Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Blaðsíða 11
13 V LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 11 Barnfóstra dæmd sek Réttarhöldin yfir bresku barn- fóstrunni Louise Woodward eru að baki. Bandarískur kviðdómur hefur dæmt hana seka fyrir morð að yfirlögðu ráði. Dómari mun að öllum líkindum dæmda Louise í ævilangt fangelsi í kjölfar niður- stöðu kviðdómsins sem er sam- kvæmt refsiramma. Þá á hún kost á reynslulausn eftir 15 ár en þá verður hún 34 ára. Niðurstaða kviðdómsins er að flestra mati réttarhneyksli. I kjölfarið velta menn fyrir sér hvort alvarlegir ágallar séu á bandarísku réttar- kerfi. Sjónvarpsráttarhöld Réttarhöldin yfir hinni 19 ára Louise Woodward hafa vakið mikla athygli. Þeim hefur verið sjónvarpað beint bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta skipti sem réttarhöldum þar sem breskur þegn er sakaður um morð er sjónvarpað beint þar í landi. í Bandaríkjunum njóta sjónvarpsréttarhöld sívaxandi vinsælda. Skemmst er að minnast réttarhcddanna yfir fótboltahetj- unni og kvikmyndaleikaranum O.J. Simpson sem öll heimsbyggð- in fylgdist með. Einn af verjend- um hinnar ungu bamfóstru er einmitt Barry Scheck sem tók þátt I að verja O.J. Simpson. Louise Woodward er fædd og uppalin í bænum Elton á Englandi. Verjendur hennar hafa lýst henni sem guðhræddri fyrir- myndarstúlku sem hafi staðið sig vel í skóla. Louise var haldin æv- intýraþrá og sótti um sem bam- fóstra, eða au pair, á heimili Eappen-hjónanna sem búa í grennd við Boston. Au pair em ungmenni, oftast stúlkur, sem vinna fyrir uppihaldi á heimili er- lendis með húsverkum og bama- gæslu og fá jafnframt tækifæri til að kynnast landinu og læra málið. Til þess var Louise komin til Bandaríkjanna. í Bandaríkjunum er það mjög vinsælt að ráða bam- fóstm frá Englandi og hefur það verið skýrt með þeim hætti að Bandaríkjamenn séu svo hrifnir af ímynd hinnar fjörmiklu og traustu bresku barnfóstru úr kvikmyndinni Mary Poppins. Alvarlegir áverkar Eappen-hjónin em bæði lækn- ar. Þau áttu tvo unga syni, sá yngri, Matthew, var 9 mánaða og sá eldri, Brandon, tveggja ára þeg- ar Louise réðst i vist til fjölskyld- unnar í nóvember á siðasta ári. Þegar Louise hafði dvalið á heimilinu í 11 vikur var yngri drengurinn fluttur í ofboði á sjúkrahús með aívarlega höfuðá- verka. Hann var settur í öndunar- vél og lést nokkrum dögum síðar. Gmnsamlegir áverkar fundust á höfði Matthews og var Louise sök- uð um aö vera völd að dauða hans. Henni var gefið að sök að hafa hrist bamið og slegið höfði þess í baðherbergisgólfið á heim- ili hjónanna með þeim afleiðing- um að hann höfuðkúpubrotnaði og það blæddi inn á heilann. Sak- sóknarinn í málinu lýsti Louise sem áhugalausri bamfóstm sem aðallega hefði haft áhuga á nætur- lifinu í Boston. Til marks um þetta hefði hún falsað persónu- skilríki sín til að komast inn á skemmtistaði og brotið bann hjón- anna um að nota símann. Hún hefði hreinlega verið orðin þreytt á stöðugum gráti barnsins og misst stjóm á sér. Louise neitar því alfarið að hafa lagt hendur á bamið. Hún segir aö Matthew litli hafi verið mjög undarlegur þennan dag og sofið mikið. Hún hafi komið að honum er hann virtist eins og i Laugardagspistill Elín Hirst dái og reynt að hrista hann til að vekja hann. Sekt vafamál Það þykir renna stoðum undir framburð Louise að læknar héldu því fram við réttarhöldin að áverkar á höfði bamsins gætu verið allt að þriggja vikna gamlir. Einnig fannst spmngið bein í úln- lið sem gæti bent til þess að Matt- hew hefði orðið fyrir slysi. Ekki hefði verið upplýst í réttarhöldun- um hver raunveruleg orsök fyrir dauða Matthews var. Einnig þyrfti að rannsaka hugsanlegan hlut foreldra að málinu. Þá hefur verið bent á þann möguleika að tveggja ára bróðir Matthews hefði getað skaðað bróður sinn. Einnig vekur furðu að enginn hafi tekið eftir áverkunum á höfði Matthews hvorki Louise né foreldrarnir sem bæði era læknar. Með þessum framburði lækn- anna töldu verjendur Louise Woodward að fram hefði komið að mikill vafi léki á sekt hennar. Þar með væri tryggt að Louise yrði dæmd saklaus og höfð í heiðri sú meginregla í réttarfari að allan vafa skuli túlka sakborningi í hag. Tóku áhættu Verjendur Louise tóku þvi þá áhættu undir lok réttarhaldanna að setja kviðdómnum afarkosti. Annaðhvort skyldi hún dæmd sek eða saklaus fyrir morð að yfir- lögðu ráði í stað þess að kviðdóm- ur gæti annaðhvort dæmt hana fyrir morð eða manndráp af gá- leysi. Ákvörðunin var tekin þar sem verjendur Louise töldu ljóst að ekki hefðu komið fram nægi- legar sannanir í málinu til þess að hún yrði dæmd sek. í kjölfar dómsins yfir Louise hafa verjendur hennar lýst því yfir að þeir muni berjast fyrir því að réttlætið nái fram að ganga í þessu máli þó það taki þá ævina. Þeir segjast ekki efast um sak- leysi hennar. Louise hafi gengið undir lygapróf hjá færasta sér- fræðingi Bandaríkjanna og staðist það með prýði. Ekki fékkst hins vegar leyfi til að leggja fram nið- urstöðumar í réttarhaldinu. Alþýðudómstóll Á þjóðveldisöld voru kviðdóm- ar starfandi á íslandi. Margar ald- ir em síðan það kerfi var aflagt. Hér á landi em dómar nú kveðnir upp af dómurum sem hafa til þess reynslu og menntun auk þess að haifa lög og dómafordæmi til að styðjast við. í bandaríska kvið- dóminum em í raun leikmenn að störfum sem dómarar. Kviðdómur er því nokkurs konar alþýðudóm- stóll þar sem hinn ákærði verður að eiga örlög sín undir fólki úti í bæ. Erfitt er að útiloka að annarleg sjónarmið, eins og til dæmis kyn- þáttafordómar, hafi áhrif á niður- stöðu kviðdóms. í þessu sambandi má velta því fyrir sér hvort sú niðurstaða kviðdóms að sýkna O.J. Simpson hafði eitthvað með það að gera að hann var þjóðhetja í Bandaríkjum vegna frækilegra íþróttaafreka. I máli Louise Woodward sátu 12 manns i kviðdómi. Niðurstaða kviðdómsins verður að vera sam- hljóða. Lög i Bandaríkjunum leyfa að dómarinn taki sér vald sem 13. kviðdómarinn og breyti niður- stöðu hans. Það gerist þó afar sjaldan. Kviðdómendum er haldið algerlega einangruðum frá um- heiminum á meðan á réttarhöld- um stendur. Þeir mega ekki fylgj- ast með fjölmiðlum og mega ekki ræða efnisatriði málsins nema í sínum hópi. Fjölmiðlafár eins og kringmn mál Louise Woodward skerðir mjög möguleikann á hlutlægu mati kviðdómsins. Ekki er hægt að tryggja einangrun hans. Sem dæmi var tekið að á hóteli því sem kviðdómendur í máli Louise Woodward dvöldu á meöan á rétt- arhöldunum stóð hefði verið fjöldi sjónvarpstækja bæöi á göngum og í anddyri á meðan kviðdómendur voru í fjölmiðlabanni. Á meðan kviðdómurinn gerði upp hug sinn varðandi sekt eða sakleysi Louise Woodward komu foreldrar drengsins fram í tilfinninga- þrungnu viðtali í beinni útsend- ingu á sjónvarpsstöðinni CBS og sögðust vissir um að hún hefði banað syni þeirra. Kviðdómurinn var þeim sammála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.