Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 Fréttir Hallbjörn Hjartarson lýsir því hvernig honum var innanbrjósts að horfa á Kántrýbæ brenna: Ég hlýöi almættinu A-flokkarnir á Akranesi: Sameiginlegt framboð DV, Akranesi: Félagsfundur í Alþýöubandalag- inu á Akranesi samþykkti í gær- kvöldi að vinna áfram að sameig- inlegu framboöi með Alþýðu- flokki. í samþykkt flokkanna, sem lá fyrir fundinum, kom fram að sam- eiginleg uppstillinganefnd að við- bættum fulltrúum frá öðrum aðil- um sem vilja ganga til samstarfs við flokkana mun gera tillögu um framboðslista. Alþýðubandalagið hefur 3 menn í bæjarstjóm og myndar meiri- hluta með Sjálfstæðisflokknum. Alþýðuflokkur hefur einn fiilltrúa. Heyrst hefur að Guðbjartur Hann- esson, einn af fulltrúum Alþýðu- bandalagsins og forseti bæjar- stjómar, muni ekki gefa kost á sér áfram. Hann sagðist í gær ekki vera búinn að gera upp við sig hvað hann gerði. Aðrir fulltrúar Al- þýðubandalagsins era þau Ingunn Anna Jónasdóttir og Sveinn Krist- insson. En ekki er vitað um af- stöðu þeirra, Ingunn er í Finn- landi og ekki náðist í Svein. Ingv- ar Ingvarsson er fulltrúi Alþýðu- flokksins í bæjarstjóm Akraness. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann gefur kost á sér áfram. „Ég tel að líkurnar séu 50:50 að ég fari fram,“ sagði Ingv- ar við DV. -DVÓ „Mér fannst á tímabili í nótt þeg- ar ég stóð þama úti og sá þetta allt fara að einhvem veginn hefði verið best að ég færi líka. Það hefði verið best. En þessi hugsun stóð stutta stund. Gamalt máltæki segir að tím- inn lækni öll sár. Ég segi að hann geti borið smyrsl á þau þannig að manni líði ekki eins illa á eftir. Ég þykist vita að slíkt muni gerast með mig,“ sagði Hallbjöm Hjartarson, kántrýsöngvari á Skagaströnd, þeg- ar DV sótti hann heim í gær. Hallbjöm segir að vafalaust verði „lágt á honum risið“ á næstunni - meðan hann safni orku og kjarki. En síðan muni „hann rísa upp“. Stuttar fréttir Reyndi að berjast við eldinn „Það var vegfarandi sem varð var við reyk og lét mig vita,“ sagði Hall- bjöm sem býr í húsi gegnt Kántrý- bæ sem er tveggja hæða hús. Eldur- inn kviknaði um miðnættið í fyrra- kvöld. Á neðri hæð Kántrýbæjar var veitingastaður en í risinu var útvarpsstöð Hallbjamar, mörg hundrað hljómplötur sem hann hef- ur veriö að safna á lífsleiöinni, geymslur og fleira. „Ég fór út og sá strax að reykur- inn kom frá kvistinum á efri hæð- inni. Ég fór inn og ætlaði að slökkva með slökkvitæki en þá var reykur- inn orðinn mjög mikill. Þegar ég var að fara upp stigann var ég að kafna. Reykurinn var kolsvartur og mikill hiti inni. Það var kallað á slökkvilið og sír- ena var sett í gang. Mér fannst slökkviliðið lengi á leiðinni. En sek- úndur í svona lög- uðu era mjög lengi að líða. Þær verða næstum því að hálftíma," sagði Hallbjöm. „Nú er bara að vera þægur strákur við alföður sinn og hlýða því sem framtíðin ber í skauti sér,“ segir Hallbjörn. DV-myndir Hilmar Þór Ósáttur við slökkviliðið „Ég sá í hvað stefndi en mér fannst tjónið ekki þurfa að verða svona mikið,“ sagði Hallbjöm. „Ég sagöi slökkvi- liðsmönnum hvernig hægt væri að hefta eld- inn en það var ekki hlustað á það. Já, þetta hefði ekki þurft að fara svona illa ef mennimir hefðu verið vaxn- ir sínu verki." Rannsókn í gær leiddi í ljós að lík- lega hefði eldur- Hallbjörn tekur ösku og sót af vinylplötum sem fóru illa í brunanum. Grétar, sonur Hallbjarnar, við uppbrunnin tækin í útvarp Kántrýbæ. inn kviknað í perustæði á efri hæð- inni. Hallbjöm sagðist vera tryggð- ur að hluta vegna tjónsins: „Þegar maður er að endumýja og kaupa ný tæki vill maður trassa að gefa það upp. Það voru því tæki þama sem ekki eru tryggð," sagði Hallbjöm. Eins og að missa eitt af börnunum „Þetta er svipað því að ég hafi misst eitt af bömunum mínum. Allt mitt líf var þarna inni - allt sem ég hef veriö að byggja upp. Bara út- varpsstöðin stóð i fimm milljónum króna. Ég var líka búinn að eignast geysilega gott safn af kántrýhljóm- plötum. Fáir áttu annað eins. Það er mikil eftirsjá að því. Ég reikna ekki með að ég nái þvi nokkum tíma aft- ur. Það sem maður er einu sinni bú- inn að gera verður aldrei eins aftur. En ég ætla mér að halda áfram. Ég ætla að sigra mína hugsjón - kántrýtónlistina sem ég hef lagt allt í sölurnar fyrir frá fyrstu tíð. Ég hef fómað lífi mínu í hana. Þá er bara að taka skellinum og átta sig á því að það er eitthvað meira sem ég á eftir að gera. Þetta læt ég ekki vinna bug á mér,“ sagði Hallbjörn. Áfallið í fyrrinótt var ekki það fyrsta sem Hallbjöm upplifir: „Árið 1985 lenti ég í bílslysi. Þá hrandi líf mitt í rúst. Ég afskrifaði allt, fjölskyldu og annað. Ég var lif- andi dauður í sex ár. Síðan var ver- ið að gefa mér kjarkinn smám sam- an aftar. Ég var búinn að ná honum með Guðs hjálp. En svona er þetta. Tækin á útvarpsstöðinni. Það er alveg öraggt að almættið ætlar mér eitthvað meira. Það era hreinar línur. Auðvitað er harka- legt að taka svona í mann. En ég trúi því að einhver tilgangur sé með þessu. Það er eitthvað meira, ein- hver þroski sem ég á eftir að yfir- stíga og ná. Um það era mörg mörg dæmi. Nú er bara að vera þægur strákur við alfóður sinn og hlýða því sem framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Hallbjöm Hjartarson. -Ótt Veikindi forsetafrúarinnar Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefúr tilkynnt að fyrsti áfangi læknismeðferðar á sjúk- dómi forsetafraarinnar, Guðrún- ar Katrínar Þorbergsdóttur, hafi gengið vel. Guðrún Katrín mun geta dvalið heima að mestu en verður á sjúkrahúsi nokkrar vik- ur í senn í tengslum viö aðra áfanga læknismeðferðar. Ekkert þróunarverkefni Samkvæmt reglum EES gengm- ekki að skilgreina smíði nýs haf- rannsóknaskips sem innlent þró- unarverkefni. Þetta kom fram á Alþingi í gær í umræðum um endurreisn íslensks skipasmíða- iðnaðar. Sjálfvaldir sjóðir Samtök áhugafólks um lífeyris- sparnað telja að allir skuli gi'eiða í lifeyrissjóði en eigi að fá að velja sjálfir sjóðinn. RÚV sagði frá. Neita aó koma á fund Borgarstjóri og fjórir borg- arfulltrúar frá R- og D-listum ákváðu í sameiningu að þiggja ekki boð um að tala á fundi Skóla- stjóra- og Kennarafélags Reykja- vikur í dag af því að kennaradeil- an er á viðkvæmu stigi. Morgun- blaðið segir frá. Skákmeistari Noröurlanda Jóhann Hjart- arson sigraði á VISA-skákmót- inu um titilinn Skákmeistari Norðurlanda í gær. Hann fékk 10,5 vinninga af | 13 mögulegum og náði besta árangri íslensks skákmanns um árabil. Mikil loðna Komandi loðnuvertíð getur orð- ið ein sú besta í sögu veiðanna, aö sögn Stöðvar 2. Verð á loðnuaf- urðum er nú mjög hátt, einkum vegna aflabrests á ansjósu hjá S- Ameríkumönnum. Ferðum fækkað íslandsflug hefur ákveðið að hætta daglegum morgun- og kvöldferðum til ísafjaröar. Áfram verður flogið daglega á vegum fé- lagsins. Morgunblaöið segir frá. -SÁ Húsleit hjá Hnefa- leikafélagi Lögreglan í Reykjavík gerði í gær húsleit í húsakynnum Hnefaleikafé- lags Reykjavíkur i Dugguvogi 19. Lög- reglan lagði hald á gögn og muni á staðnum sem tengjast hnefaleikum. Eftir hnefaleikakeppni, sem fram fór í Dugguvogi 19 og var sýnd á Stöð 2, lagði lögreglan fram kröfu um hús- leit á staðnum. Héraðsdómur Reykja- víkur varð við þeirri kröfu í gær. Rannsókn málsins er í fullum gangi. Lög kveöa sem kunnugt er á um að kennsla og keppni í hnefaleik- um sé bönnuð hér á landi. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.