Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 saitdkorn Áttunda sætið Fullyröingar lögmanns Sophiu hafa ekki staöist - í október 1994 sagöi hann: Ég er sannfærður um sigur á næsta ári - Sophia útilokar ekki aö „ráöuneytislögmaður“ starfi meö honum Stækkun Leifsstöðvar kostar rúman milljarð - þó einungis fyrsti áfanginn af þremur Á fóstudaginn ákvað ríkisstjómin að ráðast í fyrsta áfanga stækkunar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Afla á nauðsynlegra heimilda til lántöku vegna framkvæmdarinnar. Áætlað er að þessi áfangi muni kosta 1.100 miilj- ónir króna og að hægt verði að taka hinn nýja hluta flugstöðvarinnar í notkun í byrjun ársins 2000. Með þessu á flugstöðin að hafa upp á 12 flugvéla- stæði að bjóða í stað 8 nú og geta tekið á móti 1.400.000 farþegum á ári en það er fjölgun um 400.000 frá því sem nú er. Þetta er fyrsti áfangi af þremur sem fyrirhugaðir eru fram til ársins 2010. Stækkunin þykir nauðsynleg vegna stöðugrar aukningar umferðar um flugstöðina á síðustu árum. Nú þegar er nýting hennar í hámarki og búist er- við að umferðin muni rúmlega tvöfald- ast á næstu 12 árum. Með þetta fyrir augum þykir ráðamönnum að þjóðfé- lagslegur skaði muni hljótast af óbreyttu ástandi vegna stöðnunar í flugrekstri og ferðaþjónustu. Samkvæmt fréttatilkynningu frá ut- anríkisráðuneytinu mun fjárhagslegur grundvöllur stækkunarinnar vera tryggður, m.a. vegna aukinnar umferð- ar og árangurs af endurskipulagningu verslunar- og þjónusturekstrar innan flugstöðvarinnar. Áætlað er að flug- stöðin muni fyrir árið 2020 greiöa upp að fúilu eldri áhvílandi lán, svo og ný lán vegna framkvæmda fram tO ársins 2010. -KJA Leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjavík, Ámi Sigfússon, hefur sjálfur viðrað opinberlega að hann kunni að setjast í baráttu- sæti flokksins líkt og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir hjá Reykjavíkur- listanum. Næði Árni ekki kjöri væri ferli hans sem leiðtoga flokksins í borginni hvort eð er lokið og hann ætti þá hægara um vik að fara að dæmi Birgis ísleifs Gunnarssonar, sem eftir að hafa tapað borginni 1978 fór í prófkjör tO þings og hafði góðan sigur. í VaÖiöll telja menn þó vænlegra að finna þungavigtarkonu tO að setjast í baráttusætiö. Rætt er um Katrínu Fjeldsted lækni sem var áður í borgarstjórn. Flestir staðnæmast þó við Guðrúnu Pétursdóttur forseta- frambjóðanda sem er talin vOja í pólitík. Hún er bróðurdóttir Bjama heitins Benediktssonar og á miklar ættir í Sjálfstæðis- flokknum. Á móti henni vinnur þó að Davíð Oddsson hefúr ekki enn fyrirgefið henni baráttuna gegn Ráðhúsinu á sínum tíma... Slagur á Húsavík Það var Kristján Ásgeirsson, sterkasti maður Alþýðubanda- lagsins á Húsavík tO margra ára, sem beitti sér fyrir að Alþýðuflokknum á staðnum var boðið tO viðræðna um sam- eiginlegt framboð. Kristján lenti í minnihluta þegar samstarf Fram- sóknar og Al- þýðubandalags- sins sprakk vegna átaka um sameiningu sjávarútvegs- fyrirtækja sem bærinn átti stóran hlut i. Við síðustu kosningar fékk Alþýðubanda- lagið á Húsavík þrjá bæjar- fuOtrúa og Alþýöuflokkurinn einn. En báðir flokkamir höfðu talsvert af atkvæðum sem féOu dauð. Sameiginlegt framboð þarf því ekki mikið af atkvæöum tO viðbótar flokksfylginu tO að ná fimm bæjarfuOtrúum og meiri- hluta í bæjarstjóminni. Kristján var áöur formaður verka- lýðsfélagsins og hefur líka verið forstjóri tveggja útgerðarfyrir- tækja. Eina embættið sem hann á eftir er því bæjarstjórinn... „Ég er sannfærður um að við vinnum þetta mál. Því má þó ekki gleyma að hér er dómsmál eitt en framkvæmd dóma annað. Ég get ekki ábyrgst hvað Halim A1 gerir þegar við vinnum þetta mál á næsta ári. Það tekur þrjá mánuði að fá dómsúrskurð hjá héraðsdómara og aðra þrjá hjá Hæstarétti. Síðan verður dómnum fullnægt með lög- regluvaldi eftir nokkra daga.“ Þessi orð mælti Hasip Kaplan í viðtali við blaðamann DV á skrif- stofu sinni í Istanbúl 13. október 1995 - orð sem hafa langt í frá stað- ist. Hann sagði þá jafnframt að mál- ið ynnist á næsta ári - eftir 6-7 mán- uði. Þá fái Sophia jákvæðan dóm í hendur. Hvorki um- gengni né for- sjá a 6 árum Eins og fram kom í DV í gær hafa komið upp efa- semdir hjá tals- mönnum utanríkis- málanefndar og ut- anríkisráðuneytis- ins um að heppOegt sé að Hasip Kapl- an starfi áfram fyrir Sophiu - a.m.k. að hann starfi sem eini lögmaður málsins. Ástæðan er einfaldlega sú að á sex árum hefur lögmaðurinn hvorki komið á forsjá móður né umgengni hennar við börnin. Væntingar hans hafa klárlega ekki gengið eftir eins og öO íslenska þjóðin veit. Hvort ástæðan er sú að hann er Kúrdi og tOheyrir þjóðfélagsbroti í Tyrklandi sem á undir högg að sækja eða vinnubrögð hans eru ekki rétt skal ósagt látið. Sophia hefur haldið því fram aö ástæðan sé sú að Halim A1 sé sérdeOis erfiður maður, hann hafi auðæfi sem hjálpi honum auk þess að hann fái stuðning harð- skeyttra heittrúarmúslíma. Sophia útilokar ekki... Þegar DV spurði Sophiu að því í gær hvort tO áUta kæmi að skipta um lögmann i ljósi álits Ólafs EgOs- sonar sendiherra og Margrétar Frí- mannsdóttur í utanríkismálanefnd - að tyrkneskur lögmaður á vegum utanríkisráðuneytisins kæmi inn í málið sagði hún: „Ef fuOnægjandi skrifleg rök koma fram hjá íslenskum stjóm- völdum um að skipta um lögmann væri vissulega ástæða tO að skoða þann möguleika. En þau rök yrðu að vera æði sterk tO að ég skipti um. Eins og staðan er í dag kemur það ekki tO álita,“ sagði Sophia. „Taiað niöur“ til Kaplans Sophia sagði að Hasip Kaplan heföi i raun veriö tObúinn tO að starfa með hvaða lögfræðingi sem væri. Hins vegar hefði þar verið gaUi á gjöf Njarðar - tyrkneskir lög- fræðingar, sem Ólafur EgUsson hefði haft á sínum snærum, hefðu talað niður tU Kaplans - sérstaklega þeir lögmenn sem hann byrjaði Fréttaljós Óttar Sveinsson Þessi mynd var tekin á skrifstofu Hasips Kaplan í Istanbúl 13. október 1994. Viö þaö tækifæri sagöi Kaplan viö DV aö 6-7 mánuöir væru í aö Sophia ynni forsjármáliö gegn Halim Al. Hvorki þaö né um- gengni móöur viö dætur sínar hefur gengiö eftir á þeim 6 árum sem hann hefur starfaö viö máliö. DV-mynd Óttar Sveinsson fyrst að vinna með eftir að utanrík- isþjónustan hóf bein afskipti af mál- inu. Aðspurð sagði Sophia á hinn bóg- inn að til greina kæmi að fá lögmann til starfa sem bæði hún og ráðuneytið féUust á - það yrði þá að vera að vel athug- uðu máli. Hvað varðar norsku móðurina Mette Soflihagen Hauge, sem vann for- sjármál í síðustu viku eftir aðeins rúmlega eins árs málarekstur, sagði Sophia: „Ég hef það á tO- finningunni að við stöndum ekki í sömu sporum og norska konan. Ég held að Halim sé sérstaklega erfiður." Sophia á leiöinni heim Sophia Hansen er væntanleg heim tO ís- lands eftir helgina. Eins og fram kom i DV í gær afhenti kvennamálaráðherra Tyrklands henni al- þjóðlega viðurkenn- ingu í borginni Izmir í gær - Intemational Womens Solidarity Association útnefndu hana „móður ársins". „Þetta var mjög ánægjulegt, ég er bæði stolt og glöð. Nú verð ég bara að reyna að standa undir þessu,“ sagði Sophia Hansen. Svona mun flugstööin Ifta út áriö 2010 eftir alla þrjá áfanga fyrirhugaöra framkvæmda. Eftir fyrsta áfangann veröur hægt aö taka 12 fiugvélar í stæöi. Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Grátittlingurinn í vikunni hélt Stefán Guð- mundsson, þingmaður Fram- sóknar, mikinn fund á Sauðárkróki þar sem Finnur Ingólfsson, flokksbróðir hans, kynnti hugmyndir um olíuhreinsistöð í Skagafirði. Fundurinn var á Kaffi Krók sem tengdadóttir Stefáns, María Björk Yngva- dóttir, rekur. Þótt fast að 200 manns hafi mætt voru ekki aOir jafn sann- færðir um visku þess að flytja mengandi starfsemi af þessu tagi í blómlegar byggöir Skagafjarðar. Meðal þeirra sem mæltu á móti voru Rögnvaldur Ólafsson í Flugumýrarhvammi og Valgeir Þorvaldsson frá Vatni en hann er helsti forgöngumaður ferðamála í héraðinu og frumkvöðuO Vesturfarasafnsins á Hofsósi. Valgeir sagði að kæmi olíu- hreinsistöðin myndu ekki einu sinni grátittlingar þrífast innan eyja...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.