Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 9 Utlönd FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi Norðmenn herða blaða- lesturinn DV, Ósló: Norðmenn voru fyrir heims- meistarar í blaðalestri og styrktu enn stöðu sína þar á síðasta ári. Nú kaupir hver Norðmaður að jafnaði 1,6 dagblöð á dag. Þetta þýðir að á mörgum heimilum er keypt áskrift að þremur og fjór- um blöðum. Á síðasta ári jókst blaðasalan um 3 prósent og voru það stóru blöðin og allra minnstu blöðin sem sóttu sig mest á markaðnum. Verdens Gang, stærsta blaö Nor- egs, jók söluna mest og þeir hjá Aftenposten eru líka mjög sáttn- við sinn hlut. Norska Dagbladet er hins vegar hætt að stækka eft- ir mikla sókn árið áður. Verst standa flokksmálgögn Verkamannaflokksins mörg og smá. Þrátt fyrir 1 milljarð ís- lenskra króna i ríkisstyrk ná þau ekki athygli lesenda og tapa í samkeppninni við borgaralegu blöðin. í Noregi eru gefin út um 200 dagblöð sem einnig er heims- met miðað við mannfjölda. -GK Hermenn skjóta á mótmælendur í Indónesíu Allt að 10 þúsund manns tóku þátt í óeirðum í bænum Kendari á Sulawesi í Indónesíu í gær. Hermenn skutu gúmmíkúlum að manníjöldanum sem kastaði grjóti og rændi verslanir í mót- mælaskyni við gífurlegar verð- hækkanir. Einnig var efht til mótmæla í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í gær. Hundruð stúdenta söfnuðust saman á háskólalóðinni og hróp- uðu slagorö gegn Suharto forseta. Ekki kom til óeirða í Jakarta. Undanfarnar tvær vikur hafa orðið róstur I yfir 25 borgiun. Yf- irvöld virðast ekki hafa miklar áhyggjur af ástandinu og halda fast við stefhu sína í efnahags- málum. Grunuðum raðmorðingja sleppt Breska lögreglan hefur sleppt manni sem talið var að gæti hafa myrt sjö konur í Bastilluhverfmu í París. DNA-rannsókn sýndi aö hann var ekki sá sem nauðgaði og myrti konurnar. Hinn grun- aði, sem sagður er vera frá Alsír, hafði verið handtekinn vegna brota á innflytjendalögum. Hann veröur yfirheyröur í Frakklandi áður en hann veröur sendur til Alsír. Nyrup boðar til þingkosninga í Danmörku þann 1. mars: Uffe fór heim með Andrés Bretaprins flaug til Sviss í vikunni til aö halda upp á 38 ára afmæli sitt meö dætrum sínum tveimur, Eugenie og Beatrice, og fyrrverandi eiginkonu, hertogaynjunni af Jórvfk, Söru Ferguson, f Verbier. Þar hafa mæðgurnar rennt sér á skföum undanfarna daga. Hertogaynjan varö reyndar fyrir óhappi og rifbrotnaöi en hefur ekki látiö þaö aftra sér frá þvf aö bruna niöur skföabrekkurnar. Sfmamynd Reuter Uffe Ellemann-Jensen, leiðtogi Venstre í Danmörku, var ekki fyrr lentur i París í gær þegar Poul Ny- rup Rasmussen forsætisráðherra til- kynnti að eftit yrði til þingkosninga í Danmörku þann 11. mars næst- komandi. Uffe sneri þegar við á flugvellinum í París og tók sömu flugvél heim til Kaupmannahafnar. Tilkynning Rasmussens í þinginu kom öllum í opna skjöldu. Kosning- amar verða haldnar sex mánuðum áður en kjörtímabilið rennur út og ellefu vikum fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu um Amsterdamsáttmála Evrópusambandsins. „Framtíðin brosir við Danmörku. Við þurfum aö hreinsa loftið fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna," sagði forsætisráðherrann í ræðu sinni sem var sjónvarpað beint. Ríkisstjóm Pouls Nyraps hefur Poui Nyrup Rasmussen, forsætis- ráöherra Danmerkur, telur rétta tfm- ann fyrir kosningar vera nú. haft mikinn meðvind í skoðana- könnunum undanfama mánuði. Borgaralegu flokkamir sem em í stjómarandstöðu hafa aftur á móti verið í töluverðum öldudal. Tveir helstu andstöðuflokkamir, Venstre og íhaldsflokkurinn, eru í nokkmm vanda um þessar mundir. Helstu stuðningsmenn Venstre með- al bænda em reiðir út í flokkinn fyrir að hafa fallist á rándýra um- hverfisáætlun fyrir landbúnaðinn. Þá em flokksmenn enn að sleikja sárin yfir að hafa ekki getað klekkt á stjóminni í Færeyjabankamálinu. íhaldsmenn eiga líka í vanda. Per Stig Moller flokksformaður var ný- búinn að skýra fréttamönnum frá því í gær að þingflokkurinn hefði ákveðið að reyna að fmna þann sem hefur lekið í fjölmiöla að undan- fömu imi Moller og klofning í flokknum þegar tilkynnt var um kosningarnar. „Ég væri hugleysingi ef ég viður- kenndi það ekki,“ sagði Poul Nymp þegar hann var spurður hvort vand- ræðagangurinn hjá Venstre og íhaldsflokkinum hefði haft áhrif á tímasetningu kosninganna. En þrátt fyrir meðbyr ríkisstjóm- arinnar að undanfömu era fylking- amar tvær með svo til jafn mikið fylgi. Eins og svo oft áður veröa það miðflokkamir sem koma til með að ráða úrslitum um hvemig stjómin verður skipuð að kosningunum loknum. Fréttaskýrendur sögðu i gær að mjótt yrði á mununum. Rétt rúm fimm ár em síðan Poul Nymp tók við embætti forsætisráð- herra af Poul Schlúter sem varð að segja af sér vegna svokallaðs Ta- mílamáls. sömu vél frá París

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.