra útlána, á árunum frá 1989 til
1996, láta nærri að vera helmingur
fjárlaga ríkisins á næsta ári. Áfram
má reikna, því það sem hefur lagt
inn á afskriftareikninga jafngildir
því að hver fjögurra manna fjöl-
skylda hafi tapað 750.000 krónur að
jafnaði á þessum átta árum. Eins
má segja að það þurfi 60 þúsund
launamenn, hvem með 100 þúsund
krónur í mánaðartekjur til vinna
upp í tapið vegna útlánanna. Það
myndi þó aðeins duga ef allar þeirra
tekjur færu til að greiða niður töpin
sem hafa myndast vegna þess að lán
hafa ekki verið endurgreidd.
Á þessum átta ámm var mest lagt
á afskriftareikninga árið 1991, eða
11,6 milljarðar en 11 milljarðar árið
1992 og 10,1 árið 1993. Mest var end-
anlega afskrifað árið 1993 8,8 millj-
arðar og 7,5 árið 1992. Á síðustu
þremur ámm, það er 1994, 1995 og
1996 hefur dregið úr greiðslum á af-
skriftareikninga og eins hefur dreg-
ið úr endanlega töpuðum útlánum.
Á síðasta ári var samtals greiddir
fjórir milljarðar á afskriftareikning-
ana og það ár voru 2,9 milljarðar
taldir tapaðir.
-sme
Frumvarp félagsmálaráðherra um stjórnsýsluvald yfir miðhálendinu:
3,9% ráði öllu
hálendinu
- 96,1% þjóðarinnar ráði engu
Siv Friðleifsdóttir, alþingsmaður
Framsóknarflokks, leggst gegn
frumvarpi samflokksmanns sins,
Páls Péturssonar, um miðhálendið.
Frumvarpið var lagt fram sl. vor og
þá strax lýsti Siv þvi yfir í þing-
flokki Framsóknarflokks að hún
myndi ekki styðja frumvarpið og
var ein um þá skoðun í þingflokkn-
um.
Verði frumvarp Páls Péturssonar
að lögum mun miðhálendiö skiptast
upp í rúmlega 40 stjómsýslueining-
ar, eða jafnmargar þeim sveitarfé-
lögum sem liggja að miðhálendinu.
Siv telur að óskynsamlegt sé að
skipta þessu landsvæði upp á þenn-
an hátt, það er að segja að skipta
skipulags- og byggingavaldi upp á
milli 40 sveitarfélaga. Eðlilegra sé
að miðhálendið, sem er um 40% af
flatarmáli alls landsins, sé undir
einni skipulagsstjórn, sé ein stjóm-
sýslueining.
„Það mælir allt með því að þetta
svæði heyri undir eina skipulags-
stjóm og að stór landsvæði verði
gerð að þjóðgarði," segir Siv í sam-
tali við DV. Með því móti séu meiri
líkur á að hér verði til stærsta ós-
nortna náttúruvemdar- og útvistar-
svæði í V-Evrópu með Vatnajökul
sem miðpunkt. Ef 40 skipulags-
stjórnir eigi að stjóma þeim málum
sé það mun erfiðara viðfangs.
Tvö stjómarfrumvörp liggja nú
fyrir alþingi um miðhálendið. Ann-
ars vegar er um að ræða frumvarp
Davíðs Oddssonar forsætisráðherra
um þjóðlendur, hins vegar er fyrrn-
efnt frumvarp Páls Péturssonar fé-
lagsmálaráðherra. Framvarp for-
sætisráðherra fjaUar að stærstum
hluta um eignarhald á hálendinu og
að það verði staðfest sem eign þjóð-
arinnar ef enginn geti beinlínis
sannað eignarrétt sinn á því. Fram-
varp félagsmálaráðherra lýtur hins
vegar einungis að stjómsýsluþætti
málsins.
íbúafjöldi fyrrnefndra 40 hálend-
issveitarfélaga er 15.519 manns eða
3,9% landsmanna. Verði frumvarp
félagsmálaráðherra að lögum mun
það þýða að 96,1% landsmanna, m.a.
allir Reykvíkingar, Reyknesingar
og Vestfirðingar, verða nánast
áhrifalausir um stjómsýsluákvarð-
anir sem varða miðhálendið og
skipulag þess. -SÁ
Dagfari
Kaupin á eyrinni
Hún er hörð, samkeppnin á
bankamarkaðnum. Ekki aðeins
það að bankamir sláist um vextina
og viðskiptin heldur hefur það sýnt
sig að bankamir geta líka tekist á
um verðbréfaviðskipti og stöðu
sina í kerfinu og nú er verið að
breyta ríkisbönkunum í hlutafélög
og þar hafa menn líka slegist um
bankastjórastöður og bankaráðs-
stöður og allt er sem sagt á fleygi-
ferð í bönkunum og engum að
treysta.
Nú er heldur ekki lengur hægt
að treysta því að kúnnarair haldi
tryggð við bankann eins og í gamla
daga þegar menn þóttust hólpnir
við að þekkja bankastjórana sem
veitti þeim aðgang að lánum og fyr-
irgreiðslu og engum datt i hug að
svíkja bankastjórann sinn og bank-
ann sem bjargaði lánunum.
Nú era runnir upp nýir tímar.
Bankarnir geta ekki lengur reitt
sig á tryggð viðskiptavinanna,
hversu margir sem bankastjórarn-
ir annars era. íslandsbanki mátti
reyna þetta nú á dögunum. DV
greinir frá því í gær að tíu-ellefu-
búðirnar hafi ákveðið að flytja öll
sín viðskipti yfir í Búnaðarbank-
ann. Ástæðan er sú að íslands-
banki stóð að útgáfu og auglýsingu
á fríkortunum í samfloti með Hag-
kaupi. íslandsbanki er talinn missa
þarna af þriggja milljarða króna
veltu.
„Maður getur svo sem skilið að
samkeppnisaðilar taki ákvarðanir
um hluti eins og fríkort,“ segir eig-
andi tíu-ellefu-búðanna en er skiln-
ingsvana gagnvart þátttöku við-
skiptabanka í slíku verkefni. ís-
landsbanki er að vísu í samkeppni
við ríkisbankana og sparisjóðina
en það er ekki sama hvernig sam-
keppnin fer fram og hverjir taka
þátt í henni eða hverjir verða fyrir
henni. Tíu-ellefu- búðirnar vilja
meina að Hagkaup sé í samkeppni
við sig og vegna þess að tíu-ellefu-
búðimar og Hagkaup eiga í sam-
keppni má íslandsbanki ekki taka
þátt í samkeppni sem hefur áhrif á
samkeppni þessara verslana. Sér-
staklega ekki þegar tíu-ellefu- búð-
irnar era í viðskiptum hjá íslands-
banka, sem er í samkeppni við rík-
isbankana, ef samkeppni þeirra
sem skipta við íslandsbanka líður
fyrir þá samkeppni.
Það er auðvitað rosalegt áfall
fyrir íslandsbanka að missa af
þriggja milljarða króna veltu
vegna svona augljósra mistaka og
samkeppnin getur þess vegna orðið
bankanum dýrkeypt í ljósi þess að
bankinn missir af því að fá að lána
tíu-ellefu- búðunum til að græða á
tíu-ellefu- búðunum út á viðskiptin
sem tíu-ellefu-búðimar hafa látið
íslandsbanka njóta.
Þannig hefur fríkortið orðið til
þess að skemma fyrir íslandsbank-
anum í samkeppni bankans við
aðra banka með því að skemma
fyrir tíu-ellefu- búðunum í sam-
keppni þeirra við Hagkaup. Ekki
þannig að tíu-eUefú- búðimar hafi
tapað miklum viðskiptum sjálfar.
Ekki heldur þannig að Hagkaup
hafi beinlínis grætt á fríkortinu.
Ekki heldur þannig að Islands-
banki hafi þurft að gera mikið fyr-
ir tíu-ellefu-búðimar annað heldur
en að lána þeim til að græða á
þeim.
Nei, íslandsbanki veu aðeins að
taka þátt i samkeppni gagnvart rík-
isbönkunum sem ekki má ef sam-
keppnin á að vera heiðarleg milli
þeirra sem fá lán í bönkunum til
að standa sig i samkeppninni. Það
er ekki sama hvemig samkeppnin
á sér stað ef menn vilja spjara sig í
samkeppninni.
Bankarnir verða að læra að
stunda þannig samkeppni að hún
snerti bara þá sem eiga í sam-
keppni sem er utan við þá sam-
keppni sem samkeppnin snýst um.
Dagfari