Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 47 Sviðsljós Ný skoðanakönnun uppörvandi fyrir Friðrik Danaprins: Danska þjóðin vill fá Maríu í kóngshöllina Maria Montell hefur svo sannar- lega unnið hug og hjarta dönsku þjóðarinnar. Meirihluti hennar tel- ur ekkert því til fyrirstöðu að Frið- rik krónprins gangi að eiga hana, sé það vilji þeirra beggja. Þetta kemur fram í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var meðal frænda vorra. Já, Danir setja það ekkert fyrir sig þótt stúlkan sé ekki með blátt blóð í æðum og hafi atvinnu af því að syngja. Friðrik notaði tækifærið þegar hann var í heimsókn á Majorku á dögunum og kynnti kærustuna fyr- ir spænsku konungsfjölskyldunni. Danska blaðið Billedbladet segir að það hafi gerst í konunglega sigl- ingaklúbbnum í Palma. „Það var mikill heiður fyrir mig að fá að hitta spænsku konungsfjöl- skylduna. Það var líka mikil upplif- un að vera boðið í siglingu á snekkju þeirra," segir María í við- tali við blaðið. Heimildarmenn innan dönsku hirðarinnar telja næsta víst að Mar- grét Þórhildur Danadrottning hafi ekki vitað að krónprinsinn tók kærustuna með sér til Majorku þar sem hann tók þátt í siglingakeppni. Á meðan á Majorkudvölinni stóð bjuggu þau Friðrik og María í þak- íbúð á íbúðahótelinu Bahai Palace í Palma. Þau snæddu morgunverð í veitingasal hótelsins. Friörik krónprins og María Montell, kærasta hans, voru saman á Spáni. Söngvararnir Elton John og Sting svifu um í dansi á tónleikum til styrktar samtökum er vilja vernda regnskóga víðs vegar um heiminn. Tónleikarnir voru haldnir í Carnegie Hall í New York og er augljóst aö á þeim hefur veriö mikil stemning. Símamynd Reuter. Fergie og Elísa- bet semja á ný Orðrómur er á kreiki um að Sara Ferguson, sem kölluð er Fergie, hafi náð nýju samkomulagi við Elísa- betu Englandsdrottningu um pen- ingagreiðslur. Á nýja samkomulag- ið að auðvelda hertogaynjunni af Jórvík að kaupa eigið heimili handa sér og dætrunum tveimur, Beatrice og Eugenie. Samkvæmt nýja samkomulaginu myndu Fergie og stelpurnar flytja frá Sunninghill í Berkshire. Þar hef- ur Fergie búið ásamt Andrési prinsi sem hún er reyndar skilin við. Er jafnvel talið að Fergie geti veriö flutt til nýs heimilis í haust. Samkvæmt skilnaðarsamkomulag- inu frá 1996 fékk Fergie hálfa millj- ón punda til aö kaupa nýtt heimili fyrir dætumar. Fullýrt er að her- togaynjunni hafi þótt þetta of lág upphæð. Því er gert ráð fyrir að í nýja samkomulaginu sé kveðið á um hærri upphæð. Talsmaður Buckinghamhallar hef- ur neitað að segja annað um málið en að hafi orðið einhverjar viðræður um greiðslur til Fergie séu þær einkamál þeirra sem hlut eiga að máli. Tók misheppnað viðtal við sjálfa sig Kvikmyndaleikkonan Sharon Sto- ne tók nýlega viðtal við sjálfa sig sem þykir algjörlega misheppnað. Stone mun hafa fengið verkefnið hjá bandarísku tímariti. Hún átti sem sagt að taka viðtal við sjálfa sig, það er að bæði leggja fram spumingar og svara þeim. Árangur- inn þótti svo ömurlegur að fjöldi les- enda hringdi til ritstjórnarinnar og kvartaði, að því er bresk slúðurblöð greina frá. Það var aðeins einn lesandi sem hringdi og hældi Stone. Fullyrt er að höfundur þess hafi verið einn af starfsmönnum ritstjómarinnar sem vildi veita kvikmyndaleikkonunni svolítinn stuðning. Winslet leikur götusópí árstjarnan Kate ' ara Stórstjarnan Kafe Winslet er hreint ekki bara fyrir stórmynd- ir eins og Titanic, eins og best sést á næsta verkefni hennar þar á eftir. Kate bauðst til að leika smá- hlutverk í breskri mynd um götu- sópara sem vilja reyna fyrir sér á brimbretti. Kunningi leikkonunnar tók þátt í gerð myndarinnar og því bauð hún fram krafta sína. Það fylgir sög- unni að umboðsmaður Kate hafi ekki haft hugmynd um góð- mennsku hennar. Þjófar léku Sheen grátt Charlie Sheen heföi betur ekki verið svona góðhjartaður. Þannig fór nefnilega að þjófar stálu fágætum hafnaboltakortum sem leikar- inn frægi hafði lánað veitingastað einum í New York. Kortin voru í sér- stökum sýn- ingarskáp en þjófarnir létu það ekki stoppa sig. Engu öðra var stolið. Kortin, sem eru frá upphafi tutt- ugustu aldarinnar, era metin á rúmar ellefu milljónir króna. Að sögn talsmanns leikarans er hann ákaflega miður sín vegna atburðar þessa, enda vegið að sjálfri þjóðarsálinni amerísku. m&fw f I átt von a go »um . Meðal aðalvinninga er skófatnaður á alla fjölskylduna. # I m . Lestu blaðið ogtaktuþátt ileiknum! 550 oooo V—l»ó greiðir ekkert umfrani venjulegt simtal ccco Shoes for Life

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.