Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 31
JU'V’ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 akstur viö allar aðstæður mörgum þrepum betri. Sama vél er áfram í boði en með millikæli og við það eykst aflið verulega, eða úr 115 í 130 hestöfl. Frá Nissan kemur einnig ný gerð Primera, Primera Wagon, í byrjun apríl. Þetta er alveg nýr bUl frá grunni og hefur fengið mjög góðar viðtökur hvarvetna. Nissan Micra er einnig væntan- leg með minni háttar breytingu í út- liti í byrjun mars. Nýr framendi og einkum frágangur á grilli og ljós- um, er sú breyting sem mest ber á, en einnig eru breytt sæti í bílnum. Þá er einnig von á minni háttar breytingu á Nissan Almera á næstu mánuðum." Af öðrum breytingum sem verða í framboði bíla frá Nissan á næstunni má geta þess að Nissan Double Cab og King Cab koma með endurbættri vél, sem með miUikæli gefur nú 107 hestöfl. Double Cab verður einnig fáanlegur í tveimur útfærslum, vel búinni lúxusútfærslu og síðan sem vinnubíll. Þá kom einnig fram hjá Júlíusi að Nissan mun auka notkun stig- lausrar sjálfskiptingar (CVT) í bíl- um sínum á næstunni og slíkar munu eflaust fara að sjást í auknum mæli í bílum þeirra. Þá má loks geta þess að Terrano II kemur á haustdögum með dísilvél og sjálfskiptingu og vel búinn, þar á meðal með tvöfóldum loftpúðum og ABS-hemlum.“ Stöðug sókn hjá Subaru „Subaru hefur verið í stöðugri sókn að undanfómu hjá okkur,“ segir Júlíus Vífill, „við erum til þess að gera nýbúnir að kynna nýj- an bíl, Subaru Forester, sem hefur náð góðri fótfestu á markaðnum, auk þess sem bæði Impreza og Legacy hafa selst í auknum mæli, einkum Impreza sem hefur verið í boði á mjög hagstæðu verði miðaö við búnað." Of há gjöld á bíla Bifreiðagjöld hafa veriö nokkuð til umræðu að undanförnu og þá helst hvort ekki sé kominn tími til að leggja niður eða breyta gjaldtöku Minnst pláss fyrir bílana í Hong Kong Þegar okkur fmnst umferðin vera orðin þétt hér á landi, einkum á fostudögum í Reykjavík, þá er það eflaust bamaleikur ef horft er til þeirra landa þar sem umferðin er hvað þéttust. í Sviss hafa menn verið að leika sér að því að reikna út í hvaða landi flestir bílar eru á hverjum kílómetra af akvegum og eins hvar plássið er nóg, eða fáir bílar á hvem kílómetra vega. Það var A.I.T. í Sviss, eða AIli- ance Intemationale de Tourisme, sem reiknaöi þetta út og þar kom í ljós að flestir bílar á hveijum kíló- metra akvega vom í Hong Kong, 280 bílar, en fæstir í Bangladess þar sem aðeins einn bíil var á hvem kílómetra. Þótt við hér heima eigum nánast met í eign bíla á hvem íbúa erum við frekar neðarlega á listanum með 11 bíla á hvem kílómetra. Annars lítur listinn svona út yfir þau lönd sem lentu í úrtaki Svisslendinganna: Líbanon 202 Singapúr 163 ísrael 95 Slóvakía 66 Þýskaland 65 England 63 Japan 59 Holland 52 Spánn 50 Portúgal 50 Sviss 49 Frakkland 37 Belgia 33 Bandaríkin 32 Eistland 30 Svíþjóö 29 Danmörk 28 Finnland 28 Pólland 24 Noregur 23 Austurriki 19 „Gott ár fram undan og mikiö af nýjum bílum innan seilingar," segir Júiíus Vffill Ingvarsson. í efsta þrepi innflutningsins þar sem vörugjaldið er 65%. Hvað segir Júlíus Vifill um þessa hlið bifreiða- innflutningsins? „Það er nokkuð ljóst að innflutn- ingur á notuðum bílum endurspegl- ar að nokkru hvað er að gerast í þessum málum. Hér er einkum um að ræða innflutning á dýrari gerð- um bíla og þar er freistingin mikil að hagræða tölum við innflutning. Bílaumboðin hafa líka nær alveg horfiö frá því að flytja inn bíla sem falla undir þennan 65% flokk," seg- ir Júlíus Víflll. Dísilbílar hagkvæmir Umræða um dísilbíla og breyt- ingu á skattlagningu á eldsneyti þeirra hefur verið í umræðu í lang- an tíma og loks nú virðist sem lausn á því máli sé innan seilingar. Hvað segir Júlíus Vífill um þetta? „Dísilbílar hafa sýnt sig og sann- að að vera hagkvæmir í rekstri og eyða sannanlega minna eldsneyti. Við horfum til þess með opnum huga að þessi breyting komist í gegn, því við getum boðið nær alla okkar bíla með dísilvélum, allt frá þeim minnstu upp í þá stærstu." Þess má geta tÚ viðbótar að dísil- r 45 vélar frá Nissan eru notaðar um all- an heim af ýmsum öðrum aöilum en Nissan og nú síðast var nýlega sagt frá því hér á síðum DV-bíla aö nýju leigubilarnir í London verða allir búnir dísilvélum frá Nissan. Gott ár fram undan „í heild líst okkur vel á þetta ár,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Bílheima og Ingvars Helgasonar, að lokum. „Við höfum búiö við góðæri í bilainnflutningi og fátt bendir til annars en að þaö verði svo áfram. Við erum með nýja bíla innan seilingar, bíla sem við bindum miklar vonir við og munu breikka þá línu sem við erum með í boði í dag. Við munum þó fyrst og fremst leggja á það áherslu að bjóða góða þjónustu og þjóna okkar viö- skiptavinum vel.“ -JR. . Netscape: Btlaiamnlngur - Ötrelknlngur og Oeeml msm 1 1 & l a O |f«>/*r<í| H«mt PrM FM 8loþ Vertu alltaf á nýjum bil kH ÞESS AÐ OOEIOA LOKAAFBODOUH vertu alltaf á nýji Relkniö sjál hvemig Bilasamningurinn j getur Ktiö út miöaö viö ykkar (orsendur QTnetKHtwauo t oawt tPUBHIHQAB 0 SVOB HVAO QCBtST I LOKIWT «1 KOSTIO BtlASAHNINQS Olboigw ASOjOOOki. Albðiqun Mauáogo éminwSl M U.M5 96 24.080 96 99A66 U«gd Vðé MtluoPon kiB þkuu t « lýiif n«6an. $ þu A RtlKMA lAkönn (XIIi WMkMN mMO mjm Otbfttgwi lök»4fbeí9u«|a [o [ö n Ugnait Hámark þegar þú tekur ákvörðun um greiöslutilhögun. Með BÍLASAMNINGI Lýsingar hf. getur þú endurnýjað bíllnn þinn á þriggja ára fresti og áfram greitt sömu lágu mánaðargreiðslurnar og nú geturðu nýtt þér internetið til að reikna dæmið til enda. Kynntu þér kostina: % Engir ábyrgðarmenn Leigutaki verður þó að vera orðinn 25 ára % Greiðsludreifing á ailt að 60 mán. % Sveigjanlegri greiðsluform % Jafnar mánaðargreiðslur % Hlutfallstala kostnaðar er lægri en á hefðbundnum bílalánum % Hægt að greiða upp samning hvenær sem er á samningstfma Kannaðu greiðslubvrðina ^v^w.lysing-19 / m / « f sm Lýsing hf. M»IQ6515 SUÐURLANDSBDAUT 22 • SÍMI 533 1500 • FAX 533 1505

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.