Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 11 Reiðin sem beinist gegn gjafakvótum núverandi fiskveiðikerfis fer vaxandi. Þeir hafa alið af sér fyrstu milijarðamæringa íslandssögunn- ar, og nú þegar eru sumir kvótakóngamir famir að leysa til sín verðmætin sem þeir fengu úthlutað ókeypis frá ríkinu. Á meðan stjómmálamenn líða það að kvótakóngarnir breyta verðmætum almennings 1 lúxusjeppa og steinsteypu reykvískra verslunarhalla verður aldrei sátt um kerfið. Þetta er nú loksins að renna upp fyrir mönnum. Yfirlýsingamar í kjölfar fundar Verslunarráðs á dögunum sýna að andstaðan við gmndvallarregluna sem felst í veiðileyfagjaldi fer stöðugt minnkandi. Þolir útgerðin gjaldtöku? Því er jafhan haldið fram af andstæðingum veiðileyfagjalds að útgerðarfyrirtækin stæðu ekki undir slíkri gjaldtöku. Andspænis þeim rökum standa menn hins vegar frammi fyrir eftirfarandi staðreyndum: í fyrsta lagi hafa útgerðarfyrirtæki átt viðskipti með kvóta svo milljörðum nemur á síðastliðnum ámm. Fyrirtækin hafa einfaldlega greitt fyrir kvótann það verð sem markaðurinn hefur myndað. Hefur það leitt til hrans þeirra? Síður en svo. Hagur sjávarútvegsins hefur þvert á móti vænkast á síðustu ámm. I öðru lagi komast nýir útgerðarmenn ekki inn í kerfið nema greiða fyrir kvótann fullt markaðsverð. Verðið sem þeir greiða er auðvitað ekkert annað en ígildi veiðileyfagjalds. En þeir kaupa ekki af ríkinu, heldur öðrum útgerðarmönnum. Hið himinhrópandi ranglæti kerfisins birtist i því að gjaldið rennrn’ í vasa þeirra sem fengu kvótann ókeypis. Halldór Ásgrímsson tók dæmi af Útgerðarfélagi Akureyrar til að sýna fram á vonsku veiðileyfagjalds. Hann benti á að gjald sem samtals næmi 2 milljörðum myndi leiða til þess að ÚA þyrfti að greiða tæpar 70 milljónir. Hvemig er hægt að réttlæta það, spurði ráðherrann, þegar haft er í huga að ÚA er þegar rekið með tapi? Fyrir skömmu seldi Landsbankinn hins vegar 1500 tonna þorskheimildir og fékk fyrir einn milijarð króna. Hver keypti? Það var Útgerðarfélag Akureyringa! Hvernig á almenningur að trúa því að fyrirtæki sem kaupir nýjan kvóta fyrir einn milljarð hafi ekki efni á að greiða 60 milljónir í veiðileyfagjald?! Rök af þessu tagi em einfaldlega ekki skotheld. Andstæðingum veiðileyfagjalds hefur því síður en svo tekist að sýna fram á að útgerðin standi ekki undir gjaldtöku. í kjölfarið tók Kristján Ragnarsson þá skynsamlegu ákvörðun að lýsa yfir að sjávarútvegurinn gæti að sönnu sætt sig við auðlindagjald, svo fremi svipað gjald væri lagt á greinar eins og orkuvinnslu. Skondnasta vendingin í viðburða- ríkri viku var þó þegar svamasti andstæðingur veiðileyfagjalds, Þorsteinn Pálsson, sneri við blaðinu og tók línuna hráa frá félaga Davíð. Milljarður Verslunarráðsins varð þvi til þess að for- sætisráðherra, sjávarútvegs- ráðherra og formaður LÍÚ hafa nú talað með þeim hætti, að enginn þeirra getur úr þessu lagst af grundvallarástæðum gegn auð- lindagjaldi. Stjórnlist sóknarinnar Það væri glapræði af fylgismönnum gjaldsins að ljá máls á því að festa veiðileyfagjald í námunda við milljarð Verslunarráðs. Þeir sem líta á veiðileyfagjald sem réttlætismál komast í mótsögn við sjálfa sig ef þeir fallast á það. Þeir væru engu nær raunvemlegu réttlæti. Þjóðin mun einfaldlega lita á það sem léttvægt lausnargjald og upplifa enn ein svikin af hálfu stjómmálamanna. í dag er stöðu stofnanna. Á næstu áratugum mun fiskveiðiarðurinn því tvímælalaust halda áfram að aukast. Það kemur fyllilega til umræðu að veita sjávarútveginum langan aðlögunartíma, jafnvel tíu til fimmtán ár. En upphæð veiðileyfagjaldsins á að tengjast rekstrarafkomu greinarinar en ekki ákveðinni tölu. Stjómlistin hlýtur að markast af því en ekki milljarði Verslunarráðs, sem ráðherramir hafa í raun gert aö fyrsta samningstilboði í nýrri stöðu. Fylgismenn gjaldsins eiga líka að taka yfirlýsingu Kristjáns um almennt auðlindagjald tveim höndum. Hann hefur fullkomlega rétt fyrir sér. Umræðan um auðlindagjald hefur of lengi dvalið við sjávarútveginn einan. Af þeirra hálfu væri því skynsamlegt að rífa umræðuna úr núverandi fari og beita sérfyrir rökræðu um hvemig hægt er að hrinda almennu auðlindagjaldi í framkvæmd. Auðlindagjald Á næstunni skapast sérstakt tilefni til þess þegar samningurinn um evrópska efnahagssvæðið afléttir núverandi einokun á orkuframleiðslu og allir þegnar svæðisins fá sama rétt til að reisa og reka orkuvirki. Eina skynsama leiðin til að úthluta takmörkuðiun réttindum til orkuvinnslu hlýtur að felast í útboði, og þar með gjaldtöku fyrir séu vonum seinna að skilja að veiðileyfagjald er forsenda sáttar um núverandi stjórnkerfi fiskveiða hefur umtalsverður meirihluti þjóðarinnar um talsvert skeið verið fylgjandi gjaldinu. í skoðanakönnun sem Stöð 2 stóð fyrir í júlí reyndust 60,6% þeirra sem tóku afstöðu vera mjög eða frekar hlynntir gjaldinu. Aðeins 20,3% voru frekar eða mjög andvíg því. En 19% tóku ekki afstöðu. Sérlega eftirtektarverð er sú staðreynd að mikill meirihluti sjálfstæðismanna eða 61,2% reyndist fylgjandi veiðileyfagjaldi og næstum helmingur framsóknarmanna eða 46,4%. Af þeim sem kváðust styðja sameinaðan lista jafnaðarmanna vom 69,6% með veiðileyfagjaldi. Þetta var mjög svipuð niðurstaða og kom fram í könnun Félagsvísindastofnunar í febrúar. Herfræði varnarinnar Andstæðingar veiðileyfagjalds em að skilja að kerfið mun ekki standast vaxandi mótspymu og hafa loks gripið til annarra vama en þefrra sem felast í því að þverneita gjaldtöku. Það má greina tvo strauma í herfræði vamarinnar. Hinn fyrri tók að birtast eftir að Samtök um þjóðareign voru stofnuð og fylktu liði um landið. I kjölfarið hafa bæði Halldór Ásgrímsson og Þorsteinn Pálsson reifað eða tekið undir eftirfarandi fiórar hugmyndir sem allar miða að þvl að sníða Össur Skarpháðinsson ritstjóri þannig að kaup á þeim verði ekki hægt að nota til að minnka skattstofn og þar með skattgreiðslur. í fiórða lagi hafa svo báðir tekið undir, mismikið að vísu, að veiðiheimildir i norsk- íslenska síldarstofninn verði seldar. Hinn straumurinn kom fram með gjaldtöku Því má svo bæta við að margir hagfræðingar hafa bent á að yrði sú leið farin að bjóða upp veiðileyfi myndi það fækka illa reknum fyrirtækjum en Qölga hinum vel reknu. Arðurinn af fiskveiðum myndi aukast að sama skapi og þar með burðir greinarinnar til að standa undir drjúgu gjaldi. Þó ráðherrar og forkólfar LÍÚ af þá agnúa kerfisins sem sætt hafa harðastri gagnrýni: í fyrsta lagi hafa þeir lagt til að framsal innan kvótakerfisins verði takmarkað. í öðm lagi að bundið verði í lög sérstakt þak á kvótaeign, þannig að fyrirtæki megi ekki eiga nema ákveðið hlutfall heildarkvóta fyrir hverja tegund. í þriðja lagi hafa þeir boðað breytingar á skattalegri meðferð varanlegra aflaheimilda, þegar Verslunarráð birti skýrslu sem staðfesti að auðlindagjald væri réttlætanlegt og lagði efnislega til að það yrði fest við einn milljarð. Forsætisráðherra greip milljarðinn á lofti og kvað upp úr með að fyrst menn væra farnir að tala um svo lágar upphæðir væri allt í lagi að tala um veiðileyfagjald! Af sjálfu leiðir þá, að hann er ekki lengur á móti því af grundvallarástæðum. sigurinn mn grundvallaratriðið að vinnast. í því ljósi skiptir langmestu máli að vinna úr stöðunni með þeim hætti að hagur þjóðarinnar, sem felst í sanngjömu gjaldi sem varið yrði til að lækka skatta almennings, verði ekki borinn fyrir borð í hvatvísri þörf til að ljúka langvinnu stríði. Kvótakerfið hefur þegar sýnt að það leiðir til aukinnar hagræðingar og bættrar nýtingu auðlinda í formi jarðvarma og fallvatna. Fylgjendur veiðileyfagjalds eiga því að taka upp baráttu fyrir almennu auðlindagjaldi, ekki síst vegna þess að um leið yrði fullnægt þeirri forsendu sem formaður LÍÚ hefur sett fyrir samþykki við veiðileyfagjaldi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.