Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Qupperneq 27
JLlV LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 %étta!iós 27 Fjárfestar í biðröðum við einkavæðingu símafyrirtækja: Skellt á ríkisreksturinn Fjárfestar víða um heim hafa sýnt mikinn áhuga á að kaupa hlutabréf þegar ríkisrekin símafyrirtæki hafa verið einkavædd. Hér auglýsir spænska símafyrirtækið Telefonica de Espana sölu á hlutabréfum. Símamynd Reuter Fjárfestar um allan heim gleypa nú svo hratt í sig hlutabréf simafyr- irtækja að hætta er á að mörgum verði bumbult, að því er sérfræðing- ar telja. Hlutabréf í símafyrirtækum, sem rikisstjómir í Evrópu, Asíu, Ástral- íu og Suður-Ameríku eru að losa sig við, hafa annað hvort selst fyrir tugi milljarða dollara í þessum mánuði eða eru um það bil að fara út á markaðinn. Bankar 1 Hong Kong hafa verið umsetnir fólki sem vill eignast hlutabréf í kínverska ríkissímafyr- irtækinu China Telecom sem yfír- völd eru að einkavæða. ÍFrakk- landi hafa um fjórar milljónir manna flykkst til að kaupa sér hlutabréf í ríkissímafyrirtækinu þar, France Telecom. í Ástralíu hafa yfir tvær milljónir sýnt áhuga á að eignast hlutabréf í Telstra Corp. sem er símafyrirtæki í eigu ríkis- ins. Litlu viðskiptavinirnir áhugasamastir í Portúgal hefur það þegar sannast að það eru litlu viðskiptavinirnir sem eru viljugustu fjárfestarnir. Fyrr í þessum mánuði fengu stjóm- völd í Portúgal um 2 milljarða doll- ara þegar þau seldu 26 prósent Erlent fréttaljós ' hlutabréfanna I símafyrirtæki ríkis- ins, Portugal Telecom. Þegar útboð- inu var lokað voru þeir sem vildu eignast hlutabréf 14 sinnum fleiri en þeir sem gátu fengið. „í flestum tilfellum er þessari miklu einkavæðingu hrundið af stað vegna eftirspurnar heima fyrir en ekki erlendis frá,“ segir David Gibbons, sérfræðingur í símamál- um fyrir verðbréfafyrirtæki í Hong Kong. Símarekstur í Danmörku einkavæddur að fullu Danska ríkið seldi í þessari viku hlutabréf sín í símafyrirtækinu Tele Danmark. Ríkið seldi bandaríska fyrirtækinu Ameritech hlutabréf sín og fékk fyrir þau 29 milljarða danskra króna. Dönsk fyrirtæki eiga nú aðeins 12 prósent í Tele Danmark. Afganginn eiga banda- rísk og bresk fyrirtæki. Hlutur Ameritech er 42 prósent. Ekki var um útboð að ræða þegar danska ríkið seldi hlutabréf sín. Leitað var að mest spennandi með- eigandanum. Þeirri skoðun hefur verið fleygt að í fyrstu hafi Tele Danmark meira gagn af samruna símafyrirtækjanna en neytendur. Ameritech muni not- færa sér þá yfirburðastöðu sem Tele Danmark hefur á markaðnum. Varla verði um verðlækkun að ræða þegar hennar er ekki þörf. Danmörk og Bretland eru nú einu löndin í Evrópu þar sem símarekst- ur hefur verið einkavæddur að fullu. Til stendur að einkavæða rikis- símafyrirtæki í Frakklandi, á ítal- íu, i Ástralíu, Kína, Brasilíu og Suð- ur-Kóreu. Bara í Evrópu, Ástralíu og Kína er líklega um 30 milljarða dollara dæmi að ræða. Svo virðist sem alls staðar séu yf- irvöld að skella tólinu á símarekst- ur og feta í fótspor Dana, Þjóðverja, Breta og Japana sem þegar hafa einkavætt rikisrekin símafyrirtæki. Og símalínumar eru rauðglóandi vegna hringinga áhugasamra fjár- festa sem stökkva á hátt verðlögð hlutabréf þrátt fyrir viðvaranir um að það geti reynst hættulegt. Stærsta áhættan Ein stærsta áhættan sem þeir taka er sú að fyrrverandi einokunarfyr- irtækjum ríkisins mistakist að mæta vaxandi samkeppni frá nýjum og sveigjanlegri fyrirtækjum á með- an verið er að þvinga þau út á markaðinn. Sérfræðingar og sjóðstjórar í Ástr- alíu, þar sem opin samkeppni hófst í júlí síðastliðnum, eru þeirrar skoðunar að Telstra standi betur að vígi heldur en samkeppnisaðilarnir í Evrópu sem eru háðir meira eftir- liti stjórnvalda. Á það sérstaklega við um Frakkland. „Ástralir hafa að minnsta kosti sýnt hæfileika sinn til að stjórna í samkeppnisumhverfi. En sumir eru meira efins um símafyrirtækin í Evrópu,“ segir Martin Hickling sem er fjárfestingarstjóri fyrir banka- tryggingahópinn Colonial. „Ég tel að hlutirnir séu að breytast innan Evrópusambandsins en at- vinnumarkaðurinn í Evrópu er undir meira eftirliti stjórnvalda." Hlutabréfin í frcinska ríkissímafyr- irtækinu fara á 187 franka sem er 14 sinnum hærri upphæð en arðurinn er af hveiju hlutabréfi í ár. Það er minna en hjá Telstra þar sem hluta- bréfin seljast fyrir 17 sinnum hærri upphæð en arðurinn af hverju hlutabréfi verður. Franska ríkissímafyrirtækið hefur selt 23,2 prósent hlutabréfanna og fengið fyrir þau um 7 milljarða doll- ara. Talið er að áströlsk yfirvöld fái yfir 10 milljarða fyrir þriðjung hlutabréfanna í Telstra. Tap markaðshlutdeildar Það sem flest nýju einkavæddu símafyrirtækin eiga sameiginlegt er hættan á að tapa markaðshlutdeild eftir þvi sem samkeppnin eykst. Ekki er heldur talið ólíklegt að ein- hverjar ríkisstjómir vilji halda um stjórnvölinn, að meira eða minna leyti. Byggt á Reuter og Politiken FRABÆR AMERÍSK BARNAFÖT Á ÓTRÚLEGU VERÐI AMERISKUK MARKAÐUR Á ÞREMUR UÆÐUM ODYRARAEN I AMERIKU OG EVROPU NBA PEYSUR 3 LIÐ CHICAGO BULLS PRJÓNAHÚFUR CHAMPION FATNAÐUR & HOCKEY BÚNINGAR 1/2 VERÐ AMERÍSKIR JOGGING GALLAR / HLÆGILEGT VERÐ NY AMERISK QUEEN RÚM Á AÐEINS 65.000 kr. MEÐ ÖLLU (AÐEINS 6 STK.) AMERISKUR MARKAÐUR SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6 OPIÐ VIRKA DAGA 13.00 - 18.00 LAUGARDAGA 10.00 - 17.00 NIKE &ADIDAS ÍÞRÓTTASKÓR LÆGSTA VERÐ í EVRÓPU!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.