Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Síða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Síða 65
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 r Jóhann Siguröarson leikur mjóikurpóstinn Tevje. Fiðlarinn á þakinu í kvöld verður sýning á hinum vinsæla söngleik, Fiðlarinn á pakinu, sem fmmsýndur var á síðasta leikári. Sögusvið verksins er gyðingasamfélag í litlu rúss- nesku þorpi í upphafi aldarinnar. Þar býr mjólkurpósturinn Tevje ásamt eiginkonu sinni og fimm dætrum í sátt við guð og menn. Lífið er í fóstum skorðum hjá porpsbúum, mótað af aldagöml- um hefðum og siðvenjum sem eru haldreipi í brothættri og pversagnakenndri tilveru. Leikhús í hlutverki Tevje er Jóhann Sigurðarson, Edda Heiðrún Back- man leikur eiginkonu hans og dætm- þeirra eru leiknar af Sig- rúnu Eddu Bjömsdóttur, Stein- unni Ólínu Þorsteinsdóttur, Vig- disi Gunnarsdóttur, Anítu Briem og Álfrúnu Örnólfsdóttur. í öðr- um hlutverkum era meðal ann- ars Þröstur Leó Gunnarsson, Bergur Þór Ingólfsson, Arnar Jónsson, Sigurður Sigurjónsson og Ólafia Hrönn Jónsdóttir. Leik- stjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. Ljóðalestur í Listaskálanum Á morgun kl. 15 fer fram ljóða- lestur i Listaskálanum í Hvera- gerði. Ingimar Erlendur Sigurðs- son og Birgir Svan Símonarson lesa úr nýútkomnum bókum og ljóðskáld lesa ljóð. Bókmenntakynning MFÍK Fjöldi rithöfunda mun lesa úr nýútkomnum bókum í dag kl. 16 í MÍR- salnum, Vatnsstíg 10. Tón- listarflutningur. Hnetubrjóturinn Ballettskóli Guðbjargar Björg- vins heldur upp á 15. starfsaf- mæli skólans með nemendasýn- ingu á Hneturbrjótnum í ís- lensku óperunni í dag kl. 17. Er þetta síðari sýningin, sú fyrri var í gær. Jólakaffi Hringsins Hiö árlega jólakaffi Hringsins verður á Hótel íslandi á morgun kl. 13.30. Allur ágóði rennur í Bamaspítalasjóð Hringsins. Bræðrafélag Fríkirkjunnar verður með hádegisverð- arfund, jólafund, kl. 12 í dag í Safnaðarheimilinu, Laufásvegi 13. Gestur fundarins er Páll Gíslason læknir. Samkomur Kvenfélag Hreyfils Jólafúndur verður í Hreyfils- húsinu í kvöld kl. 19. Munið jóla- pakkana. Félag eldri borgara í Reykjavík Stofnfundur Golfklúbbs eldri félaga verður í Risinu í dag kl. 14. Félagsvist kl. 14 á morgun. Félag íslenskra háskólakvenna Jólafundur sem hefur yfir- skriftina Ave Maria verður hald- inn á morgun kl. 15 í Þingholti, Hótel Holti. Jón Stefánsson org- anisti fjallar um lofsönginn til Maríu guðsmóður. Hvasst og snjókoma Dálítill hæðarhryggur er skammt fyrir norðaustan land og þokast hann austur á bóginn. 995 mb lægð er um 400 km suður af Homafirði og hreyfíst hún allhratt í austurátt. Veðríð í dag Suður af Hvarfi er heldur vaxandi lágþrýstisvæði sem þokast norð- austur á bóginn. í dag verður austan- eða suðaust- ankaldi eða stinningskaldi og rign- ing eða slydda víða um land. Síðdeg- is snýst vindur í allhvassa eða hvassa norðaustanátt með snjó- komu á norðvestan landinu. Frekar kalt verður i veðri, nálægt frost- marki á Vestfjörðum. Heitast verð- ur á Suðurlandi, fimm stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.39 Sólarupprás á morgun: 11.01 Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.24 Árdegisflóð á morgun: 11.55 Veðrið kl.12 á hádegi í gær: Akureyri þoka -7 Akurnes snjókoma -1 Bergsstaöir skýjaö ~4 Bolungarvík alskýjaö -4 Egilsstaöir hálfskýjaö -6 Keflavikurflugv. súld á síö.kls. 1 Kirkjubkl. skýjaö -1 Raufarhöfn léttskýjað -5 Reykjavík slydduél 2 Stórhöföi alskýjaö 3 Helsinki kornsnjór -3 Kaupmannah. þokumóöa 2 Osló þokumóða -7 Stokkhólmur þokumóöa -4 Þórshöfn alskýjað 3 Faro/Algarve heióskírt 12 Amsterdam skýjað 7 Barcelona skýjaö 13 Chicago snjókoma -2 Dublin skýjaö 7 Frankfurt skýjaö 3 Glasgow rigning 8 Halifax þokumóóa -1 Hamborg rign. á síö.kls. 2 Jan Mayen snjókoma -5 London mistur 4 Lúxemborg skýjaö -1 Malaga skýjaö 11 Mallorca súld 12 Montreal -0 París alskýjaö 2 New York alskýjað 6 Orlando léttskýjaö 12 Nuuk heiöskírt -3 Róm skýjaö 11 Vín alskýjaö 3 Washington alskýjaö 4 Winnipeg alskýjaö -6 Kaffileikhusið, Hlaðvarpanum: Rússíbanadansleikur Nýlega kom út geisla- plata með Rússíbönunum. í tilefni útkomu plötunnar heldur þessi ágæta hljóm- sveit dansleik í Kafiileik- húsinu i kvöld. í Rússíbönunum eru úr- vals tónlistarmenn sem hafa komið saman af og til undanfarin ár sér og öðr- um til skemmtunar. Með- limirnir eru allir með bakgrunn í klassískri tón- list en slá á létta strengi í Skemmtanir polkum, tangóum og gyð- ingatónlist, svo eitthvað sé nefnt, auk þess sem leikin eru verk eftir klass- íska höfunda. Rússíban- amir eru Einar Kristján Einarsson, gitar, Guðni Franzson, klarinetta, Jón Skuggi, kontrabassi, Kjartan Guðnason, trommur, og Tatu Kan- tomaa, harmoníka. Rússíbanarnir leika fyrir dansi í Kaffileikhúsinu í kvöld. Myndgátan Lausn á gátu nr. 1977: Greiðir ekki reikninga yfir höfuð Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. dagsönn ?.. Óskar Guöjónsson blæs í saxinn sínn í Tjarnarbíói annaö kvöld. Djass af nýrri plötu Óskar Guöjónsson, saxófónleik- ari hljómsveitarinnar Mezzoforte, gaf út á dögunum fyrstu plötu sína sem ber nafnið Far. Á henni leikur hann fijálsan djass. Óskar heldur útgáfutónleika í Tjarnar- bíói annað kvöld, kl. 21. Þeir sem koma fram með honum eru Hilm- ar Jensson á gítar og Matthías M.D. Hemstock á trommur. *■ Tónleikar Jólasveifla í Keflavíkurkirkju Annað kvöld, kl. 20.30, verður ? jólasveifla í Keflavíkurkirkju. Sr. Sigfús B. Ingvason mun flytja hugvekju, síðan verður tónlistar- flutningur, jólalög, allt frá Ó, helga nótt til Hvitra jóla. Ein- | söngvarar verða Einar Júlíusson, Rut Reginalds, Birta Sigurjón^— dóttir, Ólöf Einarsdóttir, Sandra Þorsteinsdóttir og Einar Öm Ein- arsson. Einnig mun Kór Keflavík- í urkirkju syngja nokkur lög. Bl— Körfubolti og handbolti Keppt verður í nokkrum iþróttagreinum um helgina. Fyr- irferðarmestir eins og alltaf yfir vetrarmánuðina eru körfubolti og handbolti. I gær hófst bikar- keppni karla í handboltanum og voru þá leiknir fjórir leikir. í dag verða aðrir fjórir leikir og tveir . morgun. Sjálfsagt verða mest spennandi leikir helgarinnar ÍR-Valur, sem mætast kl. 16 í dag, og Stjarnan-Haukar sem ieika í Garðabænum annað kvöld, kl. 20. íþróttir Sex leikir verða í Úrvalsdeild- inni í körfuboltanum. Kl. 16 leika Grindavík-KR og kl. 20 ÍA-Njarð- vík, Skaliagrímur-ÍR, Þór-Kefla- vík, Haukar- KFÍ og Val- ur-Tindastóll. Tveir leikir eru í 1. deild kvenna. ÍR-ÍS leika kl. 14 og Keflavík-Grindavík leika kl. 16. Gengið Almennt gengi LÍ 05. 12. 1997 kl. 9.15 Eininn Dollar Pund Kan. dollar Dönsk kr. Norsk kr Sænsk kr. Fi. mark Fra. franki Belg. franki Sviss. franki Holl. gyllini Þýskt mark ít. líra Aust. sch. Port. escudo Spá. peseti Jap. yen írskt pund SDR ECU Kaup 71,480 118,820 50,260 10,5950 9,9590 9,2010 13,3380 12,0510 1,9544 49,9500 35,7800 40,3400 0,041120 5,7300 0,3948 0,4772 0,553300 104,610 96,010000 79,8600 Tollgengi 71,590 119,950 50,310 10,6470 9,9370 9,2330 13,4120 12,1180 1,9671 50,1600 35,9800..- - 40,5300 0,041410 5,7610 0,3969 0,4796 0,561100 105,880 97,470000 80,3600 Sala 71,840 119,420 50,580 10,6510 10,0140 9,2520 13,4160 12,1200 1,9662 50,2300 35,9900 40,5500 0,04138 5,7650 0,3972 0,4802 0,55670 105,260 96,59000 80,3400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 . —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.