Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 15 Hjátrú og Það er vissulega um- hugsunarefni hversu hjátrú virðist aukast eftir því sem norðar dregur á jarðkúlunni. Ástandiö í Noregi Ástandið í Noregi sýnir þetta vafalaust best. Samkvæmt nýj- ustu könnunum trúa þeir sem búa nyrst í landinu mun frekar á tilviljunarkenndar töl- urnar í Lottóinu heldur en þeir sem búa annars staðar. Þó happdrætti séu álíka útreiknanleg og íslenskt veður kom- ast íbúar þessara svæða sjaldan í lífshættulegt sálaruppnám og kaupa sér aftur miða að viku liðinni. Þeim finnst alltaf jafnþægilegt að verða undrandi yfir eins raun- verulegu fyrirbæri og tölustafir eru sem slíkir. En það eru ekki aðeins happa- drætti sem leika stórt og æ mikil- vægara hlutverk í daglegu lífi íbúa nyrstu breiddargráðanna. Hið sama er upp á teningnum í sam- bandi við nýjustu fjarskiptatækn- ina. Það er heldur ekkert launung- armál að þeir sem eru einangrað- astir eru að sama skapi forvitnast- ir að upplagi og skynja gjarnan mjög snemma breytingar í um- hverfmu. Tölvu- og Intemet-notk- un þessara hópa er taumlaus. Við íslendingar höfum lengi verið þar framarlega en samt emm við alltaf á eftir Finnum. Netiö og ný tækni Nettengingar geta líka borist úr óvæntum áttum eins og frá Kópa- skeri. í upphafi tengdist ísland ekki Netinu frá Reykjavík heldur frá þessu norðlæga bæjarfélagi sem komst þá líka endanlega á heimskortið. Svipaða sögu má segja frá Noregi. Netið er orðið að sjálfsögðum og óijúfanlegum þætti í daglegu lífi lands- manna. Þar sem Norðmenn eru veiði- og bændaþjóð að upplagi tengist hegðun þeima gagn- vart nýrri tækni líka sama hugarfari og til aldagamalla veiðarfæra. Þeir líta einfaldlega á Internetið sem hefð- bundið og þægilegt tæki til að veiða upplýsingar og hugsanir utan úr heimi. Þegar þeir em að bíða eftir rafmagnspósti ímynda þeir sér að þeir séu að leggja net að kvöldi eða morgni og síðan sækja þeir feng- inn að réttum tíma liðnum. Og farsíminn Hið sama má segja um hina óstjórnlegu notkun Norðmanna á farsimum. Rétt eins og á íslandi er varla til sá einstaklingur sem ekki gengur með greiðslukort sést hér varla sá sem ekki er með farsíma innan eða utan á sér. Norsk síma- fyrirtæki stuðla raunar mark- visst að þessari notkun með sér- stökum tilboð- um. Hér er hægt að fá farsíma á eina norska krónu en síðan bætast að visu við afnotagjöldin. Farsíma- notendur eru stöðugt í sambandi við óefniskenndan viðmælanda einhvers staðar í víðáttunni en um leið eru þeir jafnsambands- lausir við nánasta umhverfl. Þeir hreyfa sig gjaman hægt og eru álútir og minna óneitanlega á fiskimenn á handfæraveiðum að dorga eftir jafnósýnilegum afla í undirdjúpunum. Gervihnattadiskar setja sömu- leiðis sterkan svip á norska bygg- ingarlist. íbúarnir eru löngu hætt- ir að hafa brjóstvitið eitt að leiðar- Kjallarinn ,,/J Haraldur Jónsson myndlistarmaöur „íbúarnir eru löngu hættir að hafa brjóstvitiö eitt að leiðarljósi eða njóta kvöldsins með því að lesa í loga arineidsins.u upplýsing Þessi íhvolfu brjóst eru í staöinn fest viö skorsteininn þangaö sem reyk- urinn leitaöi áöur, segir greinarhöfundur um norsku gervihnattadiskana. ljósi eða njóta kvöldsins með því að lesa í loga arineldsins. Þessi íhvolfu brjóst eru í staðinn fest við skorsteininn og vísa nú beinustu leið upp í himininn eða þangað sem reykurinn leitaði áður. Þaðan soga þau fjölþjóðlega næringu sem landsmenn drekka síðan í sig beint af sjónvarpsskerminum. Þannig berast ferskir straumar inn í þungar og viðarklæddar stof- urnar og umræðuefnin verða að sama skapi fjölbreyttari. í Noregi verður því æ erfiðara að segja það sem útlendingurinn sagði sér eftir að hann heimsótti ísland um árið: „In Iceland not- hing is relative because everybody is a relative" eða þá: „Á íslandi er ekkert afstætt af því allir eru ætt- ingjar". Haraldur Jónsson Aðstaða á Geirsnefi bætt Aðstaða fyrir hunda og eigend- ur þeirra á Geirsnefi var gert að umræðuefni i blaðinu nýlega. Af þeirri umfjöllun má skilja að borg- aryfirvöld hafl ekki staðið við gef- in loforð um úrbætur þar. Það er ekki rétt, enda hafa engin loforð verið gefln í þeim efnum. Á hinn bóginn komu hundaeigendur i Reykjavík að máli við borgar- stjóra i byrjun þessa árs og óskuðu eftir því að margvíslegar lagfær- ingar yrðu gerðar á svæðinu. Vinna við það er þegar hafin. Ekki á augabragði Geirsnefið var gert að útivistar- svæði fyrir hunda og eigendur þeirra 1984-85 þegar ákveðið var að leyfa hundahald með ákveðn- um skilyrðum. Það er eina svæðið í Reykjavík þar sem sleppa má hundum lausum. Vissulega má taka undir það að aðstaðan er ekki eins og best verður á kosið enda lítið verið gert á svæðinu til þessa annað en að koma upp rusla- fotrnn og hreinsa svæðið reglulega. Annarri aðstöðu er ekki til að dreifa en í kjölfar óska hundaeig- enda var strax haflst handa við að skoða hvemig mætti bæta aðstöðuna. I því sam- bandi hefur verið farið yfir hug- myndir þeirra og reynt að koma til móts við þær. Það er ljóst að óskir þeirra verða ekki uppfylltar á augabragði en í samráði við þá lögð drög að brýnustu verkefnun- um. Strax í vetur var gengið frá vegi og bílastæðum til bráðabirgða og á vor- dögum verður stígur og grasflöt lagfærð. Settir verða upp bekkir á nokkrum stöðum, borið í veg og sett upp skilti með umgengnisregl- um. Skiptar skoöanir Skiptar skoðanir eru meðal hundaeig- enda um akstur á svæðinu. Ekki er talið ásættanlegt að taka alfarið fyrir akstur bíla á svæð- inu vegna hreyfl- hamlaðra hundaeig- enda en til skoðunar eru mögu- leikar á að draga úr akstri og akst- urshraða á svæðinu. Nauðsynlegt er að koma þama upp lýsingu og gerð verður kostn- aðaráætlun um hana. Einnig er aðkallandi að koma upp vind- skýli eða afdrepi fyrir hundaeigendur en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær af því verður. Borgar- skipulagi hefúr verið falið að vinna að skipulagi Geirsnefs og tekur í þeirri vinnu mið af áherslum og óskum hundaeigenda. Að lokum er rétt að láta þess getið að ákveðið hefur verið að skipa nefnd til end- urskoðunar á gildandi samþykkt um hunda- hald í borginni. Nefndina skipa 3 fúll- trúar tilnefndir af borgarráði og 2 tilnefndir af Hundaræktarfélagi íslands. Nefnd- inni er ætlað að ljúka störfum eigi síðar en í september nk. Kristln A. Ámadóttir „Það er Ijóst að óskir hundaeig• enda verða ekki uppfylltar á auga- bragði en í samráði við þá lögð drögað brýnustu verkefnunum. “ Kjallarinn Kristín A. Árnadóttir, aöstoöarkona borgarstjóra Með og á móti Reglur EES um merkingar á matvælum Samræming nauðsynleg „Ön lönd hafa einar reglur um upplýsingar á matvælum. Það á við um Evrópu og það á við um Bandaríkin. Við megum ekki selja vör- ur til Banda- ríkjanna nema þær séu með banda- rískum merk- ingum. Það er mjög mikilvægt að koma á einum samræmdum reglum. Að því er unnið hjá Sameinuðu þjóðunum og Ál- þjóða viðskiptastofnuninni. Það er neytendum í hag að heimsviðskipti geti verið sem greiðust en það er nauðsyn á stöðluðum upplýsingum. Sem betur betur fer eru þær bandarísku matvörur sem vega þyngst í innflutningi hingað þegar merktar með evr- ópskum merkingum. Það er miður ef einhverjar vörur hverfa af markaöi en ég trúi ekki öðru en það verði leyst. Við hljótum að verða að hafa einar reglur eins og öll önnur lönd. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasam- takanna. Birgir Armanns- son, lögfræö- ingur Verzlunar- ráös. Stórfelldar hækkanir „Við hjá Verzlunarráði höf- um lagt áherslu á að íslensk stjómvöld reyndu að flnna leiðir til að koma í veg fyrir að þess- ar merkingar- reglur valdi mikilli hækk- un á matvöm sem kemur frá löndum utan Evrópu og þá erum við einkum að hugsa um vömr sem koma frá Ameríku. Við teljum að það væri óheppilegt bæði fyrir fyrirtæki sem starfa á þessu sviði og neytendur ef snöggar verðhækkanir yrðu þar á. Þess konar verðhækkan- ir eru hins vegar fyrirsjáanleg- ar ef framfylgja á þessum regl- um til hins ýtrasta. Við höfum bent á að þó að þessar merk- ingarreglur hafl aö nafninu til verið við lýði í mörgum lönd- um Evrópu hefur þeim ekki verið fylgt eftir jafnvel þótt þær hafi verið í gildi svo ámm skiptir. Við höfum miklar efasemdir um að við eigum að vera kaþ- ólskari en páfinn við að fram- fylgja þessu. Við höfum því lagt áherslu á að flnna verði leiðir til að laga okkur að þessum reglum án þess að skella þeim á af ýtr- ustu hörku. -glm/HI Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.