Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Blaðsíða 30
30 ^lgarviðtalið LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 jLí"V Söngkonan Emilíana Torrini stendur frammi fyrir mikilvægum ákvörðunum næstu misserin: unnustanum, Vilhjálmi Goöa Frið- rikssyni. Þau kynntust í Hárinu, lík- lega ekki ást við fyrstu sýn en mikil kátína og gleði frá fyrsta degi. Hún segir þau hafa ákveðið að slá til og láta reyna á hvernig búskapur myndi ganga. En er stúlkan eitthvað á þeim buxunum að fara að eignast fjölskyldu, fjölga íbúum Kópavogs t.d.? „Nei, alls ekki. Ég er ekki farin að hugsa svo langt. Mér fmnst ég svo mikið bam sjáif að ég sé mig ekki fyrir mér í móðurhlutverkinu fyrr en í fyrsta lagi þegar ég verð orðin 36 ára,“ segir Emiiíana og hlær. Hún segir að eins og er finnist henni hvorki nauðsynlegt að eignast barn né gifta sig og bætir svo við að þessa dagana hugsi hún meira um fram- ann í söngnum en að fara að eignast börn. „Ég er ekki tilbúin að fara að axla slíka ábyrgð. Ég á nóg með mig og plöturnar mínar. Þær eru börnin mín.“ Athyglissjúk Söngurinn er hennar lif og yndi og hún segist hafa verið ákaflega at- hyglissjúk, með jákvæðum formerkj- um, frá fyrstu tíð. „Ég þurfti helst alltaf að fá að syngja einsöng með öllum kórum. Ég held að athyglissýkin sé nauðsynleg til þess að fólk geti verið í þessum bransa. Sumir hata að standa fyrir framan fólk og þurfa að segja eitt- hvað eða gera eitthvað og ég hef svo sem ekki farið varhluta af feimninni. Mamma hefur oft þurft að beita mig miklum fortölum til þess að fá mig til þess að gera ýmsa hluti, t.d. að fara i Söngskólann á sínum tíma.“ Emilíana segir aðspurð um frægð- ina að henni fylgi vitaskuld kostir og gallar, rétt eins og öðru í lífinu. Hún taki reyndar lítið eftir því að hún sé fræg, reyni bara að lifa sínu lífi og láta allt annað eins mikið framhjá sér fara og hægt er. „Auðvitað veit ég af þessu. Ég fer t.d. ekki mikið í bæinn um helgar eða út að skemmta mér þar sem fullt er af ókunnugu fólki. Það er alger martröð. Ég virði vel skoðanir fólks en það eru takmörk fyrir því hvar og hvenær verið er að tala um slíka hluti. Þegai- fólk er drukkið getur það beinlínis verið öfgafullt. Því get- ur orðið veralega heitt í hamsi yfir einhverju sem ég á að hafa sagt eða gert, brosað asnalega í sjónvarpinu eða eitthvað í þeim dúr. Fólk er feimið „Ég verð fyrir miklu meira áreiti af hálfu kvenna en karla,“ segir söngkonan aðspurð hvort karlpen- ingurinn elti hana á röndum. „Strák- amir era miklu feimnari við mig en stelpumar. Fólk kemur vissulega og vill fá að kynnast mér og það er bara jákvætt. Mikla minna er um hið nei- kvæða áreiti. Hún segir algengt að fólk sé feimið við sig, bæði strákar og stelpur. Ef hún og vinkona hennar kynnist ein- hverri stelpu, taii kannski við hana heilt kvöld, þá sé miklu líklegra að þessi stelpa heilsi vinkonunni en EmUíönu daginn eftir. „Ég held ekki að fólk haldi að ég líti eitthvað stórt á mig. Þetta er miklu frekar feimni. Viðkomandi finnst hún ekki skipta mig máli og finnst hún eitthvað vera að ónáða Þrátt fyrir að Emilíana Torrinisé aðeins tvítug hefur hún náð langt í tónlistinni. Hún lét fyrst að sér kveða með hljómsveitinni Spoon 1994. Vinur hennar þröngvaði henni inn í bandið til pess að syngja bakraddir en þegar sveitin fór í hljóðver hvatti Jón Ólafsson, upptökustjóri plötunnar, til þess að hún yrði látin syngja aðalrödd. Síðan þá hafa þau Jón unnið mik- ið saman og hún verið áberandi og afar vinsæl. ísamstarfi við Jón hefur hún gefið út tvær sólóplötur. Hún vann söngvakeppni fram- haldsskólanna, hefur verið áberandi í söngleikjum á sviði og nú er nýjasta afurð hennar að koma á markað, lögin sem hún valdi í Veðmálinu í Loftkastalanum. Stúlkan hefur mikla ogfagra rödd og nú stendur hún frammi fyrir erfiðum ákvörðunum um hvað eigi að gera við hana. Á hún að fara út og reyna að leggja heiminn að fótum sér? Væri skynsamlegast að leggja fyrir sig klassískan söng eða einbeita sér að lagasmíðum? Á meðan söngkonan reynir að gera þetta allt upp við sig ákvað hún að taka sér alveg frífrá tón- listarpælingum og afgreiðir í snjóbrettabúð. DV sótti Emilíönu heim í vikunni. „Ég stefndi alltaf að því að gera eitthvað í tónlist. Mamma tróð mér í Söngskólann í Reykjavik um leið og þar á bæ var farið að taka inn unga krakka. Ég var þá fimmtán ára og læddist svartklædd og hvítmáluð í framan með veggjum í tvö ár. Ég held að fyrsta lagið sem ég söng þar hafi verið Sofðu unga ástin mín. Ég hafði textann skrifaðan inn í lófann,“ segir Emilíana Torrini um fyrstu sporin í átt að alvöru lífsins í tónlist- inni. Undirritaður hitti söngkonuna í lítilli kjallaraíbúð sem hún á i Kópa- vogi. Þar er hún nýfarin að búa með Emilíana Torrini hefur átt miklum vinsældum aö fagna síðustu árin. Tvær sólóplötur á tveimur árum hafa tekiö mikinn tíma og nú þráir hún þaö heitast aö fá frí, skipta um umhverfi, hætta aö hugsa um tónlist. Til þess hefur hún fengiö sér vinnu í snjóbrettabúö. Afleit á píanó „Ég hef vissulega verið hepp- in en það þarf meira að koma til. Maður verður sjálfur að hafa fyrir hlutunum segir Emilíana sem þrátt fyrir ungan aldur hefur gefið út tvær sólóplötur. Hún segir að sér hafi fundist óþægilegt að menn skyldu vera að hampa henni mikið fyrir það 'sem hún gerði með Spoon. Hún hafi vitað að hún gæti miklu meira en það. „Fyrri sóló- platan var gerð til þess að kynna rödd- ina og við tókum vissu- lega mikla áhættu með því að gefa hana út sjálf. Dæmið gekk upp þrátt fyrir að þetta blönd- uð plata hafi í raun hvergi áður gengið í fólk. Með- an ég hef ekki ákveðið hvaða stefnu ég ætla að taka syng ég bara það sem mér finnst skemmtilegt. Sem betur fer kann fólk að meta það í þetta skipti. Stóra stökkið, seinni platan, var svo gerð til þess að ég gæti sýnt sjálfri mér fram á að ég gæti líka samið lög.“ Báðar plöt- urnar hefur hún unnið með tónlist- armanninum Jóni Ólafssyni. Hún segist hafi unnið með honum allan sinn feril. Hann hafi fyrst séð hana i Spoon og hún hafi ekki þekkt neinn annan til þess að fá til liðs við sig. Hann hafi reynst henni frábærlega, bæði sem tónlistarmaður og ekki síður sem vinur. Það séu forréttindi mig. Þetta getur stundum verið óþægilegt en .ég reyni að láta það ekki trufla mig.“ Emilíana segir að sumir sjái vissu- lega ofsjónum yfir velgengni ann- arra. Sumt fólk þurfi ekkert fyrir vel- gengninni að hafa en aðrir standi í ströngu allt sitt líf án þess að komast þangað sem þeir vilja. Hún segist hafa verið ofsalega heppin að detta inn í þær aðstæður sem hún býr við í dag, að fá að vinna við hluti sem hún hefur yndi af. Sumum finnist það beinlínis óþolandi. að fá að vinna með mönnum sem taki sjálfa sig ekki of hátíðlega, sjái það jákvæða í öllu, séu tilbúnir að prófa allt en slaki hvergi á í gæða- kröfum. Aðspurð hvort hún leiki á eitt- hvert hljóðfæri segist Emilí- ana hafa lært á git- ar þegar hún var yngri en það sé allt týnt og tröll- um Tvístígandi + I>V LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 ^lgarviðtalið ■ ' gefið. Hún sé jafnframt afleitur pí- anóleikari. Hálfur Itali „Eg hef ekki þolinmæði i að gera eitthvað sem ég veit að tekur mig mörg ár að ná árangri í. Ég geri bara það sem ég veit að ég get orðið góð í,“ segir söngkonan, sannfærandi á svip. En hvað með lögin? Hvemig verða þau þá til? „Yfirleitt gerist eitthvað þegar ég fer að sofa. Þá er ég vís með að hringja í símsvarann hjá vinkonu minni og syng lag inn á hann til þess að gleyma því ekki.“ Það er allt sem fæst uppgefið um það mál og þá er ekki um annað að gera en að venda kvæði sinu í kross. Emilíana er hálfur ítali og hálfur íslendingur. Pabbinn er ítalskur, mamman íslensk og hún segist sjálf vera mjög ánægð með hversu víða rætur hennar liggja. „Ég finn að ég er mjög ólík íslend- ingum að sumu leyti. Stór hluti af mér er ítalskur, ekki síst skapið. Fólk áttar sig ekki alltaf á því að ef ég öskra þá er ég ekkert endilega að skammast, bara að tala mjög hátt og koma því mjög vel til skila sem ég ætla að segja,“ segir hún hlæj- andi. Hún er ekki í vafa um að hið ítalska í henni skipti máli, ekki bara fyrir tón- listina held- allt annað. Það Emilíana segist aöeins hafa veriö aö skoöa hlutina á erlendum mörkuöum. Hún hafi veriö aö vinna meö fólki við aö semja tónlist og útgefendur hafi sett sig í samband við hana. Þrátt fyrir aö ýmis tilboð hafi komið upp á boröið hafi hún ekki treyst sér til þess aö taka neinu þeirra. DV-myndir ÞÖK Aldrei í auglýsingu Söngkonan unga hefur aðeins komið nálægt leikhúsunum, t.d. i Stone Free. Er það eitthvað sem hún gæti hugsað sér að gera meira af, þ.e. að leika? „Ég veit að ég er þekktust fyrir sönginn og verð alltaf svolítið hrædd þegar mér eru boðin einhver hlutverk. Þá veit ég ekki hvort það er vegna leiklistarhæfileika minna eða vegna einhvers annars, t.d. til að nota nafnið mitt. Ég er yfirleitt jákvæð í fyrstu en síðan fer ég að svitna. Ég er mjög óörugg gagnvart leiklistinni." Aðspurð hvort hún telji að það gæti skemmt fyrir henni sem söngkonu ef hún færi að reyna fyrir sér í leiklistinni segir hún það alveg fara eftir því hvað hún færi að gera. Þannig sé það reyndar með allt. Sumir fari t.d. flatt á að leika í einhverri mis- heppnaðri auglýsingu. Hún hefur ekki verið tilbú- in að taka áhættuna, finnst það ekki þess virði, jafnvel þótt háar peningaupphæð- ir hafi verið í boði. „Víst er þetta oft spurn- ing um peninga en ég gerði bara þessa hluti upp við mig. Hvar ég ætlaði að draga mörkin. Mér hefur verið boðið allt að hálfri milljón til þess að leika í einni auglýsingu en mér finnst ég bara ekki eiga heima þar. Ef ég kynni ekki að meta vöruna gæti ég ekki logið. Ég vil geta verið sönn í því sem ég er að gefa mig út fyrir að vera. Ég er söng- kona, svo einfalt er það.“ Ýmis tilboð en... Þeir sem til þekkja tala um að nú sé komið að nokkrum tímamótum hjá söngkonunni. Hún hefur nýlok- ið við vinnu í Veðmálinu í Loft- kastalanum þar sem hún valdi alla tónlistina í verkið. Nú eru lögin öll að koma út á diski og syngur Emilíana helming þeirra. Eitt þeirra er aðallagið úr Perlum og svínum. Aðrir þekktir tónlistar- menn sjá um hin, Bjöm Jörund- ur, Guðmundur Pétursson gítar- leikari, Ólafur Gaukur, hljóm- sveitin Kanada og fleiri. Sóló- plöturnar tvær eru að baki og nú er eiginlega komið að því að hún ákveði hvað gera skuli næst. „Ég er vissulega að velta þvi al- varlega fyrir mér hvað ég ætli mér að gera. Ég spyr mig hvort mig langi til að vinna við tónlist alla ævi. Þetta er búið að vera ákaflega skemmtilegur tími. Ég hef bara gert það sem mig hefur langað til en gæti þurft að standa frammi fyrir því að þurfa að gera eitthvað án þess að vilja það. Ég veit ekki hvort ég er tilbúin til þess.“ framtíðinni ef ekki þetta. Það verði þó bara að koma í Ijós. I frí frá öllu „Mig langar út en ég vil bara fara út og syngja fyrir fólk. Það er ofboðsleg kvöð á mér að semja tónlist og það er ég ekki ánægð með. Ég er söngkona númer eitt, tvö og þrjú og mér finnst afskaplega pirrandi að það skuli ekki vera nóg,“ segir söngkonan sem líka er að velta því fyrir sér hvort hún eigi að leggja fyrir sig klassískan söng. Hún tók sér frí úr Söngskól- anum í vetur til þess að reyna aðeins að átta sig á stöðunni. „Ég ætlaði satt að segja að taka mér frí frá öllu í vetur. Vinnan í tónlistinni hefur verið mjög mikil og mér fannst vera kominn tími á frí Emilíana segist aðeins hafa verið að skoða hlutina á er- lendum mörkuðum. Hún hafi verið að vinna með fólki við að semja tónlist og útgefendur hafi sett sig í samband við hana. Þrátt fyrir að ýmis til- boð hafi komið upp á borðið hafi hún ekki treyst sér til þess að taka neinu þeirra. „Það er svo margt þarna úti sem mér líkar alls ekki og þess vegna hef ég verið tví- stígandi. Ég veit ég er erfið en ég fæ stundum á tilfinninguna að í þessu séu fleiri vondir hlutir en góðir. Þetta skiptir mig ekki það miklu máli að ég fari að segja já við hverju sem er bara til þess að geta verið tónlistarmaður í útlöndum," segir Emilíana og bætir við að hún viti al- veg hvað hún ætli sér aö gera í frá tónlistarpælingum, fá mér vinnu og hugsa minn gang. Það hefur að vísu ekki gengið alveg en ég er þó farin að vinna og þar með að ein- beita mér að öðra í bili,“ segir Emil- íana sem farin er að afgreiða í snjó- brettabúðinni Týndi hlekkurinn. „Ég er sjálf mikið á snjóbrettum," útskýrir stúlkan, „og mig langar til þess að verða góð. Ég var að leita mér að vinnu og vissi að þau vora að leita sér að starfskrafti. Þetta gekk upp og ég vona að ég standi mig í sölumannsstarfinu." Ástæðan fyrir nýju vinn- unni segir Emilíana fyrst og fremst vera að stytta sér stundir og kynnast nýju fólki. Hún ætli ekki að setj- ast niður og fara að búa til tónlist. Hún hafi haft meiri þörf fyrir vinnuna sem slíka en peningana, þótt vissulega eigi hún ekki nóg af þeim. „Ég er vissulega á tíma- mótum. Mér líður eins og ég sé með hormónabreyt- ingar og veit ekki hvaða stefnu ég ætla aö taka.“ En dreymir hana um heims- frægð? „Ekkert endilega en ef svo ætti að fara þá vildi ég verða rosalega heimsfræg. Ég myndi ekki nenna að fara út í einhverja meðalmennsku," segir Emilíana Torrini og hlær. Hún not- ar nú tímann þessa dagana til að reyna að ákveða hvert hún eigi að stefna. Hún segist ánægð með það sem hún hafi gert og sér ekki eftir neinu. Og þá er bara að biða og sjá hvað verður. -sv t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.