Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Síða 36
ihélgarviðtalið LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 IHþlgarviðtalið „Ég hef fiktað við önnur tónskáld og smám saman mun ég færast frá honum. En það er langtímaþróun. Allt sem gerist hratt í minu starfi er af hinu illa. Við erum að vinna með raddvöðva sem ekki má þvinga. Ef maður fer út í of þunga hluti of snemma glatast viss gæði í röddinni." „En þaö er erfitt að standast freistingarnar," segir Ólöf, „og margir óperustjórar vilja bjóða söngvara eins og Gunnari verkefni sem eru of þung fyrir hann af því þeir heyra að hann hefur þetta í röddinni sinni sem þeir vilja fá. En þeir hafa flestir litlar áhyggjur af því að hann geti brunnið upp á tíu árum.“ - Hver vilt þú sjálfur að þróunin verði? „Þróunin verður, hvort sem ég vil eöa ekki. Ég get ekki sungið Mozart endalaust. Það sem ég stefni í er þetta lýrísk-dramatíska fag, lýrískur Wagner til dæmis. En það er enn of snemmt. Þótt ég gæti kannski kvalið mig í gegnum slík hlutverk þá væri það engum hollt. Ég vil fara hægt í sakimar." Fortíð í poppinu - Hvaða músík hlustarðu á heima hjá þér? „Mikla músík - oft djass.“ „Það er aðallega ég sem set óp- erutónlist á,“ skýtur Ólöf að og hlær. „Ég hlusta mikið á gamla ten- óra,“ segir Gunnar. „Sönglistinni hefur ekki farið aftur en eitthvað hefur týnst í stórum sölum og öllu þessu raddmagni. Allir eru að reyna að gera eitthvað meira en hefur verið gert áður. Plötubrans- inn gerir að verkum að fólk vill heyra það í salnum sem það heyrir á plötum, og það er einfaldlega ekki hægt - nema það komi niður á raddfegurð. Maður stækkar ekki röddina nema með því að missa Gunnar Guðbjörnsson - hefur eina fegurstu söngrödd sem ómar á íslandi í dag. ég held að það hafi ekki verið í gær, ég er viss um að það er í dag! í maí kom svo að þessum kafla- skiptum í lífi mínu, ég átti að fá að syngja Rudolfo og ég sagði við Ólöfu: í maí hugsum við ekkert um bameignir. Ég get ekki bæði verið að gera þetta og hitt! Það varð úr að Ólöf gaf mér frí og ég æfði af fullum krafti í La bohéme. Síðdegis 19. maí var frumsýning- in sem gekk glimrandi vel. Á eftir fengum við okkur gott að borða og opnuðum kampavínsflösku - og auðvitað fylgir kampavíni og kerta- ljósum einhver rómantík. Hálfum mánuði seinna reyndist vera kom- in kaka í ofninn! Þetta varð sannkallað drauma- hlutverk því það færði mér það merkilegasta sem ég gat fengið." „Gunnar fékk mjög góða dóma fyrir La bohéme,“ segir Ólöf. „Það er alveg á mörkum þess sem hann á að vera að gera núna og við héld- um að það yrði fundið að því hvað hann væri ungur. En enginn minntist á það.“ „Einn gagnrýnandi hafði alltaf veriö súr út í mig, fannst ég bein- línis hafa óaðlaðandi rödd - sem ekki hefur verið vandamál mitt yf- irleitt en um smekk verður ekki deilt. En í þetta skipti var ég stjama sýningarinnar í hans aug- um, hann talaði ekki um annað en mig og var mjög hrifinn." Ástir skálds - Hvað er á nýja diskinum þin- um? „Upphaflega hugmyndin var sú að gefa út upptöku af Dichterliebe. Ég hef verið að syngja þennan flokk mikið i fimm til sex ár og fannst kominn tími til að taka hann upp. Með honum völdum við norræn ljóð eftir Sibelius, Grieg, Berger, Sjöberg, Aifvén og fleiri; úrvalsjurtir úr skandinavísku söngflórunni. Þau henta svo vel fyrir norrænar raddir þessi lög, og ég hef dæmigerða norræna rödd.“ Gunnar söng ljóðaflokkinn Dic- hterliebe, eða Ástir skálds, eftir Schumann við ljóð eftir Heine með- al annars á þrennum tónleikum í Gerðubergi í byrjun þessa árs við geysilegan fögnuð. Um flutninginn sagði Bergþóra Jónsdóttir í DV: „Til þess að túlka þessar kenndir er ekki nóg að hafa eina fegurstu söngrödd sem ómar á íslandi í dag. Það þarf mikið innsæi, þroska, ein- beitingu og líkamlega færni til að geta skilað þeim til áheyrenda ... Gunnar Guðbjömsson hefur allt þetta til að bera. Honum er mikið gefið og hann kann að nota það.“ „Við lögðum mikla vinnu í að gera diskinn sem best úr garði,“ heldur Gunnar áfram, „bæði efnið og ytra útlit. Og mér finnst ástæða til að nefna að Essó-stöðvarnar keyptu fyrirfram ákveðinn íjölda diska sem þeir nota sjálfir til sölu og gjafa og gerðu okkur þar með kleift að vinna hann í rólegheitum. Við þurftum heldur ekki að spara við okkur alla hluti. Jónas Ingi- mundarson spilar með mér og allt er vandað sem hann kemur ná- lægt.“ „Essó keypti líka miða á tónleik- ana á laugardaginn tO að dreifa til safnkortshafa," segir Ólöf, „og það f var gaman að sjá þar fólk sem mað- ur hafði aldrei séð á tónleikum áður. Daginn eftir hittum við stór- an og stæðilegan mann á fornum vegi sem ljómaði eins og átta ára drengur á afmælisdeginum sínum, hann var svo glaður. Hann hafði aldrei farið á klassíska tónleika áður. Það er gaman að geta glatt fólk.“ -SA Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari tyllti niður fœti á íslandi um síðustu helgi til að halda tónleika og kynna nýja geisladiskinn sinn. Hann hefur starf- að við erlend óperuhús í nokkur ár, fastráðinn framan af en lausráðinn síðan í sumar. Þau komu við hjá okkur á DV svo björt og falleg, Gunnar og Ólöf Breiðfjörð kona hans, og þegar við spurðum frétta hló hann við og sagði: „Ég get sagt þér svo margt. Hvað viltu heyra?“ Japanir elska óperur - Segðu mér fyrst hvað þú ert að gera. „Ég hef verið í lausamennsku í vetur og það hefur farið vel af stað. Ég byrjaði veturinn í París og var svo í Tókíó í þrjár vikur á góðu kaupi fyrir að gera ekki neitt. Ég var varamaður tveggja söngvara í Töfraflautunni, annar þeira var sá gamli Peter Schreier sem margir héldu að myndi gefast upp á sýning- um en hann stóð sig vel, var eins og unglingur á sviðinu. Þó að ég fengi ekki að syngja var gaman að upplifa Tókíó. Þar er gríð- arlegur áhugi á óperu - sem maður á síst von á í Asíu. Fólk borgar hik- laust 20-25 þúsund krónur fyrir miðann á Mozart, Wagner og jafn- vel Alban Berg! Og það sem mér finnst enn þá ótrúlegra er að þeir kaupa núna á þessu ári sýningar frá öllum óperuhúsunum þremur í Berlín. Heimsóknir eins og þessar kosta hundruð milljóna og samt er þetta rekið með hagnaði. Það eru einar tólf sinfóníuhljómsveitir starf- andi í Tókíó þó að ekki séu sinfóni- ur hluti af menningu þeirra. Og í plötuverslunum í Tókíó er tíu sinn- um betra úrval af vestrænni tónlist en í París! Ég fékk allt sem mér datt í hug að biðja um. Ég komst í kynni við Daniel Barenboim í ágúst í sumar í Berlín og hitti hann aftur í Japan, hann er aðalstjórnandi Statsoper í Berlín og ég fékk sýningu með honum í Berlín og fer þangað aftur næsta haust. Þá syng ég í Töfraflautunni á Wcddbúhne sem er útisvið óperunn- ar. Þar syngur maður fyrir kannski 20-30 þúsund rnanns." - Tamínó í Töfraflautunni er þitt hlutverk. „Já, og Mozart yfirleitt. Þeir vildu helst fastráöa mig í Berlín næsta vetur en ég hika við að taka því boði, ekki síst út af fjölskylduað- stæðum. Við fluttum strákinn okk- ar, sem er fimm ára núna, frá Þýskalandi til Frakklands fyrir tveimur árum. Þá var hann farinn að skilja þýsku vel og tala hana svo- lítið. í Frakklandi byrjaði hann undir eins í smábamaskóla og um- skiptin voru erfið fyrir hann. Það væri ekki hægt að rífa hann upp núna strax aftur.“ „Ef okkur langaði til að setjast að í Þýskalandi til frambúðar myndum við auðvitað ekki hika," segir Ólöf. „En okkur líkar miklu betur í Frakklandi." „Okkur líkar alltaf betur og betur í Lyon,“ bætir Gunn- ar við. „Svo gengur mér vel i lausa- mennsku og lausamennskan er miklu skemmtilegri en fastráðning þegar til lengri tíma er litið. Þegar maður er fastur þá er maður fastur og verður að gera það sem manni er sagt að gera.“ „Og inn á milli verkefna í lausa- mennsku er hann heima og í fríi en sem fastráðinn fær hann sjaldan góð frí,“ segir Ólöf. Þau eiga framtíðina fyrir sér. Myndirnar tók Brynjar Gauti á fallegu heimili foreldra Ólafar. Gunnar á tónleikum í Gerðubergi fyrr á þessu ári ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara. DV-mynd S niður gæðin." - Sérðu fyrir þér að þú gætir sungið dægurtónlist? Þau þegja stundarkom, svo hrist- ir Ólöf höfuðið og segir „u-u“! Svo bætir hún við: „Þegar við syngjum saman jólalög í bilnum finnst mér ég syngja þau betur.“ „Ég á mína fortíð í poppinu, söng með Verslunarskólakórnum og tók þátt í Rocky Horror þar, við mikla ánægju!“ segir Gunnar pínulítið sár. „En ég verð að geta sungið af einlægni og ég held að ég ætti erfitt meö að syngja dægurlög af ein- lægni nú orðið. En ég haföi gaman af öllu poppi á unglingsárunum og lítinn áhuga á klassík lengi vel. Ég lærði á píanó sem strákur og var latur að æfa mig. En klassíkin vann meira og meira á og átján ára byrj- aði ég að læra að syngja." Kaflaskil - Áttu eitthvert draumahlutverk? „Draumahlutverkið mitt frá upp- hafi fékk ég að sygja í maí - Rudol- fo í La bohéme. Það var æðislegt að fá að syngja það. Og svo rættist annar draumur beint í framhaldi af því. Við vorum búin að reyna að eign- ast barn í fjögur ár og ekkert gekk. Það var .algerlega komið á peruna á okkur. í hverjum mánuði var þetta orðin skylda - að reyna! - Ég held það sé í kvöld, Gunni, sagði Ólöf. En svo daginn eftir sagði hún: Nei, DV-myndir Bókaður fram yfir alda- mót - Hvað er framundan? „Núna er ég að fara til Þýskalands þar sem ég syng á tónleikum á móti gamla Nicolai Gedda. Hann er að byrja á tónleikaröð en treystir sér ekki til að syngja dag eftir dag - enda orðinn 74 ára - og fær söngv- ara til að taka tón- leika inn á milli. Ég syng á þrenn- um tónleikum fyrir hann. Milli konserta flýg ég til Singapúr og syng þar ní- undu sinfóníu Beethovens þrisvar sinnum undir stjóm Kinverja sem heyrði mig syngja á Kirkjubæjar- klaustri sumarið 1996. Leiðin frá París til Singapúr liggur sem sagt um Kirkjubæjarklaustur! I janúar og febrúar verð ég við óp- emna í Frankfurt að syngja i Rakar- anum frá Sevilla en flýg heim í miöju kafi því það er búið að ákveða að barnið okkar fæðist 3. febrúar. Eftir það verð ég bara í því að safna punktum á flugkortið mitt! í mars og byrjun aprd verð ég við óperuna í Lille og syng stýrimanninn í Hol- lendingnum fljúgandi - sem var fyrsta hlutverkið sem Kristján Jó- hannsson söng á Scala-óp- erunni. Ég syng á tón- leikum í Danmörku, fer til ísrael í apríl, verð með stóra tónleika í Par- ís í maí, í Leipzig í júní - Hvað ertu bókaður langt fram í tímann? „Ég er með fyrir- spurnir allt til 2001 en menn staðfesta ekki bókanir eins snemma og gert var af því að fjárhagsgrundvöllur óperuhúsa er veik- ari nú en áður og ekki er fyrirfram vitað hvað fjárveit- ingar verða skorn- ar mikiö niður. Fastakostn- aðurinn er alltaf jafnmikill og það er erfitt að minnka hann hratt, þannig að húsin verða að spara í lausakostnaði, meðal annars kostn- aði við gestasöngvara. Til að geta hætt við uppfærslu geyma þeir að bóka söngvara þangað til í síðasta lagi, sérstaklega unga söngvara eins og mig. Þeir frægu eru bókaðir fyrr, en jafnvel þeir fá afbókanir." - Ertu fastur í Mozart eða er að verða þróun hjá þér? Kampavín Gunnar Guðbjörnsson: Nýr geisladiskur og barn í vændum kertaljós gerðu kraftaverk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.