Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 Afmæli Hjálmar Vilhjálmsson Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknarstofnun, Ásvallagötu 18, Reykjavík, er sex- tugur í dag. Starfsferill Hjálmar fæddist á Brekku í Mjóa- firði og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá ML 1957, stundaði nám við læknadeild HÍ1957-58, lauk forspjallsvísindaprófi 1958 og BC- prófi frá University of Glasgow 1965. Hjálmar var fiskifræðingm- hjá Hafrannsóknarstofnun 1965-84, sviðsstjóri þar 1984-89, var i rann- sóknarleyfi við Northwest Atlantic Fisheries Centre í St. John’s á Ný- fundnalandi í Kanada 1989-90 og er fiskifræðingur hjá Hafransóknar- stofnun frá 1990. Hjálmar hefur einkun starfað við síldar- og kolmunnarannsóknir. Hann stjómaði rannsóknum á loðnu frá 1966 og á fjölda og út- breiðslu fiskiseiða 1970-86. Fjölskylda Eiginkona Hjálmars er Kolbrún Sigurðardóttir, f. 2.3. 1940, deildar- stjóri. Hún er dóttir Sigurðar Guð- laugssonar hárskera, f. 19.7.1918, og Kristínar Guðmundsdótt- ur, f. 21.4. 1918, forstöðu- konu. Böm Hjálmars og Kol- brúnar era Sigurður Stef- án, f. 2.4. 1961, fram- kvæmdastjóri í Sviþjóð, kvæntur Jóhönnu Er- lingsdóttur og eiga þau þrjá syni; Kristín Anna, f. 23.9. 1962, kennari í Vest- mannaeyjum, gift Jóni Þór Geirssyni og eiga þau tvær dætur; ína Björg, f. 28.11. 1963, líffræðingur, búsett á Seltjamarnesi, gift Sigurði Jónssyni og eiga þau tvö böm; Vil- hjálmur, f. 1.2.1967, leikari í Reykja- vík, en kona hans er ísóld Grétars- dóttir. Systkini Hjálmars era Páll, f. 23.5. 1940, sjómaður á Seyðisfirði; Sigfús Mar, f. 28.11. 1944, bóndi á Brekku; Stefán, f. 11.9. 1949, matvælafræð- ingur á Akureyri; Anna, f. 7.3. 1954, kennari á Selfossi. Foreldrar Hjálmars era Vilhjálm- ur Hjálmarsson, f. 20.9. 1914, bóndi og fyrrv. ráðherra og alþm., og k.h., Anna Margrét Þorkelskdóttir, f. 15.2. 1914, húsfreyja. Ætt Vilhjálmur er sonur Hjálmars, útvegsb. á Brekku, Vilhjálmssonar, b. á Brekku, Hjálmars- sonar, hreppstjóra þar, Hermannssonar í Firði, Jónssonar „pamfíls". Móðir Vilhjálms eldri var María, dóttir Jóns Jónssonar í Flögu. Móðir Hjálmars var Svanbjörg Pálsdóttir, b. í Merki, Jónssonar, og Helgu Hall- dórsdóttur, Hermannssonar í Firði. Móðir Vilhjálms var Stefanía, systir Bjargar, ömmu Tómasar seðlabankastjóra og Vilhjálms hrl., og langömmu Sigríðar, móður Vil- hjálms Einarssonar skólastjóra, fóð- ur Einars spjótkastara. Stefanía var dóttir Sigurðar, b. á Hánefsstöðum, Stefánssonar, b. í Stakkahlíð, bróð- ur Gunnars, afa Gunnars Gunnars- sonar skálds. Stefán var sonur Gunnars, b. á Hallgilsstöðum á Langanesi, Skíða-Gunnarssonar, b. í Ási í Kelduhverfi, Þorsteinssonar. Móðir Stefaníu var Sigríður Vil- hjálmsdóttir, b. á Brekku, Vil- hjálmssonar, og Guðrúnar, dóttur Konráðs Salómonssonar úr Lóni suður og Sigríðar Einarsdóltur. Anna Margrét er dóttir Þorkels, b. á Háreksstöðum og verkamanns á Seyðisfirði, Björnssonar, b. á Engi- læk í Hjaltastaðaþinghá, Pétursson- ar, b. í Ósi og á Klúku, Runólfsson- ar, b. á Surtsstöðum, Bjamasonar. Móðir Björns var Áslaug Sigurðar- dóttir, b. í Njarðvík og ættfóður Njarðvíkurættarinnar yngri, Jóns- sonar. Móðir Áslaugar var Kristín María Sigfúsdóttir, prests á Ási, Guðmundssonar. Móðir Þorkels var Anna, systir Gróu, móður Bjöms Hallssonar, hreppstjóra á Rangá. Anna var dóttir Bjöms, b. á Bónda- stöðum, Bjömssonar. Móðir Önnu Margrétar var Helga Ólafsdóttir, kennara, Bergssonar, b. í Efri-Miðbæ í Norðfirði, Víglimds- sonar, b. á Hallgilsstöðum á Langa- nesi. Móðir Ólafs var Ingibjörg, systir Rannveigar, móður Jónasar Hallgrímssonar. Ingibjörg var dóttir Jóns, vinnumanns á Hamri í Svarfðardal, Þorsteinssonar. Móðir Helgu var Guðný, dóttir Kristján Sigfússonar og Sesselju Jóhannes- dóttur. Hjálmar tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdason- ar að Selbraut 15 laugardaginn 27.9. milli kl. 16.00 og 20.00. Hjálmar Vilhjálmsson. Stefán Þórarinn Sigurðsson Stefán Þórarinn Sigurðsson, fyrrv. bóndi á Steiná í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, er níræður í dag. Starfsferill Stefán fæddist á Steiná og hefur átt þar heima alla tíð. Hann hefur verið bóndi á Steiná frá 1929, í fyrstu á móti fóður sínum en síðan einn. Stefán lét dóttur sína og tengda- son, Jónu Önnu og Ólaf, hafa þriðj- ung af jörðinni 1961. Síðar fékk son- ur hans og tengdadóttir, Sigurjón og Katrín, einnig þriðjung jarðarinnar og bjó hann á móti þeim til 1982 en þá tók Óskar Eyvindur við búi for- eldra sinna. Stefán sá um hirðingu á búfénaði sínum í félagi við bróður sinn, Jak- ob, til 1991 er Jakob andaðist. Eftir það var Stefán ekki nema eitt ár við hirðingu. Stefán var um skeið réttarstjóri í Stafnsrétt, hann fór i göngur og eft- irleit á Eyvindastaðaheiði um ára- bil en ekki era mörg ár síðan hann brá sér á hestbak í smalamennsku. Fjölskylda Stefán kvæntist 15.7. 1934 Ragn- heiði Rósu Jónsdóttur, f. 10.11. 1908, d. 31.3.1997, húsfreyju. Hún var dótt- ir Jóns Ólafssonar, f. 18.5. 1866, d. 27.11.1936, bónda á Skottastöðum, og k.h., Sigríðar Unu Jónsdóttur, f. 30.8. 1872, d. 26.9. 1967, húsfreyju. Börn Stefáns og Ragnheiðar Rósu era Jóna Anna, f. 13.3. 1935, ráðs- kona og húsfreyja í Hafnarfirði, gift Ólafi Blómkvist Jónssyni húsa- smíðameistara, bónda á Steiná og síðar sendibílstjóra í Hafnarfirði; Sigurbjörg Rannveig, f. 22. 5. 1937, starfar við heimilisþjónustu í Kópa- vogi, gift Sigurði Pálssyni, aðstoðar- verkstjóra og bifreiöarstjóra hjá Öl- gerð Egils Skallagrímssonar hf; Sig- urjón, f. 19. 10. 1938, bóndi á Steiná III en kona hans er Katrín Gríms- dóttir, bóndi og húsfreyja. Börn Jónu Önnu og Ólafs eru Ósk- ar Eyvindur, f. 25.10.1959, gröfumað- ur og bóndi á Steiná II, en kona hans er Herdís Jakobsdóttir og eru börn þeirra Jakob Ólafur, f. 1983, Jón Heiðar, f. 1986, Hafdís Bára, f. 1989, og Óskar Eyvindur, f. 1995; Eydís, f. 13.10.1960, sérfræðingur i augnlækn- ingum í Örebro í Svíþjóð, en maður hennar er Ólafur Tryggvason, raf- virkjameistari og tæknifræðingur, og er dóttir þeirra Þorbjörg, f. 1990, en fyrir átti Eydis Önnu Heiði, f. 1986, með Þorláki Guðmundssyni; Stefán Þórarinn, f. 14.7. 1964, lög- fræðingur á Blönduósi, en sambýlis- kona hans er Hafdis Elfa Ingimars- dóttir og er dóttir þeirra Tinna Krist- ín, f. 1992, en fóstursonur Stefáns og sonur Hafdísar Elfu er Aron Elfar, f. 1988; Ragnheiður Rósa, f. 11.2. 1967, hjúkrunarfræðingur í Sví- þjóð. Börn Sigurbjargar Rannveigar og Sigurðar eru Guðrún Margrét, f. 5.6. 1968, dýralæknir í Skagafirði, en sambýlis- maður hennar er Vé- steinn Þór Vésteinsson, rafeindavirki og fram- leiðslu- og innkaupastjóri hjá Element-skynjara- tækni ehf. á Sauðárkróki, og er dóttur þeirra Ragna Vigdís, f. 1997; Una Aldís, f. 8. 6. 1970, skrifstofumaður hjá KPMG Endurskoðun hf. á Sauðár- króki en sambýlismaður hennar er Stefán Sigurbjöm Guðmundsson, bú- fræðingur og húsasmiður, og er son- ur þeirra Siguröur Páll, f. 1995; Stef- án Þórarinn, f. 18.4. 1972, líffræðing- ur I framhaldsnámi hjá Krabba- meinsfélagi íslands en unnusta hans er Guðbjörg Ludvigsdóttir læknir. Synir Sigurjóns og Katrínar era Grímur, f. 1.2. 1965, vélvirkjameist- ari og sölumaður, en kona hans er Harpa Lind Guðbrandsdóttir og eru börn þeirra Berglind, f. 1995, og Arn- ar, f. 1997; Jakob, f. 27. 3. 1969, bú- fræðingur og bóndi á Hóli í Svartár- dal, en kona hans er Sesselja Sturlu- dóttir, bóndi og húsfreyja, og era börn þeirra Jakob Skafti, f. 1993, og Rakel Ýr, f. 1995. Hálfsystkini Stefáns Þórarins, samfeðra, börn Sigurðar og f.k.h., Lilju Sigurðardóttur, eru Anna Aldís, f. 26.9. 1881, d. 19.2.1948, saumakona á Blönduósi; Jón, f. 6.8. 1882, d. 7.9. 1924, bóndi á Steiná; Rannveig Ingi- björg, f. 4.10. 1888, d. 1.3. 1985, bjó i Böðvarshúsi á Blönduósi og á Hólabaki. Hálfbróðir Stefáns Þórar- ins, sammæðra, sonur Hólmfríðar og Péturs Pét- urssonar, síðar kaup- manns á Akureyri, var Pétur, f. 30.11. 1905, d. 7.5. 1977, búfræðingur og hreppstjóri að Höllustöðum. Alsystkini Stefáns Þórarins: Lilja, f. 14.10.1910, d. 1.12.1988, húsfreyja á Akureyri; Pálmi, f. 22.2. 1914, húsa- smiður á Skagaströnd og í Reykja- vík; Sigríður Guðrún, f. 22.5. 1917, d. 16.10. 1987, húsfreyja að Hólabaki og í Reykjavík; Friðrik Guðmann, f. 22.5.1917, d. 5.9.1987, bifvélavirki hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðár- króki; Jakob Skapti, f. 10.10. 1920, d. 27.5. 1991, bóndi á Steiná og Hóli í Svartárdal. Foreldrar Stefáns Þórarins voru Sigurður Jakobsson, f. að Eiriks- stöðum í Bólstaðarhlíðarhreppi 16.6. 1859, d. 23.5. 1945, bóndi á Hóli og Steiná, og s.k.h., Ingibjörg Hólmfríð- ur Sigurðardóttir, f. í Hringveri í Hjaltadal 22.12. 1880, d. 28.6. 1969, húsfreyja. Stefán Þórarinn er að heiman. Stefán Þórarinn Sigurðsson. Þráinn Skarphéðinsson Þráinn Skarphéðinsson, prentari og eigandi Hér- aðsprents, Tjarnarbraut 21, Egilsstöðum, er sex- tugur í dag. Starfsferill Þráinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Gagnfræðaskólann við Lindargötu og við Iðn- skólann í Reykjavík, lærði prentiðn hjá Herberts- prent og síðan Hilmi, lauk sveinsprófi í prentun 1961 og öðlaðist meistararéttindi 1972. Þráinn stundaði prentiðn í Svíþjóö og Danmörku 1961-63, starfaði við prentsmiðjuna Hilmi Þráinn Skarphéðinsson. nær óslitið frá 1963-72 er hann flutti á Egilsstaði. Á Egilststöðum stofnaði hann Héraðsprent, ásamt konu sinni 1972 og hafa þau starfrækt prentsmiðjuna síðan eða í tuttugu og fimm ár. Þráinn stofnaði þjóð- dansafélagið Fiðrildin á Egilsstöðum 1974 sem enn er starfrækt af mikilli grósku. Hann var formaður þess 1974-94. Þráinn sat í stjórn Rotaryklúbbs Héraðsbúa og hefur sinnt öllum trúnaðarstörfum klúbbsins, frá stallara til forseta. Fjölskylda Þráinn kvæntist 19.6. 1971 Önnu Gunnhildi Ingvarsdóttur, f. 12.1. 1953, prentsmið. Hún er dóttir Ingvars Friðrikssonar, bónda í Steinholti við Egilsstaði, og k.h., Önnu Bjargar Sigurðardóttur húsfreyju. Böm Þráins og Önnu Gunnhildar era Ingunn Anna, f. 24.9. 1971, bókagerðarmaður í Gutenberg í Reykjavík; Skarphéðinn, f. 2.9. 1972, vélvirki á Egilsstöðum; Hanna Gyða, f. 28.7. 1973, húsmóðir í Reykjavík, en maður hennar er Valgeir Brynjar Hreiðarsson og eru böm þeirra Jakob Þráinn og Embla Líf. Sonur Þráins frá því áður er Þorvaldur, f. 8.11. 1963. Albróðir Þráins er Bragi Skarphéðinsson, f. 1934, jámsmiður á Sauðárkróki. Hálfbróðir Þráins, samfeðra, er Ómar Skarðhéðinsson, f. 1949, umsjónarmaður skíðalyftunnar í Oddsskarði, búsettur á Nes- kaupstað. Foreldrar Þráins voru Skarp- héðinn Vermundsson, f. 18.8. 1911, d. 31.12. 1979, bóndi i Tjamarkoti í Grímsnesi og síðar verkamaður og sjómaður í Reykjavík, og Jórunn Einarsdóttir, f. 23.2. 1905, d. 23.9. 1978, húsfreyja og verkakona. Þráinn og Anna Gunnhildur taka á móti vinum og vandamönnum í Golfskálanum að Ekkjufelli að kvöldi afmælisdagsins. Tll hamingju með afmælið 25. september 90 ára Jónanna Jóns- dóttir frá Staðar- björgum, Hofsósi, Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Maður hennar var Jósafat Sigfússon sem lést 1990. Soffia Gisladóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 85 ára Sigurður Bjarnason, Hjallabrekku 21, Kópavogi. 80 ára Ása Lilja Arnórsdóttir, Nönnugötu 14, Reykjavík. Sólveig Jónsdóttir, Lindasíðu 4, Akureyri. Eva Sæmundsdóttir, Vallarbraut 2, Njarðvík. 75 ára Guðbjörg Guðmundsdóttir, Sólvangi, Hafnarfirði. Ása Guðrún Jónsdóttir, Hásteinsvegi 13, Vestmeyjum. 70 ára Karl Steingrímsson, Skarðshlíð 31 D, Akureyri. Benoný Amórsson, Hömram, Reykdælahreppi. Jónína Þórðardóttir, Bjargi, Eyjafiarðarsveit. Jón Sigvaldason, Ausu, Andakilshreppi. 60 ára Halldór V. Þorsteinsson, Hólsgerði 3, Akureyri. Rósa Lárusdóttir, Möðrufelli 7, Reykjavík. Einar Karlsson, Höfðagötu 19, Stykkishólmi. Hann er aö heiman. 50 ára Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Hraunbæ 36, Reykjavík. Jóhann Kristófer Ólafsson, Amarhrauni 18, Hafnarfirði. Þuríður Dan Jónsdóttir, Hverafold 36, Reykjavík. Gylfi Borgþór Guðfinnsson, Esjuvöllum 19, Akranesi. Þórirnn H. Kristjánsdóttir, Fáfnisnesi 3, Reykjavík. Óla Helga Sigfinnsdóttir, Sigtúni 35, Reykjavík. Einar Jóhannsson, Smárabraut 21, Höfn. Guðmundur Sigurjónsson, Fífumýri 5, Garðabæ. Ámi Baldursson, Vesturbraut 6, Hafharfirði. Sigríður Gróa Jakobsdóttir, Álftamýri 52, Reykjavík. Brandur S. Eggertsson, Huldulandi 1, Reykjavík. 40 ára Ester Ásbjömsdóttir, Fögrabrekku 18, Kópavogi. Helgi Þór Hermannsson, Lyngholti 4, Keflavík. Rut Bergsteinsdóttir, Sólvallagötu 68, Reykjavík. Hallfriður Baldursdóttir, Birkimel 10 A, Reykjavík. Anna Helga Schram, Vesturgötu 71, Reykjavík. Inga Lóa Guðmundsdóttir, Lyngholti 22, Keflavík. Guðrún I. Bjamadóttir, Hrísateigi 3, Reykjavik. Anna Jóna Karlsdóttir, Einarsnesi 42, Reykjavík. Ásta Kristín Siggadóttir, Álakvísl 18, Reykjavík. Ingibjörg H. Halldórsdóttir, Logafold 119, Reykjavík. Sigmundur Jóhannesson, Syðra-Langh. III, Hrunamhr. Jón Halldór Guðmundsson, Múlavegi 7, Seyðisfirði.____

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.