Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Síða 16
LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 JL>V 16 viðtal 'k Margrét Pála Olafsdóttir fékk jafnréttisverðlaun Jafnréttisráðs fyrir Hjallastefnuna „Fyrir mig eru þessi verð- laun fyrst og fremst feikileg viðurkenning á því að að- ferðin kynjaskipting er ekki bara sérviska mín heldur fagaðferð sem ber að skoða. Fyrir leikskólann er þetta hvatning, bæði fyrir starfs- fólkið og foreldrana, og ég vona að verðlaunin megi verða til þess að opna leik- skólanum dyr hér í Hafnar- flrði,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Hjalla i Hafnarfirði. Hún fékk á dögunum jafnréttis- verðlaun Jafnréttisráðs fyr- ir Hjallastefnuna svoköll- uðu. „Hjallastefnan er heild- stætt leikskólamódel um það hvernig eigi að starfa að og reka leikskóla frá fyrsta til síðasta atriðis. Stór hluti módelsins, og jafnframt sá sem vakið hef- ur mesta athygli, er kynja- skiptingin. Að auki felur stefnan í sér aðra þætti eins og opinn efnivið í stað leikfanga, sérstaka hegðun- arkennslu og ýmislegt fleira óvenjulegt," segir Margrét Pála. Aðspurð hversu langt kynjaskiptingin gangi segir Margrét að börnin séu að- skilin meirihluta dagsins. Þau hittist þó reglubundið á hverjum degi til þess að styrkja þau og þjálfa i því að koma saman og vinna sam- an á jákvæðan hátt. Alger aðskiln- aður segir hún einungis myndi búa til nýjar skekkjur. Það sé vitaskuld ekki markmiðið. Hinn frægi bróðurpartur „Með kynjaskiptingunni ætlum við að veita bæði stúlkum og drengj- um réttlátan hlut af skólanum. Það hefur m.a. sýnt sig að drengir hafa hinn fræga bróðurpart af öllu því sem skólakerfið býður upp á. Þeir hafa 75-80% af allri athygli, leið- sögn, hvatningu, kennslu, tíma til að tala og plássinu í skólastofunni og á leiksvæðinu. Þetta hafa rann- sóknir til 25 ára sýnt og menn deila ekki um,“ segir Margrét og bætir við að undantekning á þessu finnist ekki, nema ef vera kynni í bekk með 25 stúlkum og 3 drengjum. Þá sé bara búið að snúa dæminu við og það sé lítið skárra. Leikskólastjórinn segir að lengi vel hafi verið litið svo á að stúlk- urnar væru að tapa á þessu, og vissulega sé það svo, en að drengirnir væru að græða. Á þeim forsendum hafi hin pólitísku menntayfirvöld haldið áfram að blanda í bekki. Á seinni árum hafi þeim hins vegar fjölgað sem hafi átt- Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Hjalla í Hafnarfiröi, segir aö fordómar gagn- vart Hjallastefnunni hafi vissulega gert vart viö sig í upphafi. Mun minna sé þó um þá DV-myndir E.ÓI. nuna. að sig á þvi að strákamir séu líka að tapa. „Stór hluti af öllum tíma og aiiri þeirri athygli sem þeir fá fer í skammir og neikvæða athygli. Þeir eru þjálfaðir í að taka meira en þeim ber, á kostnað stelpnanna auð- vitað, og okkur hér finnst það ekki æskileg þróun. Ég veit að foreldrun- um finnst það ekki heldur." Annað sem Margrét nefnir í þessu samhengi er einokun kynj- anna á hefðbundnum hlutverkum. Hún segir þau strax á þriðja ald- ursári vera komin með mótaða kynímynd, þ.e. hvemig þau eigi að haga sér þegar þau komi í hópinn. Bæði kynin breytast „Ég veit að fólki finnst þetta ótrú- legt. Staðreyndin er samt sú að bæði kyn einoka leiki og verkefni sem tilheyra þeirra kyni. Strákam- ir eru í bílunum, jámbrautarlest- unum, körfuboltanum, í hreyfing- unni og hávaðanum og látunum. Þeir eru sjálfstæðir, hressir og frá- bærir. Engin stelpa reynir að slá strákana út í þessu. Á útisvæðum leika stelpurnar sér undir veggjun- um, í homunum, með litlu skófluna í sandkassanum á meðan þeir em á Hvert barn á sinn reit þar sem þaö sest ef til þess er ætlast. Petta er gert til þess aö skapa reglu og aga. Þau þurfa þá ekki aö rffast um pláss eöa öll aö sitja hjá leikskólakennaranum. reynsla hennar með böm- unum sem hafi sannfært hana algerlega um að blönd- unin gengi ekki og kynja- skipting væri eina rétta leiðin. Undirritaður setur upp gagnrýnissvipinn og spyr hvort ekki sé beinlínis verið að reyna að þurrka út muninn milli kynjanna. Hvort ekki sé veriö að reyna að draga strákana nær stelpunum og öfugt. „Ég velti því mikið fyrir mér til að byrja með hvort með þessari kynjaskiptingu væri verið að teygja sjálfs- myndina í eina átt og draga úr henni annars staðar. Á fáum mánuðum sannfærðist ég þö um að með þessum aö- ferðum væmm viö að breikka sjálfsmyndina til beggja átta. Stelpumar eru stoltari og sterkari stelpur og jafnvel prinsessulegri á stundum en almennt gengur og gerist.“ Margrét segir þaö sama eiga viö um strákana. Feiki- leg áhersla sé lögð á að aga þá, kenna þeim vináttu og nálægð, strjúka og hugga vini sina og annað slíkt. Um leið séu þeir ótrúlega miklir strákar og hávaðasamir í hetjuleikjunum. „Vissulega hafa margir fordóm- ar gagnvart okkur legið einmitt þama. Sumir hafa talið að við vildum að stelpumar yrðu eins og strákar og strákamir eins og stelpur. Einhver skömn verður hér en aðalmálið er að kynin verði stolt af því sem þau em. Þau eru vissulega ólík,“ segir Margrét. grofun- um. Inni finnast þær í dúkku- króknum, púslinu, perlunum, teikning- unni, eru syngjandi, að- stoöa fóstr- pá 09 Ó9n' þótt Þekki misráttið umar og eru elskulegar, góð- ar, prúöar og frábærar. Fjöl- margar rann- sóknir sýna að þetta eru þau svið sem kynin einoka. Jafnframt einoka þau þá eiginleika sem tilheyra þeirra kyni. Gegn þessari einokun viljum við vinna.“ Margrét segir að með því að hafa börnin aðskilin hverfi þessi ein- okun á fáum vikum. Stelpur sem áður beittu sér ekki í hreyfingu geri það um leiö og strákarnir hverfi úr sjónmáli. Eins sé það meö strákana. Þeir sem áður hafi ekki verið tilbúnir til þess aö sitja og teikna og wótt V>ot vinna einhverja finvinnu geri það glaöir um leið og stelpumar séu famar. „Mín reynsla í blönduninni var að standa mitt á milli og reyna hvað ég gat fyrir bæði kyn. Stúlkumar þurfti að hvetja og styrkja einstak- lingslega en strákana þurfti frekar að stoppa og veita meiri félagsþjálf- un. Ég endaöi yfirleitt í miðjunni í einhveiju meðaltalsuppeldi. Það er Pn6^hnS®W nÖ. NOU a einmitt það sem blandað skólakerfi gerir, býður upp á meðaltalsuppeldi. Við viljum að einn leikskólakennari geti gengið beint að stelpunum og þeirra þörf- um á meöan hann veit að annar er að sinna strákunum.“ Ekki eitt kyn Hjalli hefur starfað í átta ár og Margrét segir að það hafi verið Aðspurð hvort sú stað- reynd að hún sé samkyn- hneigð hafi ýtt undir for- dóma segir hún það að minnsta kosti ekki hafa orðið aðferðafræðinni til framdráttar. Hún segist hafa heyrt um það kjaftasögur og jafhvel lesið það á prenti aö hún færi þessa leið í uppeld- ismálunum vegna þess að nú ætlaði hún að gera alla samkynhneigða. „Sem lesbía þekki ég mis- réttið mjög vel. Ég hef fundið það brenna á eigin skinni og því er jafn- réttið engin klisja fyrir mér, eitt- hvaö sem bara á að ræða um á hátíð- arstund- \ \a9' um eða 1 setja inn i lögbundin markmið skólakerfisins og gera svo ekkert meira með það. í mínum huga er þetta barátta fyr- ir lífinu og mér því mikið kapps- mál. Ég hugsa að ég hefði ekki lagt jafnt hart að mér við þessar jafn- réttishugsjónir ef ég hefði ekki fundið brunann á eigin skinni,“ segir Margrét Pála og bætir við að fordómafullu fólki hafi fækkað. Fólk hafi í æ ríkara mæli sett upp skynsemisgleraugun gagnvart þessu starfi. Sex leikskólar hafi enda þegar tekið upp Hjallastefn- una að öllu leyti og margir aðrir I I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.