Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 Fréttir Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri segist ekki sjá sér fært að greiða ferðir úr eigin vasa: Bankinn kostar ferðir Þjóðina vantar skilning á mikilvægi umhverfismáia. „Það er óumdeilanlegt að efnahags- málin eru verkefni Seðlabankans, á breiðum grundvelli. Spurningin er hvort umhverfismálin eru þáttur í efnahagsmálum og hvort þau eru þar áhrifavaldur. Ég er þeirrar skoðunar og hef verið lengi og held að það sé vaxandi fylgi við þá skoðun um heim allan að erfiðleikar í umhverfismálum ásamt fólksfjölgun muni verða helstu áhrifavaldar i efnahagsmálum á næstu árum og áratugum og það sem takmarkar hagvöxt einna mest. Ég hef því talið mikilvægt að þeir sem sinna efnahagsmálum séu vel upplýstir um það sem er að gerast í umhverfismál- um. Þegar ég kom í Seðlabankann reyndi ég að sinna umhverfismálum eins og ég gat. Það var i fyrra sem ég var beðinn um að taka að mér að vera formaður virtrar stofnunar í Bandaríkjunum sem heitir The Millenium Institute, en það er launalaust starf. Stofnunin er ekki rekin í hagnaðarskyni heldur fyrir styrki, til dæmis frá Rockefeller. Ég sagði strax að ég yrði að ræða þetta við formann bankaráðsins sem ég gerði. Ég gerði Þresti Ólafssyni grein fyrir því að ég tæki þetta aðeins að mér væri hann því ekki mótfallinn. Ég sagði að ég yrði að fara þrjár ferð- ir til Bandaríkjanna á ári. Þröstur sýndi þessu mikinn skilning og gerði engar athugasemdir svo ég tók að mér formennskuna og hef gegnt henni í á annað ár.“ Kom á óvart aö geröar voru athugasemdir Nú hafa verið gerðar athugasemdir vegna þessara ferða? „Satt að segja kom það mér á óvart að endurskoðandi bankans gerði at- hugasemd við þetta, eða kom með spurningu öUu heldur, um hvort þetta væri eðlilegt og gert með vitund bankaráðsins. Ég tók þá saman skýrslu sem fiaUar um umhverfismál og efnahagsþróun. Þannig að ég vil satt að segja halda því fram að af- skipti mín af umhverfismálum séu með fuUri vitund bankaráðsins og án athugasemda frá því. Satt að segja þykir mér bankaráðið hafa sýnt mik- inn skilning á þessum málum og skilning á því að hér sé um hlut að ræða sem verður að sjálfsögðu að fylgjast með.“ Geröi formanni grein fyrir feröunum Kom fyrirspurn endurskoðand- ans ekki vegna þess að hann vildi vita hvort rétt væri að Seðlabank- inn borgaði fyrir formennsku þína i The MiUenium Institute? „Jú, en bankinn kostar ferðir bankastjóra sem eru tengdar hans starfsemi. Spurning er hvort umhverf- ismálin eru tengd efnahagsmálum. Efnahagsmálin eru jú verkefni Seðlankans. Þess vegna vUdi ég ganga úr skugga um að bankaráðið hefði svipaðan skilning á því og ég og ég tel að svo sé. Eftir að ég gerði formanni bankaráðs grein fyrir þessu og fékk engar athugasemdir tók ég að mér for- mennsku i þessari stjórn. Ég gerði for- manni bankaráðsins grein fyrir að ég færi þrjár ferðir á ári á vegum bank- ans á stjórnarfundi í Bandaríkjun- um.“ Var þá Þresti Ólafssyni ljóst að Seðlabankinn myndi greiða fyrir ferðirnar vegna formennsku þinn- ar i The Millenium Institute? „Já, ég hefði satt að segja ekki séð mér fært að taka þetta að mér hefði ég orðið að greiða ferðakostnaðinn sjálf- ur. Þetta er ólaunað starf og þó ég hafi mikinn áhuga á þessum málum þá hefði ég ekki treyst mér til þess. Það var öllum fufikomlega ljóst." Gott aö ég fór Mér hefur verið sagt að þú og eiginkona þín hafið farið til Rio á umhverfismálaráðstefnu? „Það er ekki rétt. Ég hef farið þang- að á eina umhverfismálaráðstefnu en konan fór ekki með. Það var svoköU- uð Rio + 5. Þetta kom þannig til að ég var beðinn um að taka að mér að stjóma fundi sem fiaUaði um tengsl fiármálastofnana og umhverfisþróun- ar. Ég hafði ekki mikla löngun tU að ferðast tU Rio einn mins liðs. Ég ræddi þetta við umhverfisráðherra og spurði hvort einhver færi á vegum ráðuneytisins. Hann sagðist ekki hafa mannskap tU þess og skrifaði mér síð- an bréf þar sem óskað var eftir að ég færi. Ég held að það sé regla að ef ráð- herra óskar eftir að fundir séu sóttir þá sé það gert. Svo ég fór og stjórnaði fundinum. Það var gott að ég fór því ég var eini íslendingurinn á ráðstefn- unni og lenti i umræðum um ísland.“ Ef við snúum okkur aftur að þeim athugasemdum sem voru gerðar vegna þátttöku Seölabank- ans í fundarferðum þínum. „Endurskoðandinn segir eðlUegt að þetta sé gert með vitund bankaráðsins og því skrifaði ég skýrsluna. Þröstur Ólafsson hefur ekki gert neinar at- hugasemdir við mig. Bréfið til ráð- herra, sem ég las um í DV, kom mér alveg á óvart og ég hef ekki séð það.“ Yfirheyrsla Sigurjón M. Egilsson Hefði verið eðlUegra að sýna þér það áður en bréfið var sent tU ráðherra? „Það hefði verið eðlUegt að gera at- hugasemdir við mig, til dæmis í bankaráðinu. Það var ekki gert og þvert á móti því Þröstur sýndi þessu mjög ríkan skilning og við ræddum um mikilvægi þessara mála. Þetta kom því mjög flatt upp á mig.“ Umhverfismálin komu meö mér Þessi áhersla á umhverfismál innan Seðlabankans, var hún til staðar þegar þú komst tU starfa eða kom hún með þér? „Það má segja að hún hafi komið með mér. Þáttur umhverfismála í efnahagsþróun fer stöðugt vaxandi. Alþjóðabankinn hefur tekið þessi mál mjög upp á sína arma og heldur marg- ar ráðstefnur um þessi mál. Ég held að við þurfum að gera miklu meira í umhverfismálum og hefðum átt að vera byrjaðir mikið fyrr.“ SkU ég þig þannig að þér finnist vanta meiri skilning á umhverfls- málum hér á landi, jafnt í Seðla- bankanum sem annars staðar? „Já, mér þykir það. Á sama tíma og menn eru að samþykkja stóriðju í Eyjafirði virðist mér sem þeir geri sér ekki grein fyrir hnattrænum tak- mörkunum." Þú ert þeirrar skoðunar að þetta sé mál allra og Seðlabank- ans líka? „Já, þetta er mál allra. Er það rétt sem vísindamenn segja að hitastig sjávar hækki um tvær tU þrjár gráður á næstu öld? Það þýðir ekki aðeins fimmtíu sentímetra hækkun yfirborðs sjávar heldur spá þeir því að Golfstraumurinn breyti um stefnu og fari sunnar. Það mun leiða til ísaldar á norðurhveli og við erum því að leika okkur að náttúruöflum sem við ráðum ekkert við. Ég er ánægður með ýmislegt sem hér er að gerast, tU dæmis átak í skógræktinni, það er mjög gott og vinnur gegn þessu. Ég vU nefna það að Seðlabankinn hefur sinnt þessu en bankinn gaf eina mUlj- ón í fyrra til Landgræðslunnar en hún heyrir ekki undir verkefni bankans. Bankinn hefur í áraraðir stundað skógrækt í Holtsdal og ég er mjög sammála því.“ VUt þú að stofnanir eins og Seðlabankinn og aðrar af helstu stofnunum landsins víkki sitt sjónarhorn og horfi til mála sem ekki heyra beint undir þær? „Margar þeirra þurfa að víkka sitt sjónarhom. Ég hef rætt þetta við for- stjóra Þjóðhagsstofnunar, Þórð Frið- jónsson, og sagt við hann að þeir þurfi að leggja miklu meiri vinnu í það sem kaUað er heUdarbókhald í efnahags- málum. Þar á að vera með nýtingu náttúruauðlinda og spiUingu þeirra. Hann er kominn með mann sem er að skoða umhverfismálin. Þá er hægt að spyrja hvort það sé verkefni Þjóðhags- stofnunar." Hef eflaust mátt gera betur Ert þú sár yflr þessum athuga- semdum? „Nei, ég er ekki sár. Ég var það lengi í pólitík að ég er löngu hættur að vera hörundsár. Mér þykir aftur á móti leitt að hafa ekki komið betur á framfæri mínum skoðunum á þessum málum. Ég hef verið að reyna það, með flutningi erinda og fleira, en hef eflaust mátt gera betur.“ Er það skortur á skilningi að ferðakostnaður bankans vegna þín og umhverfismála er nú til umfjöllunar? „Mér þykir vera skortur á skilningi hjá þjóðinni fyrir mikilvægi þessara mála. Ég óttast að við berumst að feigðarósi með sama framhaldi." Dagfari Ráðið hjá Ríkisútvarpinu Ríkisútvarpið er virðuleg stofn- un og ábyrg. Hún fer ekki í mann- greinarálit og hún er hafin yfir flokkapólitík. Fréttstofa RÚV er hlutlaus, óvilhöll og sjálfstæð í starfi. Þegar auglýst er eftir fréttastjóra hjá Ríkissjónvarpinu er verið að auglýsa eftir einstaklingi sem get- ur hafið sig yfir pólitískar deilur og litið víðsýnum, yfirveguðum augum þá atburöi sem greint er frá í fréttum sjónvarps. Það mun vera af þesum sökum sem fáir fást til að sækja um svo veigamikið og óhlutdrægt embætti sem starf fréttastjórans er. Það mun og vera af þessum sökum sem útvarpsráð þurfti að gefa sér góðan og langan tíma til að komast að niðurstöðu um það, meö hverjum ráðið mælti. Útvarpsráð er að vísu skipað varðhundum stjómmála- flokkanna í landinu, en þetta er heiðarlegt og grandvart fólk, sem ekki anar að neinu og vill ráða ' réttu manneskjuna sem uppfyllir þau skilyrði sem hlutleysið setur. Það mun og vera af þessum sök- um sem valið stóð strax á milli tveggja umsækjenda, Elínar Hirst og Helga H. Jónssonar. Þau Elín og Helgi eru bæði kennd hvort við sinn stjórnmálaflokkinn, Elín við Sjálfstæðisflokkinn en Helgi við Framsóknarflokkinn en að öðra leyti eru þau bæði ágætlega hæf og hafa mikla reynslu í fréttastörfum og fréttastjórn. Sem betur fór höfðu þessi meintu tengsl umsækjend- anna ekkert með umsóknir þeirra að gera og heldur ekki með afstöðu útvarpsráðs að gera. Það hafði heldur ekkert með það að gera að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í út- varpsráði studdu allir Elínu en fulltrúar annarra flokka studdu Helga. Atkvæði féllu bara svona af tilviljun og eftir vandlega athugun á hæfni umsækjendanna. Þetta er jú ópólitísk stofnun og ópólitískt ráð og ópólískt embætti sem verið var að velja í. Enda á fólk ekki að líða fyrir það að vera í flokki. Skárra væri það nú, þótt fólk sé í flokki. Þessi óhlutdræga afstaða út- varpsráðsmanna og kvenna kemur best í ijós í þvi svari sem fulltrúi Kvennalistans gefur um afstöðu sína og fylgi sitt við Helga. Fulltrúi Kvennalistans er auðvitað kona og Kvennalistinn er til orðinn til að styðja konur til meiri áhrifa í þjóð- félaginu. Margar embættisveiting- ar hafa einmitt verið kærðar til Jafnréttisráðs þar sem gengið hef- ur verið framhjá hæfum konum. Fulltrúi Kvennalistans segir: í ljósi þess ójafnræðis sem ég tel vera á milli kynja innan Ríkisút- varpsins og þess hversu fáar konur gegna stöðum yfirmanna væri freistandi að styðja eina af þeim hæfu konum sem hér um ræðir. En þar sem hjá einum umsækjanda, Helga H. Jónssyni, fer saman við- tæk menntun og lengst starfs- reynsla allra umsækjenda í frétta- mennsku eru vandfundin þau rök sem mæla gegn stuðningi við hann“. Fulltrúi Kvennalistans lét sem sé ekki fallast í þá freistni að kjósa konu, kjósa Elínu. Ekki vegna þess að Elín er í vitlausum flokki, ekki vegna þess að hún er ekki nógu hæf, ekki vegna þess að það vantar einmitt fleiri konur í stöður yfir- manna hjá RÚV. Nei, fulltrúi Kvennalistans féll ekki fyrir freist- ingunni um að styðja konu af því Helga H. er betur treystandi til að gæta hlutleysis og óhlutdrægni í starfi sinu, þrátt fyrir að hann sé ekki kona. Af því konur eru ekki endilega betri þótt þær séu konur! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.