Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 22 sérstæð sakamál Foreldrum hennar leist ekki á eiginmanninn sem hún hafði valið sér. Þeir vöruðu hana við honum og sögðu: „Hann er þrettán árum eldri en þú, Renata. Það gengur um það orðrómur að hann sé ofbeldismaður og þreifí imdir pilsfaldinn á öllum konum. Þú getur ekki gifst honum.“ Sannleikurinn var sá að foreldrar Renötu höfðu mikið til síns máls, en eins og margt ungt fólk neitaði hún að taka mark á aðvörunum þeirra. Maðurinn sem hún gekk að eiga var þrjátíu og fjögurra ára, hét Horst Hegewald og var viðgerðarmaður. Hann bjó í litlum bæ skammt utan við Frankfurt am Main í Þýska- landi, og það fór ekki af honum gott orð. Margir þeirra sem sóttu krána „Goldene Koppel" gátu staðfest að honum var laus höndin. Þar hafði það margoft komið fyrir að gestir sem hann lenti upp á kant við gengu út með blóðnasir. Framhjáhald En Renata lét bæði orð foreldra sinna og kunningja sem vind um eyrun þjóta. Hún sagðist vera orðin tuttugu og eins árs og viija lifa líf- inu eftir eigin höföi. En staðreyndin var sú að hún valdi rangt. Maður- inn sem hún gekk að eiga var allt annað en sá sem hún hafði talið sér trú um. Og það liðu ekki margir mánuðir þar til hún fékk að heyra að hann hefði veriö henni ótrúr. Skömmu síðar fékk hún svo að kynnast því hvem mann hann hafði að geyma. Dag einn kom einn samstarfs- manna Horsts til Renötu og sagöi henni að hann hefði séð hann fara Skorinn á háls Horst Hegewald ar eftir vinnu. Á það féllust þeir. Og yfir nokkrum glösum af öli skýrðu þær Renata og Ute þeim síðan frá því við hvers kyns aðstæður þær byggju, og hvers konar maðiu- Horst Hegewald væri. Þeir Franz og Karl hlustuðu á frá- sögn þeirra, og fengu samúð með þeim. Þeir höfðu heyrt um ýmislegt misjafnt í fari margra manna, en sú framkoma sem þeir fengu nú að heyra um tók flestu fram sem þeir höfðu lesið um. Þegar þær Renata og Ute höfðu lokið lýsingu sinni varð þögn. Svo leit önnur kvennanna á annan tví- menninganna og sagði að vandinn yrði leystur ef Horst Hegewald hyrfi um alla tíð. Þeir Franz og Karl litu hvor á annan, en kinkuðu síðan kolli. Karl Rosenau hafði mikla samúð með Renötu, sem honum fannst hafa orðið iUa úti. Maður hennar væri haldinn kvalalosta og eina ráð- ið væri að ryðja honum úr vegi. Franz Scháll var einnig á því að binda þyrfti enda á ævi Allt kemst upp Rannsóknarlögreglumenn komu á vettvang von bráöar. Þeir girtu af svæðið, og tóku í sína vörslu tvær brotnar bjórflöskur. Þær voru með óvenjulegu merki, „Mauritius". Frá flöskufundinum var síðan greint í blöðum, og bar það skjótan árangur. Veitingamaður hringdi í lögregluna og skýrði frá því að hann hefði selt tvær svona flöskur tveimur mönn- um, sama dag og líkið af Horst Hegewald hefði fundist. Og veitinga- maðurinn gat gefið greinargóða lýs- ingu á mönnunum. Skömmu síðar voru þeir Franz og Karl handteknir og settir í gæsluvarðhald. Við fyrstu yfirheyrslur neituðu báðir mennimir að hafa framið morðið, en hvor um sig hélt því hins vegar fram að hinn væri morð- inginn. Þannig stóð málið um hríð, en engu að síður ákvað ákæruvald- ið að gefa út morðákæm á hendur þeim. Þótti ljóst að báðir hefðu ver- ið á morðstaðnum, því hvorugur gat komið með fjarvistarsönnun. Að auki var ljóst að þeir voru saman þegar þeir keyptu bjórflöskumar, og enn fremur var ljóst að þeir þekktu þær Renötu og Ute, en heim- ilisástæður þeirra höfðu nú verið dregnar fram í dagsljósið. Þær neit- uðu hins vegar að vita nokkuð um morðið. Horsts, en ástæðan var önnur. Honum leist vel á Ute, og gat hugsað sér að kvænast henni þeg- ar málið hefði verð til lykta leitt. Eftir fundinn á kránni ræddust þeir Franz og Karl nokkmm sinn- Ddmurinn Er réttarhöldin hófust neituðu þeir Franz og Karl hvor um sig að hafa myrt Horst Hegewald, en bám sem fyrr sakir hvor á annan. Þær ásakanir þóttu hins vegar ótrúverð- inn til konu sem byggi í újaöri bæj- arins. Þar hefði hann verið í nokkra klukkutíma. Og þetta hefði ekki ver- ið í eina sinnið. Horst væri fasta- gestur hjá konunni. Renata bar á mann sinn að hann hefði haldiö fram hjá henni. Hann svaraði ásökuninni með því að reka henni kinnhest. Þegar hún fór að gráta rak hann henni hnefahögg, svo að hún fékk ákafar blóðnasir. Þá henti hann til hennar handklæði og sagði að hún skyldi huga að eig- in málum, en láta sig í friði. Barsmíðar fyrir ástarleiki Horst hélt sínu striki. Atvikið milli þeirra hjóna breytti engu. Og hefahöggið varð Renötu áminning um að fara sér hægt því hana lang- aði ekki til að fá annaö. Eftir blóð- nasimar hafði nefið hólgnað mikiö. Horst gerði óvenjulegar kröfur til konu sinnar. Hún vann úti, og þeg- ar hún fékk greidd laun krafðist hann þess að hún afhenti sér upp- hæðina óskipta. Yrði einhver mis- brestur á því sló hann hana. Þá barði hann hana ætíð áöur en hann átti mök við hana. Og á sviði ástar- lífsins var hann kröfuharður. En það var sem hann nyti ekki ástar- leikjanna nema barsmíðar væm undanfarinn. Venjulega gekk þetta þannig til að hann skipaði henni úr öllum fotum. Síðan sagði hann henni að taka af sér gleraugun, „því þau geta brotnað og gleraugu kosta peninga". Dag einn kom Horst heim með aðra konu. „Hver er þetta?“ spurði Renata, og það gætti ótta í röddinni. „Þetta er ástkona mín,“ svaraði Horst. „Og hún mun búa hér fram- vegis. En halt þú kjafti. Ég vil engin mótmæli." Þennan dag flutti Ute Exner inn í íbúðina til Hegewald-hjónanna. Og hún var ekki ein síns liös, því henni fylgdu tvö böm, drengur og stúlka sem hún sagöist hafa átt meö Horst. Renata vissi ekki sitt rjúkandi ráð, enda hafði maöur hennar ekki sagt henni frá því að hann væri tveggja bama faðir. Og nú rann það upp fyr- ir eiginkonunni ungu að varúöar- orö foreldra hennar og kunningja hefðu ekki verið ástæðulaus. En nú var um seinan að taka mark á þeim. Henni fannst hún vera í víti, en hvað gat hún gert? Um það braut hún heilann, en það leið nokkur timi áður en hún taldi sig eygja lausn. Deildu svefnherberginu Þegar Horst vildi eiga mök við Ute varð Renata að víkja úr hjóna- rúminu. Og á meðan ástarleikurinn stóö yfir sat hún frammi í sófa og hlustaði á stunumar innan út svefn- herberginu. En því var eins farið þegar Ute átti í hlut og hún sjálf. Horst byrjaði á því að berja hana, svo fyrstu hljóðin sem heyröust voru ætíð sársaukakennd vein. Á eftir kom Ute svo stundum fram blá og marin. Ute vann ekki úti og var á fram- færslustyrk. Horst gerði engu að síður þá kröfu til hennar að hún af- henti sér allan styrkinn í hvert sinn sem hann kom til útborgimar. Ren- ata fylgdist með þessu og hugsaði með sér að í raun yrði Ute að þola alla þá smán og niðurlægingu sem hún þyrfti sjálf að þola. Á því sviði væri enginn munur á þeim tveimur. Þegar Renata hafði gert sér þetta ljóst hvarf henni afbrýðisemin sem hafði í fyrstu gert vart við sig. Hún fór að ræða við Ute á annan hátt en áður, og þar kom að þær uröu sam- mála um að allar aðstæður þeirra væru óþolandi og þær yrðu að grípa til einhverra ráða. Og að lokum gerðu þær áætlun. Málið kemst til umræðu Renata átti nokkra starfsfélaga sem hún hafði kynnst vel, en eink- um þó tvo þeirra, Franz Scháll, tutt- ugu og átta ára, og Karl Rosenau, tuttugu og sex ára. Þeir vissu aö Renata var gift, og virtu það, enda vissu þeir ekki hvemig ástæðumar á heimilinu vom, þótt það hefði ekki farið fram hjá þeim að stund- um sá á samstarfskonu þeirra. Dag einn kom Renata að máli við þá og spurði hvort þeir væru ekki til í að hitta hana og vinkonu henn- um við, og að lokum kom þeim sam- an um hvemig best væri að koma í framkvæmd þeirri hugmynd sem fæðst hafði á kránni. Nokkrum dögum síðar var maður að ljúka skokki á skógarstíg í Tau- ben-skógi. Hann var á leið að bíl sínum, en kom þá að líki af karl- manni. Það var illa leikið. Maður- inn hafði verið skorinn á háls, en að auki var hann með greinilega áverka á höfði. Skokkarinn flýtti sér að bíl sínum og gerði lögregl- unni aðvart. ugar og aðeins tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. Þeir voru fundnir sekir og fengu ævilanga dóma. Renate og Ute sluppu betur. Veij- andi hinnar fyrrnefndu hélt því fram að hún hefði fyllst örvæntingu og fyrir hvem mun viljað binda enda á það „djöfúllega samband“ sem hún hefði verið í. En af ótta við hefnd hefði hún ekki þorað að fara fram á skilnaö. Og í svipaðan streng tók verjandi Ute. Þær Renata og Ute fengu hvor um sig fjögurra ára fangelsisdóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.