Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Page 11
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 11 dv_______________________Fréttir Músarbrauðið ráðgáta - segir Jóhannes Jónsson í Bónusi „Það er ómögulegt að segja til um hvar mús hefur komist í umrætt brauð. Miðað við þær varúðcirráð- stafanir sem gerðar eru hér og eng- in ummerki flnnast hlýtur slíkt at- vik að vera einstakt ef það hefur átt sér stað í versluninni," sagði Jó- hannes Jónsson, eigandi Bónuss, að- spurður um kvartanir Þorgerðar Einarsdóttur félagsfræðings, um að músétið brauð væri selt í verslun Bónuss á Seltjarnamesi. „Brauðið er flutt beint inn í versl- unina og sett í hillurnar. Það sem eft- ir er af brauði frá deginum áður er sent í burtu. Þetta er eins snyrtilegt ferli og það getur verið. Allt svona neikvætt er að sjálfsögðu mjög slæmt fyrir verslunina en við höfum ekki orðið fyrir svona umtali áður þó að við seljum mörg þúsund manns brauð i hverri viku. Ég hef aldrei fengið orðsendingu frá heilbrigðiseftirlitinu um að það hafl borist kvartanir um slíkt hér,“ sagði Jóhannes. Engin ummerki eftir mýs „Það er ekki sannað að þetta hafl gerst í versluninni og raunar ekki hægt að útiloka það heldur. Við at- huguðum verslunina mjög gaum- gæfllega. Sú athugun leiddi í ljós að meindýravarnir era mjög góðar í versluninni og að engin ummerki sáust eftir mýs þar, ekki einu sinni músaskítur. Hins vegar er þetta þekkt vandamál að mýs leita inn þegar kólna tekur. Þetta er vanda- mál sem margir eiga við að etja,“ sagði Þorsteinn Narfason, hjá heil- brigðiseftirliti Kjósarsvæðis, að- spurður um málið. -RR Jórvi vígður Nýr leikskóli, sem stendur við Hæðargarð, var vígður formlega á þriðjudag. Efnt var til samkeppni um nafn á nýja leikskólanum og af þeim rúmlega 70 tillögum sem bár- ust var tillaga Brands Gíslasonar samþykkt. Leikskólinn fékk nafnið Jörvi. Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sem gaf skólanum nafnið og spurði bömin í framhaldi af því hvað nýi skólinn þeirra héti; Jörrrrrvi, Jöðvi, Jövi, Jörvi voru svörin. Jörvi rúmar 80 börn. Hann er byggður sem fjögurra deilda þó að nú sé þar starfandi fimmta deildin, sem er deild fimm ára barna. Þau eru í Vinaseli sem er gömul skóla- stofa úr Breiðagerðiskóla. Jörvi tók til starfa 1. ágúst en þá um leið var leikskólanum Staðarborg lokað og börnin sem þar voru fluttu í nýja leikskólann. Albína Thordarson er arkitekt hússins og er þetta þriðji leikskólinn sem byggður er sam- kvæmt sömu teikningu. Leikskóla- stjóri i Jörva er Sæunn Karlsdóttir. -ST Heitt vatn finnst: Duttum í lukkupott Brauð í hillunum í Bónusversluninni á Seltjarnarnesi. Kvörtun barst um að músétið brauð hefði verið í versluninni. % afsláttur!! ára afmœlH! I tilefni af ^ ara afmœliGullhallarinnar Í8. október munum við veita a Aðeim tnokk afslátt kra dam dag( af öllum vörum Notið tœkifœrið og verslið jólagjafirnar snemma. DV, Akureyri: „Það má segja að við höfum dott- ið í lukkupottinn. Holan er svo til mitt á milli Árskógssands og Hauga- ness, þéttbýliskjamanna tveggja í hreppnum, nánast þar sem áformað hafði verið að setja upp miðlunar- geyma ef vatn fyndist annars staðar þannig að við sleppum við allt sem heitir aðveitulagnir," segir Kristján Snorrason, oddviti í Árskógshreppi í Eyjafirði, en þar hefur fundist um- talsvert magn af heitu vatni í jörðu við Brimnesborgir. Kristján segir að nákvæmar mæl- ingar á holunni hafi ekki farið fram en hún er talin munu gefa um 35 sek- úndulítra af um 70 gráða heitu vatni. Hann segir vatnsþörflna i hreppnum vera á bilinu 12-15 sekúndulítra þannig að vatnið úr nýju holunni er yfrið nóg fyrir hreppsbúa. Flest hús í Árskógshreppi eru hit- uð með rafmagni en á nokkrum stöðum er hins vegar oliukynding. „Ég sé ekki á þessari stundu hversu hratt verður farið í framkvæmdir við að tengja hitaveitu inn í hús í hreppnum. Hér er nýafstaðin sam- eining við Svarfaðardalshrepp og Dalvíkurbæ sem tekur gildi á miðju næsta ári og ef menn hafa hug á að flýta eitthvað framkvæmdum mun- um við væntanlega hafa samráð við nágranna okkar og tilvonandi sveit- unga, en ég býst varla við að menn stökkvi tiL Þó væri inni í myndinni að taka heitt vatn til reynslu inn i nokkur hús, t.d. í skólann sem er stór notandi og stutt að fara með lagnir," segir Kristján. í nokkurn tíma hefur verið hugað að því að hefja húshitun með heitu vatni í Árskógshreppi. Kristján segir að upphaflega hafi verið rætt mn að fá vatn frá Dalvík, en kostnaður við það hafl verið mikill vegna langrar og dýrrar lagnar og varmatap hefði orðið umtalsvert á leiðinni. -gk Dulúð, ástir, örlög og framtíðin . . . Viltu kynnast sjálfum/ sjálfri þér á nýjan hátt? Viltu kanna eigin sálardjúp og sjá inn í framtíðina? Hvers vegna ætlar þú ad setja Snorra Hjaltason í 5. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna. Þóra Guðmundsdóttir "Maðurinn er alveg óhennju duglegur" Gunnar S. Björnsson "Við þurfum mann með þekkingu og reynslu í byggingariðnaði í þorgarstjórn" Helga Þorkelsdóttir "Hann lœtur til sín taka í íþróttastarfi þarna og unglinga" Snorri Hjaltason Maður með reynslu ..úr atvinnulífinu ..úr íþróttastarfi ..af stjórnmálum ..aff félagsmálum ..af verkalýðsmálum Snorri Hjaltason óskar eftir þínum stuðningi í 5. sceti í prófkjöri sjálfstœðismanna í Reykjavík 1997

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.