Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
32 %fikmyndir
Háskólabíó - Morðsaga
Saga af kvikmynd
Þegar meta á ís-
lenska kvikmynd
frá 1977 er óhugs-
andi aö taka ekki
tillit til þeirra að-
stæöna, meimingar-
legra og tæknilegra,
sem ríktu þá. Mynd
Reynis Oddssonar,
Morðsaga, er gerð
fyrir tíma kvik-
myndasjóðs, áður
en íslensk kvi-
kmyndagerð varð
að möguleika, og
hefur því mikið
menningarsögulegt gildi. Hún er greinilega gerð af vanefiium, og eru
hljóðvandamálin þar mest áberandi; en á hinn bóginn má segja að það
var ákveðinn léttir að þurfa ekki að hlusta á yfirborðslegar gáfu-
mannaumræður hinna ungu (karl)hippa. Morðsaga tekur á hippatíma-
bilinu, sem er samtímis timabil hinna nýríku og hagvaxtar og lýsir því
nyög vel, bæði í máli (því sem heyrðist) og myndum, öll sviðsmyndin og
búningar eru með eindæmum lýsandi og viðeigandi.
Nýriku hjónin (Guðrún Ásmundsdóttir og Steindór Hjörleifsson) lifa
í óhamingjusömu hjónabandi, og er eiginmaðurinn allsráðandi á heim-
ilinu og flengir dótturina (Þóru Sigurþórsdóttur), 18 ára, til hlýðni. Ekki
þarf mikið hugarflug til að sjá að þar er heil pottabúð í molum, enda
nauðgar faðirinn dótturinni að lokum, en móðirin kemur aö og rekur
hann í gegn, í senu sem er þegar orðin klassísk splattersena, með ex-
pressíónískri útgrátinni augnmálningu og öllu tilheyrandi.
Þrátt fyrir ákveðin ellimörk er það ótrúlegt hvað myndin hefúr hald-
ið sér vel og tekst á köflum að skapa magnað andrúmsloft, auk þess að
vera ansi vel skrifuð (með póstmódemískri bíósenu) og sérlega vel leik-
in. Eitthvað var endirinn þó snöggur þar sem mæðgumar, játa eftir þrjá
daga og hljóta sinn dóm“ eins og segir í lokatexta, eftir að hafa þó af
glæsibrag komið likinu fyrir. En fjárskortur gerði víst það að verkum
að handritið kvikmyndaðist ekki allt. Morðsaga er gersamlega
ómissandi sem sögulegt móment í íslenskri kvikmynda og menningar-
sögu, og það þarf engum að leiðast í þessar 90 mínútur sem hún varir.
Það er ótrúlegt að ekki skuli lengra síðan íslenska kvikmyndin varð að
einhveiju, og ánægjulegt að sjá hvað margt hefúr breyst.
Leikstjóri: Reynir Oddsson. Aðalhlutverk: Guðrún Ásmundsdóttir, Stein-
dór Hjörleifsson og Þóra Sigurþórsdóttir. -Úd
Star Wars er frægasta kvikmyndin sem gerö var áriö 1977.
Bretar
flagga sínu
besta
Kvikmyndahátiðin í
London hefst í dag. 180
kvikmyndir verða sýndar
á hátíðinni. Bretar, sem að
flestra áliti era í mikilli
sókn í kvikmyndagerð um
þessar mundir, munu
flagga sínu besta. Opnun-
armyndin er Keep the
Aspidistra Flying sem
Robert Bierman leikstýrir.
Er hún gerð eftir sögu Ge-
orge Orwell um erfiðleika
ljóðskálds á fjórða ára-
tugnum. í aðalhlutverkum
era Helena Bonham Cart-
er og Richard E. Grant.
Hátíðinni lýkur síðan með
sýningu á nýjustu kvik-
mynd Mike Figgis, One
Night Stand, sem vakti
mikla athygli á kvik-
myndahátíðinni í Feneyj-
um fyrir skömmu.
Duvall stendur
í ströngu
Fljótlega verður frum-
sýnd The Apostle þar sem
Robert Duvall leikur sjálf-
skipaðan prédikara sem
datt i hug að vígja sjálfan
sig til prests til að losna
úr viðjum fortíðar. Duval
leikur ekki aðeins aðal-
hlutverkið, hann leikstýrir
einnig myndinni, skrifar
handritið og fjármagnar
myndina. Góðir leikarar
leika undir hans stjóm.
Má þar nefiia Miranda
Richardson, Billy Bob
Thomton og Farah
Fawcett.
Föðurlands-
vinur
Ástralski kvikmynda-
tökumaðurinn og ósk-
arsverðlaunahafmn Dean
Selmer ætlar að spreyta
sig á því að leikstýra The
Patriot sem tökur hófúst
á í Montana í vikunni. í
aðalhlutverki er Steven
Segal. Fjallar myndin um
hóp hryðjuverkamanna
sem beita efiiavopnum í
norðurhluta Bandaríkj-
anna. Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem Selmer leikstýrir
en honum hefúr orðið bet-
ur ágengt sem kvikmynda-
tökumaður þar sem hæst
ber Mad Max-myndimar
og Dances With Wolves.
SiöáríTíbet
FYanski leikstjórinn
Jean-Jacques Annaud er
ekki afkastamikill enda fer
hann aldrei auðveldustu
leiðimar í sinni kvik-
myndagerð. Má segja að
allar heimsálfur séu hans
vinnustaður. í október
verður frumsýnd nýjasta
kvikmynd hans, Seven
Years in Tibet, sem byggð
er á minningum fjall-
göngumannsins Heinrichs
Harrers sem tekinn var til
fanga af Indverjum í síðari
heimsstyrjöldinni. Þegar
honum tókst vað flýja leit-
aði hann á náðir Dalai
Lama og gerðist hans
helsti aðstoðarmaður.
í aðalhlutverkum
era Brad Pitt og
David Thewlis.
TOPP 2 0
- a&sókn dagana 19.-21. september. Tekjur í milijónum doilara og heildartekjur.
„Ólíkt höfumst við að,“ sagði átján
bama móðirin úr álfheimum við þá
mennsku, sem eitt bam átti. Eitthvað
svipað heföi heimurinn getað sagt við
ísland árið 1977 en það ár komu út
nokkur meginverk kvikmyndasög-
unnar. Óskarinn þetta ár hlaut mynd
Woody Allens, Annie Hall, sem enn
þykir ein af hans bestu myndum, en
allt önnur Anna, sú sem kennd er við
* tuskur (Raggedy Ann), birtist á hvíta
tjaldinu í teiknimyndaformi; það tók
hana 20 ár að eiga sjálfstæðan leik aft-
ur en nú síöast birtist hún í aukahlut-
verki í hinni indælu mynd Peter
Jacksons, The Frighteners. Önnur
óskarsverðlaunamynd frá árinu 1977
var hin vemmilega „geimverumar-
eru-vinir- okkar“-kvikmynd Steven
Spielbergs, Close Encounters of the
Third Kind, en þar var myndatöku-
maðurinn Vilmos Zsigmond verðlaim-
aður (liklega aðallega fyrir að nafnið
gæti allt eins verið freudískt heiti á
geimvera).
öllu hressilegri var hin klassíska
mynd Wes Cravens, The Hills Have
Eyes, sem sagði frá mannætufjöl-
Áriö 1977 sendi Steven Spielberg frá sér Close Annie Hall var sigursæl á óskarsverölaunahátíöinni
Encounters of the Third Kind. fyrir áriö 1977.
skyldu í óbyggðum sem hrellir og
étur ferðamenn af miklum skörungs-
skap. Annar ánægjulegur leikstjóri,
Terry Gillian, frumsýndi á þessu
ágæta ári myndina Jabberwocky,
sem byggð var á einu hinna frábæru
bullkvæða Lewis Carrolls, sem fræg-
astur er fyrir Lísu í Undralandi. Jab-
berwocky var drekinn sem barðist við
prinsinn ósannfærandi en myndin gat
varla talist við hæfi bama, sem
flykktust þá frekar á aðra drekamynd,
Pete’s Dragon, um ósýnilegan dreka
sem er gæludýr 9 ára stráks. Ástr-
alski snillingurinn Peter Weir gerði
sína bestu mynd árið 1977, The Last
Wave, sem er heimsendamynd undir
áhrifum frá áströlsku frumbyggja-
menningunni. Stórslysamyndin Air-
port ’77 var beinlínis kennd við árið
og ein James Bond- mynd sá dagsins
Ijós, The Spy Who Loved Me með
Roger Moore, en að öllu öðru ólöstuðu
er flestum árið líklega minnisstætt
fyrir geimgengillinn Loga og vini
hans í mynd Georges Lucas, Star
Wars sem margir hafa ekki jafnað sig
á enn.
Af annarra þjóða verum sem sett-
ust bak við og framan við kvikmynda-
vélar þetta árið má nefna Frakkann
Claude Chabrol, sem var yfirlýstur
áhrifavaldur Reynis Oddssonar, en
hann frumsýndi mynd sína Violette
Nozire, sem fjallaði um 18 ára stúlku
sem fær sýfUis og drepur foreldra
sína á eitri. í Hong Kong gerði leik-
stjórinn Robert Clouse The Amster-
dam Kill um fikniefhastríð í Hong
Kong, Indveijinn Satyajit Ray gerði
myndina Chess Players um aðals-
menn, skák og innlimun Breta á Ind-
landi, meðan í Bretlandi gerði Ridley
Scott The Duellists með Harvey
Keitel, um 16 ára stöðugt einvígi milli
tveggja manna. í ísrael var framleidd
Operation Thunderbolt um skæru-
hða og gísla, leikstýrð af Menahem
Golan með Klaus Kinski í aðalhlut-
verki og í Ítalíu var frumsýnd föður-
komplexamyndin Padre Padrone.
Ingmar Bergmann leikstýrði The
Serpent’s Egg um loftfimleikamann
á tímum Hitlers, með einvalaliðið
David Carradine, Liv Ullman og Gert
Frobe í farteskinu og i Kanada var
framleidd myndin The Uncanny með
Peter Cushing, þar sem rithöfundur
segir útgefanda sínum hrollvekjandi
sögur um ketti.
AUt í aUt ekki svo slæmt ár og ekki
svo slæmur félagsskapur fyrir hina
íslensku Morðsögu, sem bætist þama
í hóp markverðra atburða í kvik-
myndasögunni og sómir sér barasta
hið besta í þessum félagsskap. -úd
Kevin Kline á toppinn
Kviknnyndatramleiöendur brostu breitt begar aðsóknartölur helgarinnar
voru birtar og ástæðan var að 10% meiri aðsðkn var þessa helgi held-
ur en sömu helgi í fyrra. Mestu aösókn hlaut gamanmyndin In & Out
meö Kevin Kline. Leikur hann gagnfræðaskólakennara sem fer aö ef-
ast um kynhneigð sína rétt áöur en hann ætlar að gifta sig. Annars er
það athyglisvert að tvær aðrar nýjar kvikmyndir eru einnig að gera það
gott, Whismaster, gerö af hrollvekjumeistaranum Wes Craven, sem aö
visu er aöeins framleiðandi í þetta sinn, og L.A. Confidential, sakamála-
mynd sem Curtis Hanson leikstýrir, mynd sem hefur hrifið gagnrýnend-
ur upp úr skónum aö undanförnu. Breska gamanmyndin The Full Monty
heldur sfnu striki, en miklum.vonbrigðum olli dræm aðsókn á A Thousand
Acres, með þeim Jessicu Lange og Michelle Pfeiffer í aðalhlutverkum.
Helldartekjur
10.254
2.931
42.497
37.183
166.093
13.954
22.020
72.624
240.942
100.015
94.253
13.535
110.826
43.543
24.532
97.796
l.(-) In & Out
2.(1) The Game
3-(-) Whismaster
4.(-) L.A. Confldential
5.(5) The Full Monty
6.(-) A Thousand Acres
7.(2) G.l. Jane
8.(4) Money Talks
9.(6) Air Force One
10.(3) Rre Down Below
11.(7) Hoodlum
12.(8) Consplracy Theory
13.(13) Men In Black
14.(10) George of the Jungle
15.(12) Hercules
16.(9) Excess Baggage
17.(-) Face/Off
18.(14) Cop Land
19.(11) Mlmlc
20.(17) Contact
Tekjur
15.019
9.032
6.038
5.211
3.022
2.931
2.371
2.188
2.073
1.575
1.251
1.218
1.208
1.073
0.954
0.710
0.705
0.671
0.637
0.427