Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 18
18 dagur í lífi LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 Obilandi Svanhildur Konráðsdóttir, ritstjóri Dagsljóss: trú á morgunverðinum „Ég vaknaði kl. 7 á miðvikudags- morguninn og læddist fram úr til að vekja ekki son minn sem hafði laumað sér upp í um miðja nótt. Eftir lífsnauðsynlega sturtu og önnur tilheyrandi hressingarmeðöl setti ég teketilinn yfir og sauð svo hafragraut handa okkur mæðgin- unum. Ég hef óbilandi trú á stað- góðum morgunveröi og það má mikið liggja við til að ég fari út úr húsi á fastandi maga. Sonurinn lík- ist móður sinni líka að þvi leyti að svangur verður hann illskeyttur og vart í húsum hæfur. í anddyrinu á Sjónvarpshúsinu mætti ég Frank- lin Steiner á hraðferð og sá Davíð Oddssyni bregða heldur þreytuleg- um fyrir í lyftunni. Hann þarf greinilega á jóganámskeiöi að halda... Þegar betur var að gáð voru þetta þeir Spaugstofumenn, en um þessar mundir verður ekki þverfótað fyrir alls kyns spaugi- legu „fyrirfólki" því ofan á Stöðvar- víkina er verið að taka upp ára- mótaskaupið. Tíu óvinir á viku Faxafiallið var þegar byrjað að myndast á skriíborðinu mínu, sim- inn hringdi án afláts; það er þessi undarlega ofvirkni sem hleypur í alla í desember og hefur meðal annars þær afleiðingar að verulega hcirt er slegist um hverja mínútu í Dagsljósi. Sigurður G. Valgeirsson, dagskrárstjóri og forveri minn í ritstjórastóli Dagsljóss, sagði mér að í desember yrði maður sér úti um a.m.k. tíu óvini á viku því menn taka óhjákvæmilegum af- svörunum miskarlmannlega. Aörir Dagslýsingar voru í fríi og eg var blessunarlega laus við harð- stjóm símans þvi framundan var heill dagur í tökum. Fyrsta stefnu- mótið var á Ingólfstorgi við Krist- jón Kormák Guðjónsson sem var að gefa út sína fyrstu skáldsögu. Ég ákvað að hafa vaðið fyrir neðan mig - enda oft ómögulegt að segja til um hvað tökur geta dregist - og fór í föðurland, skíðapeysu og rúskinnsfrakka. Það kom sér líka vel því við Kristjón áttum eftir að vekja umtalsverða at- hygli vegfarenda, sitjandi hríðskjálf- andi eins og bjánar á miðju torginu í hátt á annan klukkutíma. Það var svo móðir við- talsefnisins, Elísa- bet Jökulsdóttir, sem bjargaði okkur frá botnfrystingu með því að bjóða upp á heitt kakó - eða eitthvað í þá veruna... Langloka og dæetkók Ég borðaði há- degismatinn að Svanhildur að venju við skrifborð- ið mitt, las blöðin og póst sem ég komst ekki yfir um morguninn. íhaldssemi mín og vanafesta í þess- um málum vekur mikla kátínu í mötuneytinu hér í Sjónvarpinu en nú er komið á þriðja ár frá því ég fór að biðja um sama skammtinn; langloku og dæetkók. Sennilega ekki það heilsusamlegasta - en morgunverðurinn friðar samvisk- una. Eftir hádegið lá leiðin i Borgar- leikhúsið til að taka upp atriði úr söngdagskránni Augun þín blá og spjalla við höfundana, þá bræður störfum á ingólfstorgi í vikunni þar sem hún ræddi við einn viðmælenda sinna í DV- og snillinga, Jón Múla og Jónas Ámasyni. Á meðan Þiörik upp- tökustjóri kom öllu fyrir og undir- bjó tökumar sat ég undir leiftrandi gamansögum og óborganlegu sam- spili þeirra bræðra. Þeir hafa þá gáfu að geta snúið öllu upp í kómík - oft með skörpum broddi þó - og það var ekki laust við að ég skammaöist mín fyrir að veltast um af hlátri yfir sjúkrasögu sem Jón Múli sagði af sjálfum sér. Jónasi þótti þetta þó ekki síður fyndið en sagði samt með reglulegu millibili: „Nú lýgurðu!" Jón kippti sér ekkert upp við þetta og hélt ótrauður áfram. Blúsinn lagar bakið Það var freistandi að fara heim klukkan fimm en ég átti eftir að undirbúa mig fyrir stöðufund á fimmtudegi. Slíka fundi höldum við reyndar í smækkaðri mynd á hverjum morgni og þá hafa menn óheft skotleyfi hver á annan. Þetta er mjög hressandi og nauðsynleg aðferð til að halda þætt- inum ferskum og fólki á tánum. Ég slapp út úr húsi rétt fyrir klukkan sjö, enda enginn þáttur um kvöldið. Á leiðinni suður í Hafnaríjörð söng ég nokkur Arethu Franklin númer af miklum krafti, en þetta er samkvæmt sérlegum ábendingum nuddarans míns sem segir þetta góða leið til að losa um streitu og þar með laga eitthvað I mér bakið. Hver veit - blúsinn ger- ir örugglega kraftaverk. Vaxandi mittismál Heima beið veislumál- tíð, ofnbakaður lax, grænmeti og kryddkart- öflur, sem maðurinn minn hafði útbúið, en systkini mín tvö komu í mat. Eiginmaðurinn er einvaldur í eldhús- inu, öllum í fjölskyld- unni til mikillar gleði Dagsljósi. en ört vaxandi mittis- mynd BG máls. Það var algjör lúxus að geta komið syninum í ró en yfirleitt er ég ekki komin heim fyrr en eftir að hann er sofnaður. Siminn hélt áfram að hringja heima þangað til við tókum hann úr sambandi und- ir 10. Deginum lauk á bolla af pernesku tei en ég gafst fljótlega upp á að horfa á Kotruleik þeirra mága og skreið upp i með Einar Ben. Lýst vel á byrjunina - það verður spennandi að vita hvað Kolla hefur að segja um þessa í bókakrítíkinni á mánudaginn. Finnur þú fimm breytingar? 440 Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja viö þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Hitachi-útvarpsverkjari frá Sjón- varpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.490,- „Farangurinn þinn er því miöur hálfu kflóí of þungur, herra mlnn.“ Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir getraun nr. 438 eru: 1. verölaun: 2. verölaun: Anton Kristinsson, Elísa Guðrún Elísdóttir, Sólvallagötu 3, Jörundarholti 25, 630 Hrísey. 300 Akranes. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur aö verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 440 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.