Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Page 15
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997
15
Fleiri Hagaskólar
í dag búa fjórir af
hverjum fimm nemend-
um skyldunámsins á
þéttbýlissvæðum þar
sem fjöldi nemenda í
árgangi er meiri en
sem nemur einni bekkj-
ardeild. Fyrir 30 árum
voru nemendur á slík-
um þéttbýlissvæðum
2/3 hlutar íslenskra
skólabama meðan
þriðjungur bjó enn i fá-
mennari byggðarlög-
um. Hlutfall stóru
gnmnskólanna hefur
því aukist verulega og
þeirra smærri minnkað
að sama skapi.
Tilraunastarf
Þetta gefur tilefni til að virða
fyrir sér skólaskipan að því er
varðar skólahúsnæði og innra
starf skóla. Ég tel að reynsla hér
á landi og sums staðar erlendis,
þar sem ég þekki til, bendi ótví-
rætt til þess að hentugra sé að
starfrækja aldursskipta skóla
(bamaskóla fyrir 1.-3. bekk; mið-
fræðaskóla fyrir 8.-10. bekk)
fremur en heildstæðan gmnn-
skóla fyrir allar bekkjardeildir
saman (1.-10. bekk).
Bamaskóli með forskóla er að
mínu mati æskilegt rekstrarform
og er ísaksskóli gott dæmi um
slíkan skóla. Þar hefur verið unn-
ið merkilegt brautryðjendastarf
sem hefur skilað sér í bættum
kennsluaðferðum (sérstaklega í
lestrarkennslu) í
grunnskólum úti
um ailt land.
Tilraunastarf, sem
ég stóð fyrir ásamt
fleiri með heils-
dagsskóla fyrir 4.-7.
bekk sl. fimm ár,
bendir einnig til
þess að slík rekstr-
areining sé hag-
kvæm með allt að
fjómm hliöstæðum.
Ef við lítum á skól-
ana i Reykjavík sér-
staklega, þá tel ég
skynsamlegt að að-
greina unglinga-
stigið (8.-10. bekk)
frá yngri aldurs-
hópunum og stofiia
tvo eða þrjá nýja gagnfræðaskóla I
líkingu við Hagaskóla og yrði hver
þeira með allt að 10 bekkjardeildir
í árgangi. Til þess að koma slíku í
framkvæmd mætti taka einhverja
af stóm heildstæðu skólunum, t.d.
einn í Grafarvogi og einn eða tvo i
Breiðholti, og breyta þeim í gagn-
fræðaskóla. Stórir gagnfræðaskól-
ar bjóða upp á
aukna hagræð-
ingu og sveigjan-
leika og stærri
bekkjardeildir
fyrir einstakar
greinar þar sem
hægt væri að
taka inn allt að
hundrað nem-
endur í einu.
Á undanfom-
um ámm hefúr
verið reynt að koma til móts við
ólíkar þarfir nemenda og mismun-
andi námshæfileika þeirra.
Aukin hagræðing
Stórir gagnfræðaskólar, eins og
hér er talað um, mundu opna
ýmsa möguleika sem erfitt er að
útfæra í minni skólum. Þjónusta
skólasafns sem afmarkast við ung-
lingastigið er að öllu jöfiiu betri og
markvissari heldur en þar sem
nemendur eru á ólíku þroskastigi,
frá 6 ára aldri til 16 ára. Einnig má
gera ráð fyrir aukinni hagræðingu
og bættri þjónustu, t. d. varðandi
námsráðgjöf, sálfræðiþjónustu og
félagsstarf nemenda.
Ýmislegt bendir til þess að mikl-
ar breytingar verði á starfsemi
gnmnskóla á næstu árum. Því er
mikilvægt að búa í haginn til þess
að auðvelda þessar breytingar sem
fyrirsjáanlegar eru. Til þess þarf
engar lagabreytingar heldur áræöi
og skilning á því sem hægt er að
gera til að bæta skólastarf í land-
inu. Skipulagsleg vandamál grunn-
skóla í dreifbýlinu eru mjög ólik
því sem við er að fást í þéttbýli.
í skólahverfum, þar sem nem-
endur eru fáir og búa dreift, þarf
að taka til greina fjölmarga þætti
sem sjaldan eða aldrei koma til
álita i þéttbýli. Við slíkar aðstæð-
ur hentar heildstæður skóli oft
mjög vel en þá erum við jafnffcimt
að fást við gjörólík viðfangsefni
sem erfítt er að bera saman við
þau sem einkenna hinn dæmi-
gerða þéttbýlisskóla.
Bragi Jósepsson
Kjallarinn
Bragi Jósepsson
prófessor
„ Ýmislegt bendir til þess að mikl-
ar breytingar verði á starfsemi
grunnskóla á næstu árum. Því er
mikilvægt að búa í haginn til þess
að auðvelda þessar breytingar
sem fyrirsjáanlegar eru.u
skóla fyrir 4.-7. bekk og gagn-
Virðingarleysi og
ósannindi R-listans
Senn liður að því að R-listinn
kynni hvernig framboðsmálum
listans verður háttað fyrir kosn-
ingar til borgarstjómar næsta vor.
Á sama tíma og Sjálfstæðismenn
halda lýðræðislegt prófkjör meðal
flokksmanna sinna situr Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir uppi með tugi
nöldurseggja sem vilja sem feitast-
an hlut af kökunni og telja sig geta
reiknað út hvað sinn flokkur eigi
að fá marga menn á listann.
Það skal hins vegar ekki ósagt
látið að sú aðferð, að stilla mönn-
um upp á lista, er ágæt en það sem
er hins vegar svo sorglegt við upp-
stillingu R-listans er að það vilja
svo margir verða kóngar og
drottningar en aðeins fáir útvaldir
fá heiðurssætin og það sem sorg-
legast er er að röð frambjóðenda
virðist vera háð því hversu vel
einræðisfrúnni Ingibjörgu Sólr-
únu likar við hvem og einn. Fag-
legri þekkingu er þokað fyrir per-
sónulegum vinargreiða. Hvern
óraði ekki fyrir því að upp úr
myndi sjóða?
Svo ekki er um villst...
Hver skoðanakönnunin á fætur
annarri (nú síðast 7. þ.m.) hefur
sýnt það að sjálfstæðismenn muni
endurheimta borgina í kosningun-
um næsta vor. Reyndar að einni
undanskilinni. Þessi eina könnun
var könnun sem R-listinn lét gera
fyrir sjálfan sig og neitaði að gefa
upp hver hefði
framkvæmt.
Þessi „tilviljun"
að R-listinn
skyldi hafa
meirihluta í
þessari könnun
endurspeglar al-
mennt hvemig
virðingarleysi R-
listans fyrir lýð-
ræði og sann-
leika er fyrir
komið. Hver er
ástæðan fyrir þvi að R-listinn neit-
ar að gefa upp þann sem gerði
könnunina? Var niðurstaðan
kannski allt önnur en sú sem var
birt á forsíðu Dags-Tímans?
Svik og prettir
Það er annars ekkert óeölilegt
að andleysi sé hjá
borgarstjóranum
þessa dagana. Öll lof-
orð R-listans hafa ver-
ið svikin og Ingibjörg
Sólrún veit það vel.
Það átti að gera þetta
og hitt en lítið gerðist
og það sem var þá á
annað borð gert því
var klúðrað og svo var
það afsakað með lyga-
sögum og dylgjum.
Endalausar gjalda-
hækkanir, snyrtivöru-
kaup borgarstjóra,
pólitískar mannaráðn-
ingar hér og þar, auk-
ið atvinnuleysi o.s.
frv.
Allt útlit er svo fyr-
ir að borgarsjóður
skili 600 milljóna
króna halla á þessu ári á sama
tíma og lagðir era auknir skattar á
borgarbúa sem eiga að skila tekj-
um upp á 600-800 milljónir. Allt
era þetta staðreyndir sem hægt er
að sýna fram á og það veit borgar-
stjórinn líka. Því hljóta borgarbú-
ar að spyrja sjálfa sig hvort það sé
þorandi að kalla yfir sig annað
kjörtimabil óstjómar og ringul-
reiðar.
Tími R-listans er liöinn
Það er eins og sjálfkrafa sé gert
ráð fyrir þvi að hlut-
ir sem R-listinn hef-
ur framkvæmt falli
í gleymskunnar dá.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir gerði
það að einu af sín-
um fyrstu verkum
að rífa niður mál-
verk af Bjama
heitnum Benedikts-
syni, fyrrverandi
forsætisráðherra.
Hvaða skoðun svo
sem menn hafa á
hinu og þessu fólki
er slíkt virðingar-
leysi fyrir látnu
fólki með öllu óaf-
sakanlegt.
Það getur varla
verið að R-listanum
sé í raun alvara
með það að fara með syndir sínar
á bakinu í kosningabaráttu
næsta vor. Ætlar R-listinn að
sverja af sér gjörðir sínar með ós-
annindum og gera aðra tilraun til
þess að blekkja hinn almenna
borgarbúa um að nú verði fram-
kvæmt? Borgarbúar sjá í gegnum
einfaldar sögur sem þessar og
vita að hugur þeirra snýr að því
að teknar verði að nýju upp
mannlegar vinnuaðferðir í höfuð-
borg íslands.
Hjálmar Blöndal Guðjónsson
„Allt útlit er svo fyrir að borgar-
sjóður skili 600 miiijóna króna
halla á þessu ári á sama tíma og
lagðir eru auknir skattar á borgar-
búa sem eiga að skila tekjum upp
á 600-800 milljónir.u
Kjallarinn
Hjálmar Blöndal
Guðjónsson
nemi í MH og sjálfstætt
starfandi blaöamaður
1 Me6 og á móti
Engar kjarabætur sjómanna án verkfalla?
Stefnir
í verkföll
„Við erum búnir að vera með
lausa samninga frá siðustu ára-
mótum. Fyrir áramót áttum við
viðræður við
útvegsmenn
sem gáfu engan
árangur. Eftir
áramót voru
tveir fundir og
þar voru svör
útvegsmanna
nei við öUum
okkar kröfum.
SkHaboðin vora
að þeir hefðu
ekkert við okk-
m- að tala og
ekki umboð tU
brýnasta
Konráö Alfreðuon,
varaformaður SJó-
mannasambands
íslands.
að leysa okkar
hagsmunamál. Síðan
hafa allar viðræður legið niðri og
sáttasemjari ekki kaUað menn
saman.
VerkfaU er þvi okkar eina úr-
ræði í þeirri stöðu sem upp er
komin og staðan orðin þannig að
ég get ekki séð annað en að stefni
í verkfall. Vélstjórafélagiö er búið
að boöa verkfall um áramót. Við
erum ekki búnir að tímasetja eitt
né neitt en tónninn er þannig í út-
vegsmönnum að þeir muni Sfetja á
okkur verkbann. Við munum
þrátt fyrir það að öUum líkindum
fara í það tveggja mánaða ferli
sem við þurfum tU að hefja verk-
faU. Ég get séð fyrir mér að það
skeUi á einhvern tíma i janúar því
við erum búnir að reyna aUar aðr-
ar leiðir."
Öllu má ofgera
„Reynsla undanfarinna ára hef-
ur kennt okkur að verkfóU skila
ekki þeim árangri sem suma
dreymir um,
fyrirbærið
verkfall er ein-
faldlega hlutur
sem heyrir for-
tíðinni tU. Kjör
sjómanna hafa
batnað meira á
undanfórnum
áram en ann-
arra launþega
og sem dæmi
um það má
nefna að launa-
vísitala þeirra hækkaði um 5%
umfram almenna launavísitölu á
fimm ára tímabUi.
Það fer ef til yUI að verða kom-
inn fími tU að gjörbreyta launa-
kerfi sjómanna í heild sinni og
færa þaö meö einhverjum hætti
nær því sem tíðkast hjá öðrum
launþegum. Hlutaskiptakerfið er í
sjálfu sér ekkert heilagt fyrir-
komulag í þessum efnum sem
ekki má hrófla við. Sem dæmi um
fráleitar krofur vélstjóra um
hækkaðan hlut sér einum tU
handa á stærri skipum flotans get
ég nefnt að Útvegsmannafélag
Norðurlands lét nýlega gera laus-
lega launakönnun á nokkrum
skipum af þessari stærð. Laun vél-
stjóra á þessum skipum eru á bU-
inu 500-600 þúsund krónur á mán-
uði í heUt ár og þar af era þeir í
fríi um það bU fjóra mánuði. Það
er auðvitað eðlUegt að menn vUji
fá námstíma sinn að einhverju
leyti metinn en öUu má nú ofgera.
Að því er ég best veit er launa-
hlutfaU sjómanna á íslenskum
skipum það hæsta í heimi. -gk
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e, á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is