Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Side 62
afmæli LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 JjV r Jónas Olafsson Jónas Ólafsson, fyrrum bóndi á Kjóastöðum í Biskupstungum, Lóurima 2, Selfossi, er áttatiu og fimm ára í dag. Starfsferill Jónas fæddist á Tortu í Biskups- tungum í Ámessýslu en ólst upp að Hólum á sama stað. Hann hefur stundað búskap á Kjóastöðum í Biskupstungum allan sinn starfsald- ur en þau hjónin bragðu búi 1984 og fluttust til Selfoss þar sem þau búa í dag. > Fjölskylda Jónas kvæntist 19.6.1941 Sigríði Gústafsdóttur, f. 29.2.1920 húsfreyju. Hún er dóttir Gústafs Loftssonar og Svanhvítar Samúelsdóttur. Böm Jónasar og Sigríðar eru sextán talsins: Sigriður f. 4.3.1941, fangavörður búsett í Kópavogi, og á hún þrjú börn og fjögur barnabörn; Gústaf Svavar f. 1.2.1942, starfsmað- ur í gróðrarstöð í Hveragerði, kvæntur Sigríði Kristjánsdóttur og eiga þau fjögur börn, fyr- ir átti Gústaf tvö börn og fjögur barnaböm; Ólafur Þór f. 31.12.1942, starfs- maður á Laugarvatni, í sambúð með Guðrúnu Mikkaelsdóttur, þau eignuðust einn son sem nú er látinn, fyrir átti Ólafúr þrjá syni og eitt barnabarn; Karl Þórir f. 13.2.1944, bifvélavirki, starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur, kvæntur Þórlaugu Bjarnadóttur, og eiga þau tvö börn, fyrir átti Karl tvo syni; Svanhvít f. 23.8.1945, búsett í Reykjavík, gift Stefáni Ó. Guð- mundssyni rafvirkja og eiga þau tvær dætur og eina dótturdóttur; Þórey f. 22.11.1946, búsett í Hauka- dal í Biskupstungum, gift Þóri Sig- urðssyni garðyrkjumanni og eiga þau þrjú böm og þrjú barnabörn; Halldóra Jóhanna f. 9.5.1948, búsett í Borgarnesi, gift Geir Sævari Geirs- syni húsasmiði og eiga þau þrjú böm og þrjú barnabörn; Guðrún Steinunn f. 13.2.1950, búsett í Kefla- vík, gift Haraldi Hinriks- syni skipstjóra og eiga þau tvö börn, fyrir átti Guðrún tvo syni og tvö barnabörn; Eyvindur Magnús f. 20.2.1952, bóndi á Kjóastöðum i Biskups- tungum, kvæntur Krist- ínu Ólafsdóttur og eiga þau fimm börn og eitt barnabarn; Loftur f. 18.9.1953, búsettur að Lambabrún í Biskupstungum, kvæntur Vilborgu Guðmundsdóttur og eiga þau þrjá syni; Þorvaldur f. 6.10.1954, búsettur á Syðra-Seli í Hranamannahreppi, kvæntur Agnesi Böðvarsdóttur og eiga þau tvö böm og eitt barnabam; Guðmundur f. 25.5.1956, búsettur að Flúðum í Hrunamannahreppi og á hann þrjú böm; Ágústa Halla f. 26.9.1957, búsett í Njarðvík, gift Inga Eggertssyni og eiga þau þrjú börn; Egill f. 11.12.1960, bóndi á Hjarðar- landi í Biskupstungum, kvæntur Kolbrúnu Ósk Sæmundsdóttur, og eiga þau þrjú börn; Bárður f. 6.9.1962, járnsmiður, búsettur á Vopnafirði, kvæntur Sigríði Eddu Guðmundsdóttur og eiga þau fjögur börn; Sigþrúður f. 17.9.1966, skrif- stofumaður í Reykjavík, gift Jóni Bergssyni, verslunarmanni, og eiga þau eina dóttur. Jónas átti átta systkini, þrjú þeirra eru á lífi. Systkinin eru: Óskar Sigurþór f. 26.8.1908, látinn; Elín Guðrún f. 4.9.1909, látin; Sigur- björg f. 26.9.1910, látin; Kjartan f. 3.10.1911, látinn; Þórey f. 19.2.1915; Anna f. 10.2.1916; Þorvaldur f. 4.6.1917, látinn, og Finnbogi f. 2.9.1918. Foreldrar Jónasar vora Ólafur Guðmundsson f. 22.2.1873 d. 23.5.1934, bóndi að Totra og aö Hól- um i Biskupstungum og Sigríður Jónasdóttir f. 20.6.1875 d. 20.1.1946, húsfreyja. Jónas er að heiman á afmælisdag- inn. Jonas Ólafsson. Finnbogi Bernódusson Finnbogi Bemódusson fram- kvæmdastjóri, Holtabrún 21, Bol- ungarvík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Finnbogi fæddist í Bolungarvík og ólst upp við öll almenn sveita- störf í Þjóðólfstungu í Bolungarvík. Hann fór ungur að vinna öll algeng störf, var ma. nokkrar vertíðir á bátum frá Bolungarvík. V Finnbogi hóf nám í vélvirkjun hjá Vélsmiðjunni Þór á Ísafírði, stund- aði nám við Iðnskólann á fsafirði, lauk sveinsprófi í þeirri grein og öðlaðist síðan meistararéttindi. Eftir að Finnbogi öðlaðist meist- araréttindi hóf hann rekstur Vél- smiðjunnar Mjölnis í Bolungarvík en hann er nú framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Mjölnis og Efna- vinnslunnar í Bolungarvík. Finnbogi hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sitt sveitarfé- lag, ma. setið í hafnamefnd Bolung- arvíkur um árabil auk þess sem hann hefur starfað innan samtaka málmiðnaðarins. Þá hefur hann tek- ið virkan þátt í kórastarfi í Bolung- arvik og syngur með karlakórnum Emi. Fjölskylda Finnbogi kvæntist 27.12. 1969 Arndísi Hjartardóttur, f. 16.11. 1950, skrifstofumanni og húsmóður. Hún er dóttir Hjartar Sturlaugssonar sem er látinn og Guðrúnar Guð- mundsdóttur, bænda í Fagra- hvammi í Skutulsfirði. Börn Finnboga og Arndísar eru Guðrún Benný, f. 2.8. 1970, bóndi á Hofsstöðum í Hálsasveit en sambýl- ismaður hennar er Eyjólfur Gísla- son, bóndi þar og eru börn hennar Áslaug Katrín Hálfdánar- dóttir, f. 16.11. 1989, Finn- bogi Amar Eyjólfsson, f. 30.12. 1992 og Svava Krist- fríður Eyjólfsdóttir, f. 8.8. 1994; Elísabet Anna, f. 13.9. 1972, húsmóðir í Lúxem- borg, gift Guðmundi Harð- arsyni og era böm þeirra Hörður, f. 26.10. 1995 og Helena, f. 6.6. 1997; Ingi- björg, f. 13.5. 1974, húsmóð- ir í Reykholti en sambýlismaður hennar er Kristinn Hannes Guð- mundsson og er sonur þeirra Guð- mundur Atli, f. 2.5. 1995; Bernódus Örn, f. 14.4. 1975, lést af slysfórum 2.11. 1991; Sigriður Ágústa, f. 27.1. 1992; Arndís Aðalbjörg, f. 8.7. 1996. Systkini Finnboga eru Sigríður Bernódusdóttir, f. 5.9.1951, hjúkrun- arfræðingur í Sviþjóð; Sveinn Bern- ódusson, f. 18.6. 1953, jámsmiður í Bolungarvík; Sesselja Bernódusdóttir, f. 9.7. 1956, fiskvinnslukona í Bolung- arvík; Trausti Bernódus- son, f. 26.4. 1959, bóndi í Þjóðólfstungu í Bolungar- vík; Jón Pálmi Bernódus- son, f. 22.8. 1962, renni- smiður í Bolungarvik; Guðlaug Bernódusdóttir, f. 9.7. 1964, húsmóðir í Bol- ungarvík; Hildur Bernód- usdóttir, f. 7.10. 1969, húsmóðir á Akranesi. Foreldrar Finnboga: Bernódus Örn Finnbogason, f. 21.2. 1922, d. 17.4. 1995, bóndi í Þjóðólfstungu í Bolungarvík, og Elísabet Sigurjóns- dóttir, f. 14.8. 1924, húsfreyja í Þjóð- ólfstungu. Finnbogi tekur á móti gestum í félagsheimilinu Víkurbæ á afmælis- daginn, sunnud. 7.12. frá kl. 17.00. Finnbogi Bernódusson. María Þorsteinsdóttir María Þorsteinsdóttir húsmóðir, Jófríðarstaða- vegi 10, Hafnarfirði, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill María fæddist í Neðri- Miðvik í Aðalvík og ólst þar upp. Hún var í Barna- skólanum að Látrum í Að- alvík. María var í vist á ung- lingsáranum á ísafirði í tvo vetur en fór síðan sem vinnukona að Eyri við Skötufjörð þar sem hún kynntist mannsefni María Þorsteinsdóttir. sonur Maríu sínu. Hún var síðan hús- freyja að Eyri til 1969. Þau hjónin fluttu þá til Reykja- víkur. María átti síðan heima í Þorlákshöfn en flutti þaöan í Hafnarfjörð- inn þar sem hún hefur átt heima síðan. Fjölskylda Eiginmaður Maríu var Jón Helgason, f. 16.5. 1894, d. 29.12. 1971, bóndi á Eyri við Skötufjörð. Hann var Helga Guömundssonar og Jónsdóttur, bænda að Eyri. Böm Maríu og Jóns era Sigurður Árni Jónsson, f. 15.10. 1934, skip- stjóri í Danmörku, kvæntur Árnýju Visnin Jónsson; Guðjón, f. 10.11. 1936, sjómaður og verkamaður í Hafnarfirði, kvæntur Jónu Jóns- dóttur; María, f. 16.1. 1938, húsmóð- ir í Reykjavík, gift Atla Kristins- syni; Hólmfríður, f. 24.4. 1942, hús- móðir í Hafnarfirði, gift Halldóri Valgeirssyni; Þóra, f. 6.3. 1950, hús- móðir í Hafnarfirði, gift Kristjáni Albertssyni. Afkomendur Jóns og Maríu era nú alls sjötíu og fimm talsins. Systkini Maríu: Pálína, búsett á DAS í Hafnarfirði; Hjálmfríður, bú- sett í Reykjavík; Sigurður, nú lát- inn, lengst af járnsmiður í Reykja- vík; Kristinn, nú látinn, starfsmað- ur við skipasmíðar í Reykjavík; Hólmfríður Karitas, dó í frum- bernsku. Foreldrar Maríu voru Þorsteinn Bjarnason, bóndi í Neðri-Miðvík í Aðalvík, og k.h., Hólmfríður Ragn- heiður Guðmundsdóttir, húsfreyja. María tekur á móti gestum í veislusal Þjóðkirkjunnar, við Strandgötu í Hafnarfirði, í dag, laugardaginn 6.12. kl. 15.00. Þórður Olver Njálsson Þórður Ölver Njálsson bifreiða- stjóri, Gufunesvegi 1, Reykjavík, verður fertugur á morgun. Starfsferill Þórður fæddist í Garpsdal í Reyk- hólahreppi og ólst upp í Garpsdal. Hann stundaði sjómennsku á tog- urum, farskipum og varðskipum. Þá starfaði hann hjá Riksskip um ára- bil, bæði til sjós og í landi. Fjölskylda Þórður kvæntist 11.11. 1995 Helgu Fossberg Helgadóttur, f. 10.5. 1957, húsmóður. Hún er dóttir Ketils Jó- mundssonar og Sögu Helgadóttur, að Þórgautsstöðum i Hvitársíðu. Börn Þórðar og Helgu eru Guð- rún Júlía, f. 19.10. 1993; Ásgeir Helgi, f. 29.9. 1995; Þóra Björg, f. 31.7. 1997. Þá á Þórður soninn Guð- mund Njál, f. 10.3. 1980. Eldri börn Helgu eru Ástríður Edda Geirsdóttir, f. 11.11. 1980; Sigurður Geirsson, f. 19.10. 1982. Bræður Þórðar eru Júlí- us Njálsson, f. 27.6. 1961, Þórður Ö. Njálsson. verkamaður í Reykjavík; Hafliði Ólafsson, f. 6.10. 1950, bóndi og bifreiða- stjóri í Garpsdal í Reyk- hólahreppi. Foreldrar Þórðar eru Njáll Guðmundsson, bif- reiðastjóri í Reykjavík, og Sigríður Guðrún Júlíus- dóttir húsmóðir. Aímælisgreinar um jól og áramót Upplýsingar vegna greina um einstaklinga sem eiga afmæli dagana 22.12. 1997-5.1. 1998, verða að berast ættfræðideild DV eigi síðar en fimmtudaginn 18.12. n.k. Til hamingju með afmælið 6. desember 90 ára Rannveig G. Hafberg, hjúkrunarheimilinu Eir, við Gagnveg í Reykjavik. 75 ára Bergljót Haraldsdóttir, Álftamýri 48, Reykjavík. Guðmundur Magnússon, Laufási 2, Egilsstöðum. Kristbjörg Haraldsdóttir, Gaukshólum 2, Reykjavík. 60 ára Edda Líney Valdimarsdóttir, Þverholti 14, Akureyri. Guðbjörg Amórsdóttir, Skólagerði 64, Kópavogi. 50 ára Ásgeir Sigurður Eiríksson, Klettum, Gnúpverjahreppi. Ásta Guðbrandsdóttir, Hraunbæ 88, Reykjavík. Guðrún Benediktsdóttir, Traðarbergi 3, Hafnarfirði. Reynir Ragnarsson, Staðarseli 5, Reykjavík. Sóley Jóhannsdóttir, Garðshomi, Þelamörk, Glæsibæjarhreppi. Sævar Gestsson, Sunnuholti 3, ísafirði. 40 ára Jón Steinar Jónsson læknir, Daltúni 15, Kópavogi. Eiginkona hans er Anna Karen Ásgeirsdóttir leikskólaráðgjafi. Bergþór Skúlason, Fögrubrekku 25, Kópavogi. Guðmundur Guðmundsson, Dalhúsum 87, Reykjavík. Haraldur Thorlacius, Sundabakka la, Stykkishólmi. Helga Sigríður Kristjánsdóttir, Ljósheimum 8a, Reykjavík. Kristján Ármannsson, tæknifræðingur, Lemutanga 1, Mosfellsbæ. Eiginkona hans er Herdís Hermannsdóttir innheimtufulltrúi. Rickey Crocker, Frakkastíg 12, Reykjavík. Sigfús Þór Nikulásson, Melaheiði 5, Kópavogi. Sigríður E. Blumenstein, Víðigrund 13, Akranesi. Steinar Thorarensen, Salthömram 20, Reykjavík. Þorleifur Guðmundsson, Furuvöllum 11, Egilsstöðum. Þóra Gerða Geirsdóttir, Goðatúni 15, Garðabæ. aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.