Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Síða 28
> o □ * O 20 ■3 s LD 'j~. O ■> 2 LXÍ FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 5505555 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 Ríkisspítalar: 200 milljóna sparnaður „Ég geri mér vonir um að þær að- ^gerðir, sem stjómarnefnd hefur nú samþykkt, geti náð um 200 milljónum í sparnað," sagði Guðmundur G. Þór- arinsson, formaður stjómar Ríkisspít- alanna, vegna aöhaldsaðgerða, sem unnið hefur verið að undanfarna daga. í gær var fundur stjórnarnefndar þar sem farið var yfir hagræðing- arhugmyndir. Guðmundur undir- strikaði að miðað við óbreytta starf- semi frá fyrra ári myndi vanta í rekst- urinn um 450 milljónir króna í ár. „Til viðbótar við þær 200 milljónir sem sparast núna gerum við okkur vonir um að við fáum 100-150 milljón- ir úr 300 milljóna pottinum sem skipta á milli sjúkrahúsa. Við reyn- um að gera þetta með eins mildum að- > gerðum og unnt er, ráða ekki í stöður sem losna, en reyna heldur að færa til starfsfólk. Það er ekki stefnt að upp- sögnum." -JSS Helgarblað DV: Kristinn í sviðsljósinu í helgarblaði DV á morgun kenn- ir ýmissa grasa. Opnuviðtalið er við hetjuna okkar, Kristin Bjömsson, svigkappa frá Ólafsfirði, sem á skömmum tíma hefur skipað sér í hóp fremstu skíðamanna heims. Hann verður í sviðsljósinu um helg- ina í Austurríki á tveimur mikil- vægum mótum. Rætt er við Erling Gíslason sem á 40 ára leikafmæli um þessar mundir. Fjallað er um listamanninn meö barnshjartað, Samúel í Selár- dal, en söfnun er hafin til bjargar dýrmætum listaverkum hans fyrir vestan. Leiklist í 20 ára sögu Menn- ingarverðlauna DV er rakin og í erlendu fréttaljósi er fjallað um •kvennamál Clintons. Einnig er viðtal við Kristján Halldórsson handboltaþjálfara í Noregi. -bjb/sv (greiÍaTeÍFnÖkkuðN BOLATOLL FYRIR NORÐAN? J Brytarnir í Múlakaffi léku á als oddi í morgun enda búnir að gera allt klárt fyrir þorrann sem hefst í dag. Falsanir á íslenskum málverkum: Virt uppboðs- fyrirtæki sætir rannsókn Dæmi eru um að málverk, sem seld hafa verið á listaverkauppboð- um danska uppboðsfyrirtækisins Bruun-Rasmussen í Kaupmanna- höfn sem verk klassískra íslenskra listmálara, hafi verið falsanir. Lög- reglurannsókn fer nú fram vegna slíks máls. Bruun-Rasmussen er velþekkt og gamalgróið listmunauppboðs- fyrirtæki. Það er eitt hið stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum. og vant að virðingu sinni. Sam- kvæmt heimildum DV beinist hluti lögreglurannsóknar dönsku lög- reglunnar á meintum fólsunum íslenskra klassískra listmálara, að því að skoða hvort eða í hversu miklum mæli falsaðar myndir hafa verið seldar í gegnum uppboðsfyr- irtækið, hugsanlega í því skyni að fá þeim gæðastimpil. Einn af stjórnendum Bruun- Rasmussen, Peter Christmas Möll- er staðfesti í morgun við DV að fyrirtækið væri í samvinnu við lögreglu um að upplýsa tvö slík til- vik eins og jafnan væri gert. Hann taldi hins vegar að meintar falsan- ir á verkum Svavars Guðnasonar væru stórlega ofmetnar. Ef vísvit- andi væri verið að selja falsaðar myndir í gegnum fyrirtækið þá væri það sakamál en vart ef selj- andi hefði verið grunlaus um að mynd hans væri folsuð. „Það er á hreinu að komi kaupandi með sannanir fyrir því að hafa keypt falsaða mynd hjá okkur, þá ganga kaupin til baka og við gerum kröfu á hendur þeim sem setti myndina í sölu,“ sagði Peter Christmas Möll- er. Hann sagði að eigendasaga fylgdi sjaldan með þeim hlutum sem boðnir eru upp hjá Bruun- Rasmussen, eða í vart meira en um 10% tilfella. -SÁ Veðrið á morgun: Hlýnandi veður Á morgun verður sunnan- og suðaustankaldi eða stinning- skaldi og rigning sunnan og vest- anlands, en snjókoma eða slydda til fjalla. Norðaustanlands verður hæg- ari suðvestanátt og þurrt. Held- ur hlýnandi veður. Veðrið í dag er á bls. 37. 100 þúsund á nýbura: Gæti orðið 4 milljónir árlega „Þetta er fyrst og fremst hugsað sem styrkur til ungra foreldra af okkar hálfu. Ég á ekki von á því að hreppsbúar taki kipp í þessum málum,“ segir Broddi Björnsson, oddviti Akrahrepps, en eins og DV greindi frá í gær hefur hrepps- nefndin þar samþykkt að greiða 100 þúsund krónur fyrir hvert barn sem fæðist í hreppnum. Broddi segir vel geta verið að þessi tilhögun verði öðrum hrepp- um til eftirbreytni og að styrkur sem þessi verði tekinn upp í fá- mennari byggðum landsins. Sigurður Guðmundsson, for- stöðumaður þróunarsviðs Byggða- stofnunar, segir það einungis já- kvætt ef sveitarfélög geri eitthvað til þess að hvetja fólk að koma til sín. „Þetta er eflaust ein aðferð til að fjölga í hreppnum, án þess að það verði einhver byggðarstefna í framtíðinni," segir Sigurður. Samkvæmt upplýsingum frá Byggðastofnun voru 223 íbúar skráðir í hreppnum á síðasta ári. Þar af voru 104 konur og 119 karl- ar. 42 konur eru á aldrinum 15-44 ára. Ef þær yrðu allar við áskorun hreppsins til fjölgunar gætu út- gjöld sveitarfélagsins í barneignar- styrki numið allt að 4 milljónum króna á ári. -Sól. Myndir Svavars: Falsanir - segir Alex Steen Alex Steen, blaðamaður á Extrablaðinu í Kaupmanna- höfn, segir í samtali við DV að hann telji flestar, ef ekki allar myndimar falsaðar sem dansk- ur málverkasafnari keypti af Galleríi Leif Jensen í þeirri trú að þær væru eftir Svavar Guðnason. Alex Steen er þekktur og virtur í málaralistarheiminum í Danmörku, en hann hefur skrifað um myndlist í um hálfa öld og þekkir feril og verk Svavars Guðnasonar mjög vel. Hann segir að umræddar myndir, sem sagðar eru eftir Svavar og hafa undanfarið ver- ið rannsakaöar gaumgæfilega í Kaupmannahöfn, séu svo illa gerðar og svo lélegar eftirlík- ingar af verkum Svavars að engu tali taki. -SÁ Ojjsí Mn I §MJjJ!JiJj □PELe ■Þýskt eöalmerki Bílheimar ehf. OF»EL. [PlMHB ■■■ Sœvarhöfba 2a Sími:525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.