Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Blaðsíða 51
T>V LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 afmæli« Til hamingju með afmælið 2. nóvember 80 ára Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Sléttuvegi 11, Reykjavík. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum á Grand Hóteli á afmælisdaginn, sunnud. 2.11. kl. 16.00-18.00. Kristín Hannesdóttir, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. 75 ára Ingólí'ur Bjarnason, Hlemmiskeiði I, Skeiðahreppi. Margrét Kristinsdóttir, Austurvegi 17, Seyðisfirði. Ólöf Jóhannsdóttir, Gautlandi 19, Reykjavík. 70 ára Jón Hilmar Ólafsson, Æsufelli 4, Reykjavík. Jóna K. Gunnarsdóttir, Austurvegi 5, Grindavík. Ólöf Jóhannsdóttir, Pálmholti 12, Þórshöfh. Sigurður S. Waage, Laugarásvegi 28, Reykjavík. 60 ára Jón Helgason, Heiðvangi 7, Heliu. Ragnheiður Kristjánsdóttir, Flétturima 4, Reykjavík. Sigurður V. Ólafsson, Veghúsum 31, Reykjavík. 50 ára HaUdór Sigurðsson skólastjóri, Hjaliabraut 12, Þorlákshöfn. Eiginkona hans er Ester Hjartardóttir. Þau taka á móti gestum í Félagsheimilinu í Þorlákshöfn í dag, laugard. 1.11., kl. 16-20. Gísli A. Friðgeirsson, Kleppsvegi 38, Reykjavík. Hrefna Magnúsdóttir, Holtsgötu 29, Sandgerði. Sigurður Sigfússon, Vik, Staðarhreppi. 40 ára Guðbjörg Hauksdóttir, Holtagötu 5, Drangsnesi. Jóninna Huld Haraldsdóttir, Hellum, Andakílshreppi. Jónína Jóhannsdóttir, Bólstaðarhlíð 48, Reykjavík. Ragnar Kristinn Ámason, Helgubraut 29, Kópavogi. ’FWTTWWl Smáauglýsinga DV er opin: • virka daga kl. 9-22ff • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Skilafrestur smáauglýsinga er fyrir kl. 22 kvölaið fyrir birtingu. Attl. Smáauglýsing í Helgarblaö DV veröur þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. Smáauglýsingar 550 5000 Jón Sigurbjörnsson Jón Sigurbjömsson, leikari og söngvari, Helgustöðum í Biskups- tungum, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jón fæddist að Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi en ólst upp í Borgar- nesi. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Reykvikinga 1941, stundaði leiklistamám hjá Lámsi Pálssyni 1944-45, fór til Bandaríkj- anna, stundaði leiklistamám við The American Academy og Drama- tic Arts í New York City og lauk þaðan prófum vorið 1948, stundaði jafnframt söngnám í New York sam- hliða leiklistarnáminu, stundaði söngnám í Mílanó og í Róm á Ítalíu 1951-54 og stundaði söngnám hjá Sigurði Demetz árum saman á ís- landi. Jón hóf leiklistarferil sinn sem Hóraz i Hamlet hjá Leikfélagi Reykjavíkur vorið 1949. Hann lék þar síðan næstu árin og var formaður Leikfélags Reykjavíkur 1956-59. Jón var fastráðinn leikari við Þjóðleikhús- ið 1960-67 að undan- skildum árunum 1964 og 1965 er hann var ráð- inn til Óperannar í Stokkhólmi. Hann var síðan fastráðinn leikari við Leikfélag Reykjavík- ur 1967-92. Jón flutti úr Reykjavík og að Helgustöðum í Biskupstungum 1992 og hefur átt þar heima siðan. Jón var formaður Félags ís- lenskra leikara á árunum 1961-63. Fjölskylda Jón kvæntist 15.12. 1956 Þóra Friðriksdótt- ur, f. 26.4. 1933, leikkonu. Hún er dóttir Friðriks Ólafssonar, skólastjóra Sjómanna- skólans í Reykjavík, og k.h., Láru Sigurðardótt- ur húsmóður. Jón og Þóra skildu. Dætur Jóns og Þóru era Lára Jónsdóttir, f. 11.7. 1957, unglingaráð- gjafi hjá Rauða krossi íslands, bú- sett i Hafnarfirði, og á hún tvö böm; Kristín, f. 4.6. 1965, kennari á Flúð- um í Hrunamannahreppi, búsett í Syðra-Langholti. Bróðir Jóns var Halldór, f. 17.12. 1920, d. 7.12. 1979, verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga í Borg- arnesi. Foreldrar Jóns vora Sigurbjörn Halldórsson, f. 19.10. 1873, d. 2.3. 1948, verkmaður í Borgamesi, og Ingunn Kr. Einarsdóttir, f. 28.6. 1896, d. 19.9. 1986, húsmóðir og verkakona. Ætt Sigurbjöm var fæddur að Gunn- arsstöðum í Þistilfirði, sonur Hall- dórs Kristjánssonar og Kristínar Árnadóttur. Ingunn var dóttir Einars Jón- atanssonar að Tannstaðabakka í Hrútafirði og Katrínar Böðvarsdótt- ur frá Hrútatungu. Fósturforeldrar Ingunnar voru Jón Brandsson og Ólína Ólafsdóttir á Tannstöðum. Jón er að heiman. Jón Sigurbjörnsson. Gunnhildur Hrólfsdóttir Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöf- undur, Vesturbergi 15 í Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Gunnhildur fæddist í Vest- mannaeyjum og átti þar heima fram að eldgosi 1973. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla Vestmannaeyja 1964 og al- mennu verslunarprófi frá öldunga- deild FB 1993. Gunnhilduf vann við fisk- vinnslu og á barnaheimili í Eyjum. Hún bjó í Mosfellssveit í mörg ár og vann þar á barnaheimilum, síð- ustu þrjú árin sem forstöðumaður á Hlaðhömrum. Þá var hún af- greiðslugjaldkeri hjá Mosfells- hreppi. Hún flutti til Reykjavikur og starfaði hjá Flugleiðum í milli- landafrakt, sem ritari á tækni- deild og síðast í viðskiptamanna- bókhaldi. Árið 1980 hlaut Gunnhildur verðlaun Ríkisútgáfu námsbóka fyrir sína fyrstu bók, Undir regn- boganum. Síðan hefur hún skrifað margar bækur sem flestar hafa verið gefnar út af Máli og menn- ingu. Einnig hefur hún skrifað smásögur og leikrit. Gunnhildur var formaður Kven- félags Lágafellssóknar 1978-80, hef- ur verið virk í Síung, sem er hóp- ur bama- og unglingabókahöfunda í Rithöfundasambandinu, var í mörg ár í ritnefnd IBBY og vara- formaður IBBY 1995-97, og hefur verið í inntökunefnd Rithöfunda- sambandsins. Gunnhildur giftist 1966 Jóhanni Stefánssyni húsasmið. Þau skildu. Synir Gunnhildar og Jóhanns era Ólafur Hrafn f. 6.10. 1964, arkitekt í Colorado í Bandaríkjunum, kvæntur Þóra Einarsdóttur og er dóttir þeirra Gunnhildur Eva, f. 9.4. 1993; Stefán f. 1.3. 1970, nemi í rafmagnstækni- fræði í Óðinsvéum í Danmörku, kvæntur Eyrúnu Baldvinsdóttur en þeirra synir eru Bjarki, f. 27.7. 1993, og Viðar, f. 2.9.1997; Kári, f. 1.4. 1976, nemi í við- skiptafræði í HÍ. Gunnhildur giftist 31.12. 1987 Finni Eiríks- syni, f. 7.2. 1949, prent- smið hjá Morgunblaðinu. Hann er sonur Unu Eyjólfsdóttur frá Sólheimum i Laxárdal í Dalasýslu og Eiríks Sigfússonar frá Stóru- Hvalsá í Hrútafirði í Strandasýslu. Alsystkini Gunnhildar era Andri, f. 29.3.1943, forstöðumaður markaðs- sviðs Visa; Ingólfur, f. 23.5.1946, yfir- verkfræðingur hjá Hitaveitu Reykja- víkur; Bryndís, framkvæmdastjóri Arnarbergs. Hálfbræður Gunnhildar, sam- feðra, eru Sveinn f. 12.1. 1961, húsa- smiður; Daði, f. 30.3. 1963, gæðastjóri fiskaf- urða hjá SH; Amar Þór f. 11.2.1968, glerskurðar- maður. Stjúpsystir Gunn- hildar, dóttir Hrefnu Sveinsdóttur, f. 28. 11. 1929 i Vík í Mýrdal, seinni konu foður henn- ar, er Elsa Þorsteins- dóttir, f. 19.10. 1949, full- trúi á Droplaugarstöð- um. Foreldrar Gunnhildar voru Hrólfur Ingólfsson, f. á Vopna- firði 20.12. 1917, d. 31.05. 1984, bæjar- gjaldkeri og framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum, bæjarstjóri á Seyð- isfirði og sveitarstjóri í Mosfellssveit, og f. k.h., Ólöf Andrésdóttir, f. i Stóru- Breiðuvík við Reyðarfjörö 1.12. 1920, d. 23.5. 1959, húsmóðir. Gunnhildur og Finnur taka á móti ættingum og vinum í dag, kl. 16-18 í húsi Rithöfundasambandsins Dyngjuvegi 8 (Gunnarshúsi). Gunnhildur Hrólfsdóttir. Kristján Karl Linnet Kristján Karl Linnet garðyrkju- maður, Skipasundi 11, Reykjavík, er fertugur í dag, Starfsferill Kristján fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Kleppsholtinu. Hann lauk stúdentsprófi frá MT 1977, stundaði nám i íslensku og rússnesku við HÍ í nokkur ár og útskrifaðist frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1988. Kristján hefur starfað við garð- yrkju frá 1982, fyrst hjá Einari Þorgeirssyni skrúðgarðyrkju- meistara en frá 1989 hjá Kirkju- görðum Reykjavíkurprófastsdæm- is. Hann er nú verkstjóri i Gufu- neskirkjugarði. Fjölskylda Kristján kvæntist 22.5. 1994 Sig- riði Önnu Guðbrandsdóttur, f. 6.1. 1960, framhaldsskólakennara. Hún er dóttir Guöbrands Jakobssonar, f. 17.6. 1924, d. 28.4. 1993, skrifara, og Kristínar Jónasdóttur, f. 1.10. 1916, matráðskonu. Dóttir Kristjáns frá fyrrv. sam- búð og Sigrúnar Finnsdóttur er Elín Kristjánsdóttir Linnet, f. 10.3. 1982. Dóttir Kristjáns og Sigríðar Önnu er Kristín Lilja Linnet, f. 2.9. 1992. Albróðir Kristjáns er Sigurður Karl Linnet, f. 14.1.1959, lagermað- ur í Reykjavík. Hálfsystur Kristjáns, sam- mæðra, eru Sigurlaug Júlíusdóttir, f. 9.5. 1951, talsimakona í Reykja- vík; Helga Júlíusdóttir, f. 5.6. 1952, myndlistarkennarH Reykjavík. Foreldrar Kristjáns eru Stefán Karl Linnet, f. 19.11. 1922, loft- skeytamaður í Reykjavík, og Elín Sigurðardóttir, f. 5.4.1930, húsmóð- ir. Ætt Stefán er sonur Júlíusar Krist- jáns Linnet, bæjarfógeta og skálds (hafði skáldaheitið Ingimundur), og Jóhanna Júlíusdóttir Linnet hús- móðir. Elín er dóttir Sigurðar Guðnason- ar, bónda og verkamanns, og Krist- ínar Margrétar Ámadóttur húsmóð- ur. Kristján tekur á móti gestum að Sléttuvegi 17, milli kl. 16.00 og 19.00 i dag. Olafur Jón Jónsson Ólafur Jón Jónsson, bóndi að Teygingalæk í Skaftárhreppi í Vest- ur-Skaftafellssýslu, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Ólafur fæddist í Teygingalæk, ólst þar upp og hefur átt þar heima alla tið. Hann var einn mánuð í barna- skóla í Múlakoti, lauk barnaskóla- nám í foreldrahúsum, stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi 1947. Ólafur hefur verið bóndi í Teyg- ingalæk frá 1947. Ólafur hefur tekið þátt í félags- störfúm og sinnt trúnaðarstörfum fyrir sina sveit, m.a. í búnaðarfélag- inu þar, sauðfjárræktarfélaginu auk þess sem hann hefur setið í hrepps- nefnd. Fjölskylda Ólafur kvæntist 25.1. 1953 Svein- björgu Gróu Ingimundardóttur, f. á Melhól í Meðallandi 2.1. 1931, hús- freyju. Hún er dóttir Ingimundar Sveinssonar bónda og Valgerðar Ingibergsdóttur húsfreyju. Böm Ólafs og Sveinbjargar eru Valgeir Ingi Ólafsson, f. 29.11. 1952, búsettur i Reykjavík; Margrét Ólafs- dóttir, f. 13.1. 1954, búsett í Reykja- vík. Systkini Ólafs eru Sigríður Jónsdóttir, f. 1.4. 1929, búsett að Prestbakka; Ólöf Jóns- dóttir, f. 24.9. 1930, bú- sett í Reykjavík; Elín Jónsdóttir, f. 28.3. 1926, búsett í Kópavogi. Foreldrar Ólafs voru Jón Jónsson, f. 25.6. 1884, d. 21.10. 1961, bóndi að Teygingalæk, og k.h., Guðríður Auð- unsdóttur, f. 31.8. 1887, d. 31.1. 1975, húsfreyja að Teygingalæk. Ólafur Jón Jonsson. Ætt Jón var sonur Jóns, b. á Teygingalæk, Jónsson- ar og k.h., Ólafar Bergs- dóttur húsfreyju. Guðríður var dóttir Auðuns Þórarinssonar, b. í Eystri-Dalbæ, og k.h., Sigríðar Sigurðar- dóttur húsfreyju. Ólafur verður með heitt á könnunni eftir hádegi á afmælisdaginn, sunnudaginn 2.11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.