Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Side 32
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 JLlV 'k w í upphafi bilaaldar var ekki mikið lagt upp úr því að hafa bílana straumlínulaga, öllu ■^frekar að þeir kœmust áfram og létu almenni- lega að stjórn. Þegar tímar liðu fram og bíl- arnir fóru að komast hraðar var farið að huga meira að því hvernig áhrif loftmót- staða hefði á þessi atriði. .... Á sama tíma og bíl- arnir voru að slíta barnsskónum voru flug- vélarnar að fikra sig áfram á þróunarbraut- inni og má segja að mikið af loftaflsfrœði við hönnun bíla sé runnin af sama meiði og þróun flugvélanna. Eitt þeirra hugtaka sem haldið hefur verið mjög á lofti hin síðari ár, þegar rœtt er um bila, er svonefnt CD- gildi, það er reiknitala sem gefur til kynna þann loftmassa sem bíllinn dregur á eftir sér í akstri. Sjö þúsund hestafla mótor knýr þessa viftu í loftgöngunum i tilraunastofum Mercedes Benz. Með þeim er hægt aö mynda vindhraða sem er sterkari en mestu hvirfilbyljir. Stöðug þróun Eins og fyrr sagði var það olíu- kreppan á árinu 1973 sem ýtti verulega við bílaframleiðendum varðandi það að laga loftmótstöð- una. Ef við höldum okkur áfram við Benz má sjá þetta vel á þeim bíl- um. Mercedes Benz W123, sem smíð- aður var árið 1976, var með CD- gildið 0,44 en Mercedes Benz W124, sem þróaður var I kjölfar ol- íukreppunnar, var kominn með CD-gildið 0,29, sem hefur þótt harla gott allt fram á þennan dag. Nýi W120, sem við þekkjum betur sem Mercedes Benz E-línuna, ger- ir í raun enn betur og er kominn með 0,27 sem CD-gildi. Loftdropar í vatni En það eru fleiri að skoða loft- mótstöðuna og með öðrum hætti. í háskólanum í Stuttgart eru rann- sóknarmenn að skoða loftflæðið og gera það í vatnstönkum. Þeir hafa komist að raun um að með því að senda örfinar loftbólur, fylltar helíum, í vatni er hægt að fylgjast með streymi þeirra á mun betri hátt en loftstraumum. Þetta á sérstaklega við um það þegar menn vilja skoða þetta flæði á litl- um hraða því vatnið er „þykkara" en loft og því verða allar hreyfing- ar loftbólanna hægari og betur hægt að fylgjast með þeim. Ekki bara sparneytni Það er ekki bara til að spara eldsneyti sem bílaframleiðendur eru að rannsaka loftflæðið. Þetta er líka gert til að auka öryggi og þægindi. Með minni loftmótstöðu eru bíl- ar hljóðlátari en áður. Þar má líka nefna annað atriði sem margir hafa kannski ekki tekið eftir. Með betri þróun og hönnun hliðar- spegla á bílum í dag eru þeir leng- ur hreinir í rigningu og slabbi - allt betri loftfræðilegri hönnun að þakka. Líka vörubílar CD-gildið segir okkur mikið um það hvernig viðkomandi bíll er í laginu: því lægri CD-tala því straumlínulagaðri er viðkomandi bíll. En meira hangir á spýtunni en bara CD-gildið því að einnig þarf að taka framenda bílsins með í þessu reikningsdæmi. 7000 hestafla vifta Hjá verksmiðjum Mercedes Benz i Sindelfingen í Þýskalandi eru mjög öflug loftgöng til loft- fræðilegra prófana á bílum. í enda 125 metra langra ganganna er risastór viftuspaði sem knúinn er af nærri sjö þúsund hestafla mót- or og með ýmsum spjöldum og stútum er hægt að stýra loftflæð- inu þannig að það lendi framan á bílnum með þeim hætti sem rann- sóknarmenn eru að sækjast eftir. Mjög mikilvægt er að hægt sé að stjórna loftflæðinu því það má ekki lenda framan á bílnum eins og hvirfilvindur. Það þarf miklu fremur að skella eins mjúklega _ ^ framan á bílnum og hægt er því 'þannig er hægt að fylgjast með loftflæðinu og mæla það. Reykur sýnir flæðið best Allir sem horft hafa á einhvern reykja hafa séð hvernig hægt er að fylgjast með reyknum frá sígar- FJAÐRABÖÐIN PARTUR HF. Eldshöfða 10, 112 Reykjavík, simar 567 8757 og 587 3720. Fax 567 9557 DRÁTTARBEISLI Dráttarbeisli í margar geröir fólksbíla. Verö frá kr. 7.700 án ísetningar. ettunni lengi eftir að viðkomandi blæs honum frá sér. Sama tækni er notuð i vindgöngum. Þar er reykvél látin blása frá sér reyk inn í göngin. Reykurinn fer um þéttriðið net sem myndar ótal ör- fina reyktauma. Með því að beina ljósi að þessum reyktaumum er hægt að fylgjast með ferli þeirra og hvernig þeir flæða með yfir- borði bílsins. „Rétt hannaður" bíll sem settur er í vindgöng tekur léttilega á móti þessum reykjarhvirflum og ef hönnunin hefur heppnast vel flæða lofttaumarnir léttilega um yfirborð bílsins, án þess að þyrl- ast til, og mikilvægt er að þeir myndi sem minnsta hvirfla þegar þeir koma aftur fyrir bilinn. Ef stórir hvirflar myndast fyrir aftan bílinn er það vísbending um að bíllinn dragi á eftir sér loftmassa sem bæði dregur úr ferð og afli, auk þess sem slíkur óþarfa massi skerðir aksturseiginleika bílsins. Olíukreppan ýtti undir frekari þróun Bílahönnuðir kepptust við að teikna og hanna sportlega bíla sem virtust margir hverjir vera verulega straumlínulagaðir en þegar betur var að gáð var CD- gildi þeirra ekkert sérstaklega gott vegna þess að oftar en ekki drógu þeir á eftir sér óþarflega stóran loftmassa. Það var hins vegar í kjölfar olíukreppunnar 1973 sem bíla- framleiðendur fóru í alvöru að leita leiða til að spara eldsneyti og þá fóru hjólin að snúast fyrir al- vöru. Mikill umferðarhraði á þýsku hraðbrautunum varð til þess að þýsku bílaframleiðendurnir fóru að gefa þessu sérstakan gaum. Það er ekki svo að loftmótstaða bila sé aðeins mikilvæg á miklum hraða því að góð hönnun á þessu sviði nýtist á hvaða hraða sem er. Sé ekið á meiri hraða koma fleiri atriði inn i myndina. Hans-Dieter Bechstein, stjóm- andi tilraunastöðvar Mercedes Benz, skýrir þetta nánar: „Frá 60 kílómetra hraða og ofar eykst loft- mótstaðan hraðar en sú fyrirstaða sem er til staðar við að koma bíln- um áfram, það er viðnámið sem dekkin verða fyrir á akbrautinni. Þegar hraðinn er aukinn vex loft- mótstaðan hraðar en viðnám dekkjanna. Niðurstaðan af þessu er sú að ef okkur tekst að minnka loftmótstöðuna um 10 af hundraði minnkar eldsneytiseyðslan um 3% Það eru ekki bara fólksbílar sem eru reyndir í vindgöngum. Vörubílar hafa einnig fengið sínar prófanir og þar er eftir miklu meira að slægjast. Hver þekkir ekki áhrifin af þvi að mæta stór- um vörubíl með flutningakassa? Oftar en ekki fylgir slíkum bíl góður vindskellur en það er einmitt loftmassinn sem hann er með í eftirdragi. Með þróun í vindgöngum hefur tekist að draga úr þessu og verður það eflaust enn frekar á komandi árum. -JR Vindurinn hefur mikil áhrif á aksturseiginleika og stöðugleika bíla. Því er mikilvægt að bíilinn geti klofið vindinn á sem mýkstan og fyrirhafnarminnstan hátt. ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( < ( ( ( ( ( ( ( ( (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.