Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Blaðsíða 14
14 rf -zj ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 Vilji er allt sem þarf Þjóðin þyngist DV-myndir E.ÓI. Offita er sívaxandi vandamál meðal íslendinga. Algengt er að fólk byrji að fitna á unglingsárun- um. Fitan veldur gjarnan vanlíðan og ýmsum sjúkdómum. Heilsuræktarstöðin World Class hófí haust að bjóða sérstök námskeið fyrir unglinga sem eiga við offitu- vandamál að stríða. Til- veran kynnti sér þessi námskeið og ræddi við Guðjón Sigmundsson, einn af hugmyndasmið- um þeirra. Einnig tók hún tali tvær föngulegar stúlkur sem skelltu sér á námskeið. Guðjón Sigmundsson þjálfari: Ekki skyndilausn ö feitur maöur tekur þá ákvörðun að grennast er þrekvirki. Að brjóta ísinn og mæta fyrst á líkamsræktarstöð er stórmál. Enn meira mál er svo aö fara fyrst á vigtina og horfast í augu við ástandið og taka á mataræðinu. Sérstök unglinganám- skeið „Þegar við byrjuðum að undirbúa námskeiðin í World Class í vor tal- aði ég um að nauösynlegt væri að vera með sérnámskeið sniðið að þörfum unglinga. Ég vissi aö ungl- ingar, sem eru of feitir, lenda oft í eineltismálum í skólakerfínu. Þeir grafa sig gjaman heima yfir tölvum og myndböndum og einangrast. Við hófum þvi að skipuleggja þessi nám- skeið og auglýstum nú í haust. Síðan höfum við sótt um niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum til heilbrigðis- ráðuneytisins. Okkur langar að gera könnun á því hvers vegna fólk fltnar á unglingsárunum," segir Guðjón Sigmundsson (Gaui litli). Hann er ásamt þeim Sigurbjörgu Jónsdóttur og Sölva Fannari Viðarssyni með námskeið í World Class ætlað ungl- ingum með offituvandamál. Guðjón og Sigurbjörg þekkja mat- arflkn og offituvandamál af eigin raun og hafa því gengið gegnum sömu þrengingar og þeir sem sækja námskeiðin hjá þeim. Þeim hefur á undraverðan hátt tekist að grenna sig um tugi kílóa. Þau ættu því að vera skjólstæðingum sínum mikil hvatning. Sölvi Fannar er reyndur líkamsræktarþjálfari og sérfróöur í næringarfræði. Hann var einka- þjálfari Guðjóns í megruninni. Breyttur lífsstíll Varanlegur árangur í megrun næst tæpast nema með aukinni hreyfingu, breyttu mataræði og hugarfari. „Við leggjum mikið upp úr breyttum lífsstíl. Hvert námskeið stendur yfir i átta vikur og er ætlað aö hjálpa unglingunum yfir erfið- asta hjallann. Við lítrnn ekki á þetta sem skyndi- lausn. Matarfikn er fikn sem fólk þarf að glíma við alla ævi.“ Á námskeiðinu er hverjum og einum sinnt mjög náið. Mjög fast er tekið á þunglyndisvanda- málum sem upp kunna að koma og vangaveltum um hvort fólk geti þetta. Af- föllin af þessum nám- skeiðum eru því engin. „Sumir þeirra sem eru á þessum námskeiðum hafa farið á svokölluð fitubrennslunámskeið annars staðar en verið svolítið afskiptir. Þá hef- ur vantað hópstuðning- inn.“ Matarfíkn erfitt viðfangsefni Matarfikn er mjög erfitt viðfangsefni. Það er ekki hægt að ætlast til að fólk hætti að borða. Mat er ekki hægt að snið- ganga á sama hátt og áfengi, tóbak og annað slíkt. „Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að fólk læri að kaupa inn, matreiða og breyta sínum lífsstíl gagnvart mataræðinu. Þeir sem gera það og skila matardagbók- um, svo að hægt sér að leiðrétta fæð- ið vikulega, ná bestum árangri." Námskeiðið byggist upp á að- haldi, aga og heiðarleika gagnvart sjálfum sér. Ekki stendur á ár- angrinum. Þeir sem þegar eru byij- aðir vilja bóka sig á framhaldsnám- Guðjón Sigmundsson. skeið og þeir sem voru á fyrri nám- skeiðum eru nú á framhaldsnám- skeiði. Námskeiðin standa fram í maí. Verður að virkja gras- rótina „Offituvandamál er orðið gígantískt meðal íslendinga. Það skiptir gífurlegu máli að heilbrigði- skerfið fari í auknum mæli að huga DV-myndir E.ÓI. að fyrirbyggjandi aðgerðum og virkja grasrótina. Hugarfarsbreyt- ingar er þörf. Virðingarleysi gagn- vart líkamanum og sjálfum sér brýt- ur niður sjálfsmynd og alla þá ágætu eiginlega sem maðurinn býr yfir. Það er margbúið að sanna sig að þeir unglingar sem stunda lík- amsrækt af einhverju tagi gengur betur i námi, svo að eitthvað sé nefnt. Það mundi því spara kerfinu stórfé að tekið yrði á offituvanda- málinu af einhverri alvöru." -VÁ A einum áratug, frá 1983 til 1993, þyngdust íslenskir karlar um 3,7 kílógrömm og konur um 4,2, samkvæmt niðurstöðum svo- nefndrar Monicarannsóknar Rannsóknarstöðvar Hjartavernd- ar, en hún nær til fólks á aldrin- um frá 25 ára aldri til 74 ára. Þeir sem voru 25 til 34 ára þyngdust minnst en í hinum aldurshópun- um var breytingin meiri. Karl- arnir eru nú að meðaltali 84,4 kiló en konumar 71,7 kíló, að sögn Ugga Agnarssonar læknis. Hæð karla og kvenna jókst um rúman sentímetra á þessu tíma- bili og eru karlar nú að meðaltali 178,4 sentímetrar en konur 165,3. Yngra fólkið er heldur hærra en það eldra. Nú eru um 150 þúsund manns á þeim aldri sem rannsóknin náði til. Miðað við þær tölur sem hér hafa verið nefhdar má áætla að þessi hluti þjóðarinnar sé um 590 tonnum þyngri en fólk á sama aldri fyrir áratug. Það samsvarar því að þjóðin hafi þyngst um 5 tonn á mánuði! Gull í mund Morgunverðurinn er mikilvæg- asta máltíð dagsins, eins og sífellt er hamrað á. Spænskir vísinda- menn hafa staðfest þetta með nýrri rannsókn sem sýnir að feitt fólk borðar síður morgunverð en fólk sem er í mátulegum holdum. Þeir sem borða fjölbreytta og holla fæðu í morgunsárið fá sér ekki jafnmikið þegar líður á dag- inn og þeir sem komast létt frá morgunverðarborðinu. Morgun- verðurinn kemur þannig í veg fyrir að fólk hámi í sig þungan og fitandi hádegisverð. Setið sem fastast Beint samband virðist vera milli ofíitu bama og þess hve lengi þau horfa á sjónvarp sam- kvæmt bandarískri rannsókn. Niðurstöður hennar sýna að um það bil þriðja hvert bam sem sit- ur við sjónvarpstækið lengur en fjóra tima á dag er of feitt en að- eins tíunda hvert bam sem eyðir minna en tveim timum á dag framan við tækið. Liklegt er að skýringa sé að leita í fituríku fæði og lítilli líkamsrækt. Ofþyngd skaðar nýrun Krabbamein í nýrum er fjórum sinnum algengara hjá konum sem eru mjög þungar samanborið við þær sem em í eðlilegum holdum, samkvæmt nýrri rannsókn. Ein kenningin er að álagið á nýmn aukist svo mikið við umfram- þyngdina og viöhald hennar að hormónajafnvægi líkamans rask- ist. Ef gætt er hófs í neyslu, valin holl fæða og stunduð líkamsrækt er hægt að draga úr hættu á krabbameini í nýram og jafn- framt á öðrum krabbameinum, svo sem í ristli, og einnig hjarta- sjúkdómum.-VÁ/Heilbrigðismál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.