Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 13 „Ljóst er að valið stendur milli tveggja. Þau eru Elín Hirst, studd af Sjálf- stæðisflokki, og Helgi H. Jónsson, studdur af Framsóknarflokki," segir greinarhöfundur. Ekki var biskups- kjöri fyrr farsællega lokið en athygli beind- ist að vali fréttastjóra hjá Ríkissjónvarpinu. Þar skiptir einnig miklu hvernig til tekst. Sem leiðsögumenn um lífsins grýttu vegi hafa fjölmiðlamenn látið æ meira til sín taka á kostnað kirkju og fréttatímar tekið við af húslestrum sem birting æðsta sannleika. Línur skýrast Línur varðandi af- stöðu útvarpsráðs til umsækjenda um stöðu fréttastjóra eru farnar að skýrast. Áður en það gerðist spurði ég einhvern sem til þekkti hvort Kristín Þorsteinsdótt- ir, eitt sinn blaðamaður á DV, kæmi ekki til greina. Hún er djörf og lætur ekki rugla sig með und- anbrögðum eða tuggukenndu orðahröngli. Það var litið á mig eins og einfeldning: „Hún er ekki í réttum flokki. Hún verður að bíða þangað til kratar í Hafnarfirði opna eigin sjónvarpsstöð." Eins og fram kemur í sögu Rík- isútvarpsins, sem Gunnar Stefáns- son, fyrrum dagskrárstjóri hjá RÚV, sendi frá sér fyrr á árinu, eru afskipti pólitískra flokka af mannaráðningum þar á bæ engin ný bóla. Um faglegar forsendur var ekki alltaf spurt. Kona sem sótti um vinnu á ham- borgarastað fyrir nokkrum árum þurfti að leggja fram miklu vand- aðri umsókn heldur en kunningja- kona hennar sem sótti um að verða dag- skrárgerðar- maður á guf- unni gömlu - enda hafði síðarnefnda starfinu verið úthlutað fyrir fram þótt aug- lýst væri til málamynda. Val milli tveggja í þetta sinn hafði útvarps- ráð aðeins fengið örfáar lín- ur um hvern af umsækjend- unum sem eru sjö. Það var frábært hjá Guðrúnu Helga- dóttur að biðja um ítarlegri greinargerðir og hugmyndir frá þeim. Ljóst er að valið stendur milli tveggja. Þau eru Elín Hirst, studd af Sjálfstæðisflokki, og Helgi H. Jóns- son, studdur af Framsóknar- flokki. Þau hafa ólíkan bakgrunn og áherslur, annað kemur utan að, hitt er heimamaður o.s.frv. Sem dyggur stuðningsmaður RÚV (þótt ég horfi oft á fréttir Stöðvar 2) er ég afskaplega fegin að hvorugt þeirra er læknir, prestur eða lög- fræðingur, heldur sérhæft fjöl- miðlafólk með mikla starfsreynslu og held þau yrðu bæði ljómandi fin. Þó mjög hvort á sinn hátt. Saga Jóns Múla Ég ætla ekki að fara nánar út i það að sinni, aðeins benda á að nýi fréttastjórinn má ekki verða bandingi þess flokks sem tryggði honum eða henni brautargengi. Ekki strengjabrúða með spotta í baki. Hann eða hún verður að vera frjáls, standa og falla með eig- in sannfæringu. Annað er mann- skemmandi fyrir viðkomandi per- sónu, og móðgun við áhorfendur. Enda er það ekki flokksskírteini sem öllu skiptir. Tökum Jón Múla, annan af tveimur eftirlifandi Stalínistum þessarar þjóðar - nema hinn sé dáinn. Eins og fram kom í DV um daginn var engin rödd elskaðri en hans. Ekki fjölg- aði þó Stalínistum. En hugmyndir þeirra um einræði stjórnmála- manna yfir menningu og frétta- flutningi fluttu sig yfir víglínuna þar sem þær virðast dafna þokka- lega, að því best verður séð. Ég ætla að enda með sögu sem Jón Múli kenndi mér. Fyrir löngu síðan, um miðja öld- ina, í þann tíð sem RÚV var til húsa í gamla Landsimahúsinu var hann á leið til vinnu sinnar yfir Austurvöll þegar á móti honum kom maður, allhnugginn á svip. Jón spurði hvað að honum amaði. „É-é-ég var að s-s-sæk-k-kja um a-að ve-e-erða þ-þ-þulur. - „Og gekk það ekki? spurði Jón fullur hluttekningar. „N-n-nei,svaraði maðurinn. „É-é- ég e-e-er ko-ko— ko—kommúnisti! Inga Huld Hákonardóttir Kjallarinn Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur Hann eda hún veröur að vera frjáls, standa og falla með eigin sannfæringu. Annað er mann- skemmandi fyrir viðkomandi per- sónu, og móðgun við áhorfend- ur.u Starf fréttastjóra hjá RÚV: Engar strengja- brúður, takk! Kjaramál kennara og R-listinn Við þær aðstæður - er þaö ógæfuspor var stigið að færa grunn- skólann úr umsjá ríkis yfir til sveit- arfélaga - tóku Reykvíkingar þá af- drifaríku ákvörðun að skipta um yfirstjórn borgarinnar. R-listinn, listi þess fólks er barð- ist fyrir mannúðar- og menningar- stefnu, náði meirihluta. Að baki þessum lista, í innsta hring, stóð að miklum hluta námsfólk, sem og starfsfólk ríkis og bæja. Þetta fólk barðist af hugsjón. Ein þeirra hug- sjóna var að breyta áherslum í fjár- málaóstjórn íhaldsins, frá stein- steypurómantik yfir í mannvænna samfélag. Þetta fólk mat félags- hyggju meir en frjáls- hyggju. Þar á meðal var stór hópur kennara sem treysti kjörnum fulltrúum R-listans til þess að umbylta stein- steypuflottræfilshætt- inum yfír í mannauð. Alþýðubandalag Alþýðubandalagið átti sér dyggan stuðningshóp úr röðum kennara fyrir daga Ólafs Ragnars sem ráðherra. Eftir að hann klúðraði kjaramálum kenn- ara sem fjármálaráðherra reyttist fylgið af flokknum og skilaði sér seint aftur. í borgarstjóm og í meirihluta sit- ur á vegum Alþýðubandalagsins fyrrum starfsmaður Kennarasam- bands Islands. Þar á bæ væntu menn sér nokkurs af þvi og töldu sig eiga þar hauk í horni við vænt- anlega yfirtöku sveitarfélaganna á starfsemi grunnskólanna. - Það er nú það. R-listinn Það er hreint og beint með ólík- indum að R-listanum skuli hingað til hafa verið algjörlega hlift við allri umræðu um kaup og kjör kennara. Það er einna líkast því að það stjórnmálaafl er stýrir Reykja- vík ráði aungvu um framgang samninganefndar sveitarfélaganna. Hver skyldi trúa því? Það er eins gott fyrir Ingibjörgu Sólrúnu að fara að átta sig á þvi hvaða stjórnmálaskoðanir embætt- ismenn borgarinnar hafa, einnig þeir sem hún treystir til samn- inga við kennara. Þvi er nefnilega svo farið að enginn hagnast eins mikið á þvi að til verk- falls komi hjá kennur- um, sem og leikskóla- kennurum, eins og íhaldið. íhaldið sem tap- aði borginni síðast. íhaldið - sem ætlar að vinna hana næst - hvað sem það kostar. Ætli R-listinn að brenna sig á sama eldi og Ólafur Ragn- ar forðum er hann sjálfkrafa búinn að dæma sig úr leik fyr- ir næstu kosningar. Hafi hann hins veg- ar hug á að sækjast eftir endur- kjöri er að mínu mati skynsam- leg lending í yfirstandandi kjaradeilu: 20% kauphækkun strax - auk 10% á næstu tveim- ur árum. Kjarasamningur til tveggja ára og þau tvö ár verði nýtt til viðræðna um breytingu á vinnu- tíma kennara sem vissulega er þörf á að gera. Vinstra samstarf Sé sá hugur í vinstrimönnum að reyna samstarf íyrir næstu alþingiskosn- ingar verður að til- kynna það í síðasta lagi í febrúar nk. Sú tímasetning myndi renna styrkum stoð- um undir hugsan- legt framboð R-list- ans að nýju. Hafi hins vegar sá tími á sér stimpil kennaraverkfalls - er stafaði þá ein- göngu af heimsku, skammsýni og skorti á herkænsku af hálfu R-lista- manna - þá er ekki einungis búið að af- henda ihaldinu Reýkjavíkurborg á silfurfati heldur einnig að koma í veg fyrir samein- ingu vinstri aflanna á landsvísu næstu 10 árin. R-listinn á við ákveðin uppstill- ingarvandamál að stríða þessa dagana. Þau vandamál koma ekki til með að skipta máli sjái þeir R- listamenn ekki til þess að kennara- deilan leysist áður en til verkfalla kemur. Við þær kringumstæður ná þeir aldrei meirihluta í kosn- ingum. Teitur Bergþórsson „Það er hreint og beint með ólík- indum að R-listanum skuli hingað til hafa verið algjörlega hlíft við allri umræðu um kaup og kjór kennara.“ Kjallarinn Teitur Bergþórsson kennari Með og á móti Á íslandsbanki að vera að- ili að fríkorti? Sigurveig Jónsdótt- ir, upplýsingafull- trúl íslandsbanka. Gefum 20 millj- ón punkta í ár „Tilgangur Islandsbanka með þátttöku í fríkortinu var að við vildum gera betur við okkar við- skiptavini en keppinautamir og væntum þess um leið að það myndi auka við- skiptin og fjölga viðskiptavinun- um. Reynslan hefur svo sýnt að fólki ftnnst bankinn vera að bjóða vel með því að gefa punkta fyrir alla verslun með ís- landsbankakortum, hvar sem versl- að er. Á þessu ári gerum við ráð fyrir að gefa viðskiptavinum okkar um 20 milljónir ffíkortspunkta sem þeir geta notað á margvíslegan hátt. Við vonuðumst til þess i vor að fyrir áramót myndu 5 þúsund nýir viöskiptavinir opna debetkorta- reikning hjá bankanum. Það reynd- ist ekki vera of mikfl bjartsýni því þetta er nú þegar orðin staðreynd. Aldrei áður hafa jafhmargir nýir viðskiptavinir stofhað tfl viöskipta hjá bankanum á jafnstuttum tíma. Þetta sýnir að fríkortið hefúr reynst hjálpa verulega til við að laða viðskiptavini að íslandsbanka og kemur til viðbótar því að við leggjum okkur fram um að veita fyrsta flokks bankaþjónustu." Alls ekki! „Frá mínum sjónarhóli er málið afar ein- falt: Viðskipta- banki 10-11 frá upphafl, ís- landsbanki, ákveður að fara í markaðssam- starf með ein- um aðalkeppi- nautinum, Hag- kaupi, með þátttöku í fríkortinu. Saman mynda þessi fyrirtæki ásamt fleirum einhvers konar tryggðabandalag eða hræðslu- bandalag. Með þessu er bankinn minn i gegnum árin einfaldlega að senda út skflaboð til viðskiptavina minna og markaðarins: Kæru viðskiptavinir, ekki gera heimiliskaupin í 10-11, kaupið frekar í Hagkaupi, jafnvel þótt það geti kost- að eitthvað meira! Meö því að versla við Hagkaup gefur Islandsbanki sjálf- ur ykkur punkta fyrir vikíð. Þessi afstaða og ákvörðun ís- landsbanka finnst mér einfaldlega röng og dæmi um slæma viðskipta- hætti sem brjóta gegn siðferðis- kennd minni. Ég ræddi þetta sjón- armið strax við forystumenn bank- ans en allt kom fyrir ekki. Þess vegna stend ég ekki í frekari við- skiptum við íslandsbanka. Frá sjónarhóli neytenda orkar málið tvímælis. Neytendum er gef- inn til kynna hvati að óljósum og blekkjandi ábata. Af hverju lækkar bankinn ekki útlánsvexti eða hækkar innlánsvexti, vilji hann verðlauna góða viðskiptavini? Einnig kemur málið inn á við- kvæmt svið persónunjósna. Hver hefur upplýsingar um uppsöfnuð viöskipti með fríkorti? Vitað er að svona upplýsingabankar eru notað- ir erlendis í markaðsskyni þvi þau gefa svör við mörgum forvitnileg- um spurningum. Eins og hvers vegna er viðkomandi hættur að kaupa hundamat hjá Hagkaupi? Er blessuð skepnan dauð eða hvað? Gerum eitthvað í því, sendum hon- um bréf og gefum fleiri punkta. Nei, þetta er sóðaskapur sem hvorki íslandsbanki né aðrir bank- ar ættu að taka þátt L“ -ST Eiríkur Sigurösson, kaupmaöur í 10-11.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.