Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 Útlönd Stuttar fréttir dv Gögn frá tölvufyrirtækinu Compaq: Microsoft bolaði keppinautnum burt Bandaríska tölvufyrirtækiö Compaq lét lögfræðingum banda- rískra stjórnvalda í té gögn sem ku sýna að hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft hafi hótað að meina tölvu- framleiðendum að nota Windows 95 stýrikerflð ef tengill við vefskoðara fyrirtækisins væri ekki á skjáborði tölvanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkj- anna hefur sakað Microsoft um að hafa svikið samkomulag gegn hringamyndun sem fyrirtækið gerði við stjórnvöld árið 1995. Gögnin frá Compaq, öðrum tölvufyrirtækjum og Microsoft, svo og vitnisburður starfsmanna eru grundvöllur kvart- ana dómsmálaráðuneytisins. Keith Shugarman, sérfræðingur í lögum gegn hringamyndun, telur ástæðuna fyrir því að dómsmála- ráðuneytið hafi sagt frá gögnunum vera þá að stjómvöld telji sig hafa góðan málstað að verja. Hlutabréf í Microsoft lækkuðu í gær um 2,81 dollar, niður í 135,69 dollara. Dómsmálaráðuneytið skýrði frá því að gögnin, sem það hefur undir höndum, sýndu að Microsoft hefði hótað að láta Compaq ekki fá Windows 95 ef táknmynd Intemet Explorer vefskoðarans væri ekki á skjáborðinu. Forráðamenn Compaq höfðu hugsað sér að hafa Netscape Navigator, vefskoðara keppinautar Microsofts, á skjáborðinu. Skjöl þessi komu fram 1 dagsljós- ið tveimur dögum eftir að dóms- málaráðuneytið sakaði Microsoft um að hafa brotið samkomulag gegn hringamyndun með því að þvinga tölvuframleiðendur til að hafa vef- skoðara sinn á öllum tölvum með Windows 95 stýrikerfinu. Janet Reno dómsmálaráðherra sagði á mánudag að farið hefði ver- ið fram á það við alríkisdómstól að Microsoft yrði gert að greiða um sjötíu milljónir króna í dagsektir fyrir að brjóta samkomulagið frá 1995. Microsoft tilkynnti Compaq í maílok í fyrra að það ætlaði að segja upp leyfi fyrirtækisins til að nota Windows 95. Það er óþolandi staða fyrir alla framleiðendur einmenn- ingstölva. Forráðamenn Compaq sögðu að þeir hefðu ekki átt neinna kosta völ. Reuter Alsírbúum lofað fullu lýðræði Milljónir Alsírbúa ganga að kjörborðinu í dag í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum sem stjórnvöld segja að séu lokaá- fanginn að fullri endurreisn lýð- ræðis í landinu. Landsmenn gera sér aftur á móti engar vonir um að kosning- amar muni binda enda á skálmöldina sem hefur kostað 65 þúsund mannslíf á undanförnum tæpum sex árum. Reuter UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir:_______________ Flúðasel 90, 4ra herb. íbúð á 3. hæð t.h., þingl. eig. Magnús Einar Svavarsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkis- ins og Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 27. október 1997 kl. 14.30. Háberg 3, 2ja herb. íbúð á 3. hæð, merkt 03-03, þingl. eig. Gróa Björg Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Háberg 3, húsfélag, mánudaginn 27. október 1997 kl. 13.30. Háberg 30, þingl. eig. Ema Petrea Þórar- insdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður starfsm. ríkisins, mánudaginn 27. október 1997 kl. 14.00._________________ Ugluhólar 12,4-5 herb. íbúð á 3. h. t.v. + sérgeymsla á 1. hæð, þingl. eig. Guð- mundur Oddgeir Indriðason og Þuríður Bima Halldórsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Lífeyrissjóður starfsm. ríkisins, Lífeyrissjóðurinn Lífiðn og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, mánu- daginn 27. október 1997 kl. 15.00. S Ý SLUM AÐURINN í REYKJAVÍK ggg „ S" „■» ÍÍi V a • 4 ÍPSw , m jí; -' " t' ■ l| J Jm ll Ungur maður í Brazzaville, höfuðborg Kongólýðveldisins, notaði hlé á vopnaskakinu í borginni í gær til að koma öldruðum föður sínum heim í þessum forláta hjólbörum. Reiknað er með að Denis Sassou Nguesso, leiðtogi upp- reisnarmanna og nýr þjóðhöfðingi landsins, komi til höfuðborgarinnar í dag til að kóróna sigur sinn í borgarastríð- inu. Sautján liðsmenn hans voru drepnir í fyrirsát í gær og þykir það ekki boða gott. Símamynd Reuter Gróðurhúsalofttegundir: Clinton leggur fram málamiðlun Friðarverðlauna- hafi sakaður um hryðjuverk Herinn í Indónesíu sakar frið- arverðlaunahafann frá því í fyrra, Jose Ramos-Horta, um þátttöku í starfsemi hryðjuverkasamtaka. „Ramos-Horta er óbeint bund- inn hryöjuverkastarfsemi vegna sambands síns við hryðjuverka- samtökin Brigada Nagra sem hafa aðsetur í Portúgal. Þau hafa verið sökuð um sprengjutilræði á Java í siðasta mánuði," fullyrðir tals- maður hersins í Indónesíu í við- tali við indónesíska fjölmiðla. Talsmaðurinn segir Brigada Nagra vera hemaðarvæng einnar stjórnarandstöðuhreyfingarinnar sem Ramos-Horta starfi með. Kínverjar vilja gott andrúmsloft Kínversk yfirvöld vonast til að Bandaríkjastjóm takist að koma í veg fyrir að mótmælendur trufli heimsókn Jiangs Zemins, forseta Kína, til Bandaríkjanna í næstu viku. Talsmaður kínverska sendi- ráðsins í Washington kvaðst bú- ast við að bandarísk yfirvöld myndu tryggja að andrúmsloftið yrði gott. Talsmaður Bandaríkja- stjórnar sagði að Kínveijar fengju ekki sérmeðhöndlun þar sem tján- ingarfrelsi ríkti. Reuter Bill Clinton Bandaríkjaforseti lét í gær undan gífurlegum þrýstingi frá atvinnulífinu í Bandaríkjunum. Lagði forsetinn fram tillögu um hvernig draga mætti úr útblæstri loftttegunda sem stuðla að upphitun lofthjúpsins og valda svokölluðum gróðurhúsaáhrifum. Gengur tillagan miklu styttra en önnur iðnríki krefjast. Kröfumar eru meira að segja ekki i samræmi við það sem forsetinn'íagði sjálfur til fyrir fjórum árum, að því er danska blaðið Politiken greinir frá. I gær tilkynnti Clinton að Bandaríkin vildu að iðnríki takmörkuðu losun frá og með tímabilinu 2008 tU 2012 við það mark sem hún nam 1990. Síð- an ætti að minnka losunina. Þrátt fyrir að um málamiðl- un sé að ræða hjá Clinton sætti hann gagnrýni iðnrek- enda heima fyrir. FuUtrúar þeirra sögðu að tUlagan myndi rústa iðnaðinum, valda gífurlegri hækkun á bensíni og veita þjóðum eins og Kína forskot í samkeppni. Sumir umhverfisvemdar- sinnar sögðu aftur á móti að tillagan gengi aUtof skammt og að of seint yrði að forðast umhverfisslys. Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Símamynd Reuter Kanar í andstreymi Bandarísk stjómvöld mættu mikilli andstöðu bandamanna sinna á ársfundi Alþjóða hval- veiðiráðsins í gær þegar þeir lögðu tU að indíánaþjóðflokkur fengi að hefja á ný hvalveiðar í Kyrrahafi. Störfin í suðaustri Bretar, sem ætla sér að reyna að finna vel launuð og trygg störf á næstu tíu áram, verða að einblína á suðausturhluta Eng- lands. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um atvinnuþróun. Vík milli vina Borís Jeltsín Rússlandsforseti sagði í gær að fyrrum Sov- étlýðveldin tólf, sem mynda Sam- veldi sjálf- stæðra ríkja, hefðu fjar- lægst hvert annað og að leita þyrfti leiða tU að snúa þeirri þróun við. Hengdir í Egyptaiandi Fjórir bókstafstrúarmenn voru hengdir í fangelsi 1 Kaíró fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal morð á lögregluþjóni og árás á ferðamannarútu. Hervélar rekast á Tveir flugliðar týndu lífi þegar tvær bandarískar herflugvélar rákust á yfir Edwards-herflug- stöðinni i Kalifomíu í gær. Slys hafa verið að plaga bandaríska flugherinn að undanförnu. Hert eftirlit Háværar kröfur era nú í Dan- mörku um að eftirlit með lyfja- gjöf verði hert í kjölfar meintra morða á vistmönnum hjúkranar- heimUis fyrir aldraða. Aftökumet 60 aftökur hafa farið fram í Bandaríkjunum á þessu ári. 10 aftökur tU viðbótar era ráðgerð- ar fram að áramótum. Þar með slá Bandaríkjamenn metið í af- tökum frá 1957. Þá voru 65 tekn- ir af lífi. Ágreiningur minnkaöur Bandarísk yfirvöld sögðu í gær að dregið hefði úr ágrein- ingi ísraelsmanna og Palestínu- manna fyrir tUstilli sendimanns- ins Dennis Ross. Hann hefur ver- ið á ferð í Mið-Austurlöndum. Fékk ekki sjúkrabíl Sex bai-na einstæð móðir í Sví- þjóð lést tólf tímum eftir að tvö elstu börn hennar, 11 og 12 ára, reyndu árangurslaust að fá að- stoð neyðarþjónustu. Læknir sendi engan sjúkrabU. Tugþúsundir án heimilis Að minnsta kosti 20 þúsund manns eru heimilislausir í kjöl- far mikUla flóða í suðurhluta BrasUiu. Landamærum lokaö Yfirvöld í Líberíu lokuðu í gær landamæram sínum að Si- erra Leone. VUja Líberíumenn koma í veg fyrir að hermenn fari um land þeirra í þeim tUgangi að koma forseta Sierra Leone aftur tU valda. lörast einskis Pol Pot, leiðtogi Rauðu kmer- anna, sem sak- aðir eru um morð á yfir mUljón íbúum Kambódíu, segir í tíma- ritsviðtali sem birtist í vik- unni að hann iðrist einskis. Jarðskjálftar á Taívan Tveir jarðskjálftar gengu yfir suður- og austurhluta Taívans. Engar fréttir hafa borist af slys- um eða skemmdum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.