Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Qupperneq 16
16 mtal LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 Ævintýraþrá og leiklistaráhugi réðu mestu um að ég ákvað að sækja um hlutverkið," segir Sara Dögg Ásgeirsdóttir, tvítug há- skólamær, í samtali við helgarblað DV. Hún hefur verið ráðin til þess að leika Þuríði, aðalkvenhlutverkið í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Myrkrahöfðingjanum, sem er innblás- in af Píslarsögu síra Jóns Magnússon- ar, prests á Eyri við Skutulsfjörð. Þar leikur hún á móti Hilmi Snæ Guðna- syni sem leikur síra Jón. Tökur hefj- ast í lok janúar á næsta ári. „Ég hef brennandi áhuga á leiklist og sá þaö strax að þarna væri verk- efni sem myndi reyna verulega á mig. Ég var í raun að skora sjálfa mig á hólm þar sem þetta er mjög krefjandi verkefni," segir Sara Dögg og bætir við að hún sé bjartsýnismanneskja og að hún hafi þvi gengið út frá því frá byrjun að hún fengi hlutverkið. Hún hlær og segir aö ef hún hefði svo ekki fengið hlutverkið myndi hún kannski ekki vilja kannast við að hafa verið svona bjartsýn. Aldrei Sara Dögg segir leikkonudrauminn hafa blundað lengi í sér þó hún hafi aldrei stigið á svið, ef undan eru skild- ar einhverjar uppákomur í barna- skóla. Því er þaö enn skemmtilegra að hún skyldi verða fyrir valinu. Um 150 stúlkur sóttust eftir þessu hlutverki og í þeim hópi voru m.a. reyndar leikkonur. Valið tók langan tíma og eftir mikla yfirlegu þótti Sara henta best fyrir hlutverkið. Þess má geta að Maria Bonnevie, Alda Sigurðardóttir og María Ellingsen eru meðal þeirra leikkvenna sem hafa byrjað leikferil sinn í myndum Hrafns Gunnlaugsson- ar. „Ég vissi ekkert út í hvað ég var að fara, hellti mér bara út í óvissuna. Ég Sara Dögg Ásgeirsdóttir, sálfræöinemi viö HÍ, segist alls óhrædd aö takast á við þetta nýja og spennandi verkefni. Ung, óþekkt háskólamær ráðin í aðalkvenhlutverkið í Myrkrahöfðingjanum: DV-myndir BG Var í ævintýraleit r - segir Sara Dögg Asgeirsdóttir sem valin var úr 150 umsækjendum !^bsbb& i fór í nokkuð margar prufur og tók strax þá ákvörðun að vera ekkert að velta mér upp úr því hvernig þeir vildu að ég væri. Ég vissi ekkert hverju þeir leituðu aö en þóttist jafn- framt viss um að ef ég ætlaði að reyna að fara að búa eitthvað til ætti ég ekki möguleika. Ég reyndi bara að vera blátt áfram og ég sjáif og það skilaði mér í þá stöðu sem ég er í dag.“ Þessi tilvonandi stjama hvíta tjaldsins er á fyrsta ári í sálfræði viö HÍ. Hún er fædd og uppalin í Gnúp- verjahreppi Árnessýslu, tók stúdents- próf á þremur árum frá Fjölbraut í Breiðholti og fór þá til Frakklands í hálft ár til að læra frönsku. Hún seg- ist hafa fylgt rödd ævintýrakonunnar í sér þegar hún fór út og og er greini- lega ekki búin að fá nóg af ævintýrum enn. Hún á unnusta sem hún segir styðja vel við bakið á sér. Enginn beygur „Ég hef ekki tekið neinar ákvarð- anir varðandi skólann. Ég ætla að sjá hvemig mér gengur í prófunum nú og hvort ég fæ yfir höfuö að halda áfram. Tökur á myndinni heíjast í janúar og ég geri mér alveg grein fyrir að þar þarf ég á öllu mínu að halda. Meðalmennskan mun ekki duga mér, hvorki í skól- anum né þegar tökur hefjast og því getur verið að ég þurfi að minnka við mig í sálfræðinni. Ég get alltaf tekið upp þráðinn þar en það er ekki gefið að svona tækifæri bjóðist aftur.“ Æfingar ,á Myrkrahöfðingjanum em rétt hafhar og þar hitti Sara Dögg eingöngu fyrir atvinnufólk í greininni. Hún vill samt ekki kann- ast við að beygur hafi verið í henni. Hún sé staðráðin í að standa sig í þessu og þá dugi ekkert að verða hrædd. Þá geti hún alveg eins hætt við strax. En hvað með hlutverk Þuríðar? Hvemig líst henni á það? Nektin truflar ekki „Mjög vel. Ég vissi ekkert um hana áður en hef verið að forvitnast og lesa mér til. Þuríður er vinnu- kona á bæ séra Jóns og ég held að við eigum ýmislegt sameiginlegt. Það er kvenskörangur í okkur báð- um. Þuríður er ung og saklaus í upphafi en fólk sér hana þroskast í sögunni. Þetta er spennandi ferli sem gaman verður að takast á við.“ Eins og bíógestir eiga eftir aö sannfærast um er Sara Dögg falleg, ung stúlka. Minnugur fyrri mynda Hrafns þótti undirrituðum ekki ótrúlegt að þessi nýja leikkona þyrfti að fækka fötum í Myrkrahöfð- ingjanum. „Jú, það er nekt í myndinni en það truflar mig alls ekki. Á meðan nektin er eðlileg og ekki afskræmd finnst mér hún í lagi. Ég er ekki feimin að eðlisfari og mér finnst þetta bara hinn eðlilegasti hlutur. - Aðspurð hvað taki við eftir að tökum lýkur segir Sara Dögg það al- gerlega óráðið. Það fari allt eftir því hvemig gangi. „Ég hef mikinn áhuga á því sem ég er að læra núna og reyndar ýmsu öðra, hönnun og vitaskuld leiklist- inni. Ég er viss um að ég á eftir að prófa mjög margt og síðan legg ég það í púkk og sé hvað kemur út úr því áður en ég ákveð hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór,“ segir Sara Dögg Ásgeirsdóttir, ákveðin og kraftmikil ung kona sem greinilega lætur sér ekki aOt fyrir brjósti brenna. -sv Myrkrahöföinginn veröur, að minnsta kosti aB hluta til, tekinn viö Reykjanesvita. Leikmyndin hefur verið að veðrast og nú biðja menn bara um snjó og vont veður í janúar til þess aö tökur geti farið fram. DV-mynd Pjetur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.