Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 Fréttir Hitamál á Alþingi: Yfirráð yfir hálendinu Sveitarstjórnarlagafrumvarp Páls Péturssonar og sú hugmynd sem f þvf felst, aó skipta hálendinu upp í ræmur milli fámennra aöliggjandi sveitarfélaga, er mesta atlaga aó almannarétti sfóan á landnámsöld, sagöi Rannveig Guömundsdóttir f Alþingi f gær. Þrjú hitamál, öll tengd nýt- ingu landsins og auðlinda þess, voru til annarrar umræðu á Al- þingi í gær. Það sem mestum skjálfta veldur þessara þriggja mála er frumvarp Páls Péturs- sonar til sveitarstjórnarlaga. Hin tvö eru þjóðlendufrumvarp Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra og frumvarp Finns Ing- ólfssonar iðnaðarráðherra um eignarhald og nýtingu auðlinda í jörðu. Öll þessi mál tengjast í spumingunni um hver eigi að hafa eignarhald og forræði landsins með höndum, en frumvarp félagsmálaráðherra hefur vakiö hvað mesta at- hygli, vegna þess að auk þess að það taki til stjómunar sveit- arfélaga, þá er jafhframt verið að framlengja lögsögu sveitar- félaganna sem liggja að miðhá- lendinu inn á afréttina. Með þessu er í raun verið aö skipta upp hálendi íslands eins og það leggur sig milli þeirra 42 sveitarfélaga sem land eiga að hálendinu. Því verður þannig skipt upp í 42 skákir ef frumvarp fé- lagsmálaráðherra verður að lögum óbreytt. Fyrirvarar fjögurra þingmanna Frumvarpið var til annarrar um- ræðu á Alþingi í gær og fylgdi Magn- ús Stefánsson áliti meirihluta félags- málanefndar úr hlaöi. Meirihlutinn mælir með því að frumvarp félags- málaráðherra verði samþykkt, en fjórir nefndarmanna skrifa þó undir álit nefhdarinnar með fyrirvara. Tveir þeirra, þau Siv Friðleifsdótt- ir og Pétur Blöndal, hafa þann fyrir- vara á að þau telja rangt að skipta skipulags- og byggingamálum hálend- isins upp á miúi 42 sveitarfélaga sem í mörgum tilvikum ganga þvert á landslagsheildir, svo sem á jökla, hraunbreiður, sanda og gróöurbelti. Réttara væri að miðhálendið, svæði innan línu dreginnar milli heima- landa og afrétta, væri ávallt skipulagt sem ein heild og aö fulltrúar allra landsmanna taki þátt í ákvörðun um það skipulag. Enn fremur rituðu þau Kristín Ást- geirsdóttir og Ögmundur Jónasson undir álit meirihluta félagsmála- nefndar meö fyrirvara um að gera þurfl breytingar á skipulags- og bygg- ingarlögum samhliða því að frum- varpið verði afgreitt sem lög, eigi skipulag hálendis íslands að verða meö ásættanlegum hætti. Þær breyt- ingar verði aö fela í sér á afdráttar- lausan hátt að miöhálendið verði skipulagt sem heild og að fleiri komi að þeirri vinnu og ákvarðanatöku en aðliggjandi sveitarfélög. Hér eiga þingmennimir tveir við fulltrúa til- nefnda af samtökum sveitarfélaga í öllum landshlutmn og fulltrúa ríkis- ins fyrir hönd þjóðarinnar allrar. Þorrí þjóöarinnar áhrifalaus Samkvæmt frumvarpinu munu þau sveitarfélög sem land eiga að há- lendi íslands skipta því upp i hlutfalli við lengd hreppamarka meðfram af- réttinn. Þessir 42 hreppar sem þannig eru staðsettir eru flestir fámennir. Þetta þýðir að 42 skipulagsnefndir munu fjalla um skipulag á hálendinu. Þessar nefndir eru hins vegar kjöm- ar af miklum minnihluta þjóðarinnar og þau sveitarfélög þar sem þorri þjóðariimar býr munu engin áhrif hafa á .skipulag og framkvæmdir á hálendi landsins af þessum sökum. Þeirra á meðal era Reykvíkingar, Reyknesingar og Vestfirðingar. Þjóölendur þjóöareign í gær var einnig þjóðlendufram- varp forsætisráðherra tekiö til ann- arrar umræðu, en samkvæmt því era þjóðlendur og þar með sameign þjóð- arinnar þau svæði sem era utan eign- arlanda, þó að einstaklingar eða lög- aöilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. Samkvæmt framvarp- inu er það forsætisráðherra sem fer með málefni þjóðlendna sem ekki era lögð til annarra ráðuneyta sam- kvæmt lögum. Verði bæði frumvörp Davíös og Páls að lögum þá verður miöhálend- ið sameign þjóöarinnar en rúmlega 70% þjóðarinnar munu lítil áhrif geta haft á það hvemig þeirri eign verður ráðstafað af innan við 30% þjóðarinnar. í annarri grein þjóðlendufram- varpsins segir að íslenska ríkið sé eigandi lands og hvers konar lands- réttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki era háðar einkaeignarrétti. í þriðju grein segir svo: Til að nýta land og landsréttindi innan þjóðlendu að öðra leyti en greinir í 2. mgr. þarf leyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar." Leyst úr ágreiningi Magnús Stefánsson sagði þegar hann fylgdi áliti meirihluta félags- málanefndar úr hlaði að frumvarpinu væri m.a. ætlaö að leysa úr ágrein- ingi um stjómsýslumörk og önnur mörk á miðhálendinu. Hann sagöi að meirihlutinn hefði talið að heildstætt skipulag væri eðlilegt á miöhálend- inu og mikilvægt að afréttir og þjóð- lendur þar yrðu svæðisskipulögð sem ein heild. Magnús vitnaði í 6. grein skipu- lags- og byggingarlaga þar sem fram kemur að á svæðum þar sem ágrein- ingur er milli sveitarstjóma um land- notkun eða þar sem stefnumörkun í landnotkun varðar verulega hags- muni þeirra sem búa utan viðkom- andi svæðis, geti umhverfisráðherra skipað sérstaka nefnd til að gera til- lögur að svæðisskipulagi. Slíkt svæð- isskipulag geti náð til hluta lands innan marka viökomandi sveitarfé- lags. „Að mati meirihlutans getur ráðherra þannig ákveðið að fulltrúar t.d. allra landshlutasamtaka sveitar- félaga, þar með talið höfuðborgar- svæöisins, geti átt aðild að þeirri nefnd og þar með að skipulagi miðhá- lendisins," sagði Magnús. Magnús Stefánsson sagði aö það væri algjör misskilningur að kalla sveitarstjórnarfrumvarp félagsmála- ráðherra „hálendisfrumvarpið". Það væri algjör rangtúlkun á þeim hluta þess sem tæki til stjórnsýslu á miðhá- lendinu. -SÁ Eimskip bauð upp á býtti ■ ■■ Af mörgu því sem Sverrir Hermannsson hefur látið frá sér fara að undanfomu í krafti réttlætis og maklegra málagjalda, era fullyrðingar hans um þá Eimskipafélags- menn, Hörð Sigurgestsson og Indriöa Pálsson um að þeir hafi beitt pólitísku offorsi til að fá Landsbankann til að setja Samskip á hausinn. Þetta gekk jafnvel svo langt, segir Sverrir, að Eim- skipsmenn hættu að bjóða Sverri í laxveiði í Þverá i Borgarfirði. Og er þá mikið sagt, því forstjórar Eimskipa- félagsins gátu ekki gengið lengra í óþverraskapnum og hefnigiminni en einmitt þaö að hafa af bankastjóranum veiðina í Þverá. Nú er að vísu erfitt að sjá hvers vegna Sverrir Her- mannsson kýs að koma höggi á þá hjá Eimskip. Ekki vora það þeir sem ráku hann úr bankanum. Ekki voru þaö þeir Hörður og Indriði sem kjöftuðu frá risnunni og ekki hafði nokkur maður minnst einu orði á laxveiðiferðir á vegum Eimskips. Engu að síður leggur Sverrir, fyrram bankastjóri, lykkju á leið sina til að saka forstjórana hjá Eimskip um lögbrot og gerræði og pólitískt ofstæki. Vesling Hörður og Indriði vita ekki hvaðan á sig stend- ur veðrið. Þeir hafa veitt í finum ám og boðið enn þá finni gestum og boðið upp á kaffi og kraðerí og engum hefur dottið í hug að reka þá eða krefjast afsagnar og það hefur sömuleiðis hvílt nafn- leynd yfir gestalistum Eim- skips og þetta var allt í hinu besta lagi hjá þeim Herði og Indriða þegar Sverrir slettir allt í einu úr klaufunum á þá blásaklausa! Líklegasta skýringin er sennilega sú að þetta sé auga fyrir auga hjá Sverri. Úr því Eimskipsforstjóramir fóru að hefna sín á Sverri ætlar Sverrir að hefna sín á þeim. Það kemst enginn upp með það eftirmálalaust að hætta að bjóða sjálfum Lands- bankastjóranum í Þverá sem er dýrlegust veiðistaða og Sverrir hefur ekki sjálfur efni á að veiða þar, nema þegar Landsbankinn býður honum eða Eimskip og það er sárt fyrir góðan veiði- mann á borð við Sverri Her- mannsson að sitja heima og fá ekki boð, þegar hann veit aö Eimskip er með gesti í Þverá og það er gengið fram- hjá honum af hreinum skepnuskap. Hann er enn þá sár hann Sverrir og getur ekki gleymt þessari ósanngimi. Hitt er annað mál að mun- urinn á Sverri Hermanns- syni og Eimskipsforstjórun- um er sá að Sverrir verður að segja af sér og svara til saka gagnvart þjóðinni, með- an þeir hjá Eimskip eru hafn- fr yfir öll lög og allt siðferði og geta veitt í þeim ám sem þeim sýnist og boðið þeim sem þeim sýnist, án þess að nokkur þori að spyrjast fyrir um veiðiferðimar eöa lögin sem þeir brjóta þegar þeir beita pólitísku offorsi gagn- vart Landsbankastjóra, sem hefur þegið laxveiðiboð á vegúm Eimskips. Annaðhvort er mönnum boðið og þeir gegna síðan þvi sem Eimskip segir þeim að gera, eða þeim er ekki boðið aftur. Annaðhvort gera boðin gagn eða ekki. Heldur Sverr- ir virkilega að Eimskip hafi boðið honum án þess að fá neitt út á það? Ef bankastjórar setja ekki samkeppnisaðila Eimskip á hausinn, þá er þeim ekki boðið aftur. Þetta skildi Sverrrir ekki. Þess vegna er hann hættur en Eimskipsfor- stjóramir ekki. Dagfari Stuttar fréttir i>v Fæðing í fiskikeri Sjúkrahús Akraness hefur komið sér upp keri til vatnsfæð- inga. Fyrsta barnið fæddist í kerinu 2. aprU sl. Kerið er upp- haflega smíðað sem fiskiker en hefur verið breytt í þessu skyni. Skessuhorn sagði frá. Lyfjaverslun íslands Miklar breytingar urðu á stjóm Lyíjaverslunar íslands á aðalfundi um helg- ina. Nýr formaður er Grímur Sæ- mundsen. Aðrir í aðalstjórn eru Sverrir Sverrisson, Frosti Bergsson, Jóhann Öli Guðmundsson og Margeir Pét- ursson. Viðskiptavefur netmið- ilsins Vísis sagði frá. Engin ioðna Loðnuvertíöin brást Siglfirð- ingum að þessu sinni. Aðeins 3900 tonnum var landað í bæn- um á móti 47 þúsund tonnum á síðustu vertíð. Þetta þýðir mik- ið tekjutap fyrir bæjarfélagið og siglfirsk fyrirtæki að sögn Hell- unnar á Siglufirði. Tulip á hausinn Hollenska tölvufyrirtækiö hefur fengið greiðslustöövun meðan leitaö er leiða til að bjarga fyrirtækinu. Tulip-tölvur hafa verið ein mest selda tölvu- tegund á íslandi um árabil. Ný- herji, sem selt hefur Tulip-tölv- ur, hefur vegna erfiðleika Tulip lagt aukna áherslu á IBM-tölvur aö undanfomu. Léleg þátttaka Útvegurinn, fféttabréf LÍÚ, undrast lélega kosningaþátt- töku sjómanna um miölunartil- lögu sáttasemjara. Þrátt fyrir að allur flotinn væri í höfn hafi að- eins um 40% sjómanna tekið þátt í atkvæöagreiðslunni. Af 5030 sjómönnum hafi 3020 setið heima. Fiskaheiti á kínversku í nýju tölublaöi tölffæðiupp- lýsingaritsins Facts and Figures, sem íslenskar sjáv- arafurðir gefa út ár- lega, eru heiti helstu nytjafiska ís- lenskra prentuð á kínversku, jap- önsku og rússnesku auk tíu ann- arra tungumála. Þetta er gert vegna mikilla og vaxandi við- skipta ÍS við Japan, Kína og Rússland. Benedikt Sveinsson er forstjóri ÍS. Margir vilja erföagreina Nokkrir öflugir erlendir aðil- ar vilja byggja upp erfðarann- sóknir á íslandi, aö sögn for- stöðulæknis rannsóknadeildar Landspítalans. Læknirinn segir litið saka þótt gagnagrunns- framvarpið frestist til hausts. Það sé meingallað. Umferöarátak Dagana 5.-12. maí verður lög- regluliðið á Suðvesturlandi með umferðarátak sem sérstaklega er beint að hjólreiðafólki og hjólreiöum. Jafnframt verður hugað að hjólbörðum bíla en bannað er að viðlögðum sektum að aka lengur um á negldum dekkjum. Fyrirmyndarforvarnir Læknablaðið segir að for- varnir gegn augnsjúkdómum, sem leitt geta til blindu hjá syk- ursjúkum, séu til fyrirmyndar á íslandi. í erlendu lækhatímariti sé greint frá því að verði farið að dæmi íslendinga geti það leitt til þess að útrýma blindu meðal sykursjúkra. Risna í lágmarki Gunnar Birgisson, forseti bæj- arstjómar Kópavogs, segir að risna hafi farið lækkandi hjá núver- andi meirihluta sem tók viö árið 1990. Það sé stefna hans að fara vel með fé skattborgara í bænum og gæta hófsemdar. Vogar í Kópavogi segja frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.