Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 Fréttir Jökull hf. á Raufarhöfn vill nótaskipið Vlkurberg GK: Rúmur milljarður boðinn - margir áhugasamir, segir Reynir Jóhannsson útgerðarmaöur „Það er alveg óvíst að við seljum skipið og við höfum ekkert aug- lýst,“ segir Reynir Jóhannsson, skipstjóri og annar tveggja eigenda nótaskipsins Víkurbergs GK frá Grindavík. Skipið hefur verið til sölu, þó ekki hafi eigendur þess auglýst það opinberlega. Samkvæmt heimild- um DV liggur fyrir tilboð í skip og kvóta frá Jökli hf. á Raufarhöfn upp á einn milljarð og fimmtíu milljónir króna. Kvóti Víkurbergs samanstendur af loðnukvóta sem nemur 1,78 prósenti af heildar- loðnukvótanum, eða 18 þúsund tonnum, auk bolfisk- og rækju- kvóta sem nemur tæpum 500 tonn- um. Reynir útgerðarmaður vill hvorki staðfesta þessa tölu né að þeir hafi ákveðið að selja. Hann Rúmur milljarður hefur verið boðinn fyrir loðnuskipið Víkurberg GK. segir þó að mönnum hafi verið gef- „Við erum að velta þessu fyrir inn kostur á að nefna tölur. okkur. Það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir en menn hafa verið að gæla við tölur,“ segir hann. - Er rétt að boðinn hafi verið rúmur milljarður í skipið? „Ég var bara að koma heim frá útlöndum og ég hef ekkert fylgst með þessu,“ segir Reynir sem þó viðurkennir að hann hafi haft með rekstur útgerðarinnar að gera. Hann segir hugrenningar þeirra um að selja alls ekki snúast um að erfitt sé að reka skipið. Menn séu farnir að eldast og á þeim forsend- um geti þeir hugsað sér að hætta. „Við höfum alltaf verið tveir með þennan rekstur og báðir um borð. Ef það er ekki hægt að gera þetta þannig þá gengur það aldrei upp,“ segir hann. -rt/-gk Blönduós: Heilbrigðisfulltrúi fór með lögreglu- valdi inn í bakarí Heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra fór með lögregluvaldi inn í bakaríið Krútt á Blönduósi í síðustu viku. Heilbrigðisfulltrúinn hafði ekki fengið leyfi hjá starfsfólki bakarís- ins til aö fara inn í fyrirtækið þar sem eigandi væri ekki við. Heil- brigðiseftirlitsmaðurinn sótti þá lögreglu og fór með valdi inn í bak- aríið. „í mínum huga var þetta embætt- ismannahroki af hálfu heilbrigðis- fulltrúa. Ég hafði beðið starfsfólk að hleypa engum utanaðkomandi aðil- um inn á vinnustað nema í fylgd yfirmanns. Það sama á við um heil- brigðisfulltrúa eins og aðra. Starfs- fólk mitt sagði honum að ég kæmi til starfa eftir hádegi en hann gat einhverra hluta vegna ekki beðið. Þetta er nú ekkert stórmál. Ég og fulltrúinn höfum hist síðan og þaö hefur allt verið í góðu á milli okk- ar,“ segir Óskar Húnfjörð, eigandi bakarísins Krútts. Sigurjón Þórðarson heilbrigðis- fulltrúi vildi ekki tjá sig um málið við DV. -RR Mikill fjöldi unglinga safnaðist saman í miðborginni í gærkvöld til að fagna lokum samræmdu prófanna. Mikill erill var hjá lögreglu en þó gekk flest vel fyrir sig þó að ölvun hafi verið talsverð meðal unglinganna. Eitt rúðubrot var þó tilkynnt og nokkuð var um minni háttar pústra. Nokkrir unglingar voru fluttir í unglingaathvarfið þegar leið á nóttina. DV-mynd Pjetur Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokki jafnaðarmanna: Mesta atlaga að almanna- rétti síðan á landnámsöld - segir Rannveig um frumvarp Páls Péturssonar Rannveig Guðmundsdóttir, þing- tlokki jafnaðarmanna, var í minni- hluta í félagsmálanefnd í afstöð- unni til frumvarps félagsmálaráð- herra til nýrra sveitarstjórnarlaga. Hún sagði við aðra umræðu um frumvarpið að verði það lögfest að miðhálendinu verði skipt upp í ræmur sem tilheyri aðilggjandi sveitarfélögum, þá telji hún það mestu atlögu að almannarétti síðan á landnámsöld. „Jafnaðarmenn geta ekki fallist á að deila miðhálendinu upp á milli sveitarfélaganna. Ekkert getur rétt- lætt að lögbinda svo afdrifaríkt ákvæði í ágreiningi. Víðemi íslands eru dýrmæt auðlind sem eru sam- eign allrar þjóðarinnar og Alþingi ber að tryggja þjóðarsátt um stjóm og skipulag svæðisins," sagði Rann- veig. Hún sagði að tillaga jafnaðar- manna væri sú að landið skiptist ekki allt upp í sveitarfélög heldur yrði fyrsta grein frumvarps félags- málaráðherra þannig orðuð: „Landið skiptist í staðbundin sveitarfélög sem ráða sjálf málum sínum á eigin ábyrgð utan miðhálendis íslands, sem verði sjálfstæð stjórnsýsluein- ing sem lýtur sérstakri stjórn. For- sætisráðherra skipar níu manna stjóm miðhálendis til íjögurra ára að fengnum tilnefningum umhverfis- iðnaðar-, samgöngu- og félagsmála- ráðherra er tilnefna einn fulltrúa hver, og Samband ísl. sveitarfélaga tilnefnir fjóra fulltrúa. Forsætisráð- herra skipar einn fulltrúa sem jafn- framt er formaður stjórnarinnar." Rannveig sagði að þegar hún hugsaði um þetta mál, sem nú ætti að knýja i gegn í blóra við vilja þjóð- arinnar, og önnur þau stórmál sem ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hyggst þvinga í gegnum Alþingi á þessu vori í skjóli þingstyrks þá komi eitt orð í huga henni, vald- níðsla. „Það sem mest er um vert er það stóra álitamál sem tekist er á um og felst í fýrstu grein frumvarpsins og ákvæði til bráðabirgða, þar sem nærliggjandi sveitarfélögum eru veitt öll völd á öræfum landsins og ég tel að sé atlaga að almannarétti," sagði Rannveig. Hún sagði að jafn- aðarmenn legðu einnig til að miðhá- lendið yrði skilgreint sem það svæði sem markast af línu sem dregin er milli heimalanda og afrétta, línu sem miðað var við í tillögum svæð- isnefndar að skipulagi hálendisins frá 1997. -SÁ - Sjá nánar á bls. 4 Þrír slösuðust á Gullinbrú Þrír slösuðust í hörðum árekstri á Gullinbrú á tíunda tím- anum í gærmorgun. Tækjabill slökkviliðsins var kallaður á vettvang þar sem einn hinna slösuðu festist í bifreið sinni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hlaut einn hinna slösuðu höfuðáverka en tveir voru taldir með minni háttar meiðsl. -RR Stuttar fréttir i>v Hálendisfrumvarpi frestað Frumvarpi Páls Péturssonar fé- lagsmálaráð- herra til nýrra sveitarstjórnar- laga þar sem há- lendi íslands á aö skipta upp í ræmur milli 42 fámennra sveitahreppa var frestað til hausts. Umræður stóðu um það fram á nótt á Alþingi. Svara ekki Bankaráð íslandsbanka hefur hafnað því að svara Guðmundi Árna Stefánssyni um risnu og lax- veiðikostnað bankans á síðasta ári. Óviöeigandi sé að draga ís- landsbanka inn í mál stærsta keppinautarins. Bylgjan sagði frá. Giftist barnsföðurnum Tyrkneska konan, sem utanrík- isráðherra styrkti til þess að koma hingað frá Tyrklandi vegna ofsókna í heimalandinu, og ís- lenskur bamsfaðir hennar ætla að giftast um helgina, að því er þau sögðu við Stöð 2 í gær. Vesturfaraminjar Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar ætlar að styrkja fornleifauppgröft bandarískra og kanadískra fræði- manna á Lance aux Meadows á Nýfundnalandi. Reynt verður að færa frekari sönnur á landnámi Íslendinga í Vesturheimi til foma. Keikó - staðarvalsnefnd Þriggja manna nefhd frá Keikó- samtökunum í Bandaríkjunum skoðar nú staði á íslandi þar sem til greina kemur aö búa háhym- ingnum Keikó framtíðarheimili. Hvalfjöröur, Eskifjörður og Vest- mannaeyjar þykja vænlegastir. Stöð 2 sagði frá. Sigurður Helgi formaður Sigurður Helgi Guðjónsson hæstaréttarlög- maður var end- urkjörinn for- maður Húseig- endafélagsins á aðalfundi í gær. Fundurinn styð- ur húsnæðis- framvarp félags- málaráðherra og fagnar því að Húsnæðisstofnun verði lögð niður og telur að.far- ið hafi fé betra“. Skattaáþján Aöalfundur Húseigendafélags- ins telur skattbyrði fasteignaeig- enda orðna óhóflega. Þá gagnrýn- ir fundurinn að hreinsun strand- lengjunnar í Reykjavík sé kostuð af holræsagjaldi einu. Það kæmi harðast niður á barnmörgum fjöl- skyldum og eldra fólki sem býr í stóru húsnæði. Depenhams ræður úrslitum Pálmi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, segir að samningur við bresku versl- anakeðjuna Depenhams ráði úr- slitum um að farið verði út í stór- framkvæmdir í Smáranum. Kringlumenn segja að haldið veröi fast við áform um stækkun Kringlunnar. Olafur Orn gegn Páli Ólafur Öm Haraldsson fram- sóknarþingmað- ur og formaður umhverfis- nefndar Alþing- is lýsti sig and- vígan þeim þætti sveitar- stjórnarlaga- frumvarps Páls Péturssonar, flokksbróður síns, sem mælir fyr- ir um að skipta hálendinu milli 42 sveitahreppa. Hann taldi hags- muni Reykvíkinga og íbúa ann- arra þéttbýlisbúa fyrir borð boma í málinu. -SÁ/JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.