Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Page 44
52
Qtkarkafli
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997
Metsölubók um Díönu prinsessu eftir Anthony Holden komin út á íslensku:
Ævi hennar og arfleifð
Bókaútgáfan Vöxtur hefur sent frá sér bókina Díana - ævi
hennar og arfleifð eftir Anthony Holden í þýðingu Torfa Geirs
Jónssonar. Bókin, sem hefur notiö mikilla vinsœlda í Bretlandi,
er gefin út í samvinnu vió Random House í London. t henni er
rakin ævi Díönu, bernskan, stormasamt hjónaband hennar og
Karls Bretaprins, umtalaöur skilnaöur þeirra og átök við kon-
ungsfjölskylduna. Bókina prýöa 160 Ijósmyndir af Díönu viö
ýmis tœkifœri. Hluti söluverös rennur til styrktar Barnaspítala
Hringsins.
Höfundurinn, Anthony Holden, er virtur blaöamaöur í
Englandi. Hann býr yfir mikilli þekkingu á breska konung-
dœminu og hefur m.a. ritaö œvisögu Karls og metsölubók um
konungsfjölskylduna. Þess má geta aö hann kemur til íslands
um helgina vegna útkomu bókarinnar og heldur fyrirlestur í
Háskólabíói í dag klukkan 14.
Uppvaxtarár
„Við lok miðalda var ull Englandi
gífurlega mikilvæg og Spencer-ætt-
'j in ein örfárra rótgróinna enskra
ætta sem áskotnaðist mikill auður
af sauðfjáreign sinni einni saman.
Árið 1506, á valdatíma Túdor- ættar-
innar, áskotnaðist henni land-
areignin Althorp í Northampton-
skíri og þar var byggt hið fallega
heimili sem enn er ættarsetrið.
Einni öld síðar var Sir Robert
Spencer talinn hafa manna mest af
lausafé í öllu konungdæminu. Árið
1603 var hann gerður að baróni
Spencer, einn hinna fyrstu sem
hinn nýi konungur Stúartanna, Jak-
■Vob I., sæmdi þeirri nafnbót að verða
enskur aðalsmaður. Æ síðan hefur
erföalínan haldist óslitin.
Lafði Díana Frances Spencer var
með öðrum orðum enskari en kon-
ungsfjölskyldan og ef til vill með
meira konungsblóð í æðum. En í
augum tilvonandi eiginmanns
hennar og foreldra hans var hún
bókstaflega, við upphaf ævi sinnar,
stúlkan sem bjó í næsta húsi. Hún
fæddist hinn 1. júlí 1961 í Park Hou-
se, sem áður var veiðihús á
Sandringham landareigninni í Nor-
folk, og faðir hennar leigði þá af
drottningunni. Edward John, Alt-
horp greifi, erfingi sjöunda jarlsins
af Spencer, og kona hans, Frances
(sem bar ættarnafnið Roche), yngri
dóttir fjórða barónsins af Fermoy,
voru vel þekkt innan hirðarinnar.
Faðir Díönu hafði verið fylgdarmað-
ur drottningar í ferð hennar til
Ástralíu 1954 í tilefni krýningar
hennar og amma hennar var ein fá-
einna trúnaðarvinkvenna drottn-
ingarmóðurinnar.
Vonast eftir syni
Eftir að hafa misst son sinn í
barnæsku höfðu hjónin eignast
tvær dætur, Jane og Söru. Er fjórða
barnið var á leiðinni hafði greifinn
„Johnny“ Althorp gengið svo langt
að efna til brennu til að fagna syni
og erfingja að hinum 200 ára jarlst-
itli. Fögnuðurinn, sem eðlilega
fylgdi fæðingunni, sljákkaði þegar í
ljós kom að bamið var stúlka.
Þann þrýsting, sem hvíldi á móð-
ur Díönu um að geta af sér karlkyns
erfmgja, átti Díana sjálf eftir að
reyna síðar; hann var þá þegar að
eyðileggja hjónaband foreldra henn-
ar - síðar meir þurfti hún að horfa
upp á og þjást er hennar eigið
hjónaband gliðnaði smám saman í
sundur, þótt af ólíkum ástæðum
væri. Díana sjálf átti eftir að taka
móður sinni fram með því að
geta af sér karlkyns erfingja
án nokkurrar fyrirhafnar,
erfingja að mun veiga-
meiri titlum, og hún
gerði það með þeim
náttúrulegu töfrum
sem henni virtust
fylgja í öllu sem
hún tók sér fyr-
ir hendur.
Þannig bætti
hún fyrir þá
erfiðleika sem
fylgdu komu
hennar í heiminn.
Karl með
samúðarorð
Hér er Díana, 5 ára að aldri, aö leika sér við litla bróður, Charles Spencer,
fyrir utan æskuheimili þeirra. Ári síðar skildu foreldrar þeirra.
Maðurinn, sem hún
átti um síðir eftir að gift-
ast, erfinginn að virðingar-
mesta erfðatitli í heimin-
um, var meðal þeirra
fyrstu sem leit litla ljós-
hærða reifabarnið augum er
átti síðar meir eftir að hafa
svo mikil áhrif á líf hans.
Karl, prins af Wales, þó
hann væri þá aðeins 12 ára,
hafði þá þegar tekið sér hlut-
verk hins veglynda óðalshöfð-
ingja og bar brátt að landareign
Althorp-íjölskyldunnar með
kampavínsflösku til að samfagna
þeim. Ef til vill hafði hann eigin
erfðatitil í huga er hann mælti sam-
úðarorð í eyru hins angistarfulla
erfingja jarlstignarinnar. Skömmu
síðar lét hinn síðarnefndi gera
læknisrannsóknir á
konu sinni, sem
virtist ófær um
að geta hon-
um karlkyns
erfingja. Þrjú
ár til viðbót-
ar liðu þar
til að Alt-
horp-fjöl-
skyldunni
bættist sonur sem tryggði órofna
arfleið Spencer-ættarinnar. Stolt
þeirra var mikið er þau fengu leyfí
til að skíra hann Charles, í höfuðið
á hinum unga og nafntogaða ná-
granna þeirra.
Ein og yfirgefin
Um það leyti fóru ský að draga
fyrir sólu í lífi hinnar ungu Díönu
og heiðríkjan, sem lýsti bjarma á
fyrstu æviár hennar, kom í raun
aldrei aftur. Sá atburður, sem
mestu skipti i æsku hennar, gerðist
þegar hún var sex ára að aldri.
Yngsta dóttir Frances Spencer sat
ein og yfirgefin á köldu steingólfinu
í húsinu þar sem hún fæddist, eina
heimilinu sem hún hafði kynnst um
ævina, meðan þjónustufólkið keppt-
ist við að koma veraldlegum eigum
móður hennar fyrir í bíl sem beið
fyrir utan. Brak heyrðist undan fót-
um á mölinni, bílhurð var skellt aft-
ur, bílvél ræst, og svo dró fjarlægð-
in smám saman úr hljóði bilsins og
yfir húsið færðist annarleg þögn.
Móðir Díönu var farin og hún kom
aldrei aftur.
Hjónaband Spencer-hjónanna
hafði byrjað eins og það endaði síð-
ar, í fjölmiðlafári. Árið 1954 hafði
Frances Spencer verið yngsta brúð-
urin á þessari öld sem gifti sig í
Westminster Abbey og meðal gesta
var hin nýja og unga drottning og
Filippus eiginmaður hennar. Þegar
sonur hennar fæddist tíu árum síð-
ar var lífið með Johnny Spencer,
sem hún síðar stefndi fyrir rétt fyr-
ir grimmdarhátt, orðið svo illþol-
andi að hún var tilbúin að afsala sér
ekki aðeins aðalstitli sínum heldur
og börnunum, bara til að komast frá
honum. „Skyndilega", eins og einn
þjónninn orðaði það, „var hún bara
ekki lengur þama.“
Erfiður skilnaður
Díana sagði oft að hún gæti enn
heyrt brakið í mölinni þrjátíu árum
síðar. Það ásótti hana dagana sem
fylgdu á eftir og hélt fyrir henni
vöku að nóttu til. Jafnskjótt og þau
voru nógu gömul til að hafa
nokkurn skilning á hlutunum vissu
Spencer börnin fjögur - Jane, Sara,
Díana og Charles - að hjónaband
foreldra þeirra var ekki sú sæla sem
þau höfðu í gleði sinni talið sér trú
um. Þau ólust upp við hljóminn í
háværum röddum sem þögnuðu
heima við þennan dimma dag árið
1967 en héldu áfram fyrir dómstól-
um í tvö ár í einhverju bitrasta
skilnaðarmáli aðalsfólks í þann
tíma. Johnny Spencer stefndi konu
sinni á móti vegna meints framhjá-
halds með erfíngja að veggfóðurs-
fyrirtæki, Peter Shand- Kydd að
nafni, sem hún hafði flúið til. Upp-
námið innan fjölskyldunnar var svo
mikið að sjálf móðir Frances bar
vitni gegn henni. Það var Ruth,
lafði Fermoy, vinkona drottningar-
móðurinnar.
Skilnaður foreldra hennar reynd-
ist Díönu eins erfiður og hugsast
gat. Eins og þjóðin öll varð átta ára
stúlkan vitni að því er dagblöðin
fluttu dag hvern fréttir af því er fað-
ir hennar leiddi fram hvern einstak-
linginn á fætur öðrum úr breska
aðlinum sem skapgerðarvitni og
gerði stefnu móður hennar um
meinta grimmd vonlausa. Forráða-
réttur barnanna féll föðurnum í vil
- sem þá, eins og nú, þótti mjög
óvenjulegt.
Þvinguð samskipti
Diana var send í heimavistar-
skóla úti í sveit en móðir hennar
fluttist á afskekktan stað í norðvest-
anverðu Skotlandi og stofnaði þar
nýtt og hamingjuríkara heimili.
Hún var nú frú Shand-Kydd. Upp
frá því, eins og Charles bróðir henn-
ar sagði, eyddi Díana og systkini
hennar skólaleyfunum í 700 kiló-
metra ferðalög milli Norfolk og
Oban. Samskipti hennar við móður
sína voru æ síðan nokkuð þvinguð.
Það sama átti við um fóður hennar.