Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 Spurningin Lesendur Er til tölva á þínu heimili? Jóhanna Svansdóttir húsmóðir: Nei, en það er aldrei að vita nema maður fái sér tölvu einhvern tím- ann. Þorgeir Baldursson deildarstjóri: Já, hún er einmitt vikugömul í dag. Guðrún Birgisdóttir, vinnur í Bónusi: Já, og hún er mikið notuð. Kjartan Jóhann Magnússon, vinnur hjá Hitaveitunni: Nei, og stendur ekki til aö fá sér tölvu. Hafdís Heiðarsdóttir stuðnings- fulltrúi: Nei, ég er nú ekki svo flott að eiga tölvu. Birna Willards stuðningsfulltrúi: Nei, ég er of tæknilega fotluð til að geta átt tölvu. Stefnuskrá R-list- ans voriö 1994 - efndirnar áriö 1998 Ef R-listinn gengur meö þá grillu aö kjósendur hafi gleymt er það fjarri lagi, segir m.a. í bréfinu. Karl Ormsson skrifar: Á vordögum 1994 bauð R- listinn í Reykjavik fram undir kjörorðinu. „Opin lýðræðisleg borg, heimili, at- vinna, skóli“. Þetta stóð í gulum bæklingi sem borinn var í hvert hús fyrir kosningar 1994. Ef R-listinn gengur með þá grillu að kjósendur séu búnir að gleyma þessu nú þá er það fjarri lagi. Stjórnarhættir R-list- ans hafa verið með þeim hætti (ef um stjómarhætti er þá að ræða) að segja má að stjórnað hafi verið með tilskipunum. Atvinnuleysið, sem átti að leysa, hefur sjaldan verið meira þrátt fyrir mikið góðæri. Það er kaldhæðnislegt þar sem Kvennalistinn spilar þarna stærsta hlutverkið og borgarstjórinn kemur frá Kvennalistanum, að at- vinnuleysi kvenna hefur aldrei verið meira á öldinni. Og ekki hefur R-list- inn haft heimilin í öndvegi. Nú þarf hver meöalfjölskylda að auka tekjur um tugi þúsunda kr. á ári til að halda í horfmu við vinstriskatta R- listans og dugar vart til. R-listanum er tíðrætt um kven- frelsi í bæklingi sínum en sennilega hafa konur farið verst út úr valdatíð R-listans. Konur hafa lægstu launin, konur era flestar atvinnulausar og hafa minnstu fjárráðin. Auka átti leiguhúsnæði, það var leyst meö því aö selja allar leiguíbúðir borgarinn- ar. Húsaleiga á að hækka um hundrað prósent eftir kosningar. Eða eins og borgarstjóri orðar það: þetta eigi að verða „raunleiga". Samt hafa aldrei fleiri beðið eftir leiguhúsnæði. Útrýma átti biðlist- um eftir barnaheimilisplássum. Það er svikið. R- listinn ætlaði að byggja fleiri pláss fyrir sjúka og aldraða, nú bíða tvö til þrjú hundruð aldrað- ir, sem ekki geta verið heima hjá sér, eftir plássi. Setja átti á stofn embætti umboðs- manns borgaranna, það var svikið. Borgararnir áttu að fá að greiða at- kvæði um ýmis ágreiningsmál sem upp kæmu. Aldrei hafa fleiri mót- mælt gerræðislegum vinnubrögðum í borginni og aldrei hefur verið hlustað á þá. - Endurskoða átti og breyta til betri vegar stjórnkerfi borgarinnar, báknið hefur aldrei verið stærra og seinna í vöfum. R- listinn hefur raðað ótæpilega sínum vinum og flokkssystkinum á jötuna. Stöðva átti einkavæðingu SVR en nú ríkir þar stríðsástand, forstjór- inn rekur fyrirvaralaust alla er ekki lúta hennar vilja. Svona er hægt að telja endalaust upp svik R-listans en skal stöðvað í búi. - Samt vil ég enda þetta á orðum er Abraham Lincoln mælti. „Suma má blekkja alltaf, og alla stundum, en það er ekki hægt að blekkja alla alltaf." Innlent verðlag hækkar alltaf Óskar Sigurðsson skrifar: Ég las bréf í DV sl. þriðjudag um að verðlag hér sé á uppleið og þá hættu sem landslýð öllum er búin verði framhald á þessu að því er virðist sjálfkrafa ferli hjá okkur. Og það hvernig sem árar. Alltaf má kenna hækkun á einhverri tegund gjaldeyris eða öðru um. Það sem verra er; almenningur (les: neytend- ur) samþykkir þetta allt og þegir þunnu hljóði. Eða svo gott sem. En innlent verðlag hækkar alltaf, hvemig sem árar. Og svo eru menn, t.d. í sveitarstjómum, að tala um að létta þurfi af einhverjum öðram álögum (stundum talað um þunga- skatt eða aðra þætti í samgöngu- kerfinu) til þess að vöruverð megi lækka. Þetta er eintómt rugl. Það skiptir engu þótt hinir og þessir skattar séu lækkaðir - alltaf hækk- ar vöruverðið eða stendur í besta falli í stað. Hvað er þá að? Sannleikurinn er sá að kaupmenn og innflytjendur eru óumdeilanlega sekir um óhóf- lega álagningu, enda frjáls álagning og þeir notfæra sér þá aðstöðu. - Hér verður því að koma til hvort tveggja: vísitölubinding launa og op- inbert verðlagseftirlit. Aþingi íslendinga trausti rúiö Unnur Bjamadóttir skrifar: Það er með ólíkindum að heyra það í fjölmiðlum að hlutafélögin Landssíminn og íslandspóstur hafi borið mútur á samgöngunefnd Al- þingis, allt 9 einstaklinga sem sitja á Alþingi íslendinga. Ábyrgöin er hjá samgönguráðherra og yfirmönn- um Landssímans og er stjórnarfor- maður hans þar ekki undan skilinn, því þeir vissu frá upphafi hver myndi kosta þessa ferð til Brussel. Nú geta því íslendingar, hver fyr- ir sig, svarað því hvaða afstööu samgöngunefnd Alþingis tæki ef tvær umsóknir bærust, önnur frá Landssímanum og hin frá hinu Is- lenska fjarskiptafélagi. Siðferði samgönguráðherra og yfirmanna Landssímans virðist hafa verið op- inberað fyrir alþjóð í eitt skipti fyr- aj þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 5000 milli kl. 14 og 16 „Ábyrgöin er hjá samgönguráöherra og yfirmönnum Landssímans," segir bréfritari m.a. ir öll. - Öllum þessum mönnum ber að segja af sér hið fyrsta. En skyldi siðferðið vera jafn lé- legt hjá öðrum sem fara með al- mannafé? - Ég fór í stutta ferð til Skandinavíu á haustdögum, sem er ekki i frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að í flugvélinni vora þrír yfirmanna Húsnæðisnefndéir Reykjavíkur. Ég hugsaði með mér: Er Húsnæðisnefnd með einhverja starfsemi í Skandinavíu, og ef ekki; hverra erinda vora þessir herra- menn að fara á vegum stofnunar- inncir? Skyldu þeir bágstöddu í þjóð- félaginu sem eru í félagslegu íbúð- unum látnir greiða ferðir Húsnæð- isnefndar Reykjavíkur til útlanda? Þessu verður eflaust svarað fyrir borgarstjómarkosningarnar? Flugfargjöld verða að lækka Ólafur Bjarnason skrifar: Mér þykir sífellt þrengja að okkur íslendingum sem þurfum að nota flug sem samgöngutæki til útlanda, hvort heldur er um nauðsynleg erindi eða sumarleyf- isferðir að ræða. Þó má minnast á tilboð t.d. Flugleiða nú þessa dagana til borganna Amsterdam og London á svokölluðu pakka- verði, og sem era í lægri kantin- um. En fargjöldin til þessara borga, ein og sér, eru auðvitað al- veg út úr kortinu hvað verð snertir, óhugnanlega há og vart fyrir nokkum mann að kljúfa þannig dæmi. Flugfargjöld héðan til umheimsins verða að lækka, og það er brýnt að það gerist með stjómvaldsstýringu. Annað virð- ist ekki duga. Skordýraeitur í fiskinum B.P.Ó. skrifar: Það þýðir ekki alltaf að heim- færa allt upp á útlendinga eða segja að öll mengun komi að utan. Víst er hún mun meiri þar en hér, en hún berst líka hingað rétt eins og til annarra landa. Þannig er nú t.d. staðfest að bæði PCB-efni og skordýraeitur fannst í hvítabiminum sem drepinn var hér og fluttur til Bolungarvíkur árið 1994. Enginn þarf að efast um að þessi efni bæði finnast líka í fiskinum hér á norðurslóð- um, hvað sem menn þráast við að viðurkenna það. Nú þarf snögg viðbrögð til að koma sannleikan- um upp á yfirborðið. Annars kann að fara illa fyrir okkur sem þekkt fæðuöflunarþjóð. Þjóðskrá og lögheimilin Þórður hringdi: Ég hef lengi haldið því fram að hér á landi búi mun fleiri en greint er frá opinberlega sam- kvæmt tölum þjóðskrár. Á mannamótum og opinberum vett- vangi, t.d. í verslunum, á götum og víðar þverfótar maður vart fyrir mannmergð. Þessi mikla mannmergð táknar aðeins eitt: íbúar eru mun fleiri en gefið er upp. Og nú kemur í ]jós að lög- heimilislögin eru þverbrotin, einkanlega í dreifbýlinu og því lítt að marka opinbera skrán- ingu. Ég tel fullvíst, aö hér búi a.m.k. eitthvað i kringum 500 þúsundin, hvað sem sagt er. Við hinir, sem fáum greidd mánaðar- lega launin okkar og eram með fasta búsetu, við borgum svo skattana fyrir obbann af þjóð- inni, sem er svo hvergi skráð! Eiður sendi- herra reiður Magnús Sigurðss. hringdi: Hann fór mikinn, hann Eiður Guðnason, sendiherra okkar í Noregi, þegar hann reit ádrepu um ritstjóra DV í Morgunblaðið fyrir stuttu. Ég furðaði mig á því hvers vegna hann sendi ekki DV ádrepuna til birtingar, úr því þetta var nú einu sinni „Kveðja til ritstjóra DV“. Á ritsmíð Eiðs sendiherra mátti sjá að þar fór reiður maður. Hann hefði þvi átt að forðast að minnast á reiði ann- arra. Skrif sendiherrans báru þess skýr merki að hann taldi nauðsynlegt að verja þá spillingu sem hann sjálfur kann að hafa notið. Auðvitað var hann bæði sár og reiður út í hvernig DV (með Jónas Kristjánsson í farar- broddi) hefur tekist að upplýsa um þá spillingu sem viðgengst í þjóðfélaginu. Ég gat heldur ekki annað en lesið á milli lína Eiðs að hann væri að mælast til þess að fá að koma hingað heim til þess að geta sinnt umvöndunar- stai-fi sínu betur. Það er tími til kominn að Eiður fái að ausa úr skálum reiði sinnar í návígi við landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.