Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 Fijálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimaslða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Norsk-íslenska síldin gefin Stjómvöld hyggjast nú enn auka á ójöfnuðinn sem felst í gjafakvótakerfmu. Nú á að láta Alþingi samþykkja lög sem færa útgerðum 50 skipa sem stunda uppsjávar- veiðar ókeypis kvóta í norsk-íslenska síldarstofninn. Fyrir þessu er ekki hægt að færa nokkur haldbær rök. Vitleysan er svo kórónuð með heimild til hinna nýju síldargreifa til að framselja stóran hluta kvótans. Það þýðir í reynd, að menn sem skáka ekki einu sinni í skjóli veiðireynslu geta nú grætt stórar upphæðir á því að selja eigur almennings. Þetta stríðir algerlega gegn fyrri yfirlýsingum þriggja núverandi ráðherra. Fyrir örfáum mánuðum sögðu allir þrír að uppboð eða gjaldtaka kæmi til greina vegna veiða úr stofninum. Orð þeirra mátti skilja svo að með því ætti að koma til móts við þá sem andæfðu ranglæti gjafa- kvótakerfisins. Formaður Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson, reið á vaðið. Á landsfundi Framsóknar fyrir tveimur árum ítrekaði hann að gjaldtaka fyrir veiðiheimildir úr norsk-íslenska síldarstofninum kæmi til greina. Undir það tóku fleiri þingmenn Framsóknar. Innan Sjálfstæðisflokksins tók Þorsteinn Pálsson í sama streng. Geir H. Haarde fj ármálaráðherra reifaði þetta einnig meðan hann var formaður þingflokks sjálfstæðismanna. Einar Oddur Kristjánsson kvað sömuleiðis mögulegt að reyna gjaldtöku á stofninum. Þessi ótrúlega gjafmildi gagnvart örfáum fyrirtækjum er ekki síst fráleit með tilliti til þess að norsk-íslenski síldarstofninn nýtur algerrar sérstöðu meðal nytjastofna landsmanna. Þessi sérstaða helgast af eftiifarandi lykilþáttum: Á sínum tíma hrundi stofninn vegna skelfilegrar ofveiði Norðmanna á ungsíld. Hrunið sem af þessu leiddi varð mesta efnahagsáfall í lýðveldissögu íslendinga. Veiðar úr stofninum lágu fyrir vikið algerlega niðri í næstum þrjátíu ár. Nær öll skipin, sem stunduðu veiðarnar úr stofninum, eru því horfin af sjónarsviðinu. Margar útgerðanna eru hættar störfum. Af þeim sökum er engin veiðireynsla fyrir hendi. Hún er hins vegar forsenda kvótans í því stjómkerfi sem er við lýði. Það er því ekkert, alls ekkert, sem réttlætir ókeypis kvóta til nýju síldargreifanna. Norsk-íslenski stofninn hefur ekki enn leitað inn á hefðbundnar slóðir innan íslensku efnahagslögsögunnar. Veiðarnar, sem hófust ekki að marki á nýjan leik fyrr en árið 1995, hafa því nær allar verið á hafsvæðum utan lögsögunnar. Kvótinn sem íslendingar náðu í sinn hlut byggir því síður en svo á veiðum hinna nýju síldargreifa. Hann er eingöngu orðinn til í krafti sameiginlegrar sögulegrar veiðireynslu þjóðarinnar gegnum samninga almanna- valdsins við erlendar þjóðir. Hvaða tilkall eiga þá síldargreifamir í hann? Öldungis ekkert. Þeir hafa enga veiðireynslu. Þeir tóku engan þátt í að byggja stofninn upp. Þeir sömdu ekki um neinar veiðiheimildir fyrir íslendinga. Þeir gerðu ekkert til að réttlæta silfurfatið sem að þeim er rétt. Það er því fullkomlega fráleitt að afhenda þeim síldarkvótann án endurgjalds. Það er enn fráleitara að veita þeim samhliða heimild til að selja kvótann og fá þannig gríðarleg beinhörð verðmæti án þess að hafa nokkuð til þess unnið. Með þessu er réttlætiskennd almennings herfilega misboðið. Össur Skarphéðinsson Veröur þarfasti þjónninn að fórnarlambi þess óþarfasta, bílsins? Af hverju stafar hestaveikin? Hins vegar leggja 1 jeppaeigendur í Kiallannn Reykjavík bílnum ■'J011**1 fyrir framan hesthús- in svo púströrið veit að dyrunum. Eitur- loftið lendir fyrir bragðið í öndunar- færum hestsins. Þarfasti þjónninn verður með því móti að fómarlambi þess óþarfasta, bílsins. Erfðafrumur hests og þjóðar Víst er að í tímans rás getur hinn sérís- lenski vírus lagst ekki aðeins á erfða- frumur hestsins held- „Við verðum öll komin með hestaveikina um aldamótin, ef ekki verður tekið í taumana, enda er vísindalega sannað að nútímamaðurinn nálgast nú óð- fluga dýrin. “ Guöbergur Bergsson rithöfundur Á íslandi er kominn fram áður óþekktur sjúkdómur, hestaveikin. Hún er einstæð í mannkynssög- unni. Um hana er það eitt vitað að hún er aðeins til hér. Við erum því ekki bara á heimsmælikvarða í mannkynssögunni heldur líka i hestasögunni. Þetta eykur kannski sérstöðu okkar meðal þjóða en veikin gæti skaðað hagsmuni okkar. Þess vegna heyrast nú svipaðar raddir hér og áður í Sovét forðum: Besta ráð gegn hverjum vanda er að þegja hann í hel. Svo þeir sem lepja honum í útlendinga eru land- ráðamenn. Hví er veikin í Reykjavík, ekki í Keflavík? Líkt og á öðrum fjármagns- myndandi stöðum með stórjeppa- eigendur er í Keflavík mikil hrossaeign en hrossin laus við veikina sem herjar í Reykjavík. Þetta skýrist með því að þegar skipstjórar í Keflavík stiga af skipsfjöl í jeppann og aka til hesta (þeir taka þá, jeppa og skip fram yfir konuna, segir í sænskri rann- sókn), þá gæta þeir þess að fara hvorki á morgunjeppanum né kvöldjeppanum, heldur á siðdegis- íjallajeppanum sínum. Svo snúa þeir honum þannig að púströrið blæs undan vindi, aldrei þannig að kolsýringur fari ofan í hrossin. Þeir vita að það er engin spurning að kolsýruloft með kvefbakteríu sem lendir ofan í hrossi getur myndað með henni hestavírus. ur líka á þjóðina. Við verðum öll komin með hestaveikina um alda- mótin, ef ekki verður tekið í taumana, enda er vísindalega sannað að nútímamaðurinn nálg- ast nú óðfluga dýrin. í Hong Kong fá þeir kjúklinga- veikina, en á íslandi hrossaveikina. Hvernig líst ykk- ur á landkynn- inguna? Verður þetta til þess að vekja túristafælni? | Munu Þjóðverjar nú koma til að sjá fólk og hesta hósta á sömu ( vísu og hvernig lækn- ar mæla hesta og menn með sama kvikasilfurmæli? Maður vorkennir hestum þegar það er gert. Læknirinn lyftir upp sterti og dregur mælinn út með gúmmíhanska. Hross- ið fyrirverður sig, verður hundslegt á svip og segir í þjóðsagnalegu hljóði: Aldrei hef ég séð jafn litlan mæli í jafn stórum rassi. Er nauðsynlegt að sjónvarpa mæl- ingunum og nið- . urlægingu ís- ' lenska hestsins, að hann sé orðinn sami ræfillinn og aðrir, þótt það fái mikla áhorf- í un? Viö sigrum alla í hestaveiki, sem er annað en að sigra heiminn ( í hreysti. Guðbergur Bergsson Skoðanir annarra Eðlilegar kröfur „Dr. Kári Stefánsson hefur opnað augu almenn- ings fyrir því, að í aðgangi að erfðaupplýsingum ís- lenzku þjóðarinnar er fólgin mikil auðlind ... íslenzk erfðagreining er frumkvöðull á þessu sviði hér og ekki óeðlilegt, að fyrirtæki geti gert töluverðar kröf- ur í ljósi þess. Frestun málsins fram á hausið ætti að duga til þess að svo verði um hnútana búið að hag- ur beggja aðila, þjóðarinnar og fyrirtækisins, verði tryggður." Úr forystugreinum Mbl. 28. aprll. Þjóðarósátt „Nú þegar Alþingi tekur frumvarp um stjórnsýslu á hálendinu til annarrar umræðu kemur í ljós að meirihluti hefur náðst gegn þeirri einfóldu og sann- gjörnu ósk að allir landsmenn sitji við sama borð í þessu einu stærsta auðlindamáli þjóðarinnar. Hvað í veröldinni veldur? ... Þverpólitískur hópur máls- metandi íslendinga hefur óskað eftir því við Alþingi að þessar breytingar verði ekki knúðar í gegn nú með látum. Svipuð ósk var tekin til greina um erfða- gagnagrunn. Þetta er stærra mál.“ Stefán Jón Hafstein, í Degi 28. apríl. „ Loksins þegar sér glitta í stóra, nýja urt I efna- hagsflórunni, byggjandi á þekkingu og mannauði en ekki eiturspúandi og landsökkvandi, þá bregðast margir hart í mót ... Um árabil hafði fyrirmyndar- ( heilbrigðiskerfið sænska níðst á tugþúsundum geð- veikum, flogaveikum og treggáfuðum „skjólstæðing- um“ sínum með ýmsu móti. Laust þá í huga mér; er ( eitthvað slíkt falið I islenskum sjúkraskrám sem ekki þolir dagsljós? Hví láta íslenskir læknar svo dólgslega, þeir eru jú margir sænskmenntaðir? ... : Óneitanlega væri það aðhald fyrir okkar umfangs- mesta og viðkvæmasta samfélagskerfi að það þyrfti að standast skoðun samtíma og seinni tíma.“ Þórólfur Antonsson, í Mbl. 28. apríl. Gagnagrunnur og læknar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.