Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Blaðsíða 18
Bland í poka Bland í poka Eyjólfur Ólafsson millirlkjadómari setti líklega íslandsmet i gærkvöld þegar hann rak tvo markverði HK af velli í leikniun við ÍBV í deildabik- amum. Báðir fengu rauöa spjaldið fyrir viðskipti við Steingrím Jóhann- esson utan vítateigs. Eyjamenn mæta sigurvegaranum í leik Tindastóls og KR í átta liöa úr- slitum deildabikarsins. Skagamenn, sem mæta Keflvíking- um á Garðskagavelli i 16-liða úrslit- um deildabikarsins 1 kvöld, verða án þriggja lykilmanna. Þeir Alexander Högnason, Sigursteinn Gislason og Slobodan Milisic eru allir meiddir. Mihajlo Bibercic er væntanlegur til Skagamanna um næstu helgi en hann hefur dvalið 1 Júgóslavíu i vetur. Gunnar Már Másson leikur ekki með Keflvíkingum en hann hefur ver- ið frá vegna slæmra ökklameiðsla síðan i mars. Ekki er öruggt að hann geti hafíö íslandsmótiö með Keflavík. Peter Ogaba, Nígeríumaðurinn hjá Leiftri er kominn með leikheimild með Ólafsfirðingum og spilar vænt- anlega gegn Þrótti R. í deildabikam- um í kvöld. Ogaba fékk ekki leikheimild frá Deportivo Beja i Portúgal og KSl þurfti aö fá Alþjóða knattspyrnusam- bandið til aö koma málinu í gegn. Nottingham Forest er komið i ensku úrvalsdeildina i knattspymu. Liöið lék ekki í gærkvöld en vegna sigurs Ipswich gegn Sunderland, 2-0, komst á hreint að Forest var komið upp eft- ir vetursetu í 1. deild. Þá gerðu Tran- mere og Sheffield United jafntefli, 3-3. -VS/JKS MIÐVIKUDAGUR 29. APRIL 1998 MIÐVIKUDAGUR 29. APRIL 1998 íþróttir Iþróttir Ástralski kylfingurinn Greg Norman veröur ekki til stórræöanna á þessu tfmabili. Hann gekkst nýlega undir uppskurö ó öxl og mun ekki geta slegiö golfbolta næstu mánuöina. Myndin var tekin er hann kom til kvöldveröar f Hvfta húsinu á dögunum í skrautlegum fatla en þangaö var mörgum af bestu kylfingum heims boöiö. Sfmamynd Reuter Þetta er landsliö Bandarfkjanna f knattspyrnu áriö 1950. Sama ór sigraöi þetta bandarfska liö landsliö Englands, 1-0, á HM og eru þaö talin ein óvæntustu úrslit knattspyrnusögunnar. Joe Gaetjens, fjóröi frá vinstri f fremri röö, skoraði sigurmarkið. Símamynd Reuter Lukkutröll HM í knattspyrnu í sumar heldur hér á stórri útgáfu af aö- göngumiöa en um fátt hefur veriö meira rætt en skort á aögöngumiöum vegna HM undanfarið. Á næstu dögum veröa 40 þúsund miöar seldir til Evrópuþjóöa en þaö eru miöar sem þátttökuþjóöir hafa skilaö á síöustu dögum. Símamynd Reuter Þessi kappi hefur þaö fengiö þaö hlutverk aö smföa 500 fótbolta úr tré fyrir HM í sumar. Boltarnir veröa handsmíöaöir og númeraöir og síöan seldir dýru veröi sem minjagripir. Sfmamynd Reuter Einar Steinarsson, SFK, sigraði á bikarmóti STÍ í skotfimi á dögunum. Hann hlaut 584 stig en Carl J. Eiríks- son, UMFA, varð annar með 582 stig og Arnfinnur Jónsson, SFK, þriöji með 573 stig. íslendingar stóðu sig vel á Norður- landamótinu í skylmingum með höggsverðum sem fram fór á dögun- um i Kaupmannahöfn. Sigrún Erna Geirsdóttir vann til silfurverðlauna eftir naumt tap gegn Silju Niemela frá Danmörku í úrslit- um, 13-15. Sigrún Ema vann Helgu Eygló Magnúsdóttur í hörkuleik í undanúrslitum, 15-14. Helga Eygló fékk því bronsiö. / liöakeppninni vann ísland silfur- verðlaun eftir tap gegn Dönum í úr- slitum, 37-45. Liöið skipuðu þeir Ragnar Ingi Sigurðsson, Guðjón Ingi Getsson og Kristmundur Bergsveins- son. Ragnar Ingi vann einnig til bronsverðlauna i opnum flokki. Grafarholtsvöllur verður opnaður á laugardaginn kemur. Þá verður keppt um Ameson-skjöldinn. Mótið er inn- anfélagsmót. Leiknar veróa 18 holur með og án forgjafar. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin með og án forgjafar. Skráning fer fram á skrifstofu GR í síma 587-2211. Ronaldo og Zamorano vora í gær dæmdir í 2 leikja bann i kjölfar um- mæla um dómara leiksins gegn Juventus um sL helgi. Ze Elias og þjálfari Inter, Luigi Simoni, fengu þrjá leiki af sömu forsendum. -JKS/SK Nr. Leikur: Röóin 1. Juventus - Inter 1-0 1 2. Lazio - Parma 1-2 2 3. Udinese - Roma 4-2 1 4. Bari - Vicenza 0-0 X 5. Sampdoria - Fiorent. 2-0 1 6. Brescia - Bologna 1-3 2 7. Piacenza - Atalanta 3-0 1 8. Elfsborg - Trelleborg 1-1 X 9. Gautaborg - Norrköp. 0-0 X 10. Halmstad - Frölunda 1-0 1 11. Hacken - AIK 1-1 X 12. Örebro - Örgryte 1-1 X Þorbjörn Atli með tilboð frá Bröndby - viðræður milli Fram og danska liðsins standa yfir Þorbjöm Atli Sveinsson, knatt- spymumaöur úr Fram og 21-árs landsliðsins, er með tilboð frá danska úrvalsdeildarliðinu Brönd- by. Þorbjöm Atli dvaldi hjá félaginu í 10 daga i byrjun mars við æfingar og lék leik með varaliðinu. Þor- bjöm komst vel frá leiknum og eft- ir að heim var komið barst tilboð frá Bröndby. Að sögn Þorbjamar Atla er hann ánægður með tilboðið en að undanfomu hafa staðið yfir viðræður á milli Fram og danska liðsins. Hafa gengið á milli gagntilboð en von- ir standa til að málin skýrist á næstu dögum. Spennandi dæmi „Þetta er spennandi dæmi. Bröndby er topp- klúbbur og allar að- stæður hjá félaginu em til fyrirmyndar. Mér gekk ágætlega þessa daga sem ég var hjá lið- inu. Það var settur upp æfingaleikur fyrir mig og ég held að ég hafi komist ágætlega frá honum. Bröndby gerði mér tilboð sem ég er ánægður með. Félögin em að ræða saman og niðurstaðan úr þeim viðræðum ætti að liggja fyrir á næstu dögum. Ef af þessu verður er spumig hvenær ég fer utan, annað hvort í sumar eða í haust. Það er draumur minn aö komast í atvinnumennsku. Hvort það gerist i þessu dæmi verður bara að koma í ljós,“ sagði Þor- bjöm Atli við DV í gærkvöld. -JKS Ferna og fjögur rauð spjöld Kristinn Lárusson var á skotskónum gegn HK. Kristinn Lámsson skoraði 4 mörk á síðustu 13 mínútunum þegar ÍBV sigraöi HK, 6-2, í 16-liða úrslitum deildabikars- ins í knattspyrnu á grasvellinum á Tungubökkum í gærkvöld. Staðan var 2-2 þegar Kristinn tók af skarið en HK var manni færra frá 20. mínútu þegar Hjörvar Hafliðason mark- vörður fékk rauöa spjaldið. Seint í fyrri hálfleik vom Valdimar Hilmarsson, HK, og ívar Ingimarsson, ÍBV, reknir saman af velli. Undir lokin fékk svo Guðjón Bjömsson, varamarkvörður HK, líka rauða spjaldið þannig að HK endaði leikinn með 8 menn gegn 10 Eyjamönn- um. Kristinn Hafliöason og Hjalti Jóhann- esson gerðu hin mörk ÍBV en Steindór Elíson og ívar Jónsson jöfnuðu leikinn tvívegis fyrir HK. -VS Knattspyrnufélagið Fram 90 ára 1. maí: Breytingar á rekstrarformi mjög spennandi valkostur - segir Sveinn Andri Sveinsson, formaður félagsins Gengi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni '97-'98 Mörk Arsenal eru alltaf talin á undan. • Sigur • Tap • Jafnt Knattspymufélagið Fram heldur upp á 90 ára afmæli félagsins 1. maí. Þessara tímamóta verður minnst með ýmsum hætti á félagssvæðinu í Safamýri frá hádegi og fram eftir degi. í hófi um kvöldið fer fram af- hending heiðursmerkja i Gullhömr- um. Sveinn Andri Sveinsson, formað- ur Knattspymufélagsins Fram, var inntur eftir því hvað bæri hæst á þessum merkum timamótum. „Það standa fyrir dyrum fram- kvæmdir á félagssvæðinu við Safa- mýri. Það eru um 20 ár síðan félag- ið flutti starfsemi sina þangað og þar hefúr rísið nýlega íþróttahús. Við stefnum að því að fullklára okk- ar félagssvæði og hafa verið lagðar inn tiUögur þar að lútandi til borg- aryfirvalda. Þær felast meðal ann- ars í stækkun á æfingasvæðinu frá því sem nú er. Ennfremur að leggja gervigrasefni samhliða íþróttahús- inu og síðan auka stórlega gras- svæðið. Þó að svæðið sé lítið er það ekki nægilega vel nýtt en við teljum að það megi nýta það miklu betur. Svæðið í Safamýrinni er miðsvæðis og iðkendur koma ekki einungis þaðan heldur úr öllum hverfum borgcirinnar. Árangurinn hefur verið mjög góð- ur á íþróttasviðinu. Handboltinn er að rísa aftur upp eftir áratuga lægð og það vantaði aðeins herslumun- inn að hann skilaði okkur titlum. Það kemur örugglega næsta vetur. Menn eru einnig bjartsýnir á gengi okkar manna i knattspymunni. Viö Framarar fylgjumst vel með því sem er að gerast hjá KR-ingum varðandi breytingar á rekstrar- formi knattspyrnudeildar. Þetta er valkostur sem er mjög spennandi og ætlum við að fylgjast gr£mnt með hvemig þetta form kemur til meö að ganga hjá KR. Rekstur meistara- flokka í knattspyrnu er dýr og þetta er ein leið sem menn hafa fundið til að fá inn nýtt fé sem hingað til hef- ur reynst erfitt að fá ,“ sagði Sveinn Andri i samtalinu við DV. -JKS Ágúst Nóvember Febrúar • 1. Derby (Ú) 0-3 • 9. Man. Utd. (H) 3-2 • 22. Sheff. Wed. (Ú) 0-2 • 30. Liverpool (H) 0-1 Desember_____________ • 6. Newcastle (Ú) 1-0 • 13. Blackburn (H) 1-3 22. Wimbledon (Ú) Fr. • 26. Leicester (H) 2-1 • 30. Tottenham (Ú) 1-1 «8. Chelsea (H) 2-0 • 21. Cry. Palace (H) 1-0 Mars______________ • 2. WestHam (Ú) 0-0 «11. Wimbledon (Ú) 1-0 • 14. Man. Utd. (Ú) 1-0 «28. Sheff. Wed. (H) 1-0 «31. Bolton (Ú) 1-0 Apríl Janúar • 10. Leeds (H) 2-1 « 17. Coventry (Ú) 2-2 • 31. Southapt. (H) 3-0 • 11. Newcastle (H) 3-1 • 13. Blackburn (Ú) 4-1 • 18. Wimbledon (H) 5-0 • 25. Barnsley (Ú) 2-0 29. Derby (H) ?? Lelkir sem eru eftir í maí: 3. Everton (H), 6. Liverpool (Ú), 10. Aston Villa (Ú) • 13. Bolton (H) 4-1 • 21. Chelsea (Ú) 3-2 • 24. West Ham (H) 4-0 • 27. Everton (Ú) 2-2 Október • 4. Barnsley (H) 5-0 • 18. Cry. Palace (Ú) 0-0 • 26. Aston Villa (H) 0-0 • 9. Leeds (Ú) 1-1 • 11. Coventry (H) 2-0 • 23. Southapt. (Ú) 3-1 • 27. Lelcester (Ú) 3-3 • 30. Tottenham (H) 0-0 September Evrópukeppni 16 ára liða: Jafntefli á móti Svíum Úrslitakeppni Evrópumóts landsliöa í knattspymu, skipuð- um leikmönnum 16 ára og yngri, stendur nú yfir þessa dagana í Skotlandi. íslenska liðiö lék sinn annan leik í keppninni í gær- kvöld þegar strákamir mættu Svíum. Jafhtefli varð í leiknum, 1-1, sem fram fór á Love Street í Glasgow. Það var Skagamaður- inn Jóhannes Gíslason sem skor- aði mark íslendinga í leiknum. 1 fyrsta leiknum sl. sunnudag tapaði liðiö fyrir Grikkjum, 2-0. Síðasti leikur riölakeppninnar verður á fimmtudag. Þá mætir liðið Dönum. Tvær efstu þjóð- imar komast í 8-liða úrslit. -JKS Vernharö Þorleifsson úr KA sýndi styrk sinn á bikarmóti Júdósambandsins noröur á Akureyri og sigraöi í tveimur flokkum. Hann er hér til hægri á myndinni. Bikarmót Júdósambandsins á Akureyri: Vernharð sterkur Bikarmót Júdósambandsins, sem haldið var á Akureyri að þessi sinni, fór vel fram og var að vonum hart barist um sigur í öllum flokkum. Vemharð Þorleifsson, KA, sýndi góð- an styrk á mótinu og varð sigurvegari í tveimur flokkum. Hann sigraði í -100 kg flokki og síðan í opnum flokki. Vemharð hafði þar betur eftir slag við Gísla Jón Magnússon úr Ármanni. Sigurvegarar í einstökum flokkum urðu eftirtaldir: í fullorðinsflokki í -60 kg flokki sigr- aði Höskuldur Einarsson, Ármanni. í -66 kg flokki sigraði Brynjar Ásgeirs- son, KA. Sævar Sigursteinsson, KA, vann sigur í -73 kg flokki. Selfyssingm'inn Bjami Skúlason bar sigur úr býtum í -81 kg flokki. Þor- valdur Blöndal úr Ármanni sigraði í -90 kg flokki. Gísli Jón Magnússon úr Ármanni fagnaði sigri í þyngsta flokknum, +100 kg flokki. í fullorðinsflokki hjá kvenfólkinu bar Bima Baldursdóttir, KA, sigur úr býtum í -66 kg flokki en í +66 kg flokki sigraði Gígja Gunnarsdóttir, Ármanni. í 21 árs flokki karla sigraði Einar Sveinsson frá Grindavik í flokki -60 kg. Brynjar Ásgeirsson úr KA sigraði í -66 kg flokki og í flokki -73 kg sigraði Víð- ir Guðmundsson úr KA. KA-menn seigir Á mótinu mátti glöggt sjá að upp- gangurinn í júdó er gífúrlegur á Akur- eyri. Ef keppni í öllum flokkum er tal- in með, þar með hjá þeim yngri, sigr- uðu KA-menn í 13 flokkum. Ármenn- ingar komu næstir með sigurvegara í fjóram flokkum. -JKS 88. Íslandsglíman: Forsetahjónin af- henda Grettisbeltið Íslandsglíman, sú 88. í röðinni, fer fram á laugardag og verður að venju keppt um hið fomfræga Grett- isbelti. Að auki er keppt um sæmd- arheitið „Glímukóngur íslands". Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir, munu afhenda sigur- vegaranum Grettisbeltið að keppni lokinni. Um er að ræða elsta verð- launagrip og þann verðmætasta að auki sem keppt er um í íþróttum hérlendis. Fyrst var keppt um Grett- isbeltið árið 1906 en það er að öllu leyti úr silfri. Til keppni í Íslandsglímunni era skráðir 11 keppendur frá 5 félögum en aðeins er keppt í karlaflokki á mótinu. Allir bestu glimumenn landsins mæta til leiks og má búast við mjög jafnri og skemmtilegri glímu. Fremstu glímumenn lands- ins hafa verið mjög jafnir að getu á tímabilinu og eykur það vonir manna um jafna og harða baráttu. Elsti keppandinn verður Kristján E. Yngvason og er hann að taka þátt í sinni 19. Íslandsglímu. Þar með setur hann nýtt met. -SK Sænska knattspyrnan: Sverrir öflugur á miöjunni hjá Malmö DV, Malmö: Malmö og Helsingborg skildu jöfn, 1-1, í sænsku knattspymunni í gærkvöld að viðstöddum rúmlega 16 þúsund áhorfendum. Malmö var betra liðið í fyrri hálfleik og komst þá yfir en í síðari hálfleik komst Helsingborg meira inn í leikinn og jafnaði metin. Sverrir Sverrisson lék inni á all- an leikinn með Malmö og átti góðan leik. Hann er að verða prímusmótor liðsins á miðjunni og upphafsmaður í að byggja upp sóknarleik liðsins. Hann var nálægt því að skora frá miðju vallarsins, sá að markvörður Helsingborg var kominn fulllangt út úr markinu, lét skot ríða af sem markvörðurinn náði aö blaka yfir markið. Ólafur Öm Bjamason lék síðustu tíu mínútumar með Malmö. Hilmar Bjömsson var á bekknum hjá Hels- ingborg. Jakob Jónharðsson var hins vegar ekki í leikmannahópn- um. -JKS/EH Iþróttir eru einnig á bls. 40 Þorvaldur Blöndal, Ármanni, vann sigur í -90 kg flokki á mótinu á Akureyri. Arsenal á sigurbraut Arsenal getur tryggt sér Englandsmeistara- titilinn í knattspyrnu um helgina vinni liðið Derby í kvöld og leggi svo Everton að velli á sunndaginn en báðir þessir leikir fara fram á heimavelli Lundúnaliðsins, Highbury. Gengi Arsenal-liðsins á undanförnum vik- um og mánuðum hefur verið með ólíkindum eins og sést á grafinu hér til hliðar. Liðið tap- aði síðast í úrvalsdeildinni fyrir Blackburn 13. desember á síðasta ári og hefur nú leikið 16 leiki í röð í deildinni án þess að bíða ósig- ur. í þessum 16 leikjum hefúr Arsenal unnið 13 leiki en aðeins tapað þremur og markatal- an er glæsileg, 31-8. í haust benti fátt til þess að Arsenal ætlaði að blanda sér í baráttuna um titilinn. í nóv- embermánuði voru flestir búnir að afskrifa liðið þar sem það tapaði þremur af fjórum leikjum sínum í mánuöinum og missti þar að auki David Seaman markvörð í meiðsli. En Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hafði trú á sínum mönnum og neitaði að gefast upp eins og komið hefur á daginn. -GH 13. Oster - Hammarby 1-1 X Heildarupphæö 72 milljónir 13 réttir kr’ 12 réttirTT£W7T!2 kr. 11 réttir|E2jQ3i kr. 10 réttirWmTTm kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.