Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Blaðsíða 20
40
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998
Iþróttir
>
[£í) ENGLAND
Nottingham Forest ætlar að styrkja
liöið fyrir baráttuna í úrvalsdeildinni
á næsta tímabili en liðið tryggði sér
um síðustu helgi sæti í deild þeirra
bestu.
Forest mun i vikunni ganga frá
kaupum á belgiska vamarmanninum
Stijn Vreven frá Gent en hann þykir
mjög sterkur leikmaður.
lan Wright lék sinn fyrsta leik í
fjóra mánuði þegar hann lék fyrsta
klukkutímann með varaliði Arsenal
gegn West Ham i fyrrakvöld.
Wright var ánægður
eftir leikinn og sagðist
ekki hafa fundið til
neinna meiðsla.
Hann sagðist vonast
eftir því að fá tæki-
færi meö aðallið-
inu i einhverjum L
af þeim leikjum J
sem liðið ætti «1
eftir en hann vildi
samt ekki setja neina ”
pressu á Arsene Wenger, stjóra liðs-
ins.
Uwe Rösler, Þjóðverjinn sem leikið
hefur með Manchester City undanfar-
in ár, er á förum frá félaginu.
j*.
Rösler hefur neitað að gera nýjan
samning og hefur City ákveðið að
hann megi fara og það strax. Joe
Royle, stjóri City, ætlar ekki að njóta
krafta Röslers á sunnudaginn þegar
liðið mætir Stoke i sannkölluðum
fallbaráttuslag.
David Ginola á ekki
mikla mögu-
leika á að kom-
ast i franska
landsliðshópinn
sem leikur á HM
ef marka má orð
landsliðsþjálfarans
Aime Jacquet.
Jacquet segir að
hann eigi til mun
betri leikmenn en Gin-
ola og þetta hafi hann sagt Christian
Gross, þjálfara Tottenham.
Roy Evans, stjóri Liverpool, vandaði
leikmönnum sínum ekki kveðjumar
eftir 4-1 tapið gegn Chelsea um síð-
ustu helgi.
Evans sagði að sínir menn hefðu
nánast hent hvita handklæðinu inn á
völlinn til merkis um uppgjöf og að
leikmenn liðsins hefðu verið kjark-
lausir og ekki tilbúnir að beijast.
Evans mun fá 1,7 milljarða króna til
að styrkja liðið fyrir næsta tímabil og
ekki veitir af, segja stuðningsmenn
félagsins sem era orðnir langeygir
eftir titlum.
Sol Campbell, Tottenham, Matt
Elliott, Leicester, og Markus
Babbel, leikmaður Bayern Múnchen,
eru efstir á óskalista Evans fyrir
næsta tímabil og þá hefur hann mik-
inn áhuga á aö fá Emile Heskey,
sóknarmanninn skæða hjá Leicester.
Margir stuöningsmenn Liverpool
vilja losa sig við Roy Evans og segja
aö hann valdi ekki starfi sinu. Þeir
segja að hann hafl stjómað liðinu í
fjögur ár og árangurinn sé mjög slak-
ur. „Evans er mjúki maðurinn sem
öllum líkar við en það gengrn1 einfald-
lega ekki upp að vera þannig í þessu
starfi," segja stuðningsmennimir.
Steve McManaman
er enn og aftur orðað-
ur við Barcelona en
forráðamenn
spænska liðsins
ætla seint að gef-
ast upp að reyna
að krækja i pilt-
inn. Börsungar
era reiðubúnir
að greiða 1,3 millj-
arða króna fyrir McMan-
aman.
McManaman hefur ekki skrifað und-
ir nýjan samning og getur því í sum-
ar fengið fijálsa sölu frá Liverpool
undir formerkjum Bosman-dómsins.
Liverpool mun losa sig viö eitthvað
af leikmönnum sínum fyrir næsta
tímabil. Nær öruggt er aö Patrik
Berger fer frá félaginu, markvörður-
inn David James mun leita fyrir sér
á öðrum miðum og Neil Ruddock hef-
^ ur verið settur á sölulista.
Henning Berg, sem Man.Utd keypti
frá Blackbum fyrir 5 milljónir punda,
er sagður á fórum til síns gamla fé-
lags en Berg hefur átt erfitt uppdrátt-
ar hjá félaginu og ekki vænkaðist
hagur hans þegar United festi kaup á
Jaap Stam.
-GH
* --------------------------------------
Úrslitakeppni NBA í nótt:
Fjórði sigur Miami í
New York frá upphafi
- Lakers tapaöi og Seattle komiö í vandræöi
Shaquiile O’Neal, leikrnaöfnÆm
sterki hjá Los Angeles Lakers, WW
atkvæðamikill í nótt. Hann skoraði
36 stig og tók 16 fráköst en það
dugði skammt því Lakers tapaði.
Shaq gekk hins vegar illa af
vftalínunni og hitti aðeins úr 4
skotum af 12.
Fjórir leikir voru í úrslita-
keppni NBA í nótt og urðu úrslit-
in þessi:
Austurdeild:
New York-Miami .... 85-91 (1-2)
Houston 27, Johnson 27, Childs 16 -
Lenard 28, Hardaway 27, Murdock 11.
Atalanta-Charlotte . . . 96-64 (1-2)
Blaylock 16, Smith 15, Henderson 11 -
Mason 12, Divac 11, Phills 9.
Vesturdeild:
Minnesota-Seattle.... 98-90 (2-1)
Peeler 20, Gamett 19, Mitchell 19 -
Payton 26, Baker 17, Schrempf 16.
Portland-LA Lakers .... 99-94 (1-2)
Rider 18, Stoudamire 18, Williams 17 -
Shaq 36, Fox 15, Ficher 13.
Lið Seattle er komið i veruleg
vandræði eftir tap gegn
Minnesota sem getur með sigri á
fimmtudagskvöldið tryggt sér
áframhaldandi þátttöku í úr-
slitakeppninni. Það var frábær
leikkafli í síðasta leikhlutan-
úm sem tryggði Minnesota sig-
urinn en í upphafi hans skoraði
liðið 15 stig gegn 2 frá Seattle.
Shaq slakur á vítaiínunni
Isaiah Rider var sterkur á
lokakaflanum þegar Portland
náði að leggja LA Lakers að velli.
Hann skoraði 5 stig á síðustu 2
mínútunum og alls 18 í leiknum.
Leikmenn Portland réðu litið við
Shaquille O’Neal sem skoraði 36
stig og tók 16 fráköst. Honum
gekk þó afleitlega af vítalínunni
og setti aðeins 4 skot niður af 12.
Metjöfnun hjá Charlotte
Frábær vamarleikur hjá
Atlanta var lykillinn að
sigri liðsins gegn
Charlotte. Leikmenn
Charlotte skoruðu aðeins
64 stig í leiknum og það er
metjöfnun í úrslitakeppni
NBA. Varnarmenn Atl-
anta náðu að halda Glen
Rice algjörlega niðri og skoraði
hann aðeins 8 stig í leiknum en er
jafnan stigahæsti leikmaður
liðsins.
Miami vann góðan útisig-
ur á New York og á alla
möguleika á að fara áfram.
Voshon Lenard og Tim
Hardaway voru í miklu
stuði, Lenard með
28 stig,
Hardaway 27. Þetta var aðeins
fjórði sigur Miami í Madi-
son Square Garden-höll-
jfc inni í New York og
hann kom svo sann-
arlega á góðum
tíma.
Allan Houston
var stigahæstur hjá
New York með 27
stig en honum
gekk illa á
lokakaflanum
og skoraði
ekki stig í
síðasta
leikhlut-
anum.
-GH
Bland í poka
Stefan Kuntz, leikmaður Armenia
Bielefeld og þýska landsliðsins í
knattspymu, mun ganga í raðir
Bayer Leverkusen fyrir næstu leik-
tíð.
Alen Boksic og Jose Chamot munu
báðir missa af úrslitaleikjum Lazio í
itöisku bikarkeppninni og í UEFA-
keppninni. Þeir meiddust báðir í
leiknum gegn Parma um síðustu
helgi og verða frá í einn mánuð.
Lazio mætir AC Milan í síðari úr-
slitaleiknum í itölsku bikarkeppn-
inni í kvöld en Milan vann fyrri leik-
inn á heimavelli, 1-0. Þann 20. maí
leikur svo Lazio til úrslita i UEFA-
keppninni gegn Inter Milan.
Real Madrid vill fá Svíann Sven
Göran Erikson, þjálfara Lazio, til að
taka við þjálfarastarfinu af Þjóðverj-
anum Jupp Heynckes. Spænska blað-
ið Ásinn skýrði frá þessu í gær og
sagði að Erikson fengi formlegt tilboö
eftir úrslitaleik Real Madrid og
Juventus í meistaradeildinni 20. maí.
Michael Klim, sem vann til sjö verð-
launa á heimsbikarmótinu í sundi i
janúar, varð öðra sinni á jafnmörg-
um dögum að játa sig sigraðan á ástr-
alska meistaramótinu sem nú stend-
ur yfir.
Klim varð að láta sér lynda annað
sætið í 100 m flugsundinu á tímanum
53,51 sek. en Geoff Huegiil kom fyrst-
ur í mark á 53,20 sek. Þá vann hinn
15 ára gamli Ian Thope sigur í 200
metra skriðsundi en Klim varð ann-
ar.
Susie O'Neill ólympíu- og hehns-
meistari sigraði í 200 metra skrið-
sundi á tímanum 2:00,60 og var þetta
29. titillinn sem hún vinnur á ástr-
alska meistaramótinu sem er met.
Sam Riley, fyrram heimsmeistari,
vann sigur í 200 metra bringusundi á
timanum 2:28,66 min. -GH
Sjö leikir í
deildarbikarnum
Sjö leikir fara fram í 16-liða
úrslitum deildabikarkeppinnar í
knattspyrnu í kvöld. Leikirnir
eru:
KR-Tindastóll...KR-völlur 18.00
FH-Fylkir......Ásvellir 18.30
Keflavik-ÍA....Garðskagi 19.00
Leiftur-Þróttur, R . . Leiknisv 19.00
Valur-Fram . . . Tungubakkar 19.00
Breiðablik-lR .... Vallagerði 19.00
Stjarnan-Haukar . . . Ásvellir 20.30
Sigurliðin komast í 8-liða
úrslitin sem leikin verða um
helgina. -GH
Snóker:
Jóhannes og Kristján
hafa í nógu að snúast
Snókerspilaramir Kristján Helga-
son og Jóhannes B. Jóhannesson
verða á faraldsfæti næstu vikurnar.
Um helgina keppa þeir í Belgíu um
sex laus sæti í mótaröð atvinnu-
manna sem samanstendur af 9
stigamótum. 186 bestu atvinnu-
menn í snóker taka þátt í mótaröð-
inni en i mótinu í Belgiu verða
keppendur 24.
Frá Belgíu halda þeir til Finn-
lands til þátttöku á Evrópumótinu
þar sem keppa bæði atvinnumenn
og áhugamenn. Kristjáni hefur
gengið vel á þessu móti undanfarin
tvö ár og komist í úrslit. -GH
Jóh.irmcs B. Jóhannosson
oq Krisljan I lclqason
slíinclo i sfröngu ruoHlu o
vikum on jjoir takn þátt i
tvcimur fincikorinótuin ci
Karl-Heinz Rummenigge, fyrrum landsliösmaður Þýskalands:
Vill Mattháus í landsliðið
- það yrði grátlegt ef hann yrði ekki með i Frakklandi, segir Rummenigge
Karl-Heinz Rummenigge, vara-
forseti Bayem Múnchen og fyrrum
landsliðsmaður Þjóðverja í knatt-
spyrnu, vill að Lothar Mattháus,
hinn 37 ára gamli fyrirliði Bæjara,
verði valinn að nýju í þýska lands-
liðið og leiki með því stöðu aftasta
varnarmanns í heimsmeistara-
keppninni í Frakklandi í sumar.
„Lothar hefur leikið hreint frá-
bærlega á síðustu misserum með
Bayern og það yrði grátlegt að
mínu mati ef hann yrði ekki með
landsliðinu í Frakklandi," segir
Rummenigge.
Segist vera tilbúinn ef
kallið kemur
Sjálfur segist Matthaus, sem er
leikjahæsti leikmaður þýska lands-
liðsins frá upphafi, vera tilbúinn
að taka kallinu ef það kemur en
hann segir möguleikana á því ekki
vera ýkja mikla. Nokkur pressa
hefur verið sett á Berti Vogts
landsliðsþjálfara að velja Matthaus
að nýju í hópinn en hann var ekki
í þýska landsliöinu sem varð Evr-
ópumeistari á Englandi sumariö
1996.
Berti Vogts er sem stendur ekki
með Mattháus inni í sínum plön-
um. Hann segist gera ráð fyrir því
að Olaf Thon muni spila i stöðu
aftasta varnarmanns svo framar-
lega sem hann verði búinn að ná
sér af hnjámeiðslum sem hrjáð
hafa hann upp á síðkastið.
-GH