Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1997, Blaðsíða 60
cc S O ■3 s LT3 < co o H LTD LO FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Rifsnes SH: Sprengja í trollið „Okkur varö svo sem ekkert illt viö þegar við áttuðum okkur á því að um sprengju væri að ræða. Menn ypptu bara öxlum en fóru síðan að reikna það út hversu algengt væri að þessir gripir spryngju. Enginn mundi dæmi þess og því vorum við rólegir. Ég get þó ekki neitað því að mér létti þegar hún var farin frá borði," segir Baldur Kristinsson, skipstjóri á Rifsnesi SH, eftir að hafa fengið 200 kg flugvélasprengju, frá árinu 1942, í trollið í fyrrakvöld. Menn frá Landhelgisgæslunni tóku við henni og forguðu i gær. „Þetta var sannkallað sprengjuhal," sagði skipstjórinn hlæjandi við DV í gær- kvöld, „en ég neita því ekki að ég hefði frekar viljað þorskinn." -sv Skemmdi flug- brautina Átján ára gamall maður stór- skemmdi flugbrautina á Raufarhöfn i vikunni. Hann virðist hafa gefið bifreið sinni í botn á miili enda brautarinnar. Svo djúp voru hjólfor- in að loka þurfti brautinni þar til búið var að hefla hana upp. Ekki reyndist erfitt að finna sökudólginn þar sem hann skildi afturstuðarann eftir á vettvangi. Maðurinn er grun- aður um ölvun við akstur. -sv Norðmenn bíða átekta DV, Ósló „Við höfum heyrt í fjölmiðlum að til standi að segja loðnusamningnum upp en höflnn ekkert fengið um það á blaði. Meðan svo er verðum við að bíða með viðbrögð," sagði ráðuneytisstjóri norska sjávarútvegsráðuneytisins við DV í gær. -GK L O K I Bakslag í sameiningu Frosta og Hraðfrystihússins í Hnífsdal: Frosti ofmetinn um milljónatugi Samkvæmt endurskoðun á árs- hlutareikningi Frosta hf. i Súðavík voru eignir fyrirtækisins ofmetnar um 65,9 milijónir króna þegar gengið var til sameiningar við Hraðfrysti- húsið í Hnífsdal hf. Endurskoðunin var gerð af Endurskoðun Sig. Stef- ánssonar hf. að beiðni stjómar Hrað- frystihússins í Hnífsdal. DV hefur undir höndum greinargerð um mál- ið, dagsetta 21. október 1997, þar sem fram kemur að ofmatið á eignum Frosta nemur rúmum þriðjungi af eiginfjárstöðu fyrirtækisins. Það vekur athygli að meðal þess sem tí- undað er i greinargerðinni er ofmat á afurðum félagsins sem nemur 10,7 milijónum króna. Þá eru vantaldár yfirvofandi sektir vegna kvótasekta upp á 7,5 milljónir króna. í greinargerð Þorvarðar Gunnars- sonar endurskoðanda er ofmatið á eignarstöðu Frosta greint niður í fjóra meginþætti. Þar er verðlagning á veiðarfærabirgðum talin fela í sér ofmat upp á 12,9 milljónir króna. Of- mat afurðabirgða er sagt vera upp á 10,7 milljónir króna. Röng lotun tekna og gjalda er sögð fela í sér 29,8 milljónir króna og ábyrgðir og máls- höfðanir eru sagðar fela í sér 12,5 milljónir en þar er meðal annars um að ræða ábyrgðir vegna Fiskiðjunn- ar Freyju á Suðureyri sem nú hefur leitað nauðasamninga. Samtals felst í þessum fjórum þáttum ofmat á Frosta um tæplega 66 milljónir króna. Við sameiningu fyrirtæKjanna tveggja var Hraðfrystihúsið í Hnifc- dal hf. nánast skuldlaust en Frosti hf. var mjög skuldsettur. Sameining- in var mjög umdeild meðal hluthafa í Hraðfrystihúsinu og varð þess vald- andi að klofhingur varð meðal þeirra. Mikil óánægja er meðal þeirra sem voru á móti sameining- unni vegna þessa máls og þeir segja vamaðarorð sín hafa átt við full rök að styðjast. Þá eru eigendur Gunn- varar hf. á ísafirði óhressir með þessa niðurstöðu en þeir keyptu hlut eignarhaldsfélagsins Togs sem réð meirihlutanum í Frosta. Gunnvarar- menn greiddu fyrir þann hlut sem • nemur 524,5 milljónum króna en sú upphæð var gnmdvölluð á því mati á eignum Frosta sem nú heftir reynst vera ofmat. - rt ¥ Póstur og sími: Davíö tók í taumana Halldór Blöndal samgönguráð- herra fór á fund Daviðs Oddssonar forsætisráðherra í Ráðherrabú staðnum í gærmorgun. Skilaboði að loknum fundi voru á þá leið að Halldór var sendur heim til ai vinna betur heimadæmin sín. Seinna í gærdag tilkynnti sam- gönguráðherra að stjóm Pccós o, síma þyrfti að taka til endurskoöiin- ar útgefíð verð á símtölum innan- lands á fundi sínum í lok næstu viku. Eftir stendur að boðaðar gjald- skrárbreytingar tóku gildi á mið- nætti í nótt. Endurskoðaðar tillögur ráðherra hljóða upp á 1,56 kr. fyri skref á dagtaxta og 0,78 kr. á kvöld- og helgartaxta. Aðalbreytingin er fólgin í því ai fallið verði frá því að innanlands simtöl greiði niður 22% lækkunina á millilandasímtölin eins og Póstur, og simi ætlaði að gera i samkeppn: sinni um talsamband við útlönd. Gífurieg mótmæii almennings vegna breytinga á gjaldskrá Pósts og síma urðu til þess að Davíð Oddsson kallaði Halldór Blöndal og fulltrúa Pósts og síma á sinn fund í gær. Halldór Blöndal fer nú fram á það að Póstur og sími endurskoði ákvörðun sína. DV-mynd ÞÖK - Sjá nánar fréttaljós á bls. 20 té i ¥ ¥ 't i'1 / &já í Upplýslngar frá Veöurstofu Veðrið á morgun og mánudag: Rigning eða slydda Á morgun er gert ráð fyrir austan- og norðaustangolu eða kalda. Rigning eða slydda verður sunnan- og suðaustanlands en dálítil él á Norðaustur- landi. Hiti verður um frostmark norðan til á landinu en 1 til 5 stig syðra. Á mánudag er gert ráð fyrir austanátt, sums staðar allhvassri. Þá er gert ráð fyrir rigningu eða slyddu, einkum þó sunnan- og austanlands. Hiti verður á bilinu 1 til 6 stig. Veðrið í dag er á bls. 65.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.