Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 Hjalti Pálsson Hjalti Pálsson fyrrv. fram- kvæmdastjóri hjá SÍS, Ægisíðu 74, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Hjalti fæddist á Hólum í Hjaltadal og ólst þar upp og í Reykjavík. Hann stundaði nám við háskólann í Fargo, N-Dakota, 1943-45 og við há- skóla Iowaríkis í landbúnaðarverk- fræði og lauk þaðan prófi 1947. Hjalti starfaði hjá International Harvester I Chicago til ársloka 1947 og hóf síðan störf hjá Véladeild SÍS í Reykjavík. Hann stofnaði Dráttar- vélar hf. fyrir SÍS 1949, sem fékk umboð fyrir Harry Ferguson trakt- ora og landbúnaðarvélar. Hjalti varð framkvæmdastjóri Véladeildar SÍS 1952 og framkvæmdastjóri inn- flutningsdeildar SÍS 1967. Þá var hann formaður byggingarnefndar SÍS, sem byggði Ármúla 3 og Holta- garða, og sat í framkvæmdastjóm SÍS frá 1955 og þar til hann lét af störfum 1987. Hjalti sat lengi í stjórn Dráttar- véla hf.; Osta- og Smjörsölunnar; Tollvörugeymslunnar hf.; Korn- tuma hf. í Sundahöfn og DESA hf. sem annaðist kaup á fiskiskipum frá A-Þýskalandi, sat í viðskipta- nefnd til V-Þýskalands 1954 og til A- Þýskalands 1958 og 1960, sat í Um- ferðarmálanefnd Pósts og símamálastjómarinnar um skeið, var einn af stofnendum Sykursýkisfé- lagsins 1971 og sat í fyrstu stjóm þess. Hjalti var í stjóm Lands- sambands hestamannafé- laga 1969-81 og er félagi í Rotaryklúbb Reykjavíkur - Austurbær, þar sem hann var forseti fyrir nokkrum árum. Hjalti er mikUl áhugamaður um ættfræði en hann tók saman Deildartunguætt ásamt Ara Gíslasyni ættfræðingi. Hjalti er þekktur hestamaður, hefur tvisvar átt hesta sem hjá Fáki vom valdir bestu alhliða gæðingar félagsins, hefur ferðast mikið á hestum á hverju sumri um áratuga- skeið. Hann gaf út ásamt Karli Ósk- ari, syni sínum, Áfanga II, ferða- handbók með yfir áttatíu leiðarlýs- ingum og kortum yfir Mýrasýslu, Snæfellsnessýslu, Hnappadalssýslu, Dalasýslu og Húnavatnssýslur. Fjölskylda Eiginkona Hjalta er Ingigerður Karlsdóttir f. 21.6. 1927 í Reykjavík. Foreldrar hennar vom Karl Öskar Jónsson skipstjóri, síðast á togaran- um Aski, og Þóra Ágústsdóttir hús- móðir. Böm Hjalta og Ingigerð- ar eru Karl Óskar, f. 25.11. 1951, sölumaður á Þjón- ustuborði OLÍS, kvæntur Kristínu Ólafsdóttur og eiga þau þrjár dætur, Ingi- gerði, f. 30.11. 1977, Guð- laugu Kristínu, f. 19.6.1980, og Jóhönnu Soffíu, f. 28.7. 1987; Guðrún Þóra, f. 26.11. 1954, matvælafræðingur, var gift Ola Hue, börn þeirra eru Sara Þórunn, f. 26.11. 1980, og Hjalti Thomas f. 4.8. 1983; Páll Hjalti f. 7.8. 1959, arkitekt í Reykjavík, í sambúð með Steinunni Sigurðardóttir fatahönnuði og er sonur þeirra Alexander Viðar, f. 3.5. 1995. Systkini Hjalta: Unnur, f. 23.5. 1913, ekkja eftir Sigtrygg Klemens- son, siðast bankastjóra Seðlabank- ans; Zóphónias, f. 17.4. 1915, fyrrv. skipulagsstjóri ríkisins, kvæntur Lis Nelleman frá Álaborg; Páll Agn- ar, f. 9.5.1919, fyrrv. yfirdýralæknir, kvæntur Kirsten Henriksen dýra- lækni frá Kaupmannahöfn; Hannes, f. 5.10. 1920, fyrrv. aðstoðarbanka- stjóri Búnaðarbankans, kvæntur Sigrúnu Helgadóttur; Vigdís, f. 13.1. 1924, kennari við KHÍ, gift Baldvini Halldórssyni leikara. Hjalti Pálsson. Foreldrar Hjalta vora Páll Zoph- óníasson f. 18.11. 1886, d. 1.12. 1964, skólastjóri bændaskólans á Hólum, búnaðarmálastjóri, og alþm., og k.h., Guðrún Hannesdóttir, f. 11.5. 1881 í Deildartungu í Reykholtsdal, d. 11.11.1963, húsfreyja. Ætt Páll var bróðir Péturs ættfræð- ings. Páll var sonur Zóphoníasar Halldórssonar, prófasts í Viðvík, og Jóhönnu Sophíu Jónsdóttur Péturs- sonar háyfirdómara en hann ásamt Boga Benediktssyni, afa Jóhönnu Sophíu á Staðarfelli, tóku saman Sýslumannaævir. Jón var fæddur á Víðivöllum i Blönduhlíð, bróðir Pét- urs biskups og Brynjólfs sem var einn af Fjölnismönnum. Guðrún móðir Hjalta var frá Deildartungu, og bjuggu systkini hennar öll í Borgarfirði: Helga á Skáney; Vigdis á Oddsstöðum; Hall- fríður á Kletti, og Jón Hannesson í Deildartungu. Foreldrar þeirra voru Vigdis Jónsdóttir og Hannes Magnússon hreppstjóri. Bræður Hannesar voru Jón í Stóra-Ási, Þor- steinn á Húsafelli, Einar á Stein- dórsstöðum og Sigurður á Vilmund- arstöðum. Hjalti og Ingigerður era erlendis. Ingibjörg Þorbergs Ingibjörg Kristín Þorbergs, tón- skáld og textahöfundur, Löngu- brekku 41, Kópavogi, varð sjötug sl. , laugardag. • Starfsferill Ingibjörg fæddist i Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk prófum frá Tónlistarskóla Reykjavíkur með klarinettuleik sem aðalgrein 1952 en stundaði þar jafhframt nám í hljóm- fræði, píanóleik og tónlistarsögu, lauk tónmenntakennaraprófi frá KÍ 1957, fór kynnisferð til Bandarikj- anna í boði Georg Washington-há- skólans 1956, dvaldi við nám við Dante Alighieri-skólann í Róm 1962 og hefur sótt ýmis tónlistar- og tungmálanámskeið á vegum inn- lendra og erlendra aðila. Ingibjörg var skrifstofumaður á innheimtudeild RÚV 1946-49, dag- skrárgerðarmaður í tónlistardeild í RÚV 1949-81, stjómaði þættinum Óskalög sjúklinga 1952-56, var að- - stoðarþulur 1953-55, stjómaði | barnatíma 1966-77, sá um viðtals- og J tónlistarþætti og aðra dagskrárgerð | til 1985. Hún var varadagskrárstjóri og dagskrárstjóri RÚV 1981-85. Ingibjörg var stundakennari við m.a. Miðbæjar- og Breiðagerðis- skóla 1957 og 1958, söng með Þjóð- leikhúskórnum 1953-76 og var ritari hans um skeið, sá um tónlistargagn- rýni fyrir Tímann og Vísi 1961, skrifaði fyrir barnablaðið Æskuna 1966-77, hefur sungið með fjölda kóra, sungið í útvarp og sjónvarp og inn á margar hljómplötur. Hún hef- ur samið sönglög, dægurlög og bamalög, m.a. fyrir Þjóðleikhúsið og til grunnskólakennslu á Norður- löndum. Þá hefur Ingibjörg samið smásögur og ljóð sem flutt vora í út- varp og hún samdi sjö leikrit fyrir böm og unglinga sem flutt vora í RÚV og sænska útgvarpið 1970-80. Ingibjörg hlaut fyrstu verðlaun fyrir enska ljóðið We’re Children of the World today í Alþjóðlegu bama- söngvakeppninni 1979. Hún hlaut listamannalaun 1980 og styrki frá menntamálaráðuneytinu 1986 og 1989. Fjölskylda Ingibjörg giftist 12.8. 1976 Guð- mundi Jónssyni, f. 13.11. 1929, pí- anóleikara. Hann er sonur Jóns Guðmundssonar, f. 24.10. 1893, d. 7.1. 1959, verslunarstjóra i Reykja- vík, og k.h., Kristínar Pálmadóttur, f. 14.8. 1902, d. 2.7. 1982, húsmóður. Bróðir Ingibjargar er Skúli Ólafur, f. 3.4. 1930, fyrrv. deildarstjóri í Reykjavík, kvæntur Guð- rúnu Stefaníu Björnsdótt- ur verslunarmanni. Foreldrar Ingibjargar vora Þor- bergur Skúlason, f. 12.7.1892, d. 6.10. 1974, skósmíðameistari í Reykjavik, og k.h., Kristjana Sigurbergsdóttir, f. 29.7. 1898, d. 28.2. 1976, húsmóðir. Ætt Faðir Þorbergs var Skúli, kenn- ari á Fellsströnd, Gíslason, húsm. í Búðardal, Hjaltasonar, og Ingibjarg- ar Skúladóttur, b. í Eyhildarholti í Skagafirði, Þorbergssonar. Móðir Þorbergs var Rósamunda Jónsdótt- ir, b. á Krossi á Skarðsströnd, Sig- urðssonar. Móðir Jóns var Guðrún Sigurðardóttir, b. á Krossi, Orms- sonar, ættfoður Ormssættar, Sig- urðssonar, langafa Hall- dóra, ömmu Ólafs Gauks, tónlistarmanns, og langömmu Þorgeirs Ást- valdssonar dagskrárgerð- armanns. Móðir Jóns á Krossi var Sólveig Örn- ólfsdóttir, b. í Ólafsvík, Örnólfssonar. Móðir Örn- ólfs var Gunnhildur Niku- lásdóttir, b. á Laxárbakka, Hallbjamarsonar, bróður Jóns, langafa Kristjáns, afa Ólafs Thors forsætisráðherra. Kristjana var dóttir Sigurbergs, b. á Moldbrekku, bróður Salómons, foður Helga Hjörvars og Haralds, föður Auðar rithöfundar. Sigrn-- bergur var sonur Sigurðar, b. í Miklholti i Hraunhreppi, Horna- Salómonssonar, b. í Hólkoti í Álfta- neshreppi, Bjamasonar, langafa Guðmundar Einarssonar refa- skyttu, afa Sveins Guðbjartssonar, forstjóra Sólvangs í Hafnarfirði. Móðir Kristjönu er Kristín Þórðar- dóttir, b. að Grjóteyrartungu í Andakíl í Borgarfirði, Jónssonar og Höllu Sigurðardóttir. Ingibjörg Þorbergs. Guðný Helga Árnadóttir Guðný Helga Ámadótt- ir, kennari við Laugar- gerðisskóla, er sextug í dag. Starfsferill Guðný fæddist í Sand- gerði en ólst upp í Kefla- vík. Hún stundaði nám í hárgreiðslu við Tískuskóla Sigríðar Gunnarsdóttur og aflaði sér kennsluréttinda við skólann. Hún hefur sótt fjölda námskeiða, innanlands sem utan, m.a. í spænsku á vegum Málaskóla Halldórs Þorsteinssonar og í skóla Sampere í Madrid, sótti sumamámskeið í dönsku í Dan- mörku á vegum menntamálaráðu- neytisins 1974-75, lauk stúdents- prófi í dönsku frá FB og lauk prófi frá KHÍ 1994. Guðný hefur stundað kénnslu frá 1961. Hún kenndi við Tískuskóla Sig- ríðar Gunnarsdóttur, á prjóna- og saumavélar hjá SÍS, véladeild, við Sam- vinnuskólann á Bifröst sem ráðgjafi í framkomu og snyrtingu og hefur kennt við Laugagerðis- skóla frá 1981. Fjölskylda Guðný giftist 28.2. 1957 Höskuldi Goða Karlssyni, f. 7.9. 1933, skóla- stjóra. Hann er sonur Karls Valdi- mars Sigfússonar, smiðs á Akur- eyri, og Vigfúsu Vigfúsdóttur hús- móður sem bæði era látin. Börn Guðnýjar og Höskuldar Goða eru Þorbjörg Ágústa, f. 18.3. 1958, þjónn á Hellissandi, en maður hennar er Guðmundur Rúnar Gunnarsson rafvirki og era börn þeirra Hallveig Björk, f. 15.10. 1980, Höskuldur Goði, f. 3.2. 1987, og Hjörtur, f. 12.2. 1989; Ásdís Þrá, f. 29.8. 1959, fjármála- og rekstrar- stjóri Islandia, búsett í Reykjavík ,en maður hennar er Ásmundur Magnússon tæknifræðingur og eru dætur þeirra Guðný Helga, f. 18.11. 1978, og Katrín, f. 13.4. 1992; Hall- veig Björk, f. 1.3. 1965, skólastjóri í Reykjavík, en maður hennar er Steinn Agnar Pétursson bókari og era böm þeirra Hlíf, f. 1.7.1987, Pét- ur Geir, f. 15.3.1993, og Vigfús Karl, f. 5.4. 1994; Halldís Höm, f. 5.10. 1967, íþróttakennari í Danmörku, en maður hennar er Þorgrímur Guðmundsson tækniffæðingur og er dóttir þeirra Jónína Björk, f. 5.5. 1995. Hálfsystkini Guðnýjar eru Anna Margrét Hauksdóttir, f. 28.4. 1932, verslunarstjóri í Njarðvík; Sigur- veig Hauksdóttir, f. 29.4. 1934, hús- vörður í Keflavík; Haukur Hauks- son, f. 16.8. 1935, verkstjóri á Akur- eyri. Alsystkini Guðnýjar era Þor- björg Ágústa, f. 1.11. 1937, d. 10.4. 1954; Inga Eygló, f. 27.12.1938, stöðv- arstjóri hjá SAS i Seattle í Banda- ríkjunum; Þorsteinn, f. 16.9. 1940, skipstjóri í Keflavík; Brynja, f. 17.10. 1944, kennari i Keflavík; Guð- rún, f. 26.10.1948, bókari í Keflavík; Ámi, f. 30.8. 1957, bifreiðastjóri í Keflavík. Foreldrar Guðnýjar: Ámi Þor- steinsson, f. 14.11.1908, d. 10.3. 1986, skipstjóri í Keflavík, og Jenný Lovísa Einarsdóttir, f. 9.5.1912, hús- móðir. Guðný Helga Árnadóttir. 711 hamingju með afmælið 1, nóvember 85 ára Guðrún Kristjánsdóttir, Melabraut 23, Hafnarfirði. Rósa Jónsdóttir, Hlíðarvegi 45, Siglufirði. Sigtryggur Ólafsson, Bakkahlíð 39, Akureyri. 80 ára Kjartan Ólafsson, Stúfholti 2, Hellu. Sigurður Ólafsson, Skólastíg 14A, Stykkishólmi. Sigurður P. Björnsson, Garðarsbraut 17, Húsavík. 75 ára Guðbjörg Eiríksdóttir, Heiðdalshúsi, Eyrarbakka. Gyða Jóhannesdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík. Sigríður Arnkelsdóttir, Nóatúni 24, Reykjavík. Stefanía Aðalsteinsdóttir, Miklubraut 13, Reykjavik. 70 ára Hulda Sigurjónsdóttir, Hagalandi 4, Mosfellsbæ. Ólafur Guðmundsson, Bröttukinn 27, Hafnarfirði. Sigrid Agnes Kristinsson, Vesturbæ, Bessastaðahreppi. Sigurður B. Markússon, Óðinsgötu 32B, Reykjavík. 60 ára Guðdís Sæunn Guðmundsdóttir, Garðavegi 2, Hnífsdal. Ólafur Þórðarson, Austurvegi 10, Vík í Mýrdal. 50 ára Erlendur Valdimarsson, Hábæ, Vogum. Ingibjörg Guðjónsdóttir, Æsufelli 4, Reykjavík. Kristín Jónsdóttir, Melbæ 28, Reykjavík. Maron Tryggvi Bjarnason, Hryggjarseli 13, Reykjavík. Óskar Óskarsson, Vesturfold 27, Reykjavík. Svandís Gunnarsdóttir, Skálagerði 1, Akureyri. Vigdis Guðmundsdóttir, Laugalandi, Holta- og Landsveit. 40 ára Jón Gunnar Borgþórsson rekstrarráðgjafi, Úthlið 13, Reykjavík. Kona hans er Kristín Jóhannsdóttir, banka- starfsmaður og bókasafnsfræð- ingur. Jón Gunnar er í útlöndum. Björn Bragason, Digranesheiði 22, Kópavogi. Gréta Björg Erlendsdóttir, Logafold 86, Reykjavík. Guðjón Guðjónsson, Suðurvegi 9, Skagaströnd. Guðný Guðmimdsdóttir, Bakkavör 4, Seltjamarnesi. Ingibjörg Einarsdóttir, Vatnsendabletti 39, Kópavogi. Kristberg Jónsson, Fossahlíð 7, Grandarfirði. Kristjana O. Þorsteinsdóttir, Sjávargötu 32, Bessastaðahreppi. Skúli Halldórsson, Hólatúni 7, Sauðárlu-óki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.