Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Qupperneq 26
LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 DV 26 'íunglingar________________________________________________________________ Hugljúfir sælkerar í Menntaskólanum í Kópavogi: : I Fjölmargir nemendur Mennta- skólans í Kópavogi fjölmenntu á svokallað ostakvöld sem haldið var í húsakynnum skólans í fyrrakvöld. Ostaklúbbur nemenda- félagsins stóð fyrir uppákomunni en klúbburinn hefur tvisv- ar áður staðið fyrir osta- kvöldi með góðum árangri. Forsvarsmenn klúhhsins eru Vignir Rafn Valþórsson og Sigurður Grétar Ólafsson, ókrýndir ostameistarar skólans. MK-ingar fengu að bragða á fjölmörgum teg- undum osta frá Osta- og smjörsölunni, allt frá venju- legum smurostum til gæða- osta á borð við camembert og Stóra-Dímon. Kræsingunum var svo rennt niður með óá- fengri bollu. Rauðvínið bíður seinni tíma! Að sögn Hreiðars Oddssonar, formanns hátiðarnefndar nem- endafélagsins, voru þær einar kröfur gerðar til gestanna að þeir mættu snyrtilega klæddir og í góðu skapi. Og væru búnir að borga félagsgjöldin! „Stemningin var mjög rómantísk og yfirveguð með kertaljósum og öðru tilheyrandi. Ég er kominn af mikilli ostafjölskyldu en þaö kom mér á óvart hvað bragðsterku ost- amir voru vinsælir. Við tilheyrum greinilega vaxandi ostakynslóð," sagði Hreiðar en hann taldi að um 100 manns hefðu komið á ostakvöldið. Auk þess að gæða sér á ostum og kexi af girnilegu hlaðborði fengu gestimir að heyra hugljúft undir- spil á píanó sem Albert Guðmann Jónsson galdraöi af fingram fram. Sigurður Grétar var sammála Hreiðari um að vel hefði tekist til. Tinria veeri nán. —* ni °y*s*6ttu, ^ *rynjó^°nursi^J*tthún ó\afssono9 v,9nWS^ . siguröor GtJJ®\auí o9 ^mar Pór w °'H", íwv"*' rn*»u * *' Vaiþórsson- ostap'nnum- Ostakvöldin væru komin til að vera. Hann sagði klúbbinn næst standa fyrir „litlu ostajólunum“. Ostakvöldin eru komin til að vera í MK. Sannarlega sniðugt hjá þeim í Kópavoginum. Nokkrir af góðvinum ostaklúbbsins stilltu sér upp fyrir Ijósmyndara DV, vel saddir eftir osta- veisluna. Ostahlaöboröiö svignaði undan kræsingunum og óáfenga bollan þótti mjög bragögóö. ser tii Vlnstri, 0g 0/f hliðin Eva Dögg Jónsdóttir fegurðardís: Langar mest til að hitta leikarann Tom Cruise „Mér gekk vel og það var auðvit- að æöislega gaman þama úti,“ seg- ir Eva Dögg Jónsdóttir, 18 ára Ak- ureyringur og fegurðardís, sem. lenti mjög ofarlega í keppninni um ungfrú Norðurlönd 1998 i Finn- landi á dögunum. Dagmar íris Gylfadóttir varð sem kunnugt er hlutskörpust i keppninni. Eva Dögg varð í fjórða sæti i Feguröarsamkeppni íslands sl. vor eftir að hafa verið í 2. sæti í keppn- inni um ungfrú Norðurland. Hún segist hafa nóg að starfa í fyrir- sætustörfum. Kemur fram á mörg- um tískusýningum, norðan heiða sem á höfuöborgarsvæöinu. -bjb Fullt nafn: Eva Dögg Jónsdóttir. Fæðingardagur og ár: 11. septem- ber 1979. Kærasti: Birgir Brynleifsson. Böm: Engin. Bifreið: Hef afnot af þremur. Starf: Vinn í Gleraugnaþjónust- unni á daginn og er nemi í Förðun- arskóla Akureyrar á kvöldin. Laun: Trúnaðarmál. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei, aldrei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Hafa það gott með kærasta og vinum, borða góðan mat, skemmta mér og ferðast er- lendis. Hvað tinnst þér leiðinlegast að gera? Að hafa ekkert fyrir stafni. Uppáhaldsmatur: Jólarjúpurnar hennar mömmu og kjöt í karríi. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Hvaða fþróttamaður stendur fremstur í dag? Jón Amar Magn- ússon. Uppáhaldstimarit: Vogue og Nýtt líf. Hver er fallegasti karl sem hef- ur séð, fyrir utan kærastann? Tom Craise. Ertu hlynnt eða andvíg ríkis- stjóminni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Tom Craise. Uppáhaldsleikari: Bruce Willis. Uppáhaldsleikkona: Michelle Pfeiffer. Uppáhaldssöngvari: Elton John. Uppáhaldsstjómmálamaður: Enginn sérstakur. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hómer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðar kvikmyndir. Uppáhaldsmatsölustaður/veit- ingahús: Fiðlarinn. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Eitthvað eftir Halldór Laxnes kæmi til greina. Hver útvarpsrásanna tinnst þér best? Frostrósin á Akureyri en í Reykjavík er þaö FM 95.7. Uppáhaldsútvarpsmenn: Dabbi Rún. og Siggi Rún. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Val- gerður Matthíasdóttir. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Astró. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KA. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtlðinni? Klára stúdentinn Ferðaðist um Austurland með og fara í frekara nám, þá í fórðun kærastanum. eða snyrtifræði. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? 'smmmmmm I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.