Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Side 10
10
}enmng
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997
f Frumútgáfa ferðabókar Konrads Maurers kemur út á íslensku:
Islandsferð 1858
Kurt Schier prófessor - sannreyndi oró úr góðri bók: Konrad Maurer “ málverkið sem norsku stúdentarnir
Leitið og þér munuö finna.
Arið 1972 fannst
eftir langa eftir-
grennslan handrit
frá 19. öld í kjallara
í húsi einu skammt
frá Augsburg í
Þýskalandi. Þetta
handrit var í augum
húseiganda bara
„eitthvað drasl frá
honum afa“ en í
augum okkar sem
búum á íslandi er
þetta eitthvert
merkasta heimilda-
rit sem fundist hef-
ur um mannlíf og
kjör á landinu um
miðja síðustu öld.
Handritið hefur
nú verið gefið út á
vegum Ferðafélags
íslands í bókinni
Konrad Maurer - Is-
landsferð 1858, og sá
sem fann það og hef-
ur manna mest
rannsakað ævi og
störf þessa merka
vísindamanns, Kurt
Schier, fyrrum pró-
fessor við háskól-
ann í Munchen,
kom hingað til
lands til að taka á móti bókinni út úr prentverk-
inu.
„Konrad Maurer er mönnum mun hugstæðari
hér á landi en í Þýskalandi á okkar dögum,“ seg-
ir Kurt Schier um þennan landa sinn sem dó um
áttrætt árið 1902. „En hann var þekktur maður á
sinni tíð, manna lærðastur í réttarsögu Norður-
landa og skrifaði um það merk rit. Hann var hóg-
vær maður; aðalstitilinn sem hann hlaut notaði
hann aldrei og neitaði mannvirðingum eins og
rektorsembætti. Hann varð prófessor 24 ára,
þvert gegn vilja sínum. Hann viidi frekar
stunda fræðistörf en kenna, en þó komu stúd-
entar til hans víðs vegar að, bæði frá Þýska-
landi og erlendis frá.“
íslandsvinur
- En hvað er svona merkilegt við
ferðabókina hans?
„Hún er gerólík öðrum ferðabókum
frá íslandi á 18. og 19. öld,“ fullyrðir
Kurt Schier. „Meginmunurinn var
því að þakka að hann skildi og tal- t
aði íslensku, ólíkt öðrum ferða- “
mönnum sem hingað komu. i
Hann gerþekkti íslenskt réttar- 4
kerfi á miðöldum og hafði gefið út
íslenskt fornrit í Kaupmannahöfn til að
æfa sig í íslensku áður en hann kom hingað.
Maurer þekkti líka baráttu Jóns Sigurðssonar
fyrir réttindum íslendinga því Jón sendi honum
skrif sín gegn Dönum til yfirlestrar. Hann rann-
sakaði röksemdir Jóns fræðilega og komst að því
að þær væru réttmætar og skrifaði um það
-Xu»' , /
DV-mynd E.ÓI. ,etu mala af honum-
þekkta grein í Augsburger Allgemeine Zeitung.
Það var fyrsta greinin sem birtist utan Danmerk-
ur og íslands um sjálfstæðisbaráttu íslendinga og
var þýdd í Ný félagsrit 1857.“
Dýrgripur í skókassa
Ferðasögu Konrads Maurers er hvergi getið í
^ ritaskrá hans en hann nefnir hana i bréfi til
Jóns Sigurðssonar og eftir að Kurt
Schier las það bréf unni hann
sér ekki hvíldar fyrr
en hann fann
hana. Honum er
minnisstæður sá
dagur.
Meðal ótal
margra sem ég hafði
haft samband við var
sonarsonur Maurers
sem einnig heitir Kon-
rad Maurer, og hann
hafði ekki gefið mér mikla
von; ætlaði samt að skoða
þetta dót í kjallaranum þeg-
ar hann hefði tíma. Svo kom
einn dag smápakki með póst-
inum sem ég hafði engan tíma
til að opna fyrr en að loknum
vinnudegi. í honum var skó-
kassi, krossbundinn. Venjulegur
skókassi! Efst voru nokkur bréf,
siðan fyrirlestrahandrit - og loks ferðasagan! Það
var stórkostlegt að sjá hana loksins. Letrið á
henni var svo örsmátt að það var varla læsilegt
með berum aug-
um, en eftir
nokkrar upp-
skriftir, fyrst í
höndum og síðan
á tölvu, er hún
komin út í vand-
aðri íslenskri þýð-
ingu Baldurs Haf-
staðs. Þýskir út-
gefendur höfðu
ekki áhuga á
henni, en það er
aldrei að vita
hvað þeir segja
núna þegar þeir
sjá hvað hún er
glæsileg í ís-
lensku útgáfunni.
En það
skemmtilega fyrir
íslenska nú-
tímalesendur er
frásögnin sjálf.
Enginn var vel-
komnari til ís-
lands en Konrad
Maurer á þessum
tíma, hann talaði
við alla, gisti ekki
í kirkjum eða
tjöldum heldur
inni í bæjum hjá
fólki; hann var
fullur af velvilja en líka gagnrýninn. Hans ís-
landslýsing er einstæð.
Svo má ekki gleyma því að hann ýtti úr vör út-
gáfu á íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. í dag-
bók hans má sjá að hann hitti Jón Árnason
snemma í ferðinni og hvatti hann til að halda
áfram að safna sögum og safnaði sjálfur á ferða-
lagi sinu. Þegar ekkert gekk svo hjá Jóni að koma
safni sínu út útvegaði Konrad Maurer útgefanda
í Þýskalandi. Þess vegna eru fyrstu íslensku þjóð-
sagnabindin tvö, þessir makalausu dýrgripir,
gefnir út í Þýskalandi 1862 og ’64.
Konrad Maurer kom aldrei framar til íslands
en skrifaði um íslensk efni og hélt sambandi við
íslendinga allt til dauöadags."
Skemmtilegar tilviljanir hafa haldið áfram að
einkenna undirbúninginn að útgáfunni, því dag-
bók Konrads Maurers úr íslandsferðinni fannst
líka fyrir skömmu. Loks fann Kurt Schier blaða-
úrklippu í handritasafni hans um að norskir
stúdentar Maurers hefðu látið mála af honum
mynd fyrir röskum hundrað árum. Það málverk
fannst eftir nokkra leit í Háskólanum í Ósló i vor
sem leið og prýðir nú ferðabók hans.
Kurt Schier ætlar ekki að sleppa hendinni af
Konrad Maurer þótt ferðabókin sé komin út -
enda er maðurinn orðinn honum kær. Hann ætl-
ar að skrifa ævisögu hans fyrir háskólann þeirra
beggja í Munchen og svo dreymir hann um að
gefa út stórmerkileg bréfaskipti þeirra Jóns Sig-
urðssonar forseta auk bréfaskipta við Jón Árna-
son og Guðbrand Vigfússon. En þó að gaman
verði að lesa þau er ferðabókin langforvitnileg-
asta plaggið fyrir almenna íslenska lesendur. Og
hún er komin út.
Um helgina, frá því annað
kvöld og langt fram á sunnu-
dag, verður haldið í Reyk-
holti í Borgarfirði umfangs-
mesta og fjölmennasta lands-
mót íslenskra kvennakóra til
þessa, á vegum Freyjukórsins
í Borgarfirði. Þetta er þriðja
landsmót kvennakóra; hin
fyrri voru haldin á vegum
Lissýjarkórsins í Þingeyjar-
sýslu 1992 og Kvennakórs
Reykjavíkur 1995. Mikil
gróska er í kvennakórum
landsins og undirtektir hafa
verið frábærar. Sjö kórar
hafa boðað þátttöku sína og
reiknað er með um 300 þátt-
takendum.
Kórarnir koma til mótsins
annað kvöld og byrja þá þeg-
ar að æfa lög sem sungin
verða sameiginlega. Æfing-
arnar standa meira og minna
alla helgina en á laugardag-
inn kl. 16 verða tónleikar
opnir almenningi. Einnig er
helgistund kl. 14 á sunnudag-
inn fyrir alla.
Lögin sem kórarnir flytja
Konur syngja
Hluti af Freyjukórnum á æfingu.
Mynd: Flosi Ólafsson
eru af ýmsu tagi: íslensk ætt-
jarðarlög, sálmar, dúett úr
Stabat mater dolorosa eftir
Pergolesi, Ave Maria eftir
Brahms og Laudate pueri
Dominum eftir Mendelssohn-
Bartholdy. Eitt verk verður
frumflutt. Freyjumar fengu
ungt tónskáld, Hildigunni
Rúnarsdóttur, til að semja
lag fyrir sig sem þær tileinka
landsmótinu. Lagið er við
ljóðið Aðeins eitt blóm eftir
Þuríði Guðmundsdóttur frá
Sámsstöðum í Hvítársíðu, en
hún fékk ljóðaverðlaun Guð-
mundar Böðvarssonar þegar
þau voru veitt í annað sinn
nú í haust.
Kóramir sem taka þátt í
landsmótinu að þessu sinni
em, auk gestgjafanna,
Freyjukórsins: Kvennakór-
inn Lissý, Kvennakórinn
Ljósbrá, Kvennakór Hafnar-
fjarðar, Kvennakór Siglu-
fjarðar, Kvennakór Suður-
nesja og Kvennakórinn
Ymur.
Ragnheiöur
Jónsdóttir.
íslenskar sjónvarps-
myndir til Prix Niki
Prix Niki verðlaunin vom
stofnuð 1988 til að stuðla að
breyttri imynd kvenna í sjón-
varpi. Þau verða næst veitt í
Þessalóniku í Grikklandi - sem
er menningarborg Evrópu í ár
- um mánaðamótin næstu.
Tvær sjón-
varpsmyndir frá
íslandi eru til-
nefndar til verð-
launanna í ár.
Draumur um
draurn, mynd Ást-
hildar Kjartans-
dóttur leikstjóra
og Dagnýjar
Kristjánsdóttur
handritshöfundar
um Ragnheiði
Jónsdóttur rithöfund, er til-
nefnd til verðlauna í skáldskap-
arflokknum. Músin Marta,
mynd Egils Eðvarðssonar leik-
stjóra og Jennu Jensdóttur
handritshöfundar um kynni
Tomma litla af músinni Mörtu,
er tilnefnd til verðlauna í flokki
bamamynda.
Söngvaverðlaun
Islenska hljómsveitin JJ
Soul Band hlaut í sumar fyrstu
verðlaun í flokknum rythma-
blues/jazz í bandarísku keppn-
inni USA Song Writing
Competit-
ion fyrir
lag sitt
„City Life“.
Alls em
veitt verð-
laun í fjór-
um flokk-
um, auk
aðalverð-
launa.
Mörg
hundruð
lög eru
send inn í keppnina árlega og
fóru verðlaunalögin undir eins í
spilun á Internet útvarpsstöðv-
um, enda er keppnin haldin að
undirlagi félagsskaparins Amer-
ican Songwriters Network.
Lagið „City Life“ kemur út á
samnefndum geisladiski JJ
Soul Band upp úr miðjum nóv-
ember.
Húsfreyjan komin út
Forsíðuviðtal haustblaðs
Húsfreyjunnar er við Sigur-
veigu Jónsdóttur leikkonu sem
margir tengja umsvifalaust við
Karólínu spákonu í Djöflaeyj-
unni - en Sigurveig lék Kar-
ólínu bæði á sviði og í bió. Hún
segir þar undan og ofan af ævi
sinni í hreinskilnu og skemmti-
legu spjalli.
Meðal annars efnis má nefna
fallega frásögn Össurar Skarp-
héðinssonar af Birtunni í lífi
sínu, dótturinni frá Kolumbíu.
Svo veitir Húsfreyjan afar
óvenjulegar ráðleggingar í sam-
bandi við matarboð. í
greininni Stjörnu-^
speki og mat-
arlyst er sem sé
farið yfir
stjömumerkin
og skýrt frá því
hvað fólki í hinum
ýmsu merkjum lík-
ar að borða og
hvernig það vill hafa
matinn framreiddan. Ekki er
þó sagt frá þvi hvað maður ger-
ir ef maður fær fleiri en einn
gest og í ólíkum stjörnumerkj-
um. Til dæmis gæti verið afar
óþægilegt að bjóða tvíbura og
ljóni saman í mat...
Ritstjórar Húsfreyjunnar em
Inger Anna Aikman og Margrét
Blöndal.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir