Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og ótgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@oentrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ríkið veldur fáokun í flutningum Skipafélögin tvö hafa náð undir sig miklum hluta vöruílutninga á landi í skjóli þeirra sérréttinda að þurfa ekki að greiða virðisaukaskatt af flutningunum. Ein- yrkjarnir, sem áður stunduðu þessa flutninga, verða að greiða skattinn og eru því ekki samkeppnishæfir. Virðisaukaskattur til ríkisins er 24,5% af flutnings- kostnaðinum, það er að segja umtalsverður hluti hans. Þessi mismunun á samkeppnisaðstöðu af völdum ríkis- ins er því lykill að heljartökunum, sem skipafélögin hafa náð á vöruflutningum á þjóðvegum landsins. Útþensla skipafélaganna tveggja í vöruflutningum með bílum á landi stafar ekki af, að þau séu samkeppn- ishæfari en einyrkjamir í rekstri. Útþenslan stafar ein- göngu af gífurlega verðmætum forréttindum, sem skipa- félögin njóta, en eigendur flutningabíla ekki. Fyrir tilstilli ríkisins hefur samkeppnismarkaði þannig verið breytt í fáokun. Hinir tveir stóru hafa rutt litlu körlunum út af markaði að frumkvæði ríkisins, sem ákveður leikreglumar. Þetta er ný staðfesting á, að skipafélögin em fremst í flokki gæludýra ríkisins. Skipafélögin tvö hafa löngum verið homsteinar for- réttindakerfis, sem áratugum saman var kallað helm- ingaskiptafélagið, en í seinni tíð fremur þekkt sem kol- krabbinn og smokkfiskurinn. Hvort gæludýrið um sig nýtur stuðnings annars ríkisstjómarfLokksins. Það hefur hamlað framförum í landinu, að mikilvæg- ir þættir viðskiptalífsins lúta ekki markaðslögmálum, heldur lögmálum fáokunar. Skortur á samkeppni gerir þessa þætti mim dýrari en þeir em í öðrum löndum og veldur atvinnulífi og almenningi miklum kostnaði. Hóp ástsælustu gæludýranna mynda tvö skipafélög, tvö tryggingafélög, hálft þriðja olíufélag, eitt flugfélag, þrír bankar og eitt hermangsfélag. Milli þeirra eru eignatengsli á ýmsa vegu og þau eiga síðan stóra og smáa hluti í fyrirtækjum í allt öðrum rekstri. Stærra skipafélagið er þannig aðaleigandi flugfélags- ins, sem er síðan eigandi hótela, ferðaskrifstofu og bíla- leigu, sem mælt er með við flugfarþega, þegar þeir eru boðnir velkomnir til landsins. Ferðamenn þurfa aldrei að yfirgefa fáokunarhringinn á dvalartíma sínum. Oft njóta þessi fyrirtæki opinberrar fyrirgreiðslu um- fram önnur fyrirtæki, svo sem sýnir mismununin í virð- isaukaskatti í landflutningum. Annað dæmi var áratuga einkaréttur á olíuverzlun. Stærsta dæmið var síðan einkaréttur gæludýrakerfisins á áætlunarflugi. Þegar mismunun af hálfu ríkisvaldsins hefur tryggt gæludýrakerfmu yfirburðastöðu, er stundum fallið frá hinni opinberu mismunun, en í staðinn kemur mismun- un, sem byggist á sölu viðskiptapakka, þar sem við- skiptamenn fá afslætti, ef þeir kaupa allan pakkann. Einkareknar bílaleigur, ferðaskrifstofur og hótel geta ekki keppt við bílaleigu, ferðaskrifstofu og hótel, sem eru innan fáokunarhringsins. Viðskipti innan fáokunar- hringsins njóta sérstakra fríðinda, sem eru brot á alþjóð- legum reglum um viðskiptasiðferði. Yfirtaka skipafélaganna á vöruflutningum á landi er dæmi um ástand, þegar báðar leiðir eru famar samtím- is. Annars vegar niðurgreiðir ríkið flutninga á vegum skipafélaganna og hins vegar bjóða skipafélögin við- skiptapakka um flutninga á sjó og landi í senn. Þetta hafa áratugum saman verið hin raunverulegu stjómmál landsins. Þau eru pólitíska deildin í starfsemi gæludýranna tveggja, kolkrabbans og smokkfisksins. Jónas Kristjánsson slensk skip geta ekki stundað veiðar undir byssukjöftum norskra varðskipa, segir m.a. í grein Önundar. - Norskt varðskip við eftirlit í Smugunni. Fiskveiðistefnan í Norðurhafinu stólnum í Hamborg. Slíkt málskot ætti að vera sameiginlegt með Færeyingum og Rúss- um, sem eiga rétt á sömu aðild að stjómun veiða á þessu haf- svæði. Úthafsveiðisáttmáli SÞ, gr. 20/1, mælir svo fyrir að ríkjum skuli skylt að starfa saman að framkvæmd þessara ákvæða alþjóðalaga. Is- land á að taka forystu um að þessi alþjóðalög séu virt, og þess vegna verður að segja upp þeim samningum sem ekki eru í samræmi við núgildandi alþjóða- „Bæði Smugan og Síldarsmugan eru til komin vegna yfírgangs og sjálftöku Noregs á stjórn á þessu hafsvæði. Gild 200 míina fískilögsaga samkvæmt Hafrétt* arsamningnum er aðeins í kring- um ísland, Færeyjar, Noreg og Rússland.u Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís íslensk veiðiskip veiddu lengi bæði við Svalbarða og þó einkum við Bjamar- ey og eiga því þar „veiðireynslu". Þetta neita Norð- menn að viður- kenna og hafa beitt varðskipum til að reka islensk skip út úr ólöglegu verndar- svæði þeirra þar. ísland taki forystu Samkvæmt ákvörðun Alþingis 1993 gerðist ísland aðili að Svalbarða- samningnum frá 1920, en aðildarríkin að þeim samningi vom þá 40 talsins. Tekið var fram í þeirri samþykkt Al- þingis að ísland við- urkenndi ekki 200 mílna verndarsvæði Noregs umhverfis Svalbarða (og Bjam- arey), enda er talið að sá samningur taki ekki til hafsvæðis utan 3ja sjómílna landhelgi, svo sem tíðkaðist 1920. Þrátt fyrir þetta hafa Norðmenn haldið áfram að verja 200 mílna verndarsvæði þama og aðild ís- lands því ekki borið þann árangur sem til var ætlast. Norðmenn hafa síðar séö sig um hönd og „leyft“ að eitt íslenskt skip veiði á svæðinu. Þetta gjörræði þeirra er ekki ásættanlegt fyrir ísland. ísland getur ekki sótt leiðrétt- ingu mála sinna með vopnavaldi og íslensk skip geta ekki stundað veiðar undir byssukjöftum norskra varðskipa, þess vegna verður að segja upp samningnum við Norðmenn um loðnuveiðar við Jan Mayen og krefjast aðildar ís- lands að stjómun veiða í öllu Norðurhafinu fyrir Hafréttardóm- lög. Það er klúður að semja um annað, svo sem nú hefir verið gert við Grænland. Fiskilögsaga í Noröurhafinu Bæði Smugan og Síldarsmugcm eru til komin vegna yfirgangs og sjálftöku Noregs á stjóm á þessu hafsvæði. Gild 200 mílna fiskilög- saga skv. Hafréttarsamningnum er aðeins í kringum ísland, Fær- eyjar, Noreg og Rússland. Það ætti að vera auðvelt að fá þetta viður- kennt fyrir Hafréttardómstólnum í Hamborg, þvi að þetta eru núgild- andi alþjóðalög. Allir samningar, sem ganga þvert á þessi ákvæði, eru því nú í raun ógildir, og ríki geta ekki samið gagnstætt þvi sem þessi al- þjóðlög segja til um. Þetta gildir líka um þennan nýja samning við Grænland nú. Talsmenn íslands verða að leggja það á sig að lesa Hafréttarsáttmál- ann, því að þeim er skylt að fara eftir ákvæðum hans, eins og ís- land hefir skuldbundið sig til með undirskrift sinni. Þetta gildir ekki síst um þá sem falið hefir verið af Alþingi að vera í forsvari um mál- efni landsins. Það eru framtíðar- hagsmunir landsins í veði, og ís- land getur aðeins farið lagaleið- ina, þ.e. með málskoti til Hafrétt- ardómstólsins í Hamborg. Samstarfsviljinn Fiskverndarsvæði Noregs við Svalbarða og Jan Mayen er sett með einhliða gjörræði Norð- manna og byggt á sjókorti þeirra frá því í október 1994. Alþingi tók fram í umsókn um aðild að Svalbarðasamningnum 1994, að aðild íslands fæli ekki í sér við- urkenningu á 200 mílna fisk- vemdarsvæði við Svalbarða. Þótt Noregur fari formlega með stjómsýslu á landi á Svalbarða samkvæmt samningnum, gildir það ekki utan 3 mílna landhelgi. Þar tekur sjálftaka og gjörræði Norðmanna við. Þama gildir ekkert að segja: Elsku vinur og frændi. Það er eng- inn annars bróðir í leik. Norð- menn hafa þegar sýnt að þeir virða ekki aðildarumsókn íslands að Svalbarðasamningnum. Kannske er það vegna þess að ís- land hefir þannig mótmælt fis- kvemdarsvæðinu í aðildarum- sókn sinni. Þess vegna verður ísland nú að taka til sinna ráða með málskoti til Hafréttardómstólsins, þar sem far- ið skal að núgildandi alþjóðalögum samkvæmt Hafréttarsamningnum frá 1982 og Úthafsveiðisamningn- um frá 1995. Það er ástæðulaust að láta Norðmenn komast upp með yfirganginn lengur. Önxmdur Ásgeirsson Skoðanir annarra Staðfesta úr hófi fram? „Nýlega ákvað Hæstiréttur að ekki væri ástæða fyrir endumpptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála. Það hvarflar að manni að afstaða Hæstaréttar bygg- ist á því að hann telji sig yfir það hafinn að viður- kenna mistök og biðjast afsökunar á þeim. Dómar skulu standa - á því byggist réttarkeifið. Eða með öðrum orðum; dómurinn getur ekki haft rangt fyrir sér. Það er rétt að endurupptaka mála á að vera tak- mörkunum háð en spurningin er hvort staðfesta kerfisins hafi ekki gengið of langt.“ Sigurður Már Jónsson í 42. tbl. Viðskiptablaðsins. Aö biskups ráði „Ég er ákaflega hissa á því að nokkur prestur skuli láta sér koma til hugar að bera vitni í máli um hluti sem hann verður áskynja við skriftir. Og ég er enn þá meira undrandi á því að biskupinn skuli hafa ráðlagt prestinum að gera þetta og þar á ofan að biskupinn leyfi sér að hreykja sér af ráðunum ... Það breytir engu þótt allir dómar veraldarinnar hafi komið til, honum bar að óhlýðnast slíkum dómi.“ Geir Waage i Degi 22. okt. Hugsjónaeldurinn kólnar „Með samstilltu átaki, fómfýsi og hugsjónaeldi tókst þessari fámennu og fátæku þjóð á hjara verald- ar ekki aðeins að vera í fararbroddi í lækningum berkla heldur að verða öðrum þjóðum til fyrirmynd- ar um það hvemig unnt væri að styðja sjúka til sjálfsbjargar. Eitthvað virðist hugsjónaeldurinn hafa kólnað I arfleifð kynslóðanna. Nú virðist meira ráða um skiptingu íjármuna til heilbrigðismála, hver sé sterkasti þrýstihópurinn en hvar þörfin sé brýnust. Þannig virðast þeir, sem hæst láta en ýmsa valkosti eiga, fá stærri hlut en hinir, sem minna mega sín og verða að reiða sig á styrk hins opinbera vegna sjúk- dóms eða annarra aðstæðna." Auðólfur Gunnarsson í Mbl. 22. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.