Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Side 32
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 Beygjur á beina vegi „Það er furðulegt með vega- gerð ^ íslandi að þar sem hægt er að fara beint með vegi, eins og gert er alls staðar í heiminum, eru settar beygjur. Það virðist sem flestir þeirra manna sem taka þessar ákvarðanir í vega- málum hafi ekki bílpróf.“ Steindór Sigurðsson, fram- kvæmdastj. SBK, í DV. Enginn árangur af blaðri „Ég lít svo á að umræðan um samstarf A-flokkanna verði ekki unnin í fjölmiölum. Reynslan er sú að þvi meira sem blaðrað er í fjölmiðlum því ólíklegra er að ár- angur náist.“ Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður, í Degi-Tímanum. Ekki hægt að ætlast til að ég opni mxmninn „Þú getur varla ætlast til þess að ég opni munninn þegar rætt er um mál sem bankaráðið hefur gert eða hefur ekki gert.“ Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri, í DV. Ummæli Ekki eins góðir og Skaginn „Ég er á því að Eyjamenn séu vel að titlinum komnir því þeir hafa verið með skásta liðið. En þeir eru ekki með eins gott lið og Skaginn var með undanfarin fimm ár. Ólafur Þórðarson, fyrirliði ÍA, í Morgunblaðinu. Kalt á toppnum „Það er kalt á toppnum og margar öfundarraddir heyrast. En ég segi við ykkur Eyjamenn: Njótið þess í botn að vera ís- landsmeistarar." Atli Eðvaldsson, fyrrum þjálfari ÍBV, i DV. Útvarpssjónaukar eru yfirleitt risasmíð. Þessi er viö Goldstone í Kaliforníu. Útvarps- sjónatikar Útvarpssjónaukar eru í eðli sínu útvarpsviðtæki með stefnu- loftnetum af ýmsum gerðum. Sumir þeirra eru hreyfanlegir þannig að hægt er að beina þeim í allar áttir, aðrir eru fastir og sjónsvið þeirra takmarkað við hluta af himinhvolfinu sem fær- ist þó í hring vegna snúnings jarðar. Útvarpssjónaukar þurfa að vera geysilega næmir því út- varpsgeislunin úr himingeimn- um er með örfáum undantekn- ingum afar dauf. Það bylgjusvið sem gufuhvolfið hleypir í gegn- um sig nær frá tveimur millí- metrum upp í hundrað metra bylgjulengd og miðast tækin við þennan „útvarpsglugga". Blessuð veröldin Útvarpssjónaukar geta ekki greint eins fina drætti og (ljós)sjónaukar af sömu stærð því að sundurgreiningin stendur í öfugu hlutfalli við bylgjulengd- ina sem notuð er. Er því reynt að hafa loftnetin sem stærst og nota víxlunaraðferðir til að auka sundurgreininguna. Hákon Hákonarson, formaður atvinnumálanefndar Akureyrar: Reyni að láta gott af mér leiða DV, Akureyri: „Ég hef í langan tíma haft bæði bein og óbein afskipti af atvinnu- málum og átti m.a. sæti í atvinnu- málanefnd eitt kjörtímabil," segir Hákon Hákonarson sem hefur tek- ið við formennsku í atvinnumála- nefnd Akureyrarbæjar og mun stýra nefndinni út kjörtímabilið. Hákon segir að stutt sé til loka kjörtímabilsins og pólitískar línur hafl þegar verið lagðar í starfi nefndarinnar. „Það þýðir þó ekki að ég ætli mér að fara inn í þessa nefnd bara til að sitja þar, ég mun kappkosta að setja mig inn í öll mál sem snerta starfssvið nefndar- innar og öll þau mál sem nefndin getur haft afskipti af og reyna eins og hægt er ásamt félögum mínum í nefndinni að láta gott af okkar starfl leiða,“ segir Hákon. Hann er fæddur í Þingeyjarsýslu og ólst þar upp til 13 ára aldurs þegar hann flutti til Akureyrar þar sem hann hefur búið síðan. „Ég hef unnið við ýmis störf, var til sjós, stundaði bygg- ingarvinnu jafn- framt námi og lærði síðan vél- virkjun. Siðan vann ég við mína iðn í 10-15 ár eða alveg þar til ég hóf störf að fé- lagsmálum. Árið 1976 varð ég for- maður Félags málmiðnaðar- manna á Akur- eyri og hef stundað það starf síðan.“ Um áhugamál- in segir Hákon að þau tengist aðallega veiði- skap og útiveru. „Ég fer mikið til veiða, stunda bæði silungs- og Hákon Hákonarson. Maður dagsins laxveiðar t.d. í Skjálfanda- fljóti, Fnjóská og Laxá í Aðal- dal, svo ein- hverjar ár séu nefndar, og einnig skýt ég gæsir, þetta eru mín áhugamál fyrst og fremst.“ Hákon er giftur Úlfhildi Rögn- valdsdóttur, skrifstofu- manni og fyrr- um bæjarfull- trúa á Akur- eyri, og þau eiga tvö börn, Hákon Gunnar og Helgu Hlín. -gk Myndgátan Hefur himinn höndum tekið. Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Miklos Dalmay leikur á Seltossi í kvöld. Píanótón- leikar í Sel- fosskirkju Hvert þriðjudagskvöld þessar vikumar eru tónleikar í Selfoss- kirkju. í kvöld býðst tónlistar- unnendum að heyra Miklos Dal- may leika á píanó í kirkjunni. Dalmay er Ungverji en hefur nú um hríð starfað á íslandi. Býr hann ásamt fjölskyldu sinni á Flúðum. Miklos Dalmay hlaut Tónvakaverðlaun Ríkisútvarps- ins í fyrra og varð snilli hans einkum kunn eftir það. Á efnis- skránni em verk eftir Brahms og Chopin. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Tónleikar UNM 1997 Tónlistarhátíð ungra nor- rænna tónlistarmanna verður haldið áfram í kvöld og verða tónleikar I Listasafni íslands kl. 20. Flutt verða verk eftir Peter Bruun, Morten Danielsen, Edina Hadziselimovic, Jesper Nordin, Timo Virtanen og Jesper Hol- men. í tengslum við hátíðina heldur Luca Francesconi fyrir- lestur í Tónlistarskóla Reykja- víkur kl. 14. Bridge Sumarleikarnir í bridge í Banda- ríkjunum (ACBL Summer Nationals) voru spilaðir dagana 25. júlí til 4. ágúst. Meðal annars var spilaður sterkur tvimenningur fyrir þá sem öðlast höfðu nafnbótina Life Master. í þessu spili í undanúrslit- um þeirrar keppni fór Bandaríkjam- aðurinn Richard Schwartz á kostum i norðursætinu sem sagnhafi í þremur gröndum. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og allir á hættu: ♦ Á9 * K97 ♦ ÁKG5 * KD76 4 64 * D54 4 10962 4 ÁG83 4 875 V ÁG8 4 8743 4 952 Austur Suður Vestur Norður 3 4 pass pass 3 grönd p/h Schwartz reyndi að sjálfsögðu þrjú grönd eftir spaðahindrun aust- urs og útlitið var ekki bjart þegar austur spilaði út spaðakóng. Schwartz gaf þann slag, átti þann næsta á spaðaásinn og lagði niður tígulás. Þegar drottningin féll, fór útlitið að verða bjartara. Hann tók 3 slagi á tígul og spilaði síðan vestri inn á þann fjórða. Vestur reyndi að spila sig út á laufi, sagnhafl átti slaginn á kóng, spilaði næsta hjarta á ásinn og aftur laufi. Vestur setti lítið spil, Schwartz drottninguna heima og nú var sviðið sett. Laufi var áfram spilað, vestur gat tekið tvo slagi í þeim lit, en varð síðan að spila frá hjartadrottningu sinni. Schwartz hleypti að sjálfsögðu yfir á gosann, enda var hann búinn að gera ráð fyrir þessari legu. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.