Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1998, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 7 Meðan húsrúm leyfir Kosningabaráttan tekur á sig ýmsar myndir. Tími uppgjörs rennur upp og kjósendur sveiíl- ast á milli framboða. í ísafjarðar- bæ sagði Eiríkur Böðvarsson framkvæmdastjóri nýlega skilið við Sjálfstæðis- flokkinn, sem hann hefur stutt um árabil, vegna óánægju með framgang Þorsteins Jóhannes- sonar og félaga í bæjar- málum. Eirík- ur lýsti því jafn- framt yfir að hann myndi aug- lýsa kosningakaffi um helgina. Þangað mættu koma óánægðir sjálfstæðismenn; á meðan hús- rúm leyflr... Stefán sveitarstjóri Þrátt fyrir aö Sjálfstæðisflokk- urinn hafl verið meö óvænta yf- irburði í einu skoðanakönnun- inni sem gerð hefur verið í nýja sveitarfélaginu í Skagafirði er Framsókn talin ná góðri sókn á endasprettinum. Það er ekki síst vegna mannsms í þriðja sæti, Stefáns Guð- mundssonar alþingismanns, sem hættir þingmennsku til að snúa sér að sveitarstjómarmál- um. Hann er talinn draga með sér fjórða manninn í lokasókn- inni. Framsókn er staðráðin í að komast í meirihluta og flestir horfa þar til Skagafjarðarlistans. Líklegasta sveitarstjóraefnið er einmitt téður Stefán... Jólagjöfin í ár Svo sem kunnugt er er réttur- inn til að sjónvarpa frá efstu deild knattspymunnar í höndum þýskra aðila og ekki útlit fyrir að íslenskir fótboltaá- hugamenn geti nýtt sér sjónvarp- ið til að svala áhuga sínum. Þeir Ingólfur Hannesson á Rúv og Valtýr Björn Valtýs- son á Stöð 2 verða að bíta í það súra epli að geta ekki boðið áhorfendum upp á þetta misvin- sæla efni. Nú segja gárungar að fyrir liggi hver verði jólagjöf áhugamanna í ár; spóla með is- lensku knattspyrnunni en með þýsku tali... Nýtt Felgumál Sigurður Ingi Pálsson varð landsfrægur þegar hann gerðist hústökumaður í Felgunni á Patró og flutti síð- ar til Spánar. Nú er verið að út- hluta félagsheim- ilinu fræga til nýrra aðila. 6 umsóknir bárust og þar á meðal er veitingastað- urinn Matborg sem er í rekstri á staðnum og hlaut hnossið. Einn umsækj- endanna sem sitja hjá garði er eiginkona Hauks Más Sigurðs- sonar, fyrsta manns á lista Sam- stöðu. Haukur Már er sagður hafa tekið mikinn kipp og hótað að ef samið yrði við Matborg væri í uppsiglingu nýtt Felgu- mál. Nú sjá menn fyrir sér að Haukur Már læsi sig inni ásamt fjölskyldu sinni. Það gæti því fallið í hlut kjörstjómar að hreinsa út úr húsinu, sem jafn- framt er kjörstaður, þannig að hægt verði að kjósa þegar kjör- dagur rennur upp á laugardag... Umsjón Reynir Traustason . Netfang: sandkom (Sjff. is NOKKRAR VISBENDINGAR: GOTT VERÐ GLÆSILEGUR 2 LOFTPÚDAR ABS HEMLAR RÚMGÓDUR SPARNEYTINN SPRÆKUR ÞU GETUR ORUGGLEGA EKKIIMYNDAÐ ÞÉR HVAÐA BÍLTEGUND ÞETTA ER !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.