Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 Verkfall yfirvofandi í kjaradeilu þroskaþjálfa og ríkisins: Tóm Þroskaþjálfar fengu kaldar kveðjur frá viðsemjendum sínum þegar þeir opnuðu launaumslögin í morgun. Starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins dró frá mán- aðarlaun þeirra vegna boðaðs verk- falls á mánudaginn kemur, þannig að flestir gripu í tómt. Þroskaþjálf- ar túlka þetta sem augljósan skort á samningsvilja af hálfu ríkisins. Guðmundur Halldór Guðmunds- son í fjármálaráðuneytmu, sem fer fyrir samninganefnd ríkisins í deil- unni við þroskaþjálfa, segir þetta alltaf gert þegar löglega sé boðað til verkfalls. „Þegar búið er að lýsa yflr vinnustöðvun er ávallt dregið af launum fólks sem er á fyrirfram- greiddu kaupi,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að þetta virki auðvitað sem þrýstingur - alvara verkfallsins komi óneitanlega fyrr í ljós. Hann segir þó meiri þrýsting stafa af sjálfri verkfallsboðuninni. Guðmundur vísar því frá að bil- ið mUli samninganefnda deiluaðila hafi breikkað með tilboði ríkisins frá því á fimmtudag heldur hafi ríkið verið að færa sig nær launa- kröfum þroskaþjáifa. Boðin sé 25-30% launahækkun sem sé hlut- fallslega meiri en til nokkurra ann- arra stétta sem ríkið hefur samið við. Kristrún Sigurjónsdóttir, vara- Lyngás, sem er dagheimili fyrir fötluö börn, er ein þeirra dagvistarstofnana sem veröur lokaö veröi af verkfalli þroskaþjálfa á mánudag. DV-mynd Pjetur formaður Þroskaþjálfafélagsins og segir tímabært að laun þeirra verði leikskólakennarar sem hafi sam- formaður samninganefndarinnar, leiðrétt og að þeir fái sömu kjör og bærilega menntun. Mikið ber i launaumslög í gær milli deiluaðila, þroskaþjálfar krefjast 106.000 króna byrjunar- launa en síðasta tilboð ríkisins hljóðaði upp á 86.000 krónur. Boðað hefur verið til samninga- fundar kl. 10 í dag, en fátt virðist geta afstýrt verkfalli á þessari stimdu. Semjist ekki fyrir tilskild- an tíma er ljóst að áhrifa verkfalls- ins mun gæta víða í þjóðfélaginu og ekki aðeins snerta fatlaða og að- standendur þeirra. Þroskaþjálfar starfa meðal annars á leikskólum og því ljóst að loka þyrfti einhverj- um almennum deildum komi til verkfalls. Skjólstæðingar þroskaþjálfa verða þó verst úti í þessari deilu. Öllum dagvistarstofnunum fyrir fatlaða verður lokað, en á móti þarf að kalla þá sem vinna á sambýlum og voru sviptir verkfallsrétti í auka- vinnu tO að sinna vistmönnum. Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri landssamtaka Þroskahjálpar, segir að þó verkfall þroskaþjálfa snerti ekki jafn marga og til að mynda kennaraverkfall komi þaö mun harðar niður á þess- um hópi. „Fólk hleypur einfaldlega ekki með þessa einstaklinga til ætt- ingja og annarra aðstandenda því þeir þurfa í flestum tilfellum mjög sértæka aðstoð," segir Friðrik -Sól. Kjör þroskaþjálfa ekki í samræmi við kjör fóstra: Ovirðing við fatlaða Björg Kjartansdóttir á þrjú böm um tvítugt. Tvö þeirra em með arfgengan hrörnunarsjúk- dóm. Ásta Margrét Magr.úsdóttir er 19 ára og í dagvistun á Bjarkar- ási, en Kjartan, 21 árs, býr á sam- býli því hann er of veikur til að búa heima. Björg segir þessa kjaradeilu gífurlega alvarlega og í raun óviröingu við fatlaða því þroska- þjálfar séu með sömu menntun og fóstrur og ættu því að sjálf- sögðu að hafa sömu laun. Vanda- málið sé hins vegar að þeir vinni mjög ósýnilegt starf sem varðar fáa í þjóðfélaginu og því veki að- gerðir þeirra minni eftirtekt en annarra sambærilegra stétta, svo sem kennara og leikskólakenn- ara. Björg hefur kosiö að vinna heima vegna fótlunar barna sinna. Ásta Margrét er í Bjarkar- ási frá kl. 12-16 virka daga en hæfingarstööinni verður lokaö fari þroskaþjálfar í verkfall. Björg - segir móðir tveggja fatlaðra barna Freysteinn Jónsson, Ásta Margrét Magnúsdóttir og Björg Kjartansdóttir á heimili sfnu f gær. Pau kvföa þeim afleiöingum sem verkfall þroskaþjálfa getur haft f för meö sér fyrir Ástu Margréti. DV-mynd Hilmar Þór gerir lítið úr því aukna álagi sem verkfallið hefði á heimilið. „Málið snýr ekki gagnvart mér heldur dóttur minni. Öll rútína skiptir óskaplega miklu máli í lífi hennar vegna sjúkdómsins. Dagamir verða henni gífúrlega langir og erfiðir komist hún ekki í dagvistina," segir Björg. Björg hefur einnig áhyggjur af því að Ásta Margrét komist ekki í sjúkraþjálfun ef af verkfalli verður. Hún fer í sjúkraþjálfun tvisvar í viku áður en hún mæt- ir til vinnu sinnar í Bjarkarási. Allt er þetta mjög samtengt og hún þolir illa breytingar á hátt- um. Björg segir viðhorf til fatlaðra endurspeglast í kjörum þeirra sem vinna með þeim. „Þessi störf eru vanvirt. 10% þjóðarinnar búa við einhverja fötlun og við veröum að gera þau sýnilegri í þjóðfélaginu til að störf þessa fólks séu metin að verðleikum," segir Björg. -Sól Flugfélag íslands: Flugi hætt til Raufarhafnar og Kópaskers - aumkunarvert, segir sveitarstjóri DV, Akureyri: Flugfélag íslands hefur ákveðið aö hætta áætlunarflugi sínu frá Ak- ureyri til Kópaskers og Raufar- hafnar. Þá er hugsanlegt að áætl- unarflug til Þórshafnar og Vopna- fjarðar frá Akureyri leggist af áður en langt um líður þótt ákvörðim um slíkt hafi ekki enn verið tekin. Ástæða þessa er að Póstur og sími hefur ákveðið að frá og með 3. nóvember fari póstflutningar til Kópaskers, Raufarhafnar og Þórs- hafnar fram landsleiðina en Flugfé- lag íslands hefur séð um þá flutn- inga. Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags íslands, segir að tekjutap Flugfélagsins vegna þessa sé um 16 þúsimd krón- ur í hverju flugi til Kópaskers og Raufarhafnar þrisvar sinnum í viku eða tæplega 2,5 milljónir króna á ári. Áætlunarflug til Þórs- hafnar og Vopnafjarðar hefur verið og er fimm sinnum í viku. Páll segir að rætt hafi verið við samgönguráðuneytið vegna þessa máls og það gæti gerst fyrir áramót að flugið til Kópaskers og Raufar- hafnar legðist niður. Það sé hins vegar inni í myndinni að halda áfram flugi til Þórshafnar og Vopnafjarðar vegna þess að í við- ræðum við Póst og síma hafi kom- ið fram að hugsanlegt sé að halda áfram póstflutningum flugleiðina til Vopnafjarðar. Aumkunarvert „Það er aumkunarvert ef flug hingað leggst af vegna 2,5 milljóna króna á ári og það ber vott um ákveðna stöðu samfélagsins þegar samgöngur á landi eru eins og þær eru og flugið verður ekki lengur fyrir hendi,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri á Raufar- höfn. „Síðan má líta til öryggisþáttar- ins með tilliti til sjúkraflugsins. Það verður að moka flugbrautina reglulega þótt ekki sé áætlunarflug til að flugvöllurinn geti þjónað sjúkrafluginu. Ef skefúr upp og síð- an hlánar og frýs verður völlurinn ekki opnaður nema meö jaröýtum. Það er þvi stórmál ef flugið leggst af. Við höfum rætt þetta við þing- menn við dræmar undirtektir. En þetta mál er ekki búið því sam- göngur eru einn grunnþátta þess að samfélagið geti verið í lagi,“ seg- ir Gunnlaugur. „Það sem við óttumst er að landflutningamir á pósti hingað leiði til þess að ferðum í áætlunar- flugi hingað fækki sem svo síðar gæti leitt til þess að flugið legðist af,“ segir Reinhard Reynisson, sveitarsfjóri á Þórshöfti. Hann segir að ef svo fari að áætl- unarferðum í flugi til Þórshafúar fækki úr fimm í þrjár þá þýddi það eflaust að farþegum fækkaði meira en sem næmi fækkun ferða. „Við höfum sagt að ef flugið ætti að vera betri valkostur þyrfti að fjölga ferð- um og taka upp sunnudagsferð. Við komum til með að setjast yfir þetta mál, það er ekki búið,“ segir Rein- hard. -gk stuttar fréttir Segir upp Pétur Reimarsson, ffarn- kvæmdastjóri Ámess hf. í Þor- lákshöfn, hefur sagt upp starfi sínu. Pétur kveöst óánægður með eigin frammistööu og ár- angur en tap hefur verið á rekstri Ámess frá því fyrirtæk- ið var stofnað. RÚV sagði frá. Tollsvik Ríkislögreglustjóri raxmsak- ar nú kæm á hendur deildar- stjóra hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Deildarstjórinn er grunaður um að eiga aðild að tollsvikum sem nema milljón- um króna. Þetta er þriðja málið á þessu ári þar sem starfsmenn tollsins em grunaðir um lög- brot. Stöð 2 sagði ffá. Nýr formaður ÆSÍ Gylfi Þ. Gíslason ffá Sam- bandi ungra jafnaðarmanna hefur látið af formennsku Æskulýðssambandsins eftir fimm ára setu. Nýr formaður er Sigvaröur Ari Huldarson, ffá Veröandi, samtökum ungs al- þýðubandalagsfólks. Dregið úr yfirvinnu Marel hf. hefur gert vinnu- staðasamninga við starfsmenn þar sem reynt er að taka á óhóf- legri yfirvinnu innan fyrirtæk- isins. Gunnar Öm Gunnarsson, framkvæmdastjóri ffamleiðslu- sviðs, skýrði frá þessu á náms- stefnu Dagvistar bama um bætt samskipti fjölskyldna og fyrir- tækja. Miskabstur Héraðsdómur í Reykjavík dæmdi í gær rikið til að greiða Þorsteini Jónssyni kvikmynda- gerðarmanni 400 þúsund krón- ur í miskabætur fyrir að sýna tvær kvikmynda hans í skólum, eftir að samningur viö hann var útrunninn. RÚV sagöi frá. 64 læknar án samnlngs Viðræður Tryggingastofti- unar ríkisins við bæklunar- lækna, háls-, nef- og eyma- lækna og sérffæöinga í þvag- færasjúkdómum hafa engan ár- angur borið. Meöan svo stendur vísar Tryggingastofnun sjúk- lingum á sjúkrahús og heilsu- gæslustöðvar. Nú em alls 64 sérffæðingar án samnings við stofnunina. RÚV sagði frá. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.