Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Side 14
u fýrir 15 árum LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1997 Hmmtán ár liðin frá því Marteinn Geirsson hætti með knattspyrnulandsliðinu: METSÖLUBÆKUR Eins gott að ég hætti - segir Marteinn sem sleit hásin skömmu síðar! „Nei - ég leik aldrei aftur meö landsliðinu!" Þannig hljómaði for- síðufyrirsögn á viðtali sem Sigmundur Emir Rún- arsson tók við Mart- ein Geirs- því ekki hægt að pína mig til að skipta um skoðun.“ Marteinn lék hluta sumars með Stoltir foreldrar fyrir fimmtán árum meö yngsta afkvæmiö, hana írisi Dögg, en... DV-mynd GVA næstu tvö sumur þjálfaði hann og lék með Viði í Garði. Sleit hásin enn á ný og endaði leikmannsferilinn með Víði. Eftir það tók hann að sér þjálfun með góðum árangri og er enn að ásamt því að hafa branavarðarstarfið að aðalstarfi hjá Slökkviliði Reykjavíkur. son, þá fyrirliða landsliðsins í knattspymu, í helgarblaði DV 6. nóvember 1982. Marteinn lýsti því þá endanlega yfir að hann væri hættur í landsliðinu eftir nær lát- lausa spilamennsku í ellefu ár. Náði hann að leika 67 leiki, þann síðasta gegn Spánverjum i Malaga i 27. október 1982. Nú eru semsagt fimmtán ár liðin frá því hann setti landsliðsskóna á hilluna. Af því til- efni hittu helgarblaðsmenn Martein að máli núna í vikunni. „Mér fannst bara vera kominn tími á yngri menn. Ég man að menn voru alls ekki sáttir við þessa ákvörðun, hvorki Ellert Schram, sem þá var formaður KSÍ, né Jó- hannes Atlason þjáifari. Ég hafði tekið ákvörðunina þarna um sumar- ið en lýsti henni yfir eftir Spánar- leikinn," segir Marteinn um þessa endanlegu ákvörðun sína að hætta. „Kannski eins gott því ég hefði ekki verið leikfær árið eftir. Ég sleit hásin þarna um áramótin í innan- hússbolta með Frömurum. Það var íiri tækni í strákunum „Eftir þetta hef ég fylgst vel með landslið- inu og reynt að sjá alla leikina hérna heima. Þróunin hefur auðvitað verið til batnaðar. Skipulagning er meiri og betri, fleiri strákar með betri tækni og þá ekki síst varnarmenn. Þá er ég alls ekki að segja að við höfðum yfir engri tækni að ráða,“ segir Mart- einn og glottir. Aðspurður segist hann hafa feng- ið þá tilfinningu fyrstu árin eftir að landsliðsferlinum lauk, sitj- andi í stúkunni, ?ð vilja fara inn á völlinn. Sú til- finning sé hins vegar ekki lengur til staðar. Með helgarvið- talinu fyrir 15 árum fylgdu fjölmargar myndir frá knatt- spyrnuferli Mart- eins auk nokkurra fjölskyldumynda. Á forsíðunni var t.d. mynd af þeim hjónum, Marteini og Hugrúnu Pétursdóttur, með tveggja mánaða gamla telpu þeirra, hana írisi Dögg. Það reyndist þeirra yngsta barn en fyr- ir áttu þau Margréti, sem bráðlega verður 26 ára, og Pétur, nú 24 ára. I dag er hin 16 ára gamla íris Dögg á kafi í hand- boltanum með stallsystrum sínum í Fylki, varð t.d. íslandsmeistari með þeim í fyrra. Pétur er sem kunnugt er á fullu í bolt- anum, hefur sl. tvö ár leikið með Hammar- by í Stokk- hólmi. Mart- einn var um tveggja ára skeið at- vinnumaður í knatt- spymu í Belgíu þannig að hann hef- ur getað gefið Pétri góð ráð í at- vinnumennskunni. Þessa dagana er hann einmitt að aðstoða soninn vegna samningaviöræðna við liðið um áframhaldandi veru í Stokk- hólmi. -bjb vinnumaði ...í dag er örverpiö eilítiö stærra. Foreldrarnir, Marteinn og Hugrún Pétursdóttir, hafa elst vel svo ekki sé talaö um sófann góöa! DV-mynd S bókaormurinn Ragnhildur Pála Ófeigsdáttir skálda er bókaormur: Alæta á bækur „Ég er alger alæta á bækur og les mikið úr öllum áttum. Þó held ég að megi segja að ég taki ljóðin fram yfir skáldsögumar. Ljóðin þykir mér best að lesa þegar ég hef fuU- komið næði en skáldsögumar get ég lesið við ýmsar aðstæður. Ég er alltaf að lesa og fer ekkert án þess að taka með mér bækur,“ segir RagnhUdur Pála Ófeigsdóttir, skáld og bókaormur. DV sló á þráðinn til hennar og spurði hvað helst væri og hefði verið á lestrarlista hennar að undanfömu. Fyrsta bókin sem Ragnhildur Pála nefnir er Mary Queen of Scots eftir Anthoniu Fraser. Hún segir margar bækur hafa verið skrifaðar um þessa þekktu drottningu Skota en þessi sé þó án efa sú allra besta sem skrifuð hefúr verið í seinni tíð. Sagnfræðilegar „í framhaldi af henni las ég síðan aðra bók sem sýndi sömu hluti frá nokkuð öðm sjónarhorni, bókina Darnlay eftir Caroline Bingham. Darnlay var maður Maríu drottn- ingar. Hann var myrtur og deUt var um hvort hún hefði átt hlut í verkn- aðinum. Báöar em þetta sagnfræði- legar bækur sem varpa miklu ljósi á líf og hagi fólks á þessum tíma, á 16. öldinni." Aðspurð hvort hún hafi sérstakan áhuga á sagnfræðUegu efni segir Ragnhildur áhugann hafa aukist með ámnum. Eina skáldsögu nefnir hún tU, þó ekki sagnfræðUega, bók- ina Indian Noctume eftir ítalska höfundinn Anthonio Tabucchi. „Þetta er alveg frábær bók. Hún er afar sérstök, að sumu leyti ferða- saga, að öðru leyti spennusaga. Hún fjallar um mann sem fer tU Indlands til þess að leita að einhverjum manni sem er horfinn. I ljós kemur að sá horfni er viðkomandi sjálfur. Hann er að leita að sjálfum sér. Þama renna saman ólíkar bók- menntagreinar, ferðasagan, spennu- sagan og síðan þessi sjálfsleit. Bók- in fékk t.a.m. Prix Medicis Etranger-verðlaunin 1987.“ Loks segist RagnhUdur hafa verið að lesa nýútkomna ljóðabók, Lauf súlnanna, í þýðing Hannesar Pét- urssonar. Bókin er eftir þýska skáldið Friedrich Hölderlin. „Þetta er yndislega faUeg bók,“ segir Ragnhildur. „Og þýðing Hann- esar er alveg einstök." Meðal ann- Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir er alæta á bækur en segist þó taka Ijóöin fram yfir skáldsögurnar. DV-mynd E.ÓI. ars þess vegna segist RagnhUdur hafa kosið þýðinguna frekar en fmmgeröina á þýsku. Þar fyrir utan les hún lítið á því ágæta tungumáli. Hún segist mest lesa á ensku, íslensku höfundana að sjálf- sögðu og síðan nokkuö mikið á Norðurlandamálunum. Eitthvað les hún líka á ítölsku og frönsku. Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir skorar á Jón Ormar Ormsson á Sauðárkróki að vera bókaormur næstu viku. -sv BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Helen Fleldlng: Bridget Jone’s Diary. 2. Danielle Steel: Silent Honour. 3. Ken Follett: The Third Twin. 4. Wllbur Smlth: Birds of Prey. 5. Dean Koontz: Sole Survivor. 6. Davld Baddle: Time for Bed. 7. Catherine Cookson: The Branded Man. 8. Margaret Atwood: Alias Grace. 9. Louls de Bernieres: Captain Corell’s Mandolin. 10. Ruth Rendell: The Keys to the Street. RIT ALM EÐLIS - KÍUUR: 1. Paul Wilson: The Little Book of Calm. 2. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 3. Monty Roberts: The Man Who Listens to Horses. 4. John Gray: Men are from Mars, Women are from Venus. 5. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 6. Ted Hughes: By Heart. 7. Scott Adams: The Dilbert Principle. 8. Ýmsir: The Nation’s Favourite Love Poems. 9. Grlff Rhys Jones (ed.): The Nation’s Favourite Poems. 10. Blll Watterson: It's a Magical World. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Patricla D. Cornwell: Unnatural Exposure. 2. Arundhatl Roy: The God of Small Things. 3. P.D. James: A Certain justice. 4. Bernard Cornwell: Excalibur. 5. Dlck Francls: 10-lb Penalty. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Andrew Morton: Diana: Her true story in Her Own Words. 2. Mlchael Palln: Full Circle. 3. Kevln Keegan: My Autobiography. 4. Dlana: The People’s Princess. 5. Stephen Fry: Moab is my Washpot. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN . ,x. • s'; SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Nora Roberts: The McGregor Brides. 2. Mlchael Crlghton: Airframe. 3. James Patterson: Jack & Jill. 4. Jonathan Kellerman: The Clinic. 5. Ernest J. Galnes: A Lesson before dying. 6. Rlchard N. Patterson: Silent Witness. 7. Mary Hlggins Clark: My Gal Sunday. 8. K.A. Applegate: Animorphs: The Reaction. 9. Tony Hlllerman: The Fallen Man. 10. Scott Turrow: The Laws of our Fathers. RIT ALM. EÐLIS - KILJUR: 1. Richard Carlson: Don't Sweat the Small Stuff. 2. Rlc Edelman: The Truth about Money. 3. Ýmsir: Chicken Soup for the teenage Soul. 4. Andrew Morton: Diana: Her True Story. 5. James McBride: The Colour of Water. 6. Robert Atkln: Dr. Atkin's new Diet Revolution. 7. Ýmsir: Chicken Soup for the Woman’s Soul. 8. Frances Mayes: Under the Tuscan Sun. 9. Andrew Morton: Diana: Her new life. 10. Stephen A. Ambrose: Undaunted Courage. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Charles Frazler: Cold Mountain. 2. Cllve Cussler: The Rood Tide. 3. Anne Rice: Violin. 4. Caleb Carr: The Angel of Darkness. 5. Dlck Francls: 10 Ib. Penalty. INNBUNDIN RIT ALM. EðLÍS: 1. Andrew Morton: Diana: Her True Story. 2. Kltty Kelley: The Royals. 3. Fran McCourt: Aangela’s Ashes. 4. Jeffrey Masson: Dogs never lie about Love. 5. Sarah Ban Breathnach: Simple Abund- ance: A Daybook of Comfort and Joy. (Byggt á Washington Post) /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.