Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 37 DV Sýningin Kirkja og kirkjuskrúö hefur veriö í Pjóöminjasafninu í sumar. Himnadrottn- ing og helgir menn Senn lýkur sýningunni Kirkja og kirkjuskrúð - Miðaldakirkjan í Noregi og á íslandi. Á sýningunni getur að líta úrval miðaldakirkju- gripa og þar gefst einnig tækifæri til þess að skoða þjóðardýrgripi samankomna auk kirkjulíkana, bæði stórra og smárra. Sérstaka athygli hefur vakið líkan af ís- lenskri miðaldakirkju í fullri stærð og af þeirri gerð sem vitað er að tíðkuðust víða við bæi á miðöldum hér á landi. Þjóðminjasafn Islands efnir nú til fyrirlestraraðar um efni á sýn- ingunni og önnur er henni tengj- ast. Þóra Kristjánsdóttir listfræð- Sýningar ingur á Þjóðminjasafni ríður á vaðið í dag kl. 17 og flytur erindi sem hún nefnir Himnadrottning og helgir menn. í erindinu mun Þóra fjalla um listbúnað kirkna á miðöldum. Fimmtudaginn 2. októ- ber mun Elsa E. Guðjónsson, fyrr- verandi deildarstjóri Textíl- og búningadeildar, halda fyrirlestur- inn íslensk kirkjuklæði á miðöld- um og 9. október mun Hjörleifur Stefánsson arkitekt flytja erindi sem hann nefnir íslenskar mið- aldakirkjur. Síðasti sýningardag- urinn er svo laugardaginn 18. október og munu þá allir munirn- ir fara á sýningu i Noregi. Grænland og Kanada Fyrirlestur verður á vegum Grænlensk-íslenska félagsins Kalak og Vináttufélags fslands og Kanada. Þar mun Níels Einarsson, mann- fræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, flytja erindið Sjávarspen- dýraveiðar, sjálfbær þróun og sið- væðing náttúruvemdarumræðunn- ar. Fyrirlesturinn er í Norræna hús- inu í kvöld kl. 20.30 og era allir vel- komnir. Um mismun og jafnrétti... Sigríður Þorgeirsdóttir, lektor í heimspeki, flytur fyrirlestur sem hún nefnir Um mismun og jafnrétti í ljósi mótunarhyggju Judith Butler, kl. 17.15 í dag í stofu 101 í Odda. Hugræn leikfimi Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni stendur fyrir tætsí - hugrænni leikflmi í dag. Samkomur Ársþing Samtaka fámennra skóla Dagana 26. og 27. september verð- ur ársþing Samtaka fámennra skóla á Hallormsstað. Á þinginu verður sérstaklega fjallaö um það hvort stefna beri að því að halda uppi kennslu í öllum bekkjum grunn- skólans í hveijum skóla, eða hvort skynsamlegra sé að reka svokallaða safnskóla, þar sem nemendum úr nokkrum skólahverfum er safnað saman til kennslu í elstu bekkjun- um. Þingið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á málefninu. Stuna og Stjörnukisi á Rósenberg Tvær hljómsveitir munu halda tónleika á Rósenberg, Stuna og Stjömukisi, hljómsveitir sen hafa verið að gera það gott í sumar. Hjá Stunu er þetta nokkurs konar kveðjutónleikar fyrir hljómborðs- leikarann og tölvugúrúinn Alfreð en hann er að flytja til útlanda. Hljómsveitin hættir þó ekki og hyggur á kröftugt hljómleikahald í vetur. í Stunu eru: Jón Símonarson, gitar/söngur, Alfreð Símonarson, hljómborð/tölvur, Kristján Ásvalds- son, trommur og Sigurjón Baldvins- son, bassi. Skemmtanir Húfa á Bíóbarnum Dægurlagapönkhljómsveitin Húfa heldur tónleika á Bíóbarnum, kjall- aranum, í kvöld kl. 23. Hljómsveitin Stuna er önnur tveggja hljómsveita sem leikur á Rósenberg í kvöld. leikur fyrst og fremst þekkt bama- útsetningum. Aðgangur að tónleik- lög, ýmist í hráum eða hálfsoðnum unum er ókeypis. Hvessir þegar Milli Scoresbysunds og Jan Mayen er 975 mb lægð sem hreyfist norðaustur og vaxandi 980 mb lægð skammt suður af Hvarfi fer einnig norðaustur. 1030 mb hæð yfir Norð- ursjó þokast vestur. Veðrið í dag Vaxandi sunnanátt og fer að rigna, fyrst vestan til, þegar líður á daginn, allhvasst eða hvasst síðdeg- is en stormur á hálendinu. Austan- líður á daginn lands þykknar upp síðdegis og verð- ur allhvass vindur og rigning, eink- um á Suðausturlandi, í kvöld og nótt. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast norð- austanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður vaxandi vindur og fer að rigna þeg- ar líður á daginn, allhvasst eða hvasst síðdegis. Hægari aftur í nótt. Hiti 8 til 11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.15 Sólarupprás á morgun: 7.25 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.53 Árdegisflóð á morgun: 2.40 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri hálfskýjaö 11 Akurnes léttskýjaö 9 Bergsstaöir úrkoma í grennd 9 Bolungarvík skýjaö 9 Egilsstaóir hálfskýjaö 10 Keflavíkurflugv. skúr 9 Kirkjubkl. léttskýjaö 9 Raufarhöfn skýjaö 9 Reykjavík alskýjaó 9 Stórhöföi alskýjaö 9 Helsinki þoka 5 Kaupmannah. þoka 10 Ósló léttskýjaö 7 Stokkhólmur léttskýjaö 12 Þórshöfn skýjaö 13 Faro/Algarve skýjaó 19 Amsterdam þoka á síð. kls. 7 Barcelona þokumóóa 19 Chicago heiöskírt 12 Dublin þoka 10 Frankfurt léttskýjað 8 Glasgow þoka 3 Halifax léttskýjaö 5 Hamborg lágþokublettir 6 London alskýjaö 15 Lúxemborg léttskýjaö 9 Malaga léttskýjaö 17 Mallorca skýjaö 18 Montreal heiöskirt 7 París heiókírt 8 New York skýjaö 13 Orlando léttskýjað 23 Nuuk léttskýjaö 3 Róm léttskýjaö 16 Vín léttskýjaö 9 Winnipeg heiöskirt 13 Sigríður og Sveinn eignast son Litli drengurinn sem lítur á ljósmyndarann með sposkum svip fædd- ist á fæöingardeild Land- spítalans 16. september Barn dagsins kl. 12.05. Hann var við fæðingu 4205 grömm að þyngd og mældist 52 sentímetra langur. For- eldrar hans era Sigríöur Björk Hannesdóttir og Sveinn Guöni Gunnars- son og er hann þeirra fyrsta bam. Varist steinkast Færð á þjóðvegum landsins er góð, en nokkuð er um að vegavinnuflokkar séu að störfum við lagfær- ingu á vegum og á sumum leiðum er nýbúið að leggja nýtt slitlag, meðal annars á hluta leiðarinnar Hveragerði-Þjórsá. Á Norðausturlandi á leiðinni Færð á vegum Akureyri-Svalbarðsströnd er einnig nýtt slitlag og þegar austar dregur er nýtt slitlag á leiðinni Þórs- höfn-Bakkafjörður og Fjarðarheiði. Ef keyrt er hratt yfir nýtt slitlag getur þar orsakað steinkast sem fer illa með lakk á bilum. Ástand vega E Steinkast El Hálka Lokaö Q Snjóþekja m Vegavinna-aSgát 0 Öxulþungatakmarkanir ra Þungfært (g) Fært fjallabllum John Cusack leikur leigumorö- ingjann í Grosse Point Blank. Leigumorðingi í leit að betra lífi í Bíóborginni er sýnd banda- riska kvikmyndin Grosse Point Blank. í henni leikur John Cusack afkastamikinn leigumorðingja sem hefur komið sér vel fyrir í arðsömu starfi. Þótt honum gangi vel er hann ekki sáttur við líf sitt og finnst eitthvað vanta. I leit sinni að „betra lífi“ ákveður hann að fara aftur til æskustaðar síns, Grosse Point í Michigan. Þar hef- ur hann í hyggju að vera viðstadd- ur tíu ára endurfund útskriftarár- gangs síns, hitta stelpuna sem hann skildi eftir og einnig ætlar hann að klára sitt síðasta verk- efni. Fortíð og framtíð leigumorð- ingjans lenda harkalega saman þegar erkióvinur hans birtist og tekur til við að eyðileggja framtíð- arplön hans. Kvikmyndir í aðalhlutverkum eru John Cusack, Minnie Driver og Dan Aykroyd, auk þeirra leika í mynd- inni Alan Arkin og John Cusack. Nýjar myndir: Háskólabíó: Skuggar fortíðar Háskólabíó: Morðsaga Laugarásbíó: Spawn Kringlubíó: Addicted to Love Saga-bíó: Face/Off Bíóhöllin: Breakdown Bíóborgin: Hefðarfrúin og um- renningurinn Regnboginn: Spitfire-grillið Stjörnubíó: My Friend's Best Wedding Krossgátan Lárétt: 1 varla, 8 eirðarlaus, 9 ást- fólginn, 10 draup, 11 lögun, 12 spil, 14 slétta, 15 forfeður, 16 áfjáður, 17 traustinu. Lóðrétt: 1 tæki, 2 karlmannsnafn, 3 saltlögur, 4 munnmæli, 4 rófunni, 6 hreinu, 7 maðk, 12 hrúga, 13 ráp, 14 ferðaðist, 15 auli. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 voldug, 8 æpir, 9 góa, 10 sið, 11 ágæt, 13 kaupi, 15 rá, 17 Ing- unn, 18 sannan, 20 lín, 21 kúri. Lóðrétt: 1 væskill, 2 opi, 3 liðugan, 4 drápu, 5 ugginn, 6 gó, 7 mat, 12 ■* æmar, 14 ansi, 16 Ámi, 19 NK. Gengið Almennt gengi LÍ 25. 09. 1997 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 71,500 71,860 71,810 Pund 115,390 115,980 116,580 Kan. dollar 51,500 51,820 51,360 Dönsk kr. 10,5760 10,6320 10,8940 Norsk kr 9,9830 10,0380 10,1310 Sænsk kr. 9,4670 9,5190 9,2080 Fi. mark 13,5050 13,5850 13,8070 Fra. franki 11,9800 12,0490 12,3030 Belg. franki 1,9504 1,9622 2,0108 Sviss. franki 48,8600 49,1300 48,7600 Holl. gyllini 35,7400 35,9500 36,8800 Þýskt mark 40,2700 40,4700 41,4700 it. líra 0,041230 0,04149 0,04181 Aust sch. 5,7190 5,7540 5,8940 Port. escudo 0,3957 0,3981 0,4138 Spá. peseti 0,4769 0,4799 0,4921 Jap. yen 0,591700 0,59530 0,56680 írskt pund 105,050 105,700 110,700 SDR 96,880000 97,46000 97,97000 ECU 78,9300 79,4100 80,9400 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.