Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1998, Blaðsíða 28
48
kvikmyndir
MIÐVIKUDAGUR 29. APRIL 1998
Charíes Dickens og kvikmyndir
Kvikmyndun klassískra bók-
mennta hefur átt miklu fylgi að
fagna á síðustu árum og nú er röðin
komin að vinsælasta höfundi Vikt-
oríutímabilsins, Charles Dickens
(1812- 1870). Þrátt fyrir að 17 kvik-
og sjónvarpsmyndir hafi verið gerð-
ar eftir sögum hans á síðustu tíu
árum hefur engin þeirra notið mik-
illar velgengni og í Hollywood hafa
menn veriö áhugalausir um sögur
hans þar til nú.
Great Expectations
í nýjustu kvikmynd leikstjórans
Alfonso Cuarón er ein þekktasta
skáldsaga enska sagnameistarans
færð í nú-
tímasam-
hengi.
Great Ex-
pectations
naut mik-
illa vin-
sælda þeg-
ar hún var
fyrst gefln
út árið
1861 og á
þessari öld
sést áhugi
manna á
henni best
því að
snúna Öskubusku.
Þroskasaga Pips felst í
því að í lokin lærist
honum að álfkonan
góða, Miss Havisham,
er í raun nornin og
prinsessan, Estella, er
köld og grimmlynd.
Merkasta kvik-
myndin sem gerð hef-
ur verið eftir þessari
frægu sögu er í leik-
stjóm David Lean frá
1946. Upphafssenan,
þar sem Pip (Anthony
Wager) hittir fangann
Magwitch (Finlay
Currie) í kirkjugarðin-
The Great Expections, 1946. A myndinni eru Anthony Wager, John Burch, Grace Denbigh-
Russell, Hay Petrie, Freda Jackson og Bernard Miles t hlutverkum sínum.
a
hún hefur
verið kvik-
mynduð
a.m.k. átta
sinnum á siðustu 80 áium. Líkt og í
svo mörgum bókum Dickens er
söguþráðurinn mótaður af gömlu
ævintýraminni um lágstéttarhetj-
una sem reynist vera prins eða
prinsessa. í Great Expectations örl-
ar þó á íróníu, því Dickens snýr út
úr hinum miklu væntingum Pips og
segir sögu sem helst minnir á öfug-
Oliver, 1968. Þessi söngleikjaútgáfa af Oliver hlaut mörg
óskarsverölaun. Á myndinni er leikstjórinn Carol Reed aö
leiöbeina hinum unga Mark Lester sem lék Oliver.
um, er löngu oröin klassísk í kvik-
myndasögunni og myndin fangar
vel þann siðferðisboðskap sem bók-
in hverfist um. Óvæntur frami Pips
gerir það að verkum að hann getur
hafnað lágum uppruna sínum og
blandað geði við fólk úr efri hluta
samfélagsins. Fortíðin ásækir hann
þó og sú spuming vaknar hvort
TðPP 20
í Bandaríkjunum
- aösókn dagana 24.-26. apríl. Tekjur í mllljónum dollara og heildartekjur -
Aðsókn í
lágmarki í'Sfe-
Aösókn aö kvikmynda-
húsum í Bandaríkjun-
um er ekki mjög mikil
þessa dagana og er
þetta árlegur viöburö-
ur, nokkurskonar milli-
bilsástan þar til stóru
sumarmyndirtnar fara
aö koma á markaöinn
í maí. Vinsælasta kvik-
myndin um síöustu
helgi var The Big Hit og sjálfsagt má aö miklum hluta rekja vinsældirnar til
aöalleikarans, Mark Wahlberg, sem sló eftirminnilega í gegn í Boogie Nights.
í myndinni leikur hann ungan framagjarnan glæpamann sem fenginn er til
aö ræna ríkri stúlku en tekur of seint eftir því aö hann hefur veriö leiddur í
gildru. Auk Wahlberg leika í myndinni Lou Diamond Philip og China Chow.
Hin stórfenglega heimildamynd Everest heldur áfram aö fylla þá kvikmynda-
sali sem hún er sýnd í, en hún er eingöngu sýnd í IMAX sýningarsölum , er
hún meö langbestu nýtinguna á hvern sal. blm:-HK
1. <-) The Big Hit Tekjur 10.809 Heildartekjur 10.809
2. (i) Clty of Angels 9.010 46.556
3. (2) The Object of My Affection 5.161 17.094
4. (4) Titanic 4.938 560.615
5. (5) Paulle 4.382 10.789
6. (3) Lost in Space 4.012 58.090
7. (7) The Odd Couple II 2.477 14.072
8. (8) Mercury Rising 2.158 27.891
9. (9) The Players Club 2.034 17.351
10. (-) Scream 2 1.790 98.104
11. (6) Species II 1.573 16.633
12. (-) Tarzan and the Lost City 1.110 1.110
13. (11) As Good as it Gets 1.054 143.536
14. (15) Good Will Hunting 1.033 133.038
15. (-) The Spanish Prisoner 0.876 1.812
16. (14) Barney's Great Adventure 0.851 8.690
17. (-) Sliding Doors 0.834 0.834
18. (12) Primary Colors 0.833 36.379
19. (18) Everest 0.735 9.204
20. (10) Major League: Back to the Minors 0.662 3.181 irm
hann sé hefðarmaður eða
jámsmiður í finum fötum.
Með önnur helstu hlutverk í
mynd Lean fara: John Mills,
Valerie Hobson, Jean Simm-
ons, Bernard Miles, Martita
Hunt og Alec Guinness.
Great Expectations var
kvikmynduð fyrir sjónvarp
árið 1974 í leikstjóm Joseph
Hardy. í henni fara Michael
York (Pip), Sarah Miles
(Estella), Margaret Leighton
(Miss Havisham) og James
Mason (Magwitch) með
helstu hlutverk. Þessi útgáfa
er að öllu leyti síðri. Einnig
er til þáttaröð frá 1989 í leik-
stjóm Kevins Connors. Sú
útgáfa er meingölluð og í
raun fyrst og fremst
skemmtileg fyrir þá sök að
þar leikur Jean Simmons
hina gömlu Miss Havisham,
en 43 árum áður var leik-
konan í hlutverki Estellu i
kvikmynd Lean.
Oliver Twist og A
Christmas Carol:
Aðrar sögur sem oft hafa verið
kvikmyndaðar em Oliver Twist (10
sinnum) og A Christmas Carol (18
sinnum). David Lean leikstýrði Oli-
ver Twist árið 1948 í eftirminnilegri
kvikmynd þar sem Robert Newton
(Bill Sikes), John Howard Davies
Oliver Twist, 1947. Alec Guinness lék Fagin í þessari frægustu
kvikmyndaútgáfu af Oliver Twist. í hlutverki Olivers var John
Howard Davies.
(Oliver Twist), Alec Guinness (Fag-
in) og Kay Walsh (Nancy) fara með
veigamestu hlutverkin. Vinsæll
söngleikur hefur verið gerður eftir
sögunni um þennan frægasta mun-
aðarleysingja heimsbókmenntanna.
Jólaævintýri Dickens (A Christmas
Carol) hefur kom-
ið út i mörgum
eftirminnilegum
útgáfum, en
þeirra best er án
efa Scrooge (1951)
í leikstjóm Brian
Desmond Hurst
þar sem Alastair
Sim leikur nirfil-
inn og meinhomið
Ebenezer Scrooge.
Aðrar skemmti-
legar kvikmynd-
anir sögunnar eru
Blackadder’s
Christmas Carol
og Scrooged (1988)
og The Muppet
Christmas Carol
(1992).
Aðrar kvik-
myndanir
Dickens:
Vonlaust er að
rekja sögu Dick-
ensmynda að
nokkru ráði í svo
stuttu máli sem
hér. Vinsælustu
sögur hans em til í
fjölmörgum gerð-
um og til viðbótar
nægir að nefna
David Copperfield
(3 sinnum), A Tale
of Two Cities (7
sinnum) og
Nicholas Nickleby
(4 sinnum). Árið
1981 leikstýrðu
John Caird, Jim
Goddard og Trevor
Nunn 8 klukku-
tíma uppfærslu á
Nicholas Nickleby
fyrir sjónvarp og
er það að mínu
mati ein glæsileg-
asta þáttaröð sem
gerð hefur verið
eftir 19. aldar
skáldverki. Þættimir vom sýndir í
Sjónvarpinu fyrir fjöldamörgum
árum og kjörið væri að taka þá til
endursýningar. -ge
Regnboginn - Great Expectations:
Prinsessan á bauninni
Great Expectations segir frá
óvæntum frama ungs manns sem á
sér dulinn velgjörðarmann. Kvik-
mynd Cuarón færir sögusviðið frá
Englandi 19. aldar til Bandaríkja
samtímans. Finegan Bell (Pip sög-
unnar) býr hjá systur sinni og eigin-
manni hennar Joe (Chris Cooper) í
smábæ i Flórída. Þegar Finegan er
aðeins bam að aldri gerast tveir at-
burðir sem eiga eftir að móta lif
hans. Hann kemur fanga á flótta til
hjálpar (Robert De Niro) og er feng-
inn til þess að skemmta hinni auð-
ugu og sérvitru fröken Dinsmore
(Anne Bancroft). Dinsmore, sem lok-
aði sig inni í stórhýsi sínu eftir að
unnusti hennar yfirgaf hana við alt-
arið hefur sagt karlkyninu stríð á
hendur. Skjólstæðingi hennar, hinni
fógra Estellu, er ætlað að kremja
sem flest karlahjörtu. í nokkur ár kemur Finegan
vikulega í heimsókn til Dinsmore og Estellu. Hann
hrífst af stúlkunni, en hún hefur lært lexíurnar sínar
vel og er köld sem ís.
Þegar Estella (Gwyneth Paltrow) er orðin fullvaxin
heldur hún til Evrópu án þess svo mikið sem kveðja
Finegan (Ethan Hawke). Hann er sjómaður þar til
honum er sagt að ónefndur velgjörðarmaður hafi
ákveðið aö styrkja hann til þess að setja upp sýningu
á málverkum sínum í New York. Finegan, sem hefur
teiknað frá því að hann man eftir sér, tekur boðinu og
er fullviss um að hér sé Dinsmore aö verki. í New
★★i
KVIKMYMA
iifiMiny
York hittir hann Estellu á nýjan leik.
Kvikmynd Cuarón er að mörgu leyti afbragðsvel
gerð og sögusviðið er sannfærandi. Leikaramir
standa sig allir með prýði, en bestur þótti mér þó De
Niro i hlutverki fangans Lustigs. Helsti galli myndar-
innar felst í áherslunni á ástarsöguna. Við það tapast
sú íróníska sýn sem litar sögu Dickens og samfélags-
ádeilan fer fyrir lítið. Þetta er falleg mynd sem kom
mér á óvart.
Leikstjóri: Alfonso Cuarón. Aðalhlutverk: Ethan
Hawke, Gwyneth Paltrow, Anne Bancroft og Robert
De Niro. Guðni Elísson