Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 Spurmngin Saknaröu leiklistargagnrýni Jóns Viðars úr Dagsljósi? Herdís Guðjónsdóttir: Nei, það geri ég ekki. Ari Björnsson verslunarskóla- nemi: Nei, alls ekki. Fríða Ingvarsdóttir: Já, það geri ég. Dalla Jónsdóttir verslunarmað- iu-: Nei. Róbert Fragapane nemi: Já, gera það ekki allir? Jón Viðar var réttur maður á réttum stað. Kristín Sveinbjömsdóttir: Nei. Lesendur Spillingin sprettir úr spori ísland einkavætt og stjórn landsins yröi kosin í allsherjar prófkjöri um land allt. Helgi Sigurðsson skrifar: Hún er landlæg spillingin hér á íslandi. Það segir mér hins vegar enginn ljúga því að spillingin er að snaraukast hin síðustu misseri. Og nú sprettir hún svo sannarlega úr spori. Einhver myndi nú segja sem svo: Vissirðu það ekki fyrr en rétt núna? - Nei, ég held bara ekki. Og ekki í svona miklum mæli. Það er bókstaflega eins og allir sem með völd fara eða embættum sinna verði bendlaðir við misgengi á siðferðis- sviðinu á ferli sínum. Ég tek sem dæmi síðustu embætt- isfærslur í bankakerfinu, t.d. ferða- lög bankastjóranna. Nú síðast eins bankastjóra Seðlabankans vítt og breitt um heiminn. Ferðir þing- manna og ráðherra á dagpeningum greiddum af almenningi. Peningum sem þessir menn fá líka greidda beint í vasann, því þeir þurfa ekki að borga hótelin! Misferli í lánamál- um í gegnum Húsnæðisstofnun fyr- ir gæðinga einhvers staðar á ,jöt- unni“. Og enginn tekur á vandan- um, sem bara rúllar áfram. Innan æðsta embættis kirkjunnar eru fúaspýtur sem ekki mátti hrófla við. Innan dómskerfisins og innan lögreglunnar gnaúða og ýlfra vind- ar um vafamál á vafamál ofan. Skjöl týnast eða misfarast með óútskýr- anlegum hætti og það þykir ekki til- tökumál: Nú eru komin ný lög, seg- ir æðstiprestur - og svona kemur ekki fyrir aftur! Þegar allt kemur til alls sé ég ekki aðra leið til útrýmingar spill- ingunni í kerfinu en að kerfið sjálft verði einfaldlega lagt af og ísland verði einkavætt með hefðbundnum hætti. Byrja mætti með þvi að skipta upp auðlind hafsins og senda öllum landsmönnum hlutabréf upp á tæpa milljón króna eins og reikn- að hefur verið út að auðlindin leggi sig á. - Stjóm (svo sem 7-9 manna) yrði svo kosin í allsherjar prófkjöri um land allt. Guðrún í efsta sæti sjálfstæðismanna Sverrir Ólafsson skrifar: í kjölfar ákvörðunar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um að prófkjör skuli haldið vegna kom- andi borgarstjórnarkosninga vil ég hvetja hinn stóra hóp sem studdi Guðrúnu Pétursdóttur í forseta- kosningunum til þess að koma fram og beina kröftum sínum í það að styðja hana til framboðs í efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi prófkjör flokksins. Guðrún Pétursdóttir hefur allt til að bera til þess að leiða hóp sjálfstæðismanna til sigurs. Davíð Oddsson, sem hefur opin- berlega stutt Árna í efsta sætið, er ekki hinn endanlegi dómstóll fólks- ins. Mjög varhugavert er að taka mark á þessari yfirlýsingu sé tekið mið af því hvern hann studdi árið 1991 þegar hann hætti sem borgar- stjóri. Davíð valdi Markús Öm sem var vanhæfur til þess að leiða flokk- inn, enda hrundi fylgið og spilling innan borgarkerfisins blossaði upp. Ámi Sigfússon heyrist mér tala tveimur tungum; hann vill lækka skatta, auka þjónustu og draga úr skuldum borgarinnar. Allt í senn. Hvernig er hægt að trúa því að þetta standist? Sjálfstæðismenn í Reykjavík: velj- um frekar Guðrúnu Pétursdóttur, sem er mun trúverðugri kostur en aðrir sjálfstæðismenn sem nefndir hafa verið til sögunnar til að leiða flokkinn. Ég er ekki í minnstá vafa um að Guðrún geti lyft Grettistaki í því að endurreisa fýlgi flokksins í Reykjavík. - Það verður einfaldlega að koma frá völdum þessari sósíal- istastjórn sem nú ræður ríkjum í borginni og gerir ekki neitt í þágu borgarbúa. Melatorginu umturnað til einskis Reynir hringdi: Maður getur ekki setið á sér aö hringja í fjölmiðla þegar manni of- býður opinber eyðsla sem sýnilega er einskis nýt og hefur ekki neinn tilgang annan en að breyta breyt- inganna vegna. - Þannig er það um Melatorgið og ffamkvæmdir sem þar era búnar að standa yfir nokk- um tíma. Ég hef ekið þarna fram hjá að undanfomu eftir að leiðinni austur í borgina gegnum miðbæinn var lokað. Nú er Melatorgið orðið eitt drullusvað og ökuleiðin þrengd um helming á meðan á þessum einskis- verðu framkvæmdum stendur. Ég myndi vilja láta DV taka þama mynd til að sýna lesendum hvað við er átt. Standi það eitt fyrir dyrum að búa þjónusta allan sólarhringii i sima ÍO 5000 li kl. 14 og 16 Melatorgiö var ágætt eins og þaö var. - Yfirvöld og gatnamálastjóri veröa aö sanna aö framkvæmdirnar þjóni tilgangi. til afhallandi hring líkt og á mótum Borgartúns og Lönguhlíðar er til- gangsleysið fullkomnað. Ég get ekki séð hvað framkvæmdirnar þar hafa leitt til bóta. Melatorgið var ágætt eins og það var og ökumenn þekktu allar aðstæður. Hvað þama á að koma veit ég raunar ekki en hvað svo sem það verður ættu borgaryfir- völd og gatnamálastjóri að sanna að það þjóni einhverjum tilgangi. Ætli R-listinn að hala inn at- kvæði á þessum framkvæmdum sem eru í ætt við „eyrun“ alræmdu sem þrengja beygjur inn i aðrar göt- ur er hann á villigötum. Girðingar á milli akreina eins og á Hringbraut- inni mestan part eru lika óskiljan- legar. Borgaryfirvöld; látið nú af þess- um sýndarframkvæmdum eins og þeim við Melatorgið og takið til við nauösynlegar framkvæmdir á gatna- og gangstéttakerfinu. Við- hald og viðgerðir á því, t.d. í vestur- borginni, er í molum víðast hvar. DV Árni er sá eini Haukur Hauksson hringdi: Ég lýsi eindregnum stuðningi við þá skoðun forsætisráðherra að styðja Árna Sigfússon sem áframhaldandi oddvita Sjálfstæð- isflokksins í borgarmálum. Ámi er sá eini sem er óumdeildur odd- viti okkar sjálfstæöismanna þrátt fyrir að margir aðrir komi þar við sögu sem sterkir frambjóðend- ur til borgarstjómar. Ég hefði hins vegar viljað sjá Áma taka þá áhættu aö sitja í baráttusæti flokkins, 8. sætinu, á hinum end- anlega lista. Það verður ekkert gaman fyrir oddvita sjálfstæðis- manna að sitja inni annaö kjör- tímabO vinni þeir ekki borgina úr höndum R-listans. Sláturgerð í bíl- skúrum Guðleif hringdi: Ég las skemmtilega grein i Degi-Tímanum sem hét Gaman í slátri. Þar mátti sjá glatt og frískt fólk við sláturgerð í bílskúrnum einhvers staðar á Akureyri. Gott og vel, hugsaði ég. Auðvitað gera þetta allir og spyrja ekki leyfis. En hvers vegna í ósköpunum er þá verið að banna fjöldafram- leiðslu matvæla nema tO staðar séu flöldi salema, sturtuhausa og vaska um aOt svæðið? Auðvitað er svona framleiðsla ekkert frem- ur tO heimilisnota, fólk gefur vin- um og kunningjum með sér af henni. Löglegt og sið- laust S.P. skrifar: Það mun hafa verð Stalín sem þróaði fuUtrúalýðræðið. Sýslu- menn og Gjaldheimtan era ekki bestu vinir borgaranna. Það eru lagðir ofurskattar á öreiga, aldr- aða og dauðvona sjúklinga. Opin- bem fé er beinlínis variö til að gera þetta fólk gjaldþrota. Þetta skUar sér í sjálfsvígum, áfaUa- hjálp, þunglyndisköstum og stjamfræðOegmn skuldum heim- Oanna. Nei er nei! Á meöan ekki kemrn- fram stjómmálafólk sem tekur á þessum vanda þá sitjum við heima eða skOum auðu i kosningum, þrátt fyrir blítt bros á skjánum eða á ljósmyndum. Mælikvarði á menningu? Stjáni meik hringdi: Ég las kjaUaragrein Sverris Stormskers hinn 18. þ.m. um eitt og annað gagnrýnisvert um menningarmál hjá okkur og var þar DV auðvitað ekki undanskU- ið, enda gagnrýndi hann blaðið sjálft ótæpUega. - Það er mjög erfitt að setja mælikvarða á menningu í landinu eins og DV hefur gert. Ég vU hins vegar óska DV tU hamingju fyrir það aöhald sem fær inni á síðum blaðsins gagnvart því sjálfu jafnt og á aðra aðila. Það er einmitt besta dæmið um frjálsa og óháða blaða- mennsku. Rústir Al- mannavarna Rúnar Theodórsson skrifar: Enn hefur ekki verið gengið frá rústunum viö Sundagarða, fyrir neðan Kassagerð Reykjavíkur, þar sem Almannavamir rikisins vom með aðgerðir samfara al- mannavamaæfmgunni Samverði í sumar sem leið. Af þessu er mik- 0 óprýði, bflhræ og plastborðar fjúkandi í aUar áttir. Einnig er mikU fokhætta af jámplötum og ýmsu öðm dóti á svæðinu sem er opið fyrir krökkum í leit að ævin- týrum eins og gengur. Þetta er Al- mannavömun tU vansa og ættu þær að bæta úr þessu hið fyrsta. Ekki síst þar sem þær fengu er- lendan styrk tU að halda æflng- una svo að hún yrði tU sóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.